Færslur: Velferðarmál

Myndskeið
Ísland „svolítið á eftir öðrum þjóðum“
Heiðurstengt ofbeldi hefur aukist á Íslandi og Íslendingar eru enn að átta sig á merkjum þess að slíkt viðgangist. Þetta sagði Ásta Kristín Benediktsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, í Kastljósi í kvöld.
21.11.2018 - 20:58
„Óskuðu þess að hún myndi deyja“
Ung kona með lítið barn leitaði verndar hér vegna þess að hún var beitt ofbeldi. Hún var gift til Íslands og bjó í algerri einangrun. Hún var í mikilli hættu vegna þess að eiginmaður hennar og fjölskylda hans sátu um hana og óskuðu þess að hún myndi deyja. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag.
21.11.2018 - 16:31
Barnavernd verður efld fyrir 90 milljónir
Stöðugildum hjá Barnavernd Reykjavíkur verður fjölgað um fjögur og tvær fagskrifstofur verða settar á laggirnar. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu velferðaráðs og barnaverndarnefndar um að styrkja starfsemi Barnaverndar. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar verður aukið um leið.
15.11.2018 - 18:39
Fjögur rými í dagþjálfun og 18 á biðlista
Fjögur rými eru í Garðabæ í dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun en átján eru á biðlista. Níu einstaklingar nýta þessi fjögur rými sem eru í þjónustumiðstöðinni Ísafold. Þar til um síðustu áramót voru engin slík úrræði í bæjarfélaginu.
Fréttaskýring
„Matskerfið úrelt og hvatarnir óheppilegir“
„Þetta er gamalt kerfi og úrelt og óljóst hvort það mælir það sem það á að mæla.“ Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um það kerfi sem stjórnvöld nota til þess að meta gæði þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar segir fjárhagslega hvata í kerfinu óheppilega. SFV vilja ekki framlengja rammasamning ríkisins við hjúkrunarheimili í núverandi mynd og gagnrýna meðal annars ósamræmi í kröfum eftirlitsaðila til þjónustunnar.
Vonir bundnar við hreysti framtíðaröldunga
Öldruðum á eftir að fjölga mikið á næstu áratugum. Áhersla á heimaþjónustu, heilsueflingu og þjálfun fer vaxandi en dugar það til? Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, telur ekki raunhæft að útgjöld til hjúkrunarheimila verði stóraukin á næstu áratugum en hvað þýðir það? Þarf þá að skerða þjónustuna?
Breytingar á bótakerfinu í bígerð
Formaður Öryrkjabandalagsins er ánægður með að félagsmálaráðherra hafi skipað samráðshóp um að einfalda almannatryggingakerfið og efla atvinnuþátttöku öryrkja. Vinnumarkaðurinn sé þó ekki tilbúinn til að taka á móti fólki með skerta starfsgetu og lykilatriði sé að afnema krónu á móti krónu skerðinguna.
21.04.2018 - 12:11
Öryrkjum fjölgar um á annað þúsund á ári
Páll Magnússon, formaður allsherjarnefndar Alþingis, lýsti áhyggjum á Alþingi í dag af fjölgun öryrkja hér á landi samkvæmt upplýsingum sem fjárlaganefnd hafi fengið á dögunum.
21.03.2018 - 18:30
Fréttaskýring
„Á þessum árum er framinn hraður“
Umönnunargjáin, tímabilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í tryggt dagvistunarúrræði grefur undan foreldrum ungra barna, einkum konum sem eru fjórfalt til fimmfalt lengur heima en karlar. Þá hefur dregið úr því að karlar taki orlof. Hvað ætla stjórnvöld að gera í málinu? Ríkisstjórnin stefnir að því að lengja fæðingarorlofið og hækka orlofsgreiðslur í samtali við aðila vinnumarkaðarins, þá greinir á um ýmislegt en allir eru sammála um að eitthvað þurfi að breytast.
Reynsla
Gjá sem grefur undan fjölskyldum
Það að eignast barn veldur straumhvörfum í lífi fólks. Það hefst nýr kafli. Sá veruleiki sem tekur á móti foreldrum fyrstu árin eftir fæðingu barns getur þó líka valdið straumhvörfum. Leitt til þess að foreldrar séu heima án tekna mánuðum saman, missi jafnvel vinnuna .Ef kerfið væri fullkomið væri í því samfella; fyrst færu foreldrar í fæðingarorlof og að því loknu tæki eitthvað annað við, dagforeldrar eða leikskóli. Því er ekki alltaf fyrir að fara.
Ítrekar ekki ábendingar um barnaverndarmál
Mikilvægt er að velferðarráðuneyti stuðli að öflugu, skilvirku og góðu samstarfi barnaverndaryfirvalda hér á landi, eyði þeim samskiptavanda sem ríkt hefur milli aðila og tryggi nauðsynlegt eftirlit með starfseminni svo að hún njóti almenns trausts í samfélaginu. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar vegna stöðu barnaverndarmála hér á landi.
06.03.2018 - 11:44
Asbest: Sjúkdómar geta verið slys
Enginn reglugerð er til um hvaða atvinnusjúkdómar teljast bótaskyldir og það getur reynst afar erfitt að sækja bætur vegna þeirra. Um 90 Íslendingar hafa fengið banvænt krabbamein af völdum asbestsryks, þar af um 45 á síðustu 13 árum en afar fá dæmi eru um að þeir hafi fengið tjón sitt bætt eða viðurkennt sem atvinnusjúkdóm. 
21.02.2018 - 17:28
Ópíóíðafíkn: „Það eiga allir batavon“
„Þeir eru oftast teknir fram fyrir aðra því þeir eru í bráðri lífshættu.“ Þetta segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Biðlistinn hefur aldrei verið lengri. Valgerður segir ríkið þurfa að styðja betur við sjúkrahúsið.
19.01.2018 - 11:21
 · viðtal · Fíkniefni · Vogur · Velferðarmál
Myndskeið
Einu ríkisstarfsmennirnir sem vinna kauplaust
Eftir að eiginmaður Ragnheiðar Kristínar Karlsdóttur greindist með alzheimer varð hún að hætta að vinna, félagslíf hennar breyttist og hún missti heilsuna. Hún segir að áfallið, álagið og áhyggjurnar hafi yfirtekið líf hennar. Hún segir að aðstandendur alzheimer-sjúklinga séu einu ríkisstarfsmennirnir sem vinni kauplaust allan sólarhringinn.
20.12.2017 - 21:26
Hjúkrunarrýmum fjölgar um 155
Hjúkrunarrýmum fjölgar um 155 til ársins 2022, umfram þau 313 rými sem er verið að byggja eða bæta, samkvæmt nýrri áætlun sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag. Velferðarráðuneytið gerði mat á því hvar þörfin væri mest en ákveðið var að fjölga hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu um 80, þá er áætlað að byggja tíu rými í Árborg, 23 rými á Húsavík, 24 á Höfn í Hornafirði og endurgera 18 hjúkrunarrými í Stykkishólmi.
17.10.2017 - 11:17
Hjúkrunarheimili í milljarða bótamál við ríkið
Fjögur hjúkrunarheimili fyrir aldraða hafa stefnt Óttari Proppé heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, til að greiða þeim vangoldna leigu sem hleypur á milljörðum króna. Þetta eru Hrafnistuheimilin tvö í Reykjavík og Hafnarfirði, Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, sem Grund rekur. Hugsanlega þarf að loka heimilunum og breyta þeim í leiguíbúðir fyrir aldraða ef dómsmálin vinnast ekki eða ef ríkið samþykkir ekki að greiða fyrir afnot af húsnæðinu, að því er segir í tilkynningum.
13.10.2017 - 13:51
Þriðjungur áreittur kynferðislega í meðferð
Þriðjungur félaga í Rótinni, félags um málefni kvenna með áfengis- og vímuefnavanda, hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð við fíkn sinni. Þetta er á meðal niðurstaðna könnunar sem Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum gerði. Áttunda hver hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í meðferð.
02.10.2017 - 18:29
Borgin brýtur á fötluðum manni: á bið í 10 ár
Reykjavíkurborg brýtur á rétti fatlaðs manns sem hefur beðið eftir sértæku húsnæði í tíu ár, þar af sex ár eftir að málaflokkurinn fluttist til sveitarfélaganna. Úrskurðarnefnd velferðarmála segir að afgreiðsla málsins hafi „dregist óhæfilega“ sem sé brot á málshraðareglu stjórnsýslulaga. Lagt er fyrir borgina að taka ákvörðun um búsetuúrræði mannsins svo fljótt sem auðið er.
07.09.2017 - 10:03
Synjun á akstursþjónustu felld úr gildi
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Dalvíkurbyggðar um synjun á umsókn einstaklings um ferðaþjónustu fatlaðra. Málinu hefur verið vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar.
Ísland í 3. sæti í eftirlaunaöryggi
Öryggi og afkoma eftirlaunaþega á Íslandi er með því allra besta sem gerist í heiminum samkvæmt Alheimseftirlaunastaðlinum - Global Retirement Index - fyrir árið 2017
21.07.2017 - 14:12
Missa jafnvel heilu veturna úr grunnskóla
Þau börn sem alast upp í Reykjavík samtímans hafa misgóð spil á hendi. Hundruð barna í borginni búa við fátækt og bága félagslega stöðu. Í nýrri skýrslu sem gefin er út á vegum Rauða krossins og ber yfirskriftina Fólkið í skugganum er horft til þeirra hópa sem búa við bág kjör, nú þegar blússandi uppgangur er í þjóðfélaginu. Sérstaklega er fjallað um börn sem standa höllum fæti í Efra-Breiðholti.
03.11.2016 - 19:24
„Ofbeldismenn og umhyggjusamir feður“
„Þeir eru meðvitaðir um mikilvægi þess að skaffa vel og líta á sig sem umhyggjusama feður. Þeir viðurkenna flestir að þeir séu ofbeldismenn en vilja síður taka á sig sökina.“ Svona lýsir Jón Ingvar Kjaran, lektor við Menntavísindasvið HÍ, viðhorfi þátttakenda í rannsókn sem hann vinnur að. Hún snýr að því hvernig karlmenn sem beita ofbeldi í nánum, gagnkynhneigðum samböndum sjá sig og gjörðir sínar. Fyrstu niðurstöður benda til þess að skaðlegar karlmennskuímyndir ýti undir ofbeldi.
Aldraðir fái að ráðstafa eigin fjármunum
Fjárhagslegt sjálfstæði eldra fólks skerðist verulega við flutning á hjúkrunarheimili. Landssamband eldri borgarar hefur lengi barist fyrir því að vasapeningafyrirkomulagið, svokallaða, sem viðhaft er á hjúkrunarheimilum verði afnumið og aldraðir fái aukið val um hvernig þeir ráðstafa fjármunum sínum. Í almannatryggingafrumvarpi félagsmálaráðherra er að finna tilraunaverkefni sem á að auka gagnsæi og fjárhagslegt sjálfstæði aldraðra.
02.09.2016 - 16:39
Finnar gera tilraun með borgaralaun
Finnska ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera tilraun með borgaralaun þar sem valinn hópur fær 560 evrur á mánuði til grunnframfærslu. Svisslendingar felldu í sumar tillögu um borgaralaun.
25.08.2016 - 16:49
Ákall til almennings – magnþrungin ræða
„Þetta var ákall til almennings. Að vekja athygli á stöðu okkar og kalla eftir stuðningi,“ segir Hjördís Heiða Ásmundsdóttir sem hélt magnþrungna ræðu á fimmtudag þar sem kjörum öryrkja og eldri borgara var mótmælt. Hún segist hafa brotnað niður þegar fáir sýndu mótmælunum áhuga eftir marga vikna vinnu og skipulagningu. Ræðu Hjördísar má sjá hér að ofan.
05.03.2016 - 15:12
  •