Færslur: veikindi

Lavrov segir af og frá að Pútín sé veikur
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að allar vangaveltur um veikindi forsetans, Vladímírs Pútíns, séu úr lausu lofti gripnar. Orðrómur hefur verið á kreiki um nokkra hríð um að Pútín sé heilsuveill.
Íþróttafólki óvart gefið spritt að drekka í stað vatns
Japönsk yfirvöld heita að rannsaka í hörgul hvernig og hvers vegna mistök urðu til þess að ungir íþróttamenn fengu handspritt í stað vatns til að svala þorstanum.
10.05.2022 - 06:50
Salman konungur Sádí Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu var lagður inn á sjúkrahús í gær af ótilgreindum ástæðum. Ríkisfréttamiðill konungdæmisins greindi frá þessu í morgun en allt kapp hefur verið lagt að þagga niður vangaveltur um bága heilsu konungsins sem tekinn er að reskjast.
08.05.2022 - 08:07
Sjónvarpsfrétt
Málstol oftast afleiðing heilablóðfalls
Málstol gerir það að verkum að viðkomandi getur átt í erfiðleikum með að finna réttu orðin og meðtaka upplýsingar og er langoftast afleiðing heilablæðingar. Kvikmyndaleikarinn Bruce Willis er sestur í helgan stein vegna málstols
31.03.2022 - 19:22
Bruce Willis hættur að leika vegna alvarlegra veikinda
Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur ákveðið að draga sig í hlé og hætta kvikmyndaleik vegna veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu leikarans í dag.
30.03.2022 - 17:17
WHO heimilar tvær nýjar meðferðir við COVID-19
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur heimilað tvær meðferðir við COVID-19. Með þeim á að draga verulega úr hættu á alvarlegum veikindum eða andlátum af völdum sjúkdómsins.
Havana-heilkennið herjar enn á sendifulltrúa
Fjórir bandarískir sendifulltrúar í Genf og París hafa veikst af Havana-heilkenninu svokallaða. Það eru veikindi sem fyrst varð vart 2016 en um 200 tilkynningar um þau hafa borist bandarískum yfirvöldum.
Ellefu andvana fæðingar í Danmörku tengdar COVID-19
Ellefu andvana fæðingar eru skráðar í Danmörku undanfarna sex mánuði sem taldar eru tengjast kórónuveirusmiti móðurinnar. Fyrsta árið sem faraldurinn geisaði voru fjögur slík tilfelli skráð í landinu. Sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum hvetur danskar konur til bólusetningar.
Flúðu úr flugvél sem lenti með veikan farþega
Loka þurfti einum fjölfarnasta flugvelli Spánar í um fjórar klukkustundir á föstudaginn. Allt lítur út fyrir að flóttamenn hafi gripið tækifærið og komist ólöglega inn í landið.
07.11.2021 - 06:17
Læknar Elísabetar II ráðleggja henni hvíld næstu vikur
Læknar Elísabetar Bretadrottingar ráðleggja henni að hvílast og hafa hægt um sig næstu tvær vikur. Drottningin hefur haft í mörg horn að líta undanfarið en hún var lögð inn á sjúkrahús eina nótt fyrr í mánuðinum.
Viðtal
Hvetur fólk til að mæta ekki veikt til vinnu
Mikilvægt er að fólk nýti veikindarétt sinn í faraldrinum og sé heima finni það fyrir veikindaeinkennum, að mati Friðriks Jónssonar, formanns Bandalags háskólamanna. „Við eigum veikindarétt, bæði fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Verum heima, ekki vera að mæta til vinnu veik eða með veikindaeinkenni, og til að kjarna þetta; hóstum heima og nýtum okkur réttinn,“ sagði formaðurinn í viðtali í sjónvarpfréttum.
28.10.2021 - 19:34
Pestir tíðari og Barnaspítalinn yfirfullur
Mikið álag hefur verið á Barnaspítala Hringsins að undanförnu og því hafa börn þurft að liggja á göngum spítalans. Árstíðabundnar pestir hjá börnum eru tíðari nú en áður. Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á spítalanum, segir að RS-vírusinn hafi komið af miklum krafti í haust og að útlit sé fyrir að inflúensufaraldurinn verði einnig erfiður.
26.10.2021 - 16:38
Búa sig undir flensutíð - mikið álag í haust
Mikið álag hefur verið hjá heilsugæslunni í haust og meira um pestir en vanalega. „Það er mikið álag og mikið hringt og miklar pestar komnar. Við sjáum það bæði hjá krökkum og fullorðnum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Brýnir fyrir veiku fólki að fara ekki of snemma á fætur
Heimilislæknir segir grímunotkun, aukna sprittnotkun og tíðari handþvott hafa orðið til þess að minna hafi orðið um umgangspestir. Hún hvetur fólk til að halda því áfram og sýna þolinmæði gagnvart veikindum.
21.07.2021 - 11:50
Þyrla gæslunnar flutti veikan göngumann á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti útivistarmann frá Vestfjörðum á Landspítalann á öðrum tímanum í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri var í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar og missti meðvitund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.
Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna álags og veikinda
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags-og samgönguráðs, hefur ákveðið að hætta í borgarstjórn vegna veikinda. Hún hefur verið formaður skipulags- og samgönguráðs frá árinu 2018 og hefur meðal annars vakið athygli fyrir þá ríku áherslu sem hún leggur á bíllausan lífstíl. 
Haraldur Noregskonungur snýr aftur til starfa
Haraldur V. Noregskonungur snýr aftur til skyldustarfa sinna á mánudag en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan í lok janúar. 
10.04.2021 - 21:02
Ásdís Hjálmsdóttir lýsir COVID sem rússneskri rúllettu
„Jólin nálgast. Gerið allt sem þið getið til að forðast það að smitast, hvort sem þið eruð ung eða ekki,í áhættuhóp eða ekki. Gerið hvað sem hægt er til að vernda ykkur og aðra,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir Annerud spjótkastari á Instagram þar sem hún greinir frá reynslu sinni af því að smitast af COVID-19.
Eina leiðin til að losna við myglu er að rífa skólahús
Rífa þyrfti Fossvogsskóla og byggja nýjan. Viðamiklar framkvæmdir í sumar hafi ekki komið í veg fyrir myglu í húsinu.
22.09.2020 - 06:17
Mikilvægi réttra upplýsinga og afleiðingar Covid-19
Mikilvægt er að stjórnmálamenn og aðrir sem bregðast þurfa við afleiðingum Kórónuveirufaraldursins hafi réttar tölulegar upplýsingar. Þetta er mat Jóns Ívars Einarssonar prófessors við Læknadeild Harvard háskóla. Þau sem greinast með Covid-19 óttast margvíslegar, alvarlegar afleiðingar sjúkdómsins. Læknar kanna nú tengsl hans við ýmsa aðra sjúkdóma.
05.09.2020 - 06:30
Andlát barna vegna COVID-19 afar fátíð
Börn og ungmenni eru mun ólíklegri til þess að veikjast alvarlega af völdum kórónuveirusýkingar. Andlát barna vegna sjúkdómsins eru afar fátíð. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar.
28.08.2020 - 17:59
Heilbrigðisráðherra Líbanons krefst útgöngubanns
Sjúkrahús í Beirút eiga sífellt erfiðara með að taka á móti sjúklingum með Covid-19. Þetta kom fram í máli Hamads Hassan heilbrigðisráðherra Líbanons á blaðamannafundi. Tilfellum hefur fjölgað mjög að undanförnu, svo að í óefni stefnir.
Fyrrverandi páfi sagður veikburða
Joseph Ratzinger eða Benedikt XVI fyrrverandi páfi, er sagður alvarlega veikur.
03.08.2020 - 03:45