Færslur: Venesúela

Venesúela vill fá andvirði gullforða síns
Seðlabanki Venesúela sendi í síðustu viku lögformlega kröfu til enska seðlabankans um að leysa út gullforða Venesúela í bankanum. Hann er um eins milljarð bandaríkjadala virði, eða um 140 milljarða króna. Yfirvöld í Venesúela segjast þurfa nauðsynlega á forðanum að halda vegna kórónuveirufaraldursins.
20.05.2020 - 06:58
Venesúelski herinn handtók 36 manns við landamærin
Hersveitir Venesúela handtóku 36 manns við Kólumbísku landamærin í dag. Hópurinn er sakaður um að eiga hlut í samsæri um að steypa Nicolas Maduro, forseta Venesúela, af stóli.
15.05.2020 - 01:55
Útgöngubann í Venesúela framlengt um mánuð
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, tilkynnti í dag að útgöngubann þar í landi verði framlengt um mánuð vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann var sett þar á þrettánda mars og hefur þegar verið framlengt einu sinni. Jafnframt hefur bann á flugi til og frá landinu verið framlengt til tólfta júní, samkvæmt AFP fréttastofunni.
13.05.2020 - 02:16
Fleiri handtökur eftir misheppnaða innrás í Venesúela
Ellefu voru handteknir í Venesúela í gær, grunaðir um að tengjast misheppnaðri innrás í landið og samsæri um að koma forseta landsins frá völdum. Alls hafa 45 verið handteknir.
11.05.2020 - 05:50
Tómir herbátar haldlagðir í Venesúela
Herinn í Venesúela segist hafa lagt hald á þrjá yfirgefna kólumbíska herbáta. Vélbyssur og skot voru um borð í bátunum, en engir skipverjar. Bátarnir fundust í eftirlitsferð um ána Orinoco. Ferðin tilheyrði umfangsmikilli aðgerð sem á að tryggja frelsi og sjálfstæði Venesúela, hefur Al Jazeera fréttastofan eftir yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Venesúela.
10.05.2020 - 06:11
Ætluðu að ná Maduro úr forsetahöllinni
Annar bandarísku málaliðanna sem var handtekinn í Venesúela segir þá hafa ætlað að nema forsetann Nicolas Maduro á brott, hvað sem það kostaði. Hugmyndin var að ryðjast inn í forsetahöllina, sem jafnan er vel gætt, og koma Maduro einhvern veginn undan. 
Bandaríkjastjórn neitar þátttöku í samsæri
Bandaríkjastjórn þvertekur fyrir að eiga nokkurn þátt í verkefni Bandaríkjamanna sem voru handteknir í Venesúela um helgina. Stjórnvöld í Venesúela greindu frá því í fyrradag að tveir Bandaríkjamenn séu í varðhaldi í Venesúela, grunaðir um aðild að samsæri um að koma Nicolas Maduro, forseta landsins, frá völdum og ráða hann af dögum. Bandaríkjastjórn sakar stjórn Maduros um áróður og rógburð.
06.05.2020 - 04:53
Bandaríkjamenn í haldi í Venesúela
Tveir Bandaríkjamenn sem handteknir voru í Venesúela í fyrradag eru sakaður um aðild að samsæri um að koma Nicolas Maduro, forseta landsins, frá völdum og ráða hann af dögum.
05.05.2020 - 08:17
Venesúela: Nýtt tilboð frá Bandaríkjamönnum
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa boðist til að aflétta refsiaðgerðum gegn Venesúela að vissum skilyrðum uppfylltum. Tillögur Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir að Nicolas Maduro, forseti Venesúela, láti af embætti, og að skipuð verði bráðabirgðastjórn til að hefja undirbúning að kosningum. 
01.04.2020 - 09:49
Guaido hlaut blendnar viðtökur í Venesúela
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Juan Guaido lenti í Venesúela í gær, eftir nokkurra vikna ferðalag í trássi við ferðabann sem stjórnvöld lögðu á hann. Guaido er meðal annars búinn að heimsækja Hvíta húsið í boði Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, og eins sótti hann fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss.
Bandarískir stjórnendur settir í fangelsi í Venesúela
Sex bandarískir stjórnendur olíufyrirtækisins Citgo voru færðir úr stofufangelsi yfir í Helicoide-fangelsið í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær. Þeim hefur verið haldið frá árinu 2017 án réttarhalda. Gripið var til þessara aðgerða eftir að myndir birtust af stjórnarandstöðuleiðtoganum Juan Guaido í Hvíta húsinu í vikunni.
07.02.2020 - 17:15
Hafnar viðræðum við Maduro
Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, hafnar viðræðum við Nicolas Maduro, forseta landsins. Þetta kom fram í viðtali við hann á sjónvarpsstöðinni CNN.
22.01.2020 - 08:30
Juan Guaido situr efnahagsráðstefnu í Davos
Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, hyggst sitja efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss síðar í þessari viku. Síðar í dag hittir hann Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kólumbíu.
20.01.2020 - 17:14
Maduro sakaður um valdarán á þingi
Nýja árið hefst með nýjum væringum í pólitíkinni í Venesúela. Stjórnarandstæðingnum Juan Guaido var meinaður aðgangur að þinghúsi landsins þar sem hann ætlaði að sækjast eftir endurkjöri í embætti þingforseta.
05.01.2020 - 23:30
Fyrrverandi leyniþjónustuforingja leitað
Lögreglan á Spáni leitar nú að Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu hersins í Venesúela, en spænskur dómstóll samþykkti á dögunum beiðni Bandaríkjamanna um að fá hann framseldan vegna ásakana um fíkniefnasmygl. 
13.11.2019 - 09:47
Reka diplómata hvers annars úr landi
Stjórnvöld í El Salvador og Venesúela eiga í hörðum deilum. Á laugardag ráku yfirvöld í El Salvador alla erindreka Venesúelastjórnar úr landi og í gær svöruðu stjórnvöld í Venesúela í sömu mynt þegar þau gáfu stjórnaerindrekum í sendiráði El Salvador 48 tíma frest til að koma sér úr landi.
04.11.2019 - 04:20
Venesúela tekur sæti í mannréttindaráði
Venesúela tryggði sér í dag sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir eindregna andstöðu ýmissa mannréttindahópa og annarra ríkja í Rómönsku Ameríku. Stjórnvöld í Caracas slepptu 24 andstæðingum sínum úr haldi í tilefni dagsins.
17.10.2019 - 17:59
ESB herðir aðgerðir gegn Venesúela
Evrópusambandið tilkynnti í dag refsiaðgerðir gegn sjö leyniþjónustu- og öryggislögreglumönnum í Venesúela vegna meintra mannréttindabrota. Sjömenningarnir eru grunaðir um að hafa staðið að pyntingum og meðal annars myrt Rafael Acosta, yfirmann í sjóher landsins.
27.09.2019 - 10:16
Venesúela
Leiðtoga stjórnarandstöðu sleppt úr haldi
Edgar Zambrano, varaforseta löggjafarþings Venesúela og næstráðandi Juans Guaidós, þingforseta og sjálfskipaðs forseta landsins, var í gær sleppt úr fangelsi. Zambrano var handtekinn í maí síðastliðnum og ákærður fyrir landráð vegna stuðnings hans við valdaránstilraun Guaidós og stuðningsmanna hans hinn 30. apríl.
18.09.2019 - 06:24
Segja sáttaviðræðum lokið
Stjórnarandstæðingar í Venesúela segja viðræðum við ríkisstjórn Nicolas Maduro með milligöngu norska utanríkisráðuneytisins lokið. Stjórn Maduros hætti þátttöku í viðræðunum fyrir sex vikum.
16.09.2019 - 01:50
Tilbúnir að verjast innrás
Stjórnvöld í Venesúela segjast reiðubúin að verja sig og land sitt fyrir innrás. Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela sagði engum verða leyft að trampa ofan á helgri grund Venesúela. Stjórnvöld svari öllum aðgerðum og vonist til að til þess þurfi aldrei að koma. 
14.09.2019 - 05:48
Hermenn fluttir að landamærum Kólumbíu
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði hernum að flytja 150 þúsund hermenn að landamærunum við Kólumbíu til æfinga. Skipun hans kemur eftir að Maduro sakaði kólumbísk stjórnvöld um að undirbúa innrás. 
11.09.2019 - 01:51
Maduro reiðubúinn til viðræðna á ný
Ríkisstjórn Venesúela er reiðubúin að taka á ný þátt í viðræðum við stjórnarandstöðuna í landinu. Sáttaviðræðum sem voru í gangi var aflýst 8. ágúst. Utanríkisráðherra landsins, Jorge Arreaza, greindi fjölmiðlum frá þessu í dag. Fulltrúar norskra stjórnvalda verða sáttasemjarar í viðræðunum, eins og áður.
15.08.2019 - 21:32
Venesúela
Aflýsir friðarviðræðum vegna refsiaðgerða BNA
Fulltrúar Venesúelastjórnar fara ekki til viðræðna við fulltrúa stjórnarandstöðunnar, sem halda áttu áfram á Barbados á morgun. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, tilkynnti þetta í kvöld og sagðist hafa fyrirskipað viðræðunefnd sinni að fara hvergi. Kenndi hann nýjum, víðtækum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar um þær ógöngur, sem samningaferlið er komið í, en samninganefndir stjórnar og stjórnarandstöðu byrjuðu að ræðast við á Barbados í síðasta mánuði fyrir milligöngu Norðmanna.
Hörðustu aðgerðir gegn vestrænu ríki í áratugi
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um að allir fjármunir venesúelsku ríkisstjórnarinnar í Bandaríkjunum skuli kyrrsettir. Einnig er bandarískum fyrirtækjum bannað að eiga viðskipti við opinber fyrirtæki og stofnanir í Venesúela. Fundur er fyrirhugaður í Lima í Perú í dag um ástandið í Venesúela.
06.08.2019 - 08:17