Færslur: Veiðikvóti
Líklegt að loðnukvótinn verði skertur
Nýjustu mælingar á loðnustofninum benda til þess að þurfi að skerða kvótann á yfirstandandi vertíð um allt að hundrað þúsund tonn. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir allar líkur á því einhverjar skerðingar verði á loðnukvótanum, en hversu miklar verði ekki ljóst fyrr en síðar í vikunni.
15.02.2022 - 20:50
Gætu þurft að skerða loðnukvótann
Mæling á loðnustofninum sem var kynnt í gær bendir til þess að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um 100.000 tonn. Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að þetta hafi verið vonbrigði, lokaráðgjöf er væntanleg upp úr miðjum mánuðinum.
03.02.2022 - 10:14
Vilja nýta túnfiskskvótann sem enginn hefur viljað
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hyggst leggja fram frumvarp þar sem lagðar eru til breytingar á lögum fiskveiða sem heimila Íslendingum að taka á leigu erlend skip til veiða á bláuggatúnfiski til bráðabirgða. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.
12.01.2022 - 13:23
„Það væri hægt að tryggja strandveiðar út ágúst“
Strandveiðar við Íslandsstrendur verða að óbreyttu stöðvaðar á morgun þegar aflaheimildir klárast, er fram kemur í tilkynningu frá Fiskistofu. Óvenju vel hefur veiðst af þorski í ágúst eða um 70% meira en á sama tíma í fyrra. Örn Pálsson formaður Félags íslenskra smábátaeigenda hefur kallað eftir því að byggðakvóti verði notaður svo ekki þurfi að stöðva veiðarnar.
18.08.2021 - 14:59
Danskur kvótakóngur grunaður um brask
Efnaðasti útgerðarmaður Danmerkur er grunaður um að hafa keypt meiri fiskveiðiheimildir en honum er heimilt og að hafa skráð þær á aðra. Málið er talið umfangsmesta sakamál sem komið hefur upp í sjávarútvegi í landinu.
04.05.2021 - 19:23
Heimilt að fella 1220 hreindýr í sumar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra gaf í dag út hreindýrakvóta fyrir árið 2021. Heimilt er að fella allt að 1220 hreindýr á árinu 2021 sem er um hundrað dýrum færri en í fyrra. Umhverfisráðherra ákvað kvótann að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.
08.02.2021 - 17:45