Færslur: Vegagerð

Vegurinn hefur verið lokaður 40 sinnum í ár
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur þungar áhyggjur af samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum núna þegar vetur er að ganga í garð. Það sem af er ári hefur Klettsháls verið lokaður í fjóra klukkutíma eða meira í alls 40 skipti.
Kveikur
Stór hluti vegakerfisins ber ekki umferðarþungann
Það eru engin nýmæli að malbik og klæðningar á vegum skapi hættu. Vegir eru holóttir, það eru djúp hjólför í þeim og stundum verða þeir hálir á heitum sumardögum. En hvers vegna er þetta svona? Erum við svona léleg í að leggja vegi? Hvað þarf að gera til að bæta ástandið?
08.10.2020 - 20:00
Kveikur
Vegagerðin ætti að breyta viðmiðunum
Sérfræðingur í malbikun segir að Vegagerðin ætti að hækka viðmið sín um holrýmd eða loft í malbiki. Lítið megi út af bregða til að holrýmdin fari undir viðmið Vegagerðarinnar sem auki hættu á að vegurinn verði of háll.
08.10.2020 - 07:05
Myndskeið
Fróðárheiði kláruð 26 árum eftir stofnun Snæfellsbæjar
Fróðárheiði á Snæfellsnesi er nú öll lögð bundnu slitlagi. Eftir þessu hefur verið beðið frá því að sveitarfélagið Snæfellsbær var stofnað 1994.
23.09.2020 - 16:17
Síðasti kaflinn yfir Fróðárheiði bundinn slitlagi
Bundið slitlag var lagt á síðasta kafla nyja vegarins yfir Fróðárheiði í gær.
16.09.2020 - 05:45
Myndskeið
Ný ferðamannaleið um háhitasvæðið á Þeistareykjum
Á vegum Landsvirkjunar er nú verið að leggja nýjan veg með bundnu slitlagi frá Þeistareykjum í Mývatnssveit. Þó að helsti tilgangurinn sé að bæta samgöngur milli virkjana í Þingeyjarsýslum opnast spennandi ferðamannaleið á þessu svæði með nýja veginum.
01.09.2020 - 19:59
Þjóðvegi 1 lokað við Öræfi
Vegagerðin hefur lokað Þjóðvegi 1 við Öræfi vegna hvassviðris. Áformað er að vegurinn verði opnaður fyrir umferð klukkan 12.
31.07.2020 - 11:29
Aurskriður féllu á Reykjastrandarveg
Vegurinn um Reykjaströnd í Skagafirði er lokaður eftir aurskriðu sem féll á sunnudag. Lítill hópur ferðafólks varð innlyksa á Reykjum eftir aurskriðuna en verktakar aðstoðuðu fólk að komast sína leið áður en svæðinu var lokað.
21.07.2020 - 11:48
Segir vegabætur nauðsyn vegna aukinnar umferðar
Nauðsynlegt var að gera endurbætur á veginum í Vesturdal sunnan Hljóðakletta innan Vatnajökulsþjóðgarðs því búist er við að umferð þar margfaldist á næstu árum. Þetta segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum. Hann segir að ákvörðunin hafi verið alfarið á hendi Vegagerðarinnar - stjórn þjóðgarðsins hafi ekki komið að henni.
Nýir vegir á Vestfjörðum geta haft áhrif á verndarsvæði
Miklar samgöngubætur fyrir víðfeðmt svæði felast í lagningu nýrra vega um Dynjandisheiði og frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Umhverfisáhrif veglagningarinnar geta þó verið veruleg.
Dettifossvegur tilbúinn í lok sumars
Í lok sumars verður í fyrsta sinn hægt að aka á bundnu slitlagi frá Dettifossi um Jökulsárgljúfur niður í Öxarfjörð. Þá opnast svokallaður Demantshringur, langþráð hringleið að mörgum helstu náttúruperlum Norðausturlands.
Mótmælafundur verður samstöðufundur
Boðaður mótmælafundur Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveldsins, sem halda átti í dag við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni vegna ástands vega, hefur verið breytt í samstöðufund.
30.06.2020 - 08:44
Sniglar boða til mótmæla
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til þögulla mótmæla við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni á morgun, þriðjudaginn 30. júní. Í yfirlýsingu samtakanna segir að bifhjólafólk sé nú búið að fá nóg.
29.06.2020 - 01:39
Milljarðar í vegagerð, viðhald, menningu og listir
Alþingi samþykkti í gær aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og yfirvofandi atvinnuleysis og samdráttar í hagkerfinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér frestun á greiðslu opinberra gjalda og brúarlán til fyrirtækja. Þá stendur til að ráðast í ýmsar framkvæmdir og fjárfestingar á vegum ríkisins á þessu ári fyrir um 30 milljarða króna. Sú upphæð er að langmestu leyti viðbót við það sem áður hafði verið ákveðið í fjárlögum.
Svekktir ferðalangar misstu af flugi vegna ófærðar
„Fólkinu líður að mestu leyti vel. Það eru einhverjir svolítið svekktir. Þeir eru að missa af flugi sennilega núna í morgunsárið,“ segir Árni Jóhannsson, formaður Víkurdeildar Rauða krossins. Vonast er til að hægt verði að opna veginn upp úr ellefu. 104 ferðalangar frá frá tuttugu löndum dvelja nú í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í Mýrdal, þar sem þjóðvegur 1 er lokaður til vesturs, frá Vík að Steinum, vegna óveðurs.
10.03.2020 - 08:08
Sátt um að Reykjanesbraut liggi áfram við álver
Ákveðið hefur verið, eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og álvers Rio Tinto í Straumsvík, að tvöföld Reykjanesbraut frá gatnamótum að Krýsuvík að Hvassahrauni verði í núverandi vegstæði, í stað þess að færa hana eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi bæjarins.
28.01.2020 - 12:18
Gengur aftur upp með hríðarkófi N- og A-lands
Vetrarveður er víða á landinu, éljagangur og skafrenningur og ófærð fyrir norðan. Vegum var lokað á Norðausturlandi í morgun, almenningssamgöngur hafa raskast og þá hafa einnig verið truflanir á innanlandsflugi. Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur var aflýst í morgun.
24.10.2019 - 12:45
Meirihluti athugasemda á móti Þ-H leið
44 athugasemdir bárust vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Athugasemdirnar snúast um legu nýs Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, svokallaða Þ-H leið. Með þeirri leið yrði lagður vegur um Teigsskóg og Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður þveraðir. Meirihluti athugasemda er gegn Þ-H leiðinni og kallað eftir því að leið D2, jarðgöng, verði fremur valin.
06.09.2019 - 15:53
Íbúar kalla eftir fjármagni til heilsársvegar
Íbúafundur Árneshrepps hvetur Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til að veita 0,7 milljarða í gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls sem liggur á milli Veiðileysu og Reykjafjarðar. Með því yrði einangrun sveitarfélagsins yfir vetrarmánuði rofin. Þeir fagna jafnframt 30 milljarða fjárveitingu í göng undir Fjarðaheiði.
03.09.2019 - 14:49
Nýta sér Vaðlaheiðargöng í aðeins 20% ferða
SBA-Norðurleið fer um Vaðlaheiðargöng í aðeins 20 prósentum ferða fyrirtækisins milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verð í göngin of hátt.
12.08.2019 - 14:28
Sveitarstjóri fagnar einkaframkvæmd á Öxi
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, er ánægður með áform samgönguráðherra sem vill efna til samvinnu við einkaaðila um vegagerð á Öxi, milli Egilsstaða og Suðausturlands. Ráðherra áformar að leggja í haust fram á Alþingi frumvarp um að fimm tilteknar framkvæmdir verði fjármagnaðar, að hluta eða í heild, af einkaaðilum.
01.08.2019 - 15:06
Telur ákvörðun um umhverfismat koma of seint
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist skilja vel að sveitarfélögin á Vesturlandi og Vegagerðin hafi kært niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar þurfi að fara í umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi komið of seint.
22.07.2019 - 08:53
Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu þrjár nætur
Hvalfjarðargöngin verða lokuð fyrir umferð næstu þrjár nætur vegna þrifa og viðhaldsvinnu. Umferð verður á meðan vísað um Hvalfjörð. Lokunin stendur yfir frá miðnætti til sjö um morgun aðfaranótt 5. 6. og 7. júní  Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
04.06.2019 - 13:29
Lögreglubíll og vörubíll fastir á Fjarðarheiði
Vegagerðin er búin að opna Þjóðveg 1 milli Gígjukvíslar og Jökulsárlóns og undir Eyjafjöllum, milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal. Þar er ekki enn eins hvasst og var í nótt og í morgun.
12.03.2019 - 10:18
Umferðarmetið féll í janúar
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri í janúarmánuði en í ár. Meðalumferð á dag mældist 155.523 ökutæki í janúar við þrjár mælistöðvar Vegagerðarinnar.
12.02.2019 - 17:43