Færslur: Veirufræði

Ákjósanlegt að omíkron útrými öðrum afbrigðum
Ákjósanlegt væri að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar myndi útrýma öðrum afbrigðum veirunnar, en erfðafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur það mögulegt vegna yfirburðastöðu afbrigðisins. Þó bendir hann einnig tvo aðra möguleika, það er að nokkur veiruafbrigði sveiflist í tíðni eða að til verði ný blendingsafbrigði, til dæmis blanda af omíkron og delta.
Vísbendingar um að omíkron sýki frekar háls en lungu
Vísbendingar eru um að líklegra sé að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi frekar sýkingu í hálsi en lungum. Vísindamenn telja að það geta verið ástæða þess að afbrigðið virðist smithæfara en síður banvænt en önnur.
Danir ræða möguleikann á samkomutakmörkunum
Hugsanlegt er að taka þurfi upp samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins í Danmörku. Vísindamenn eru þó ekki endilega á þeirri skoðun.
Saga niður veggi til að koma veirugreiningartækinu inn
Nýtt 100 milljóna króna veirugreiningartæki Landspítala er komið á sinn stað í húsnæði sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, um tveimur mánuðum á eftir áætlun. Yfirlæknir segir að tækið verði komið í notkun í byrjun næsta mánaðar ef allt gengur vel.
07.01.2021 - 12:35
Myndskeið
Nýtt tæki greinir allt að 4.000 sýni á sólarhring
Hægt verður að greina allt að fjögur þúsund sýni á sólarhring með nýju veirugreiningartæki sem kom til landsins í dag. Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir það tímamót í báráttunni við COVID-19, og byltingu fyrir deildina. Vegna stærðar tækisins var það flutt til landsins með rússneskri flugvél, sem notuð hefur verið til herflutninga. Tækið kostar um hundrað milljónir króna.
COVID-bóluefnispróf á músum lofar góðu
Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla tilkynntu í dag að bóluefni, sem þeir hafa unnið að og gagnast á gegn COVID-19, lofi góðu. Tilraunir á músum sýni góða virkni bóluefnisins. Vísindamennirnir vonast til að geta hafið klínískar rannsóknir innan árs.
09.06.2020 - 23:03
Myndskeið
Aðferð klár til að finna kórónuveirumótefni í blóði
Veirufræðideild Landspítalans er komin með aðferð til að mæla kórónuveirumótefni í blóði. Heilsugæslan ætlar ekki að senda sýni þangað til greiningar fyrr en ljóst er hver borgar. Á næstunni kemur fjöldi sýna á deildina, bæði blóðsýni og stroksýni úr flugfarþegum eftir að landamærin opna 15. júní. 
Hægt að anna álagi í byrjun en ekki 100 þúsund sýnum
Búist er við miklu álagi á veirufræðideild Landspítalans þegar byrjað verður að prófa sýni úr öllum farþegum sem koma til landsins 15. júní þegar landamærin verða opnuð. Núverandi búnaður anni þó ekki ef 100 þúsund farþegar koma í hverjum mánuði. 
Viðtal
Geta líklega greint sýni hér á mánudag
Próf til að greina Wuhan-Kórónaveiruna kom til landsins í dag. Eftir helgi verða fyrstu sýnin greind á veirufræðideild Landspítalans. Ekki er þó grunur um smit hér. 
31.01.2020 - 16:55