Færslur: Veðurspá

Dálítil él norðan- og austanlands en þurrt suðvestantil
Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, 1. maí og víða 8 til 15 metrum á sekúndu. Norðan- og austanlands má búast við dálitlum éljum en samfelldari úrkomu syðst á landinu fram yfir hádegi.
01.05.2021 - 07:50
Léttir til á austanverðu landinu í dag og hlýjast þar
Veðurstofan spáir suðvestanátt 8-15 m/s í dag, en víða 13-18 m/s norðvestan- og vestanlands síðdegis. Með deginum léttir til á austanverðu landinu, en annars staðar gengur á með éljum. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig, hlýjast austast.
18.04.2021 - 07:59
Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands í dag
Veðurstofan spáir sunnanátt með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands í dag. Síðdegis og í kvöld má svo búast við rigningu víða um land. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.
17.04.2021 - 07:45
Vaxandi suðaustanátt og rigning í kortunum
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu eftir hádegi. Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi.
15.04.2021 - 06:37
Þurrt og bjart á sunnan- og vestanverðu landinu
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en norðvestanstrekkingi austast á landinu fram eftir degi. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu, og eftir hádegi rofar einnig til norðaustanlands. Síðdegis eru þó líkur á stöku éljum á Suðausturlandi og við vesturströndina.
06.04.2021 - 08:25
Dregur úr frosti í dag en hvasst fram yfir hádegi
Veðurstofan spáir breytilegri átt, víða 3-10 m/s, en allhvassri norðvestanátt austanlands fram yfir hádegi. Lítil eða engin úrkoma verður um miðbik dagsins en seinnipartinn og í kvöld má búast við snjókomu af og til víða um landið. Það dregur úr frostinu í dag og síðdegis má gera ráð fyrir frosti á bilinu 2 til 8 stig.
05.04.2021 - 07:56
Súld eða rigning fram eftir degi
Suðvestan strekkingur norðantil á landinu í dag með vestan- og suðvestanátt 8-15 m/s og súld eða dálítilli rigningu fram eftir degi. Þurrt um landið austanvert. Veðurstofan spáir hægari vindi síðdegis og hita á bilinu 2-10 stig, en hlýjast verður á Austfjörðum og suðausturlandi.
01.04.2021 - 08:06
Bjartviðri í dag og frostlaust
Veðurstofan spáir bjartviðri í dag, vestan- og suðvestanátt 5-13 m/s en hvassara veðri norðan- og norðvestanlands eftir hádegi og austanlands seint í kvöld. Þá verður víða hvassara í vindstrengjum við fjöll. Svo þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum síðdegis. Hiti á bilinu 2 til 9 stig.
31.03.2021 - 06:57
Léttskýjað og sólin yljar
Þrýstingur á landinu hefur hækkað nokkuð ört í nótt og myndarleg hæð er að byggjast upp yfir landinu, þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
30.03.2021 - 07:02
Hlýnandi veður og úrkoma í dag
Vaxandi suðaustanátt er í dag, 10 til 18 metrar á sekúndu eftir hádegi og rigning eða slydda um landið sunnan- og vestanvert, en hægari vindur og úrkomulítið norðaustanlands fram á kvöld.
15.03.2021 - 06:50
Hægviðri á landinu í dag
Veðurstofan spáir hægviðri á landinu í dag og víða léttskýjuðu en lítilsháttar vætu norðvestantil framundir hádegi. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands seint í kvöld. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig en um frostmark norðaustanlands.
07.03.2021 - 08:04
Léttir til um sunnanvert landið í kvöld
Veðurstofan spáir suðlægri átt 3-10 m/s en hvassara veðri við norðausturströndina. Dálítilli vætu með köflum en smá slyddu og snjókomu norðaustantil fram eftir degi, en í kvöld léttir til um sunnanvert landið. Hiti verður á bilinu 0-6 stig.
06.03.2021 - 07:53
Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu
Gul viðvörun er vegna veðurs á vestanverðu landinu. Þar er spáð suðvestan hvassviðri, 13 til 20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður verða í éljunum og skyggni lélegt.
28.02.2021 - 07:41
Hæg breytileg átt og smáskúrir syðra
Í dag er spáð fremur hægri breytilegri átt og þykknar upp með smáskúrum sunnanlands, en rofar smám saman til fyrir norðan. Hlýnandi, hiti verður 1 til 6 stig seinnipartinn, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt í kvöld og fer að rigna um landið sunnan- og vestanvert.
25.02.2021 - 06:47
Snjókoma og rigning fyrir norðan og austan
Í dag er spáð norðaustan 5-13 m/s, dálítil snjókoma eða rigning verður á Norður- og Austurlandi, skúrir suðaustantil en bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan. Frystir allvíða í kvöld.
24.02.2021 - 06:51
Rok og úrkoma en styttir upp og lægir í kvöld
Veðurstofan spáir austan- og norðaustanátt í dag, víða 8-15 m/s en sums staðar verður hvassara við fjöll. Búast má við talsverðri rigningu suðaustantil á landinu og rigningu eða slyddu með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókomu norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig síðdegis, mildast við suðurströndina. Dregur svo úr vindi og úrkomu í kvöld.
23.02.2021 - 06:51
Lægð nálgast landið úr suðri
Lægð nálgast nú landið úr suðri. Veðurstofan spáir vaxandi norðaustanátt, 8-15 m/s, og skýjuðu með köflum en þurru að mestu eftir hádegi. Hægari vindur og dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil en í kvöld bætir í vind með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig en hiti 0 til 4 stig syðst.
19.02.2021 - 06:49
Skúraleiðingar á Austfjörðum í dag eftir úrhellisregn
Mikið hefur rignt á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 millímetrar síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli.
15.02.2021 - 06:43
Spáð allt að 12 stiga frosti í dag
Í dag er spáð hægum vind og bjartviðri, en austan- og suðaustan strekkingur verður með suðurströndinni. Mögulega dálítil él sunnan- og vestanlands. Áfram er kalt, frost 2 til 12 stig. Kaldast í innsveitum fyrir norðan en svo hlýnar aðeins sunnan til síðdegis, hiti verður þá í kringum frostmark þar.
31.01.2021 - 08:40
Veðurviðvaranir víða um land og vegir lokaðir
Enn eru í gildi gular veðurviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Veðurstofan varar við slæmum akstursskilyrðum en viðvaranirnar falla úr gildi eftir því sem líður á morguninn, fyrst á vestanverðu landinu um 9 leytið og svo á því austanverðu um 11 leytið.
24.01.2021 - 08:08
Norðlægar áttir á landinu í dag
Í dag og á morgun er útlit fyrir norðlæga átt á landinu, víða strekkingur eða allhvass vindur, jafnvel hvassari á stöku stað í vindstrengjum við fjöll. Í dag má búast við slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, en þurrt syðra. Hiti verður í kringum frostmark.
19.01.2021 - 06:47
Él fyrir norðan, skýjað syðra
Norðaustan kaldi eða stinningskaldi verður á landinu í dag og mun þessi norðanátt ríkja á landinu næstu daga. Norðlægum áttum á þessum árstíma fylgir yfirleitt einhver ofankoma á norðanverðu landinu og svo er einnig í dag, éljagangur verður norðan- og austantil en bjart með köflum sunnanlands. Hiti verður nálægt frostmarki í dag, en kólnar síðan er líður á vikuna
18.01.2021 - 06:31
Rigning, slydda, minnkandi frost og skúrir
Í dag er spáð suðaustan 13-20 m/s og víða verður rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 1 til 6 stig þar, en annars hægari. Þurrt að kalla og minnkandi frost norðaustan til. Mun hægari og skúrir seinnipartinn, fyrst suðvestanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
13.01.2021 - 06:20
Hlýrra í dag en síðustu daga
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag með 13-20 m/s suðvestantil í kvöld og hvassast syðst. Þykknar upp og hlýnar og dálítil rigning eða slydda við suðvesturströndina og hiti verður á bilinu 1-6 stig þar. Annars verður hægari vindur annars staðar á landinu, bjartviðri og frost á bilinu 0-5 stig.
12.01.2021 - 06:31
Áfram kalt í veðri í dag og á morgun
Veðurstofan spáir norðlægri átt og léttskýjuðu í dag en dálitlum éljum norðaustanlands. Búast má við 10-18 m/s austast og 3-10 m/s annars staðar á landinu. Hiti verður á bilinu 2-12 stig. Áfram verður vindasamt á Austurlandi og í eftirmiðdaginn má búast við hvassviðri eða stormi á Austfjörðum en þar lægir í nótt og á morgun.
11.01.2021 - 06:39