Færslur: Veðurspá

Veðurspáin batnar til muna
Veðurspáin fyrir næstu daga hefur batnað verulega. Veðurstofa Íslands hefur afnumið gular vinda- og úrkomuviðvaranir sem áttu að taka gildi á öllu norðanverðu landinu og á miðhálendinu á morgun. Búist var við að viðvaranirnar yrðu appelsínugular þegar nær drægi.
19.09.2020 - 12:49
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10
Veðurblíða fyrir austan í dag
Veðurstofan spáir blíðviðri á austanverðu landinu í dag, léttskýjuðu og sæmilega hlýju veðri. Vestanlands verður skýjað og lítilsháttar væta með köflum í dag. Suðvestan 5-13 m/s en vaxandi sunnanátt og rigning seint í kvöld. Hiti verður á bilinu 7-15 stig og hlýjast austast.
18.09.2020 - 07:33
Sunnan hvassviðri eða stormur í dag
Vaxandi sunnanátt er á landinu í dag fram til miðnættis, 13 til 20 metrar á sekúndu vestantil seinnipartinn, annars 8 til 15. Rigning sunnan- og vestanlands, en þykknar upp með dálítilli vætu norðaustantil síðdegis. Gul veðurviðvörun er í gildi á Faxaflóa, Vestfjörðum, Breiðafirði og Miðhálendinu í dag og fram á kvöld.
16.09.2020 - 06:27
Rólegt í dag en hvessir í nótt
Veðurstofan spáir fremur hægri vestlægri eða breytilegri átt í dag. Þurru og björtu að mestu austantil en dálitlum skúrum fram eftir degi um landið vestanvert. Í nótt tekur að hvessa, fyrst vestantil með allt að 15-20 m/s. Rigning sunnan- og vestantil eftir hádegi í dag, en bjart og þurrt norðaustantil. Hiti verður á bilinu 6-13 stig.
15.09.2020 - 06:32
Víða dálitlar skúrir í dag
Veðurstofan spáir austanátt 5-10 m/s við suðurströndina í dag en hægari vindi annars staðar. Víða má búast við smáskúrum en norðan heiða verður bjart með köflum. Hiti verður á bilinu 5-10 stig.
14.09.2020 - 06:29
Nokkuð snjóaði á norðaustanverðu landinu í nótt
Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu hefur snjóað nokkuð í nótt á norðaustanverðu landinu, til að mynda á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði.
04.09.2020 - 05:38
„Kindurnar þola alveg vont veður“
Sauðfjárbændur í Svalbarðshreppi áttu ekki kost á að flýta göngum vegna vonskuveðurs sem spáð er í dag. Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárbóndi á Holti í Svalbarðshreppi, segist hafa þá trú að féð komi sér í skjól og bíði af sér veðrið, eina áhyggjuefnið sé hvort snjór fylgi veðrinu.
03.09.2020 - 08:22
Bændur óttast um fé á fjalli ef spáin rætist
Sauðfjárbændur á norðanverðu landinu, sem eiga fé á hálendi, ætla að flýta göngum og þeir sem þegar eru komnir á fjall reyna að ná fé sínu niður sem fyrst. Á morgun spáir vonskuveðri á stærstum hluta landsins.
02.09.2020 - 13:19
Rigning eða súld með köflum í dag
Veðurstofan spáir vestlægri átt 3-8 m/s í dag. Skýjað verður víða og rigning eða súld á vestanverðu landinu en þurrt að mestu austantil. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig og hlýjast á Suðausturlandi.
28.08.2020 - 06:51
Hlýjast á Suðausturlandi í dag
Veðurstofan spáir hægri vestlægri eða breytilegri átt í dag, 3-8 m/s vestantil síðdegis. Skýjuðu á vestanverðu landinu og lítilsháttar vætu sums staðar. Annars verður bjart með köflum en þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig og hlýjast á Suðausturlandi.
27.08.2020 - 06:32
Rólegt og bjart næstu daga
Veðurstofan spáir hægri vestlægri eða breytilegri átt, skýjuðu að mestu á norðanverðu landinu og svolítilli vætu sums staðar í dag. Bjart með köflum í öðrum landshlutum þótt búast megi við þokulofti við norður- og austurströndina. Hiti verður 9-17 stig og hlýjast á suðaustanverðu landinu.
26.08.2020 - 06:32
Norðlægar, svalari áttir sækja að landinu
Eftir nokkra hlýja og góða daga, einkum fyrir norðan og austan, eru blikur á lofti þegar norðlægar og mun svalari áttir sækja að landinu. Þegar kemur fram í miðja viku fer hitinn lítið yfir 10 stig á meðan veðrið á suðvesturhorninu verður allnokkuð betra og þar ætti hitinn að vera nokkuð víða 15 til 18 stig yfir daginn.
18.08.2020 - 06:49
Hitamet í Dauðadalnum í Kalíforníu
Aldrei hefur mælst hærri lofthiti á jörðinni en þær 54,4 gráður sem hitamælar þjóðgarðsins í Dauðadal í Kalíforníu greindu í gær, sunnudag. Mjög hátt hitastig í langan tíma getur valdið hættu fyrir mannfólk og umhverfi.
17.08.2020 - 15:55
Hæg breytileg átt og hiti 12 til 18 stig
Hæg breytileg átt eða hafgola er á landinu í dag, en suðasutanátt fimm til tíu metrar á sekúndu með suðurströndinni. Áfram bjart að mestu, en skýjað um sunnanvert landið og líkur á stöku síðdegisskúrum vestanlands. Þetta kemur fram í veðurspá veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
17.08.2020 - 07:04
22 stig norðaustanlands í dag
Í dag spáir Veðurstofa Íslands hlýviðri í mörgum landshlutum, og hægum vindi. Hiti verður víða yfir 16 eða 17 stig, en allt að 22 stig norðaustantil í björtu veðri.
16.08.2020 - 08:11
Rigning fyrir sunnan og vestan, þurrt á NA-landi
Í dag er spáð sunnanátt og rigningu sunnan- og vestantil á landinu og 10-15 stiga hita. Nokkuð annað veðurútlit er um norðaustanvert landið þar sem þurrt verður og bjart og hiti verður 16-23 stig yfir daginn.
11.08.2020 - 07:08
Veðurstofa varar enn við vatnavöxtum
Veðurstofa Íslands varar áfram við vatnavöxtum í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Áfram er spáð rigningu, einkum vestan til og á sunnanverðu hálendinu. Úrkoman getur aukið líkur á grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum.
11.08.2020 - 06:28
24 stiga hita spáð á Norðausturlandi í dag
Í dag er spáð suðlægri átt, 5-10 m/s og víða dálítilli rigningu eða súld, en bjart með köflum Norðaustanlands. Hvessir á vestanverðu landinu seinni partinn og bætir í úrkomu.
10.08.2020 - 06:25
Dregur úr vindi og úrkomu með kvöldinu
Suðaustankaldi eða -strekkingur með rigningu verður á landinu í dag, en hægara og úrkomulítið norðaustanlands.
09.08.2020 - 08:37
Lægð nálgast úr suðri
Hæg suðvestanátt er á landinu í dag og skýjað, en úrkomulítið og milt í veðri. Helstar eru líkurnar á að sólin nái að skína á Austurlandi seinni partinn, þar sem hiti getur náð 18 stigum.
08.08.2020 - 08:00
Vestlægar áttir og varað við skriðuföllum
Vestlæg eða breytileg átt þrír til tíu metrar á sekúndu er á mestöllu landinu til miðnættis í kvöld en suðvestan tíu til fimmtán metrar með suðaustur- og austurströndinni.
07.08.2020 - 06:30
Gul veðurviðvörun á Suðausturlandi
Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland í kvöld, en þá kemur lægð upp að landinu úr suðri og fer þá að hvessa suðaustanlands. Þar er spáð stormi í nótt, vestan Öræfa, með talsverðri rigningu.
04.08.2020 - 07:25
Veðurstofan spáir meinlausu veðri
Búast má við hægri breytilegri átt í dag. Skýjað að mestu með lítilsháttar súld norðvestanlands fyrri part dags, en skúrum í öðrum landshlutum. Þurrast á suðvesturhorninu og á Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 15 stig.
02.08.2020 - 08:09
Víða skúrir í dag
Veðurstofan spáir austlægri átt, 5-13 m/s og rigningu suðaustanlands og norðvestantil í dag. Víða má búast við skúrum. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig og hlýjast á Norðausturlandi. Hvassast verður á norðaustanverðu landinu en einnig þurrast þar.
01.08.2020 - 08:27