Færslur: Veðurspá

Hrollkalt fram í júlí og norðlægar áttir ríkjandi
Búast má við ríkjandi norðlægum áttum og kulda fram í júlí, þótt hugsanlega sé von á einstaka góðum dögum inni á milli. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
14.06.2021 - 18:19
Skiptast á skin og skúrir næstu daga
„Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
09.06.2021 - 06:58
Léttir til fyrir hádegi í dag
Veðurspáin spáir suðlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s og lítilsháttar vætu. Svo léttir til fyrir hádegi. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig að deginum og hlýjast inn til landsins.
05.06.2021 - 07:56
Hægur vindur og allt að 12 stig
Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind á landinu, áttin austlæg eða breytileg. Það verður skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 3 til 12 stig, mildast suðvestanlands.
24.05.2021 - 08:17
Áfram svalt í veðri
Veðurstofan spáir norðlægri átt, golu eða kalda í dag. Víða verður bjart en skýjað um landið austanvert og dálitlar skúrir eða slydduél. Áfram svalt í veðri en hitinn nær þó væntanlega að skríða yfir 10 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum.
21.05.2021 - 06:53
Bjart í dag en skúrir sunnanlands
Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s í dag. Lítilsháttar éljum á Norðaustur- og Austurlandi og skúrum sunnanlands, en annars að mestu bjartviðri. Hiti verður á bilinu 1-11 stig.
19.05.2021 - 06:47
Dálítil él norðan- og austanlands en þurrt suðvestantil
Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, 1. maí og víða 8 til 15 metrum á sekúndu. Norðan- og austanlands má búast við dálitlum éljum en samfelldari úrkomu syðst á landinu fram yfir hádegi.
01.05.2021 - 07:50
Léttir til á austanverðu landinu í dag og hlýjast þar
Veðurstofan spáir suðvestanátt 8-15 m/s í dag, en víða 13-18 m/s norðvestan- og vestanlands síðdegis. Með deginum léttir til á austanverðu landinu, en annars staðar gengur á með éljum. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig, hlýjast austast.
18.04.2021 - 07:59
Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands í dag
Veðurstofan spáir sunnanátt með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands í dag. Síðdegis og í kvöld má svo búast við rigningu víða um land. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.
17.04.2021 - 07:45
Vaxandi suðaustanátt og rigning í kortunum
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu eftir hádegi. Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi.
15.04.2021 - 06:37
Þurrt og bjart á sunnan- og vestanverðu landinu
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en norðvestanstrekkingi austast á landinu fram eftir degi. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu, og eftir hádegi rofar einnig til norðaustanlands. Síðdegis eru þó líkur á stöku éljum á Suðausturlandi og við vesturströndina.
06.04.2021 - 08:25
Dregur úr frosti í dag en hvasst fram yfir hádegi
Veðurstofan spáir breytilegri átt, víða 3-10 m/s, en allhvassri norðvestanátt austanlands fram yfir hádegi. Lítil eða engin úrkoma verður um miðbik dagsins en seinnipartinn og í kvöld má búast við snjókomu af og til víða um landið. Það dregur úr frostinu í dag og síðdegis má gera ráð fyrir frosti á bilinu 2 til 8 stig.
05.04.2021 - 07:56
Súld eða rigning fram eftir degi
Suðvestan strekkingur norðantil á landinu í dag með vestan- og suðvestanátt 8-15 m/s og súld eða dálítilli rigningu fram eftir degi. Þurrt um landið austanvert. Veðurstofan spáir hægari vindi síðdegis og hita á bilinu 2-10 stig, en hlýjast verður á Austfjörðum og suðausturlandi.
01.04.2021 - 08:06
Bjartviðri í dag og frostlaust
Veðurstofan spáir bjartviðri í dag, vestan- og suðvestanátt 5-13 m/s en hvassara veðri norðan- og norðvestanlands eftir hádegi og austanlands seint í kvöld. Þá verður víða hvassara í vindstrengjum við fjöll. Svo þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum síðdegis. Hiti á bilinu 2 til 9 stig.
31.03.2021 - 06:57
Léttskýjað og sólin yljar
Þrýstingur á landinu hefur hækkað nokkuð ört í nótt og myndarleg hæð er að byggjast upp yfir landinu, þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
30.03.2021 - 07:02
Hlýnandi veður og úrkoma í dag
Vaxandi suðaustanátt er í dag, 10 til 18 metrar á sekúndu eftir hádegi og rigning eða slydda um landið sunnan- og vestanvert, en hægari vindur og úrkomulítið norðaustanlands fram á kvöld.
15.03.2021 - 06:50
Hægviðri á landinu í dag
Veðurstofan spáir hægviðri á landinu í dag og víða léttskýjuðu en lítilsháttar vætu norðvestantil framundir hádegi. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands seint í kvöld. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig en um frostmark norðaustanlands.
07.03.2021 - 08:04
Léttir til um sunnanvert landið í kvöld
Veðurstofan spáir suðlægri átt 3-10 m/s en hvassara veðri við norðausturströndina. Dálítilli vætu með köflum en smá slyddu og snjókomu norðaustantil fram eftir degi, en í kvöld léttir til um sunnanvert landið. Hiti verður á bilinu 0-6 stig.
06.03.2021 - 07:53
Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu
Gul viðvörun er vegna veðurs á vestanverðu landinu. Þar er spáð suðvestan hvassviðri, 13 til 20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður verða í éljunum og skyggni lélegt.
28.02.2021 - 07:41
Hæg breytileg átt og smáskúrir syðra
Í dag er spáð fremur hægri breytilegri átt og þykknar upp með smáskúrum sunnanlands, en rofar smám saman til fyrir norðan. Hlýnandi, hiti verður 1 til 6 stig seinnipartinn, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt í kvöld og fer að rigna um landið sunnan- og vestanvert.
25.02.2021 - 06:47
Snjókoma og rigning fyrir norðan og austan
Í dag er spáð norðaustan 5-13 m/s, dálítil snjókoma eða rigning verður á Norður- og Austurlandi, skúrir suðaustantil en bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan. Frystir allvíða í kvöld.
24.02.2021 - 06:51
Rok og úrkoma en styttir upp og lægir í kvöld
Veðurstofan spáir austan- og norðaustanátt í dag, víða 8-15 m/s en sums staðar verður hvassara við fjöll. Búast má við talsverðri rigningu suðaustantil á landinu og rigningu eða slyddu með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókomu norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig síðdegis, mildast við suðurströndina. Dregur svo úr vindi og úrkomu í kvöld.
23.02.2021 - 06:51
Lægð nálgast landið úr suðri
Lægð nálgast nú landið úr suðri. Veðurstofan spáir vaxandi norðaustanátt, 8-15 m/s, og skýjuðu með köflum en þurru að mestu eftir hádegi. Hægari vindur og dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil en í kvöld bætir í vind með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig en hiti 0 til 4 stig syðst.
19.02.2021 - 06:49
Skúraleiðingar á Austfjörðum í dag eftir úrhellisregn
Mikið hefur rignt á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 millímetrar síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli.
15.02.2021 - 06:43
Spáð allt að 12 stiga frosti í dag
Í dag er spáð hægum vind og bjartviðri, en austan- og suðaustan strekkingur verður með suðurströndinni. Mögulega dálítil él sunnan- og vestanlands. Áfram er kalt, frost 2 til 12 stig. Kaldast í innsveitum fyrir norðan en svo hlýnar aðeins sunnan til síðdegis, hiti verður þá í kringum frostmark þar.
31.01.2021 - 08:40