Færslur: Veitingastaðir

Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Sjónvarpsfrétt
Veitingamenn komnir á ystu nöf
Veitingamenn sjá fram á hópuppsagnir og lokanir um næstu mánaðamót verði tekjufall sem þeir hafa orðið fyrir vegna samkomutakmarkana ekki bætt á allra næstu vikum.
Veitingamenn uggandi yfir ástandinu
„Það er ljóst að þetta gengur ekki lengur. Aðgerðir stjórnvalda eru eingöngu íþyngjandi og engar lausnir eða úrræði í sjónmáli,“ segir í færslu á Facebooksíðu Bruggstofunnar & Honkítonk BBQ þar sem boðað er að staðurinn verði lokaður út janúar, að minnsta kosti. Viðvarandi samkomubann og hæstu áfengisgjöld í Evrópu eru einnig nefnd til sögunnar í færslunni. Jón Bjarni Steinsson, skattalögfræðingur og veitingamaður, sagði í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að óvissan sé erfiðust.
30.12.2021 - 18:36
Veitingastaðir fá líka undanþágu
Heilbrigðisráðherra hefur veitt veitingastöðum undanþágu frá fjöldatakmörkunum sem eiga að taka gildi á miðnætti. Þeir fá heimild til að taka á móti 50 gestum í hverju rými í stað 20 líkt og kveðið er á um í reglugerðinni og gildir þessi undanþága einungis á morgun, þorláksmessu.
Veitingamenn vilja fá undanþágur eins og tónlistarmenn
Tugir veitingastaða hafa í dag og í gær sent beiðnir um undanþágur frá sóttvarnareglum til heilbrigðisráðuneytisins eftir að tónleikahaldarar fengu slíkar undanþágur í gær.  Sóttvarnalæknir segir að það þjóni ekki sóttvarnalegum tilgangi að veita slíkar undanþágur, en það sé ákvörðun stjórnvalda.
Búast við miklu tjóni og óska undanþágu
Tugir veitingamanna hafa í dag og í gær sent beiðnir um undanþágur frá sóttvarnareglum til heilbrigðisráðuneytisins eftir að slíkar undanþágur voru veittar í gær til tónleikahaldara, Veitingamaður segir það skjóta skökku við, verði slíkar undanþágur eingöngu veittar til einnar tegundar starfsemi.
Samkomutakmarkanir teknar upp að nýju í Suður-Kóreu
Gripið verður til samkomutakmarkana að nýju í Suður-Kóreu en smitum hefur tekið að fjölga mjög þar í landi undanfarið. Áður höfðu stjórnvöld tekið þá ákvörðun að reyna að lifa með veirunni.
Viðtal
Óttast gjaldþrotahrinu verði ekki gripið til aðgerða
Þær stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem nýst hafa veitingastöðum eru útrunnar eða við það að renna sitt skeið. Hrefna Sverrisdóttir, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir stuðningsaðgerðir stjórnvalda einungis hafa nýst veitingastöðum að litlu leyti. Aðgerðirnar sem best nýttust stuðli að aukinni skuldsetningu. Samtökin vilja sértækan stuðning greininni til handa og áttu í dag fund með fulltrúum fjármálaráðuneytisins, þann fyrsta eftir stjórnarskipti.
Sunnudagssögur
Læknirinn sagði ekki ár heldur mánuðir
„Það hvarflaði ekki að mér í eina mínútu að þetta væri illkynja, komið á fjórða stig og ég gæti farið að telja niður,“ segir Óskar Finnsson veitingamaður sem fékk skelfilegar fréttir í byrjun árs 2020. Hann heldur í lífsgleðina a þrátt fyrir erfið veikindi og rekur veitingastaðinn Finnsson með fjölskyldunni sem veitir honum kraft og styrk.
08.12.2021 - 09:34
Sjónvarpsfrétt
Úr fátækrarheimili í sushi-stað
Elsta hús Akureyrar, Laxdalshús, hefur fengið nýtt hlutverk. Í húsinu sem áður var til að mynda áfengisverslun ríkisins, amtsbókasafn og fátækraheimili er nú kominn sushi-staður og listavinnustofa.
01.09.2021 - 13:14
Myndskeið
Rúmlega 60 ára sögu lýkur í lok júlí
Þetta er partur af lífinu við þjóðveginn, segir einn fastagesta Litlu kaffistofunnar. Viðskiptin hafa minnkað mikið í faraldrinum og kaffistofunni verður að óbreyttu lokað í lok júlí. Þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu veitingasölu á staðnum.
18.06.2021 - 19:25
Enn óvíst hvað verður um Sunnutorg
Íbúar í Langholtshverfinu sem og áhugafólk hvarvetna um arkitektúr og íslenska menningarsögu bíða með kvíðablandinni eftirvæntingu eftir því að sjá hver örlög Sunnutorgs verða. Þessi sögulega bygging sem Sigvaldi Thordarson teiknaði fyrir rúmum 60 árum liggur undir skemmdum og þarfnast sárlega löngu tímabærra viðgerða. Hver er staðan á þessu sérstæða húsi núna?
Tilslakanir á sóttkvíarreglum í Færeyjum
Ferðafólk sem fengið hefur COVID-19 eða er fullbólusett þarf ekki að fara í sóttkví eftir komuna til Færeyja frá útlöndum. Landsstjórnin kynnti þessa breytingu í gær.
Tilslakanir breyta litlu fyrir veitingamenn
Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur segja að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að slaka á sóttvörnum hafi ekki mikil áhrif á rekstur þeirra. Þeir vona að hægt verði að taka stærri skref í tilslökunum á næstu vikum. 
Vertar og veitingamenn misánægðir með tilslakanir
Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur segja að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að slaka á sóttvörnum komi ekki til með að hafa mikil áhrif á þeirra rekstur. Þeir vona að hægt verði að taka stærri skref í tilslökunum á næstu vikum.
07.05.2021 - 16:30
Flest á hreinu hjá veitingastöðum í borginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti sóttvarnaeftirliti með veitingahúsum í gærkvöldi. Í dagbók kemur fram að nánast alls staðar hafi allt verið á hreinu.
Ekki einhugur um áfengissölu í Hlíðarfjalli
Ágreiningur var í bæjarráði Akureyrar þegar þar var tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem óskaði eftir umsögn vegna umsóknar AnnAssist ehf. um rekstrarleyfi fyrir vínveitingar á veitingastað í Hlíðarfjalli.
15.03.2021 - 16:19
Myndskeið
Færri endurráðnir á veitingastaði vegna nýrra smita
Veitingamenn óttast að missa viðskipti vegna nýrra kórónuveirusmita. Atvinnuleysi minnkaði í febrúar og er það í fyrsta skipti í níu mánuði sem fækkar í hópi atvinnulausra. Fulltrúi í stjórn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn hafi verið við það að endurráða fólk en eftir að nýju smitin greindust hafi þau áform verið látin bíða.
10.03.2021 - 21:16
„Lögregla á ekki að þurfa að slá á putta veitingamanna“
Yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki eiga að þurfa að segja veitingamönnum til, þeir þekki reglurnar. Eigendur tveggja veitingastaða brutu sóttvarnalög í miðborginni í nótt og lögreglan leysti upp ólöglega útitónleika.
Morgunútvarpið
Segja veitingastaði geta gætt sóttvarna betur en búðir
Samtök fyrirtækja í veitingarekstri skora á stjórnvöld að bregðast við erfiðri stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp. Þau hvetja til meiri gagnsæis í sóttvarnaaðgerðum og að jafnræðis sé gætt. 
Stjórnvöld sýni veitingahúsum fullkomið skilningsleysi
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVF, lýsa yfir sárum vonbrigðum með það sem þau segja fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á aðstæðum veitingastaða í yfirlýsingu í dag. Skilningsleysið raungerist enn og aftur í nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi þann 13. janúar. segir í tilkynningunni.
13.01.2021 - 19:44
Tuga milljarða samdráttur í veitingageiranum
Kortavelta í veitingageiranum var 22 milljörðum króna minni á tímabilinu mars til október á þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þar munar mestu um 19 milljarða samdrátt í kortaveltu erlendra ferðamanna.
10.12.2020 - 06:42
Myndskeið
Skaðabótakröfur viðbúnar vegna COVID-reglna
Lögmaður líkamsræktarstöðvanna World Class segir sóttvarnasjónarmið ekki hafa ráðið ákvörðun um aðgerðir sem taka gildi á miðnætti þar sem liðsmönnum íþróttafélaga verður heimilt að lyfa lóðum en líkamsræktarstöðvar verða að vera lokaðar. Fyrirtæki hjóti að ígrunda skaðabótamál vegna sóttvarnaaðgerða.
Allar líkur á málshöfðun á hendur ríkinu á næstunni
Stjórnarmaður hjá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði segir allar líkur á að einhverjir höfði mál á hendur stjórnvöldum á næstunni vegna sóttvarnaaðgerða. Samtökin hafa látið vinna lögfræðiálit og nokkrir kráareigendur og veitingahúsaeigendur hafa haft samband við lögmenn.
Jólahlaðborðum aflýst í Danmörku
Níu af hverjum tíu jólahlaðborðum hefur verið aflýst í Danmörku. Samtök í veitinga- og ferðaþjónustu skora á atvinnurekendur að gefa starfsfólki sínu þess í stað gjafakort á veitingahús.
30.11.2020 - 15:59