Færslur: veiðigjöld

Morgunútvarpið
„Meiri pirringur á milli stjórnarflokkanna“
Alþingi kemur saman 13. september. Það gæti orðið fyrr ef skýrsla Ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka berst fyrir þingsetningu. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir líklegt að stjórnarandstaðan fari fram á að sérstök rannsóknarnefnd þingsins verði skipuð til að skoða söluna hvað sem standi í skýrslunni.
Kastljós
Vill ráðast í breytingar á veiðigjöldum fljótlega
Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd á Alþingi, telur að hægt verði að ráðast í breytingar á veiðigjöldum fljótlega. Formaður Viðreisnar vonar að það rætist en segir Vg hafa hingað til lagst gegn öllum breytingum.  
02.09.2022 - 17:00
Myndskeið
Segir skýrsluna sýna svigrúm til hærri veiðigjalda
Þingmaður Viðreisnar segir mörgu ósvarað í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðarfélaga í ótengdum rekstri. Hún segir skýrsluna sýna að stórútgerðin geti greitt mun hærri veiðigjöld.
Myndskeið
Forsætisráðherra: Eðlilegt að afkomutengja veiðigjöld
Forsætisráðherra telur eðlilegt að afkomutengja veiðigjöld því þá skili góð afkoma í sjávarútvegi sér beint í ríkissjóð. Formaður Samfylkingarinnar vill hækka veiðigjöldin tímabundið til að bregðast við miklu atvinnuleysi. 
Veiðigjöld síðasta árs nema 4,8 milljörðum króna
Útgerðir landsins eiga að greiða 4,8 milljarða króna í veiðigjald vegna síðasta árs. Það er 1,8 milljörðum króna lægri fjárhæð en árið á undan og sex og hálfum milljarði minna en árið 2018. Brim greiðir mest af einstökum útgerðum og þegar litið er til einstakra sveitarfélaga stendur Reykjavík upp úr.
09.02.2021 - 14:39
Greiddu mun lægra hlutfall í veiðigjöld í Namibíu
Á árunum 2012 til 2017 greiddi Samherji mun lægra hlutfall af aflaverðmæti í veiðigjöld í Namibíu heldur en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Hart tekist á um veiðigjöld á Alþingi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að afkomutengja veiðigjöld og hafa álagningu eins nálægt í tíma og hægt er. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld stendur enn á Alþingi en hún hófst síðastliðinn föstudag.
27.11.2018 - 18:32
Bjartsýn á að frumvarpið skapi aukna samstöðu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er bjartsýn á að nýtt fyrirkomulag veiðigjalda, sem sjávarútvegsráðherra kynnti í gær, skapi aukna samstöðu um sjávarútveg. Þá telur hún að veiðigjaldafrumvarpið geti skapað skilning og samstöðu um að það sé eðlilegt að afkoma ráði því hver gjöldin eru.
Viðtal
Ekki tekið tillit til minni fyrirtækja
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, segir ljóst að nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld sé ekki einföldun þótt það hafi verið ætlunin. Ljóst sé að veiðigjaldið lækki milli ára. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, telur frumvarpið til bóta þótt það séu vonbrigði að ekki eigi að taka tillit til lítilla og meðalstórra útgerða. Hann telur að veiðigjöld verði óbreytt samkvæmt frumvarpinu.
25.09.2018 - 17:02
Viðtal
„Núna er mjög erfitt hljóð í mönnum“
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaútgerða, segir engan ágreining um að greiða eigi veiðigjöld. Þau þurfi hins vegar að vera sanngjörn og taka mið af afkomu útgerða. Hann segir erfitt hljóð í smábátaútgerðum og að þeir velti því fyrir sér hvort þeir eigi að selja veiðiheimildir.
12.06.2018 - 13:50
Formenn á fundi og Samfylking kynnir tillögur
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi áttu fund fyrir hádegi til að reyna að ná niðurstöðu um framhald þingstarfa, en þó aðallega hvort fallist verði á tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að veiðigjöld haldist óbreytt til ársloka.
07.06.2018 - 10:49
Leggur til óbreytt veiðigjöld
Forsætisráðherra leggur til óbreytt veiðigjöld til ársloka. Núgildandi lög verði þannig framlengd. Hún segist með þessu vera að sætta sjónarmið svo þinghald geti farið sómasamlega fram. Ekkert yrði þá af frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Formaður Samfylkingarinnar fagnar því, enda sé frumvarpið glórulaust. 
06.06.2018 - 20:44
Á von á einhug um breytingar á veiðigjöldum
Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum um veiðigjöld með aukinni afkomutengingu, sem getur þýtt hækkun veiðigjalda á stærri útgerðir. Engin formleg skilgreining er til á stærð útgerðarfyrirtækja. Sjávarútvegsráðherra á von á að einhugur verði meðal stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum.
02.01.2018 - 19:25
Heildarveiðigjöld dragast saman um 40%
Tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum munu lækka um þrjá milljarða króna. Áætlað er að heildarveiðigjöld fyrir næsta fiskveiðiár dragist saman um tæp fjörutíu prósent, samkvæmt útreikningum veiðigjaldsnefndar. Formaður Samfylkingarinnar segir aðferðina sem notuð sé til að ákvarða veiðigjöldin, ómögulega.
30.06.2016 - 22:21
Veiðigjaldið umdeilt
Af svörum Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, má ráða að honum þyki veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsráðherra leggur til í hærri kantinum. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, Vinstri-grænum, finnst það hins vegar allt of lágt.
31.03.2015 - 01:50
Veiðigjöld hækka um milljarð
Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvörp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld og makríl. Viðbótarveiðigjald á makríl mun skila ríkissjóði einum og hálfum milljarði króna árlega næstu sex ár og veiðigjald hækkar um rúman milljarð frá í fyrra.
30.03.2015 - 18:18