Færslur: verðlag

Sjónvarpsfrétt
Hátt verðlag ekki komið ferðamönnum á óvart
Ferðamönnum hefur fjölgað hratt í ár, eins og spár gerðu ráð fyrir. Brottfarartölur erlendra ferðamanna eru svipaðar og fyrir faraldurinn. Hótel eru víða uppbókuð og mikið mannlíf er í bænum. Flestir segjast ánægðir með dvölina hér á landi, þrátt fyrir mjög hátt verðlag.
24.07.2022 - 21:33
Launa- og flutningskostnaður skýri hátt vöruverð
Flutningskostnaður, mikill launakostnaður og smæð markaðarins útskýrir hvers vegna verðlag er hærra hér en í Evrópusambandinu. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 
Ísland dýrast í Evrópu í fatnaði og samgöngum
Matur á Íslandi er 42% dýrari hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Hér á landi er fatnaður og almenningssamgöngur dýrari en nokkurs staðar annars staðar í Evrópusambandinu. Skór og föt eru 35% dýrari hér og almenningssamgöngur 85% dýrari.
01.07.2022 - 12:30
Sjónvarpsfrétt
Flest sumarnámskeið fyrir börn dýrari en í fyrra
Gjald fyrir flest sumarnámskeið fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað frá því í fyrra. Mörg hafa hækkað meira en almennt verðlag. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir áhyggjuefni ef börn efnalítilla foreldra komast ekki á námskeið í sumar.
27.06.2022 - 08:15
Át á bjúgum og fiskibollum í dós gæti fylgt verðbólgu
Viðbúið er að fólk fari að leita í ódýrari matvöru eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt er við frekari verðhækkunum. Bændur, afurðarfyrirtæki og neytendur þurfa að taka á sig tvo og hálfan milljarð króna vegna aukins rekstrarkostnaðar í landbúnaði. Þetta kemur fram í skýrslu svonefnds Spretthóps matvælaráðherra.
Útilegan verður dýrari í sumar en í fyrra
Verð á tjaldsvæðum hefur hækkað nokkuð á milli ára. Fréttastofa gerði óformlega könnun og svo virðist sem verð fyrir einn í eina nótt hafi víða verið hækkað um allt að 25 prósent.
12.06.2022 - 08:38
„Ætti að vera hægt að skila til baka til samfélagsins“
Formaður Neytendasamtakanna segir að stórfyrirtæki á matvælamarkaði þurfi að sýna samfélagslega ábyrgð og skila til baka til samfélagsins, í stað þess að greiða eigendum milljarða í arð. Formaður Starfsgreinasambandsins segir að verkalýðshreyfingin eigi að beita sér fyrir verðlækkunum til neytenda.
07.05.2022 - 23:00
Viðtal
Býst ekki við kreppu heldur dýrtíð
Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur ekki að verðbólga verði hér til langs tíma. Gústaf Steingrímsson hagfræðingur segir að verðbólgan nú komi ekki niður á þeim sem tekið hafa verðtryggð lán eða lán með föstum vöxtum. Öðru máli gegni um þau sem greiði af lánum sem bera breytilega vexti. Ólíkt ýmsum öðrum löndum blasi kreppa ekki við hér heldur einungis dýrtíð.
06.05.2022 - 08:06
Sjónvarpsfrétt
Mun meiri verðhækkun á mjólk en innfluttri matvöru
Verð á mjólkurvörum og kjöti hefur hækkað mun meira en á innfluttri matvöru síðastliðið hálft ár. Hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu segir íslensk fyrirtæki virðast nýta hverja smugu til að hækka verð. 
Hvetja til hagræðingar í stað hækkunar vöruverðs
Neytendasamtökin hvetja fyrirtæki til að bregðast við hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana með því að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum í stað þess að hækka vöruverð.
Engin merki þess að verðbólga hjaðni í bráð
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir engin merki þess að verðbólga hjaðni á næstunni. Verðbólga mælist nú 4,5 prósent og er meiri en hún mældist í síðasta mánuði. Jón Bjarki segir að einkum sé það hækkun á húsnæðisverði sem auki verðbólgu. Þá hafi þjónusta hækkað í verði og einnig hafi verðlag hækkað erlendis sem hér birtist til að mynda í hærra bensínverði.  
28.10.2021 - 09:17
Hagsmunasamtök taki ekki þátt í umræðu um verðlagningu
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsfólki hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu eða markaðshegðun fyrirtækja. Í tilkynningu eftirlitsins er slík umfjöllun hagsmunasamtaka vegna yfirvofandi verðhækkana sökum hækkunar hrávöruverðs gagnrýnd. Hækkun aðfanga eigi ekki sjálfkrafa að hækka vöruverð.
AGS ræður ríkisstjórnum frá því að niðurgreiða olíu
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður ríkisstjórnum frá því að niðurgreiða eldsneyti til þess að bregðast við hækkandi verði. Sjóðurinn gaf það út í dag að frekar ætti að hjálpa þeim sem mest þyrftu á að halda og yrðu verst úti vegna verðhækkana. Almennar niðurgreiðslur á orku væru óhagkvæmar og nýttust ekki síst þeim sem síst þyrftu.
13.10.2021 - 15:19
Innlent · Olía · Orka · verðlag
Spegillinn
Fyrirtæki ættu að hafa svigrúm til að lækka vöruverð
Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ segir vegna aukinnar sölu og hagstæðs vaxtaumhverfis hafi fyrirtækin svigrúm til að lækka verð. Aðeins hafi dregið úr verðhækkunum. Róbert Farestveit, sviðstjóri og hagfræðingur hjá ASÍ, segir ekki æskilegt að hækka vexti til að halda aftur af verðbólgu
15.04.2021 - 16:57
Um 11% Íslendinga undir láglaunamörkum
Á Íslandi er þriðja hæsta miðgildi tímakaups í Evrópu sé það umreiknað í evrur en Danir hafa hæsta tímakaup í álfunni sé litið til þess mælikvarða. Hlutfall þeirra sem voru undir láglaunamörkum var 11,2% á Íslandi, en það eru laun sem reiknast undir 2/3 af miðgildi tímakaups hvers lands.
26.01.2021 - 08:33
Mun fleiri íbúðir seljast á meira en ásettu verði
Hækkun íbúðaverðs á tólf mánaða tímabili hefur ekki verið meiri síðan í febrúar 2018, að því er kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þá kemur einnig fram að vaxtalækkanir hafi aukið eftirspurn og þannig þrýst verðinu upp. Mun fleiri íbúðir hafi í fyrra selst yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu hafi það hlutfallið hækkað 8% árið 2019 í 22% undir lok síðasta árs. „Svona hátt hlutfall íbúða hefur ekki selst yfir ásettu verði síðan 2017,“ segir í Hagsjánni
22.01.2021 - 11:21
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík og hæst í Garðabæ
Foreldrar í Reykjavík greiða lægri gjöld fyrir átta tíma leikskóladag en foreldrar annars staðar á landinu og foreldrar í Garðabæ greiða hæstu leikskólagjöldin. Þetta kemur fram í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ.
14.01.2021 - 16:52
Allt að 120 prósenta verðmunur á borðspilum
Allt að 120 prósenta verðmunur er á borðspilum milli verslana. Samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ eru flest borðspil ódýrust í A4 og dýrust í versluninni Margt og mikið. Mesta úrvalið er í Spilavinum.
12.12.2020 - 13:58
Framboð af íbúðum dregst hratt saman og verð hækkar
Húsnæðisverð hefur hækkað að meðaltali um 5 prósent frá því í maí á þessu ári. Eftirspurn eftir húsnæði er mikil en framboð hefur dregist hratt saman. Um þetta er fjallað í nýrri samantekt á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Spegillinn
Verðlag hækkar í COVID og eftirspurn eykst
Töluverðar verðhækkanir hafi orðið á ýmsum vörum í faraldrinum. Síðastliðið ár hefur verð á innfluttu og innlendu grænmeti hækkað um 12,5 prósent og innflutt mat- og drykkjarvara hefur hækkað um tæp 11%. Bensín hefur hins vegar lækkað um 7%. Frá því faraldurinn braust út hefur eftirspurn eftir raf- og heimilistækjum aukist um rösklega 50%. Þetta meðal þess sem kemur fram í samantekt sem verðlagseftirlit ASÍ vann fyrir Spegilinn.
11.11.2020 - 10:26
Áfengi dýrast á Íslandi
Áfengi er dýrara á Íslandi en í öllum hinum Evrópusambands/EFTA-ríkjunum. Þetta kemur fram í hagtölum evrópsku hagstofunnar Eurostat og Hagstofa Íslands vakti athygli á tölunum í færslu á Facebook í dag.
09.09.2020 - 12:02
Leiðrétta þarf afurðaverð til bænda
Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Vísitala neysluverðs hækkaði óvænt á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,15% á milli mánaða, en spáð hafði verið að hún myndi lækka. Verðbólga í júlí er 3%, en var 2,6% í júní og áhrif af sumarútsölum voru minni en ráð var gert fyrir. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
24.07.2020 - 14:36
Spenna í Miðausturlöndum gæti haft áhrif á Íslandi
Aukin spenna milli Bandaríkjanna og Írans gæti haft veruleg áhrif á verðlagsþróun hér á landi á næstu misserum að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Áhrifin séu þó takmörkuð enn sem komið er.
08.01.2020 - 22:00
Jólamaturinn dýrastur í Iceland
Verðkönnun sem ASÍ lét gera fyrr í vikunni leiðir í ljós að talsverður munur er á verði verslana. Sem dæmi er rúmlega 2.000 króna verðmunur á kílói af hangikjöti milli tveggja verslanna.
19.12.2019 - 15:24