Færslur: vefverslun

Fákeppni skýri líka hátt verðlag
Ríkið getur dregið úr fákeppni með því að afnema gjald sem lagt er á póstsendingar til landsins. Formaður Neytendasamtakanna segir fákeppni ýta undir hærra vöruverð. Vöruverð hér er með því hæsta í ríkjum Evrópusambandsins og EES.
03.07.2022 - 12:32
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
Meira en 100% aukning frá erlendum netverslunum
Fjöldi pakkasendinga til landsins á vegum DHL núna fyrir jólin hefur meira en tvöfaldast á milli ára og íslenskar netverslanir senda margfalt fleiri sendingar til útlanda nú en áður. Í þeim eru aðallega lundabangsar, lopapeysur og íslenskrar snyrtivörur.  
15.12.2020 - 11:21
Áfengisfrumvarp ýmist sagt menningarauki eða meinvaldur
Dómsmálaráðherra er ýmist hvattur til að láta frumvarp sitt til breytinga á áfengislögum niður falla eða því er fagnað sem mikilli réttarbót og menningarauka.
11.10.2020 - 14:35
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.
Kortavelta í maí jókst á milli ára
Kortavelta innanlands í maí var 3,3% meiri en í sama mánuði í fyrra.  Kortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 63,3% og viðsnúningur varð í neyslu landsmanna í maí eftir samdrátt mánuðanna á undan.  Þetta kemur fram í Hagsjá, sem er rit Hagfræðideildar Landsbankans. Kortavelta Íslendinga á innlendum gististöðum í maí jókst um 60% á milli ára.
Seldu fyrir milljarð dala á 85 sekúndum
Kínverski vefverslunarrisinn Alibaba setti ný sölumet í dag þegar notendur vefsins versluðu fyrir milljarð Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 124 milljarða íslenskra króna, á innan við 85 sekúndum. Metið féll á árlegum degi einhleypra sem er í dag.
11.11.2018 - 12:14
Það sem varast skal við vefverslun
Breska vefverslunin Asos ætti að vera flestum kunnug en vinsældir hennar hér á landi eru gífurlegar.
08.10.2018 - 14:24