Færslur: Venesúela

Einn fórst og 20 særðust í hryðjuverki í Kólumbíu
Einn maður fórst og 20 særðust þegar bílsprengja var sprengd utan við skrifstofu mannréttindasamtaka í borginni Saravena í Kólumbíu, nærri skrifstofum hins opinbera, seint á miðvikudagskvöld. Saravena er nærri landamærum Venesúela og kólumbíski herinn er þar með fjölmennar herbúðir, enda hefur verið grunnt á því góða milli þessara nágrannaþjóða upp á síðkastið.
Elsti karl í heimi dó í gær, tæplega 113 ára gamall
Spánverjinn Saturnino de la Fuente, sem þar til í gær var elsti lifandi karlmaðurinn hér á Jörð, er látinn, 112 ára gamall og ellefu mánuðum betur. de la Fuente fæddist í borginni León í Kastilíuhéraði á Norður-Spáni hinn 11. febrúar 1909, og dó í sömu borg í gær, samkvæmt spænsku fréttastofunni EFE og Heimsmetabók Guinness.
19.01.2022 - 04:36
Þrír fórust í sprengjutilræði á kólumbískum flugvelli
Tveir lögreglumenn fórust í sprengingu við Cucuta alþjóðaflugvöllinn nærri landamærum Kólumbíu og Venesúela í dag. Litið er á atvikið sem hryðjuverk en tilræðismaðurinn fórst einnig þegar hann reyndi að flýja flugvallarsvæðið.
Illræmdur FARC liði sagður fallinn í valinn
Fyrrverandi leiðtogi Byltingarhers Kólumbíu, FARC er sagður hafa verið skotinn bana í nágrannaríkinu Venesúela. Tilræðismennirnir eru sagðir vera aðrir uppreisnarmenn.
Heimsglugginn
Lagaval Merkel vekur athygli
Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, verður kvödd í kvöld með athöfn sem nefnist Der Großer Zapfenstreich. Það er formleg athöfn hermanna sem hafa lokið skyldustörfum dagsins og hverfa til herbúða sinna að kvöldi. Hún fær að velja þrjú lög sem lúðrasveit hersins leikur og mikla athygli hefur vakið að eitt laganna var sungið af erkipönkaranum Ninu Hagen, Du hast den Farbfilm vergessen eða þú gleymdir litfilmunni.
Bandaríkin efast um lögmæti kosninga í Venesúela
Bandarísk stjórnvöld segja að svæðiskosningar í Venesúela á sunnudag hafi hvorki verið frjálsar né réttlátar. Þau heita að halda áfram þrýstingi á stjórn Nicolas Maduro sem ekki hefur hlotið viðurkenningu nema hluta alþjóðasamfélagsins.
Forseti Venesúela fagnar sigri
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnaði sigri eftir að frambjóðendur sósíalista unnu stórsigur í svæðiskosningum í gær. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem stjórnarandstæðingar buðu fram í kosningum í landinu. Sendinefnd á vegum Evrópusambandsins sá um kosningaeftirlit.
22.11.2021 - 16:07
Kosningaeftirlit á vegum ESB leyft í Venesúela
Erlent kosningaeftirlit var leyft í sveitarstjórnarkosningum í Venesúela í fyrsta sinn í langan tíma í dag. Stjórnarandstöðuflokkar settu það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í kosningunum.
21.11.2021 - 19:16
Myndskeið
Tólf þúsund spiluðu saman og inn í heimsmetabókina
Um það bil tólf þúsund hljóðfæraleikarar í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela, börn og fullorðnir komust á spjöld sögunnar og í Heimsmetabók Guinness með því að spila saman Slavneskan Mars eftir rússneska tónskáldið Piotr Tchaikovsky.
Öll lönd fjarlægð af rauðum lista breskra stjórnvalda
Næstkomandi mánudag verða þau sjö lönd sem enn eru á rauðum ferðalagalista bresku ríkisstjórnarinnar fjarlægð þaðan. Samgönguráðherra Bretlands segir kerfið í sífelldu endurmati en listinn verður reglulega uppfærður.
Venesúelastjórn hættir viðræðum við stjórnarandstöðuna
Stjórnvöld í Venesúela lýstu því yfir í gærkvöld að hlé yrði gert á viðræðum við stjórnarandstöðuna, sem staðið hafa yfir í Mexíkó um skeið. Yfirlýsingin var birt skömmu eftir að fregnir bárust af framsali kólumbíska kaupsýslumannsins Alex Saab frá Grænhöfðaeyjum til Bandaríkjanna. Þar er hann sakaður um að hafa stundað peningaþvætti fyrir Nicolas Maduro Venesúelaforseta og ríkisstjórn hans um árabil.
Sex núll skorin af gjaldmiðli Venesúela
Seðlabankinn í Venesúela gefur í dag út nýja peningaseðla. Sex núll hafa verið skorin af bólívarnum, gjaldmiðli landsins. Efnahagurinn er í rúst og milljónir landsmanna þurfa á aðstoð að halda.
Fyrrum leyniþjónustuforingi handtekinn á Spáni
Spænska lögreglan tilkynnti í gær að hún hafi handtekið Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmann leyniþjónustu hersins í Venesúela. Carvajal er eftirlýstur í Bandaríkjunum, grunaður um stórfelld fíkniefnabrot.
Venesúela: samkomulag virðist að hluta í höfn
Útlit er fyrir að samkomulag sé að nást að hluta til í viðræðum stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í Venesúela. Það virðist þó nokkuð málum blandið.
Ræða framtíð Venesúela í Mexíkó
Samningaviðræður stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í Venesúela hófust í kvöld í Mexíkó. Fundurinn hófst á undirritun fulltrúa beggja fylkinga um að hefja formlegar viðræður til þess að ljúka djúpri pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu. Norðmenn höfðu milligöngu með viðræðunum og fengu Mexíkóstjórn til þess að hýsa viðræðurnar.
14.08.2021 - 03:47
Leitað eftir pólitískum sáttum í Venesúela
Sáttaviðræður pólitískra andstæðinga í Venesúela standa fyrir dyrum. Forseti Mexíkó hefur fallist á að fundur þeirra verði þar í landi. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að forsetakosningar fari fram sem fyrst.
05.08.2021 - 17:12
Kólumbíuforseti hætt kominn er skotið var á þyrlu hans
Skotið var á þyrlu Ivans Duque Kólumbíuforseta þar sem hann var á ferð nærri landamærum Venesúela í gær. Frá þessu greinir forsetinn sjálfur í yfirlýsingu. Hann segir árásina heigulsverk og lýsir kúlnagötum á skrokki þyrlunnar.
Venesúelskir hælisleitendur myrtir í Kólumbíu
Hátt á annað þúsund flóttamanna frá Venesúela hefur verið myrt í nágrannaríkinu Kólumbíu síðustu ár. Hundraða er saknað. Margir hafa verið beittir ofbeldi.
Maduro fær 30 daga bann á Facebook
Facebook-aðgangi Nicolas Maduro, forseta Venesúela, verður lokað í einn mánuð. Forsetinn braut reglur samfélagsmiðilsins um dreifingu falsfrétta. Maduro lýsti dropunum Carvativir, sem unnir eru úr blóðbergi, sem kraftaverkameðali sem drepi kórónuveiruna sem veldur COVID-19, og það án allra aukaverkana. Læknar segja vísindin ekki styðja þessa fullyrðingu. 
27.03.2021 - 08:01
Sendiherra ESB í Venesúela rekin úr landi
Isabel Brilhante Pedrosa, sendiherra Evrópusambandsins í Venesúela, var rekin úr landi í dag. Henni voru gefnir þrír sólarhringar til að hverfa á brott. Þing landsins samþykkti samhljóða að nærvera hennar væri óæskileg.
Biðja um aðstoð við að bólusetja Venesúelamenn
Stjórnvöld í Kólumbíu fara fram á aðstoð alþjóðasamfélagsins við að bólusetja hátt í eina milljón Venesúelamanna sem hafast við í landinu, en hafa ekki hirt um að verða sér úti um dvalarleyfi. 
Spútnik-bóluefni til Mexíkós og Brasilíu
Stjórnvöld í Mexíkó hafa tryggt sér milljónir skammta af rússneska bóluefninu Spútnik. Brasilíumenn eru að leggja lokahönd á samninga um kaup á milljónum skammta af hvorutveggja Spútnik-bóluefninu og indverska bóluefninu Covaxin. Spútnik er talið álíka skilvirkt og bestu, vestrænu bóluefnin á markaðnum en áreiðanlegar upplýsingar um virkni Covaxin liggja ekki fyrir.
Maduro boðar betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnar nýjum húsbónda í Hvíta húsinu í Washington og segist reiðubúinn að „snúa við blaðinu" í samskiptunum við Bandaríkjastjórn, sem einkenndust af mikilli spennu og fjandsemi á báða bóga í fjögurra ára valdatíð Donalds Trumps.
Maduro lýsir yfir sigri
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Þegar búið var að telja rúmlega áttatíu prósent atkvæðanna hafði flokkur hans fengið hátt í 68 prósent atkvæða. Helstu stjórnarandstöðuflokkar Venesúela tóku ekki þátt í kosningunum, sögðu þær blekkingarleik og hvöttu kjósendur til að sitja heima. Enda var kjörsókn lítil, eða rúmlega þrjátíu prósent. 
07.12.2020 - 09:44
Maduro og stjórn hans borin þungum sökum
Öryggissveitir stjórnvalda í Venesúela hafa orðið á þriðja þúsund stjórnarandstæðingum að bana það sem af er þessu ári, að sögn Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Þá er fólk beitt harðræði fyrir það eitt að koma saman og mótmæla ástandinu í landinu með friðsömum hætti.