Færslur: vegaframkvæmdir

Seinasta haft Sandeyjarganganna rofið í gær
Mikið var um dýrðir í Færeyjum í gær þegar seinasta haftið í neðansjávargöngunum milli Sandeyjar og Straumeyjar var sprengt. Göngin verða tæpir ellefu kílómetrar að lengd og er áætlað að þrjú til fjögur hundruð bílar aki um þau daglega.
Mikil samfélagsleg áhrif að vegir séu styttir
Það hefur mikil samfélagsleg áhrif ef vegalengdir á milli þéttbýliskjarna eru styttar, segir lektor við Háskólann á Akureyri. Hann bendir til dæmis á að Kjalvegur gæti tengt Norður- og Suðurland og skapað þannig mikil tækifæri.
04.11.2021 - 15:57
Óvarlegar sprengingar við vegagerð í Borgarfirði
Lögreglan á Vesturlandi hefur nú til rannsóknar vegaframkvæmdir í Skorradal í Borgarfirði, þar sem óvarlega þykir hafa verið staðið að vegaframkvæmdum. Seint að kvöldi síðastliðinn fimmtudag var sprengdur upp jarðvegur fyrir efnistöku, með þeim afleiðingum að möl og stórgrýti lokaði veginum um dalinn. Efnið var sótt í klappir í Fossabrekku, milli bæjanna Syðstu-Fossa og Hálsa.
Kæra Vegagerðina vegna útboðs Þverárfjallsvegar
Verktakafyrirtækið Ístak hefur kært ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Skagfirska verktaka um byggingu nýs vegar milli Blönduóss og Skagastrandar. Á meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála verður ekki skrifað undir samning um verkið.
29.09.2021 - 15:45
Sjónvarpsfrétt
Miklar framkvæmdir framundan
Eftir miklar vegaskemmdir í vatnavöxtunum á Norðurlandi um mánaðamótin er töluvert viðgerðarstarf enn eftir. Í Fnjóskadal eru viðgerðir langt komnar en við Þverá í Eyjafirði urðu skemmdir það miklar að nokkra mánuði mun taka að gera við veginn.
16.07.2021 - 11:31
Viðgerðir á flóðaskemmdum ganga vel
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri segir að vel gangi að gera við skemmdir sem urðu í vatnavöxtum í síðustu viku. Tekist hafi að tryggja að umferð gangi áfallalaust fyrir sig á þeim stöðum sem skemmdir urðu.
Tíu umfangsmiklar stofnbrautaframkvæmdir í bígerð
Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin boðuðu til kynningarfundar klukkan tíu í morgun. Farið var yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum.
06.07.2021 - 12:12
Mikið um vegaframkvæmdir í borginni á næstu dögum
Unnið verður við fjölfarna vegi frá klukkan 20 annað kvöld, miðvikudagskvöldið 30.júlí, ef veður leyfir. Þá stendur til að ljúka framkvæmdunum fyrir fimmtudagsmorgunn. Framkvæmdirnar verða bæði við Hringbraut og Kringlumýrarbraut í Reykjavík.
29.06.2021 - 17:35
Myndskeið
13 kílómetrar, 400.000 fermetrar af malbiki og 50 menn
Breikkun Hringvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss gengur vel, en þar vinna um 50 manns við að leggja um 400 þúsund fermetrar af malbiki. Gott tíðarfar gæti flýtt fyrir að hægt verði að aka fyrstu hluta vegkaflans.
Eitt mesta framkvæmdasumar frá því fyrir hrun er hafið
Nýframkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir Vegagerðarinnar nema alls 31 milljarði króna á árinu. Hellisheiðin er lokuð til klukkan átta í kvöld og umferð verður beint um Þrengsli. Þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal í sumar. Ekki hefur verið varið jafn miklu í vegaframkvæmdir síðan fyrir hrun.
08.06.2021 - 11:15
Sjónvarpsfrétt
Vilja breyta lánasamningum til að létta á skuldabyrði
Til greina kemur að ríkið breyti hluta af lánum til Vaðlaheiðarganga í hlutafé. Viðræður Vaðlaheiðarganga og ríkisins vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar ganganna standa nú yfir.
Vel miðar með lagningu nýrra ganga í Færeyjum
Vel gengur með lagningu neðansjávarganga sem tengja eiga færeysku eyjarnar Straumey og Sandey. Þegar hafa verið boraðir 7,8 kílómetrar af þeim tæplega ellefu sem göngin eiga að verða.
24.04.2021 - 00:42
„Styttri ferðatími og minni mengun eru lífsgæði“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir Sundabraut með brú stytta heildarferðatíma á öllu höfuðborgarsvæðinu. Honum hugnast betur að leggja brú yfir sundin en að grafa göng, það væri sömuleiðis tíu milljörðum ódýrara.
Viðtal
Stórauka kröfur og herða reglur um vegaframkvæmdir
Kröfur til þeirra sem sinna framkvæmdum fyrir Vegagerðina verða stórauknar og reglur um slíkar framkvæmdir verða hertar frá og með vorinu. Tilgangurinn er að auka öryggi, segir forstjóri Vegagerðarinnar. Þótt breytingarnar kosti töluvert segir hún að það komi ekki til með að bitna á almennu viðhaldi.
02.02.2021 - 11:44
Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar
Stjórn Sniglanna bifhjólasamtaka lýsa yfir „fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar“ í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gærkvöld um stöðu vegakerfisins og vinnubrögð stofnunarinnar.
09.10.2020 - 07:08
Kveikur
Vegagerðin ætti að breyta viðmiðunum
Sérfræðingur í malbikun segir að Vegagerðin ætti að hækka viðmið sín um holrýmd eða loft í malbiki. Lítið megi út af bregða til að holrýmdin fari undir viðmið Vegagerðarinnar sem auki hættu á að vegurinn verði of háll.
08.10.2020 - 07:05
Segir friðun engin áhrif hafa á Sundabraut
Fyrirhuguð friðlýsing svæðis við Álfsnes og Þerneyjarsund mun ekki skerða vegstæði Sundabrautar. Þetta segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar sem segir að varðveisla minja og lagning brautarinnar geti vel farið saman.
Af vegaframkvæmdum næstu daga
Næstu þrjú kvöld má búast við töfum á Þjóðvegi 1 milli Borgarness og Hafnarfjalls vegna malbiksviðgerða. Þá stendur til að malbika Austurveg á Selfossi og fræsa og malbika gatnamót og beygjuramp við Miklubraut. Gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar verða lokuð annað kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
28.07.2020 - 13:45
Önnur akreinin á Vesturlandsvegi malbikuð í dag
Búast má við talsverðum töfum á umferð á Vesturlandsvegi í dag þar sem Vegagerðin heldur áfram malbikunarvinnu á veginum norðan Grundarhverfis. Vegurinn verður þrengdur um eina akrein og umferð handstýrt líkt og í gær. Í gær gátu liðið um tuttugu mínútur á milli þess sem skipt var um aksturstefnu.
Vegurinn var lokaður í um 40 daga af 90
Vegurinn um Súðavíkurhlíð, á milli Súðavíkur og Ísafjarðar, var lokaður um 40 sinnum, á fyrstu þremur mánuðum ársins, stundum hátt í tvo sólarhringa í senn. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að staða samgöngumála á svæðinu hamli byggðaþróun og kallar eftir göngum á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar.
900 milljarðar í samgönguframkvæmdir
Um 8700 störf verða til á næstu árum í tengslum við framkvæmdir vegna samgönguáætlunar. Samgönguáætlun til fimmtán ára var samþykkt samhljóða á Alþingi í gær. Jafnframt  samþykkt lög um samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum sem heimila bæði gjaldtöku og  samstarf hins opinbera og einkaaðila. „Það var auðvitað bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að sjá hvað það var stór meirihluti sem var á bak við allt saman,“ segir samgönguráðherra.
Mótmælafundur verður samstöðufundur
Boðaður mótmælafundur Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveldsins, sem halda átti í dag við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni vegna ástands vega, hefur verið breytt í samstöðufund.
30.06.2020 - 08:44
Flugskýlið verður ekki rifið
Ekki kemur til þess að rífa þurfi viðhaldsstöð flugfélagsins Ernis vegna vegalagningar og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs, segir það miður að umræðan hafi farið í þennan farveg.
Myndskeið
500 til 1000 milljónir vantar í viðhald vega
Víða eru holur í vegum á Suðurlandi eftir veturinn. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir að þó að bætt hafi verið í fjárveitingu dugi það ekki til. Hálfan til einn milljarð króna þurfi til viðbótar.
15.04.2020 - 18:42
Hafna Þ-H leið um Teigskóg
Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, og Karl Kristjánsson, sem situr í sveitarstjórn, mynduðu meirihluta í skipulagsnefnd hreppsins og höfnuðu Þ-H leið Vestfjarðavegar sem felur í sér lagningu vegs um Teigsskógs. Þeir leggja R leiðina til, þar sem vegur er lagður um Reykhóla og þverar Þorskafjörð. Greidd verða atkvæði um skipulagsbreytingar sem gera ráð fyrir Þ-H leið á sveitarstjórnarfundi á þriðjudag.