Færslur: Veðurspá

Gular viðvaranir um mestallt land á morgun og hinn
Veðurstofa Ísland hefur gefið út gular viðvaranir fyrir morgundaginn og fimmtudaginn fyrir mestallt landið; á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Miðhálendinu, Ströndum og Norðurlandi vestra.
24.11.2020 - 22:09
Gul stormviðvörun tekur gildi klukkan 11 á Suðurlandi
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og verður hún í gildi klukkan 11 til 17 í dag. Spáð er austan hvassviðri eða stormi undir Eyjafjöllum,18-23 metrum á sekúndu með hviðum um 35 m/s, en hægari vindi annars staðar á spásvæðinu. Veðurstofa varar við akstri ökutækja sem eru viðkvæm fyrir vindi.
12.11.2020 - 07:26
Snjókoma, slydda og él í veðurkortunum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri átt með dálitlum skúrum eða slydduéljum í dag. Bjart verður með köflum norðanlands og hiti verður á bilinu eitt til sjö stig.
10.11.2020 - 07:34
Bjart og rólegt sunnudagsveður
Útlit er fyrir fyrir rólegt veður á landinu í dag. Fremur hæg suðlæg átt, 3-10 m/s, ekki er búist við úrkomu og bjartir kaflar í flestum landshlutum. Hiti verður 1 til 6 stig. Bætir í vind á Suður- og Vesturlandi í kvöld og þykknar upp með lítilsháttar vætu.
08.11.2020 - 07:48
Hlýrra veðurs að vænta í dag
Í dag er útlit fyrir sunnan- og suðvestan strekking á landinu, víða 10-15 m/s. Víða eru horfur á rigningu með köflum, en þurrt norðaustan- og austanlands. Heldur hlýnar frá því í gær og hiti í dag verður á bilinu 2 til 7 stig.
07.11.2020 - 07:47
Víða suðvestan hvassviðri eða stormur
Veðurstofa Íslands varar við að víða verður suðvestan hvassviðri eða stormur eftir hádegi og sums staðar rok þegar alldjúp lægð fer norðaustur fyrir vestan land í dag.
05.11.2020 - 07:38
Gul veðurviðvörun um mest allt land
Veðurstofa Íslands varar við suðvestan hvassviðri eða stormi víða á landinu í dag og aftur eftir hádegi. Því eru gular veðurviðvaranir um land allt að undanskildu Suðurlandi.
04.11.2020 - 13:33
Bjart fyrir vestan en él og skúrir fyrir austan
Til miðnættis í kvöld er spáð austan- og norðaustanátt, 18-23 m/s syðst og víða 10-18 annars staðar en hægari á Norðaustur- og Austurlandi fram á kvöld. Bjartviðri vestanlands en stöku él eða skúrir um landið austanvert. Hiti 1-6 stig að deginum en í um frostmark norðaustan til á landinu.
27.10.2020 - 06:23
Él á Norðausturlandi og leifar af Epsilon nálgast
Í dag er spáð  austan 3-10, hvassast vestanlands, en 10-15 við suðurströndina og á Vestfjörðum seinni partinn. Skýjað með köflum og þurrt að kalla, en lítilsháttar él eða slydduél norðaustantil. Austlæg átt á morgun, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 0 til 6 stig, en frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi í kvöld og á morgun. 
26.10.2020 - 06:22
Rigning eða slydda í veðurkortunum
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norð-austlægri átt um landið í dag og átta til tíu vindstigum, hvassast verður á Vestfjörðum. Hægari vindur verður austan til á landinu.
25.10.2020 - 07:25
Gul veðurviðvörun á sunnanverðu landinu
Gular viðvarnir eru í gildi vegna hvassviðris um sunnanvert landið í dag, laugardag. Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassri norð-austanátt í dag með vindhraða frá 13 til 18 metrum á sekúndu, en að slegið geti í allt að 18 til 25 staðbundið sunnan- og suðaustanlands.
24.10.2020 - 07:32
Frost víða um land í morgunsárið
Í morgunsárið er frost víða um land og því geta leynst hálkublettir á götum og gangstéttum. Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum í dag. Gengur í suðvestankalda með skúrum eða éljum norðvestantil og við norðausturströndina eftir hádegi með 3-10 m/s. Hiti verður á bilinu 1-5 stig.
20.10.2020 - 06:41
Víða léttskýjað í dag
Veðurstofan spáir suðaustlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, og léttskýjuðu í dag. Hvassara og sums staðar væta við suðurströndina og vestast. Hiti verður á bilinu 4-10 stig.
15.10.2020 - 06:27
Norðan gola eða kaldi í dag
Norðan gola eða kaldi er á landinu í dag. Léttskýjað verður suðvestanlands en annars skýjað og dálítil væta austantil. Hiti er 3 til 10 stig. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Á morgun rignir um allt land og vindur snýst í skammvinna sunnanátt. Á Norðausturlandi styttir væntanlega upp eftir hádegi og þar gæti hitinn skriðið upp fyrir 10 stig.
05.10.2020 - 07:37
Tvær gular viðvaranir taka gildi í kvöld
Gular viðvaranir taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í kvöld og á Austfjörðum klukkan 21. Á báðum landsvæðum er talsverð rigning og búist við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.
Talsverðri rigningu spáð SA-lands
Á morgun er spáð austlægri eða breytilegri átt 5-13 m/s, en 10-18 seinnipartinn norðvestan til og einnig austan til annað kvöld. Rigning með köflum, en talsverð rigning um suðaustanvert landið síðdegis og úrkomulítið á Norðausturlandi.
28.09.2020 - 22:43
Viðvaranir á norðaustanverðu landinu og miðhálendinu
Gular vindviðvaranir eru nú í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á miðhálendinu. Seinna í kvöld tekur einnig gildi gul viðvörun á Austfjörðum.
20.09.2020 - 18:16
Haustar að: Hvassviðri, kuldi, snjókoma og slydduél
Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri með tilheyrandi vætu og hvassviðri að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
20.09.2020 - 07:16
Veðurspáin batnar til muna
Veðurspáin fyrir næstu daga hefur batnað verulega. Veðurstofa Íslands hefur afnumið gular vinda- og úrkomuviðvaranir sem áttu að taka gildi á öllu norðanverðu landinu og á miðhálendinu á morgun. Búist var við að viðvaranirnar yrðu appelsínugular þegar nær drægi.
19.09.2020 - 12:49
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10
Veðurblíða fyrir austan í dag
Veðurstofan spáir blíðviðri á austanverðu landinu í dag, léttskýjuðu og sæmilega hlýju veðri. Vestanlands verður skýjað og lítilsháttar væta með köflum í dag. Suðvestan 5-13 m/s en vaxandi sunnanátt og rigning seint í kvöld. Hiti verður á bilinu 7-15 stig og hlýjast austast.
18.09.2020 - 07:33
Sunnan hvassviðri eða stormur í dag
Vaxandi sunnanátt er á landinu í dag fram til miðnættis, 13 til 20 metrar á sekúndu vestantil seinnipartinn, annars 8 til 15. Rigning sunnan- og vestanlands, en þykknar upp með dálítilli vætu norðaustantil síðdegis. Gul veðurviðvörun er í gildi á Faxaflóa, Vestfjörðum, Breiðafirði og Miðhálendinu í dag og fram á kvöld.
16.09.2020 - 06:27
Rólegt í dag en hvessir í nótt
Veðurstofan spáir fremur hægri vestlægri eða breytilegri átt í dag. Þurru og björtu að mestu austantil en dálitlum skúrum fram eftir degi um landið vestanvert. Í nótt tekur að hvessa, fyrst vestantil með allt að 15-20 m/s. Rigning sunnan- og vestantil eftir hádegi í dag, en bjart og þurrt norðaustantil. Hiti verður á bilinu 6-13 stig.
15.09.2020 - 06:32
Víða dálitlar skúrir í dag
Veðurstofan spáir austanátt 5-10 m/s við suðurströndina í dag en hægari vindi annars staðar. Víða má búast við smáskúrum en norðan heiða verður bjart með köflum. Hiti verður á bilinu 5-10 stig.
14.09.2020 - 06:29
Nokkuð snjóaði á norðaustanverðu landinu í nótt
Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu hefur snjóað nokkuð í nótt á norðaustanverðu landinu, til að mynda á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði.
04.09.2020 - 05:38