Færslur: veggjöld

„Styttri ferðatími og minni mengun eru lífsgæði“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir Sundabraut með brú stytta heildarferðatíma á öllu höfuðborgarsvæðinu. Honum hugnast betur að leggja brú yfir sundin en að grafa göng, það væri sömuleiðis tíu milljörðum ódýrara.
Ár síðan gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst
Um 75% af þeim sem aka um Vaðlaheiði fara í gegnum Vaðlaheiðargöng. Framkvæmdastjóri ganganna segir tekjur eftir fyrsta árið að minnsta kosti 25% undir væntingum. Stórnotendur hafa kallað eftir breyttri verðskrá.
03.01.2020 - 10:15
Myndskeið
Hafa borgað milljón fyrir ferðir í Vaðlaheiðargöng
Fjölskyldur í Þingeyjarsveit hafa sumar borgað um og yfir milljón fyrir ferðir í gegnum Vaðlaheiðargöng. Tæpt ár er frá því gjaldtaka í göngin hófst. Stórnotendur kalla eftir breyttri verðskrá. Ekki sé sanngjarnt að þeir sem noti göngin daglega þurfi að borga sama gjald og aðrir.
01.01.2020 - 20:45
Funda um ný drög að samgöngusamkomulagi
Drög að breyttu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu var sent bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ekki hafa umboð til að skrifa undir samkomulagsdrögin eins og þau líta út núna. 
19.09.2019 - 07:59
Veggjöldin frá 60 upp í 200 krónur
Með því að leggja á veggjöld á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár á að flýta framkvæmdum sem stæðu að óbreyttu fram til ársins 2070. Samkvæmt heimildum Spegilsins er rætt um að hámarksgjald verði 200 krónur og lægsta gjaldið 60 krónur fyrir hverja ferð. Enn á eftir að útfæra tillögurnar.
13.09.2019 - 12:11
Segir þverpólitíska sátt um veggjöld
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fagnar fyrirætlunum ríkis og sveitarfélaga um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og segir þverpólitíska samstöðu hafa myndast fyrir því að taka upp veggjöld.
12.09.2019 - 13:10
Myndband
Veggjöld á helstu stofnæðar
Veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu. Ríkið mun selja landið að Keldum til að fjármagna framkvæmdirnar.
11.09.2019 - 18:45
Andstæðingar veggjalda bjóða fram á 13 stöðum
Flokkur andstæðinga veggjalda býður fram í að minnsta kosti 13 sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum sem verða í Noregi í haust. Flokkurinn gæti komist í oddaaðstöðu í Bergen þar sem fylgi hans mælist um 17%.
17.04.2019 - 17:00
 · Erlent · veggjöld · Noregur
Samgönguáætlun samþykkt á Alþingi
Samgönguáætlun til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í dag. 38 þingmenn greiddu atkvæði með þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáætlun. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 18 sátu hjá. Sjö þingmenn voru fjarverandi.
07.02.2019 - 17:28
200 milljarðar í vegaframkvæmdir á næstu árum
Stefnt er að um 200 milljarða vegaframkvæmdum á næstu fimm árum. Tæpa 60 milljarða á að fá með veggjöldum á Suðvesturhorninu. Stórar samgönguframkvæmdir eru fram undan á Vestfjörðum, en Norðurland stendur vel eftir miklar og dýrar framkvæmdir undanfarin ár. Suðvesturlandi.
Stefnt að frumvarpi um veggjöld í lok mánaðar
Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar býst við að samgönguráðherra leggi fram lagafrumvarp í lok mánaðar eða marsmánuði sem rammar inn smáatriðin og hvernig veggjöldum verði háttað. Formaður Samfylkingar og minnihluti nefndarinnar segja veggjöldin ótímabær.
05.02.2019 - 11:18
Veggjöldin ýmist lofuð eða löstuð
Sveitarstjórnarfólk og íbúar á landsbyggðinni skiptast í tvær fylkingar í afstöðu til veggjalda. Bæjarstjórar í Bolungarvík og Fjarðabyggð eru ekki fylgjandi gjaldtöku í jarðgöngum, en forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði er fylgjandi þeim. Vörubílstjóri keyrir daglega í gegn um alla gjaldtökustaðina á höfuðborgarsvæðinu. Íbúi í Bolungarvík segir þau sjálfsagðan hlut.
Þetta vitum við nú þegar um veggjöld
Í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem liggur fyrir Alþingi eru lagðar til nýjar leiðir til að fjármagna vegaframkvæmdir á Íslandi, meðal annars með veggjöldum. Hér að neðan er reynt að svara helstu spurningum um veggjöldin og samgönguáætlunina.
02.01.2019 - 17:00
Viðtal
Minnst 50 milljarða lán greidd með vegatollum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að heildarlán Vegagerðarinnar fyrir þeim vegaframkvæmdum sem settar eru í forgang verði minnst 50 til 60 milljarðar króna. Stefnt er að því að valdar vegaframkvæmdir verði fjármagnaðar með lánsfé og lánin borguð með veggjöldum að loknum verktíma sem yrði í fyrsta lagi 2024.
22.12.2018 - 18:00
Meirihluti andvígur veggjöldum
Rúmlega helmingur Íslendinga er andvígur hugmyndinni um innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.
08.05.2017 - 11:58