Færslur: verðlag

Um 11% Íslendinga undir láglaunamörkum
Á Íslandi er þriðja hæsta miðgildi tímakaups í Evrópu sé það umreiknað í evrur en Danir hafa hæsta tímakaup í álfunni sé litið til þess mælikvarða. Hlutfall þeirra sem voru undir láglaunamörkum var 11,2% á Íslandi, en það eru laun sem reiknast undir 2/3 af miðgildi tímakaups hvers lands.
26.01.2021 - 08:33
Mun fleiri íbúðir seljast á meira en ásettu verði
Hækkun íbúðaverðs á tólf mánaða tímabili hefur ekki verið meiri síðan í febrúar 2018, að því er kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þá kemur einnig fram að vaxtalækkanir hafi aukið eftirspurn og þannig þrýst verðinu upp. Mun fleiri íbúðir hafi í fyrra selst yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu hafi það hlutfallið hækkað 8% árið 2019 í 22% undir lok síðasta árs. „Svona hátt hlutfall íbúða hefur ekki selst yfir ásettu verði síðan 2017,“ segir í Hagsjánni
22.01.2021 - 11:21
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík og hæst í Garðabæ
Foreldrar í Reykjavík greiða lægri gjöld fyrir átta tíma leikskóladag en foreldrar annars staðar á landinu og foreldrar í Garðabæ greiða hæstu leikskólagjöldin. Þetta kemur fram í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ.
14.01.2021 - 16:52
Allt að 120 prósenta verðmunur á borðspilum
Allt að 120 prósenta verðmunur er á borðspilum milli verslana. Samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ eru flest borðspil ódýrust í A4 og dýrust í versluninni Margt og mikið. Mesta úrvalið er í Spilavinum.
12.12.2020 - 13:58
Framboð af íbúðum dregst hratt saman og verð hækkar
Húsnæðisverð hefur hækkað að meðaltali um 5 prósent frá því í maí á þessu ári. Eftirspurn eftir húsnæði er mikil en framboð hefur dregist hratt saman. Um þetta er fjallað í nýrri samantekt á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Spegillinn
Verðlag hækkar í COVID og eftirspurn eykst
Töluverðar verðhækkanir hafi orðið á ýmsum vörum í faraldrinum. Síðastliðið ár hefur verð á innfluttu og innlendu grænmeti hækkað um 12,5 prósent og innflutt mat- og drykkjarvara hefur hækkað um tæp 11%. Bensín hefur hins vegar lækkað um 7%. Frá því faraldurinn braust út hefur eftirspurn eftir raf- og heimilistækjum aukist um rösklega 50%. Þetta meðal þess sem kemur fram í samantekt sem verðlagseftirlit ASÍ vann fyrir Spegilinn.
11.11.2020 - 10:26
Áfengi dýrast á Íslandi
Áfengi er dýrara á Íslandi en í öllum hinum Evrópusambands/EFTA-ríkjunum. Þetta kemur fram í hagtölum evrópsku hagstofunnar Eurostat og Hagstofa Íslands vakti athygli á tölunum í færslu á Facebook í dag.
09.09.2020 - 12:02
Leiðrétta þarf afurðaverð til bænda
Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Vísitala neysluverðs hækkaði óvænt á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,15% á milli mánaða, en spáð hafði verið að hún myndi lækka. Verðbólga í júlí er 3%, en var 2,6% í júní og áhrif af sumarútsölum voru minni en ráð var gert fyrir. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
24.07.2020 - 14:36
Spenna í Miðausturlöndum gæti haft áhrif á Íslandi
Aukin spenna milli Bandaríkjanna og Írans gæti haft veruleg áhrif á verðlagsþróun hér á landi á næstu misserum að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Áhrifin séu þó takmörkuð enn sem komið er.
08.01.2020 - 22:00
Jólamaturinn dýrastur í Iceland
Verðkönnun sem ASÍ lét gera fyrr í vikunni leiðir í ljós að talsverður munur er á verði verslana. Sem dæmi er rúmlega 2.000 króna verðmunur á kílói af hangikjöti milli tveggja verslanna.
19.12.2019 - 15:24
Verð hækkað í 8 af 10 matvöruverslunum
Vörukarfa Alþýðusambands Íslands hækkaði í átta verslunum af tíu frá fyrstu viku nóvembermánaðar til annarrar viku maí. Það hækkaði mest í verslunum 10-11 en minnst í Bónus og Kjörbúðinni.
28.05.2019 - 13:06
Verðlag hækkað vegna kjarasamninga
Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir dæmi um að vöruverð hafi hækkað í aðdraganda kjarasamninga og eftir undirritun þeirra. Fjöldi ábendinga um verðlag berst eftirlitinu í hópnum Vertu á verði á Facebook. Þar er hægt að birta upplýsingar um verðlag hjá verslunum og fyrirtækjum.
23.05.2019 - 16:27
Maturinn 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki
Matvörukarfa er mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndum. Matarkarfan er ódýrust í höfuðborg Finnlands, Helsinki.
06.02.2019 - 14:41
Innlent · Neytendur · verðlag · ASÍ
ASÍ: Sumarnámskeið geta kostað tugi þúsunda
Sumarnámskeið fyrir börn kosta allt að 84 þúsund krónur, samkvæmt könnun sem verðlagseftirlit ASÍ hefur gert. Mörg námskeiðin reyndust á sama verði og í fyrra. Mesta hækkunin milli ára í könnuninni reyndist 67 prósent.  
03.06.2017 - 08:02
Sterk króna skilar sér ekki í vasa neytenda
Verð á fatnaði og byggingarvöru hefur ekki lækkað í samræmi við styrkingu krónunnar og tollalækkanir, og verð á innfluttri matvöru hefur ekki lækkað til jafns við gengisþróun.
02.05.2017 - 16:08