Færslur: Vegagerð

Nýir vegir á Vestfjörðum geta haft áhrif á verndarsvæði
Miklar samgöngubætur fyrir víðfeðmt svæði felast í lagningu nýrra vega um Dynjandisheiði og frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Umhverfisáhrif veglagningarinnar geta þó verið veruleg.
Dettifossvegur tilbúinn í lok sumars
Í lok sumars verður í fyrsta sinn hægt að aka á bundnu slitlagi frá Dettifossi um Jökulsárgljúfur niður í Öxarfjörð. Þá opnast svokallaður Demantshringur, langþráð hringleið að mörgum helstu náttúruperlum Norðausturlands.
Mótmælafundur verður samstöðufundur
Boðaður mótmælafundur Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveldsins, sem halda átti í dag við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni vegna ástands vega, hefur verið breytt í samstöðufund.
30.06.2020 - 08:44
Sniglar boða til mótmæla
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til þögulla mótmæla við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni á morgun, þriðjudaginn 30. júní. Í yfirlýsingu samtakanna segir að bifhjólafólk sé nú búið að fá nóg.
29.06.2020 - 01:39
Milljarðar í vegagerð, viðhald, menningu og listir
Alþingi samþykkti í gær aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og yfirvofandi atvinnuleysis og samdráttar í hagkerfinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér frestun á greiðslu opinberra gjalda og brúarlán til fyrirtækja. Þá stendur til að ráðast í ýmsar framkvæmdir og fjárfestingar á vegum ríkisins á þessu ári fyrir um 30 milljarða króna. Sú upphæð er að langmestu leyti viðbót við það sem áður hafði verið ákveðið í fjárlögum.
Svekktir ferðalangar misstu af flugi vegna ófærðar
„Fólkinu líður að mestu leyti vel. Það eru einhverjir svolítið svekktir. Þeir eru að missa af flugi sennilega núna í morgunsárið,“ segir Árni Jóhannsson, formaður Víkurdeildar Rauða krossins. Vonast er til að hægt verði að opna veginn upp úr ellefu. 104 ferðalangar frá frá tuttugu löndum dvelja nú í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í Mýrdal, þar sem þjóðvegur 1 er lokaður til vesturs, frá Vík að Steinum, vegna óveðurs.
10.03.2020 - 08:08
Sátt um að Reykjanesbraut liggi áfram við álver
Ákveðið hefur verið, eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og álvers Rio Tinto í Straumsvík, að tvöföld Reykjanesbraut frá gatnamótum að Krýsuvík að Hvassahrauni verði í núverandi vegstæði, í stað þess að færa hana eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi bæjarins.
28.01.2020 - 12:18
Gengur aftur upp með hríðarkófi N- og A-lands
Vetrarveður er víða á landinu, éljagangur og skafrenningur og ófærð fyrir norðan. Vegum var lokað á Norðausturlandi í morgun, almenningssamgöngur hafa raskast og þá hafa einnig verið truflanir á innanlandsflugi. Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur var aflýst í morgun.
24.10.2019 - 12:45
Meirihluti athugasemda á móti Þ-H leið
44 athugasemdir bárust vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Athugasemdirnar snúast um legu nýs Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, svokallaða Þ-H leið. Með þeirri leið yrði lagður vegur um Teigsskóg og Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður þveraðir. Meirihluti athugasemda er gegn Þ-H leiðinni og kallað eftir því að leið D2, jarðgöng, verði fremur valin.
06.09.2019 - 15:53
Íbúar kalla eftir fjármagni til heilsársvegar
Íbúafundur Árneshrepps hvetur Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til að veita 0,7 milljarða í gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls sem liggur á milli Veiðileysu og Reykjafjarðar. Með því yrði einangrun sveitarfélagsins yfir vetrarmánuði rofin. Þeir fagna jafnframt 30 milljarða fjárveitingu í göng undir Fjarðaheiði.
03.09.2019 - 14:49
Nýta sér Vaðlaheiðargöng í aðeins 20% ferða
SBA-Norðurleið fer um Vaðlaheiðargöng í aðeins 20 prósentum ferða fyrirtækisins milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verð í göngin of hátt.
12.08.2019 - 14:28
Sveitarstjóri fagnar einkaframkvæmd á Öxi
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, er ánægður með áform samgönguráðherra sem vill efna til samvinnu við einkaaðila um vegagerð á Öxi, milli Egilsstaða og Suðausturlands. Ráðherra áformar að leggja í haust fram á Alþingi frumvarp um að fimm tilteknar framkvæmdir verði fjármagnaðar, að hluta eða í heild, af einkaaðilum.
01.08.2019 - 15:06
Telur ákvörðun um umhverfismat koma of seint
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist skilja vel að sveitarfélögin á Vesturlandi og Vegagerðin hafi kært niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar þurfi að fara í umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi komið of seint.
22.07.2019 - 08:53
Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu þrjár nætur
Hvalfjarðargöngin verða lokuð fyrir umferð næstu þrjár nætur vegna þrifa og viðhaldsvinnu. Umferð verður á meðan vísað um Hvalfjörð. Lokunin stendur yfir frá miðnætti til sjö um morgun aðfaranótt 5. 6. og 7. júní  Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
04.06.2019 - 13:29
Lögreglubíll og vörubíll fastir á Fjarðarheiði
Vegagerðin er búin að opna Þjóðveg 1 milli Gígjukvíslar og Jökulsárlóns og undir Eyjafjöllum, milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal. Þar er ekki enn eins hvasst og var í nótt og í morgun.
12.03.2019 - 10:18
Umferðarmetið féll í janúar
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri í janúarmánuði en í ár. Meðalumferð á dag mældist 155.523 ökutæki í janúar við þrjár mælistöðvar Vegagerðarinnar.
12.02.2019 - 17:43
Þetta vitum við nú þegar um veggjöld
Í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem liggur fyrir Alþingi eru lagðar til nýjar leiðir til að fjármagna vegaframkvæmdir á Íslandi, meðal annars með veggjöldum. Hér að neðan er reynt að svara helstu spurningum um veggjöldin og samgönguáætlunina.
02.01.2019 - 17:00
Vegagerð í Njarðvíkurskriðum boðin út
Áætlað er að framkvæmdir við endurbætur á veginum um Njarðvíkurskriður, á Borgarfirði eystra, hefjist í haust. Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu vegarins.
12.09.2018 - 11:55
Án gjaldtöku bíða stærri framkvæmdir
Halda þarf áfram umræðu um fjármögnun stærri framkvæmda í vegakerfinu með gjaldtöku, að mati fjármálaráðherra. Valið standi um að láta þær bíða eða taka gjald.
10.08.2018 - 19:58
Viðtal
Óhjákvæmilegt að breyta gjaldtöku af umferð
Óhjákvæmilegt er að breyta því hvernig gjöld af umferð eru innheimt til framtíðar, segir samgönguráðherra spurður hvort eðlilegt sé að skattlagning á samgöngutæki skili sér ekki öll inn í vegakerfið. Hann segir ástandið í vegamálum undanfarin ár óásættanlegt en það standi til bóta með auknum fjárveitingum.
08.08.2018 - 17:55
Innheimt í göngunum eftir smá gjaldfrjálst hlé
Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, leggur til, þó að hætt verði innheimta gjöld í Hvalfjarðargöngum í haust, að eftir hálft eða eitt ár verði aftur byrjað að innheimta gjöld með rafrænum hætti til að fjármagna nauðsynlegar vegabætur á Vesturlandvegi að göngunum. Gjaldið gæti numið um 100 krónum á bíl.
26.06.2018 - 15:00
 · Innlent · samgöngur · Vegagerð
Leggja aftur til sérlög um Teigsskóg
Fimm þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lagt fram frumvarp um að veglagning um Teigsskóg verði heimiluð með sérlögum frá Alþingi og þannig farið fram hjá skipulagslögum, sem kveða á um að sveitarfélagið þurfi að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Með þessu vilja þeir losa málið úr „gíslingu flækjustigs stjórnsýslunnar.“
30.03.2018 - 16:25
Borgfirðingar biðja ráðherra um nýjan veg
Fulltrúar íbúa á Borgarfirði eystra gengu í dag á fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og afhentu honum undirskriftarlista með á þriðja þúsund undirskriftum þar sem skorað er á ráðherrann að setja Borgarfjarðarveg á samgönguáætlun.
16.03.2018 - 15:51
Fyrstu samningar um land undir nýjan veg
Vegagerðin hefur gert fyrstu samninga við landeigendur vegna kaupa á landi undir nýjan hluta hringvegarins í Hornafirði. Fjórar brýr verða byggðar á nýjum vegkafla og um leið fækkar einbreiðum brúm á hringveginum um þrjár.
18.05.2017 - 15:59
Geta ekki unnið hraðar við Miklubraut
Verktakinn sem vinnur að breytingum á Miklubraut segist vilja vinna hraðar að verkinu en hann geti það ekki vegna þess að ekki sé tekið við jarðvegsúrgangi á kvöldin og um helgar. Borgarfulltrúi gagnrýnir að ekki sé meiri kraftur í vinnu við endurbæturnar.
15.05.2017 - 19:25