Færslur: Veðurspá

7-17 stiga hiti á landinu í dag
Í dag verður fremur hæg norðlæg átt víðast hvar, 5-10 m/s en bætir í vind á Norðurlandi eystra er líður á daginn. Skýjað verður með köflum um landið sunnanvert, líkur á síðdegisskúrum og einnig er von á dálítilli vætu við norðausturströndina í kvöld. Hiti verður 7-17 stig, svalast austanlands.
05.07.2020 - 07:47
Allt að 18 stiga hita spáð í dag
Í dag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s en 8-13 með suðurstöndinni. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil eftir hádegi, skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands og sums staðar þokubakkar austan til, en bjartviðri norðarlands.
04.07.2020 - 08:28
Hiti allt að 18 stig í dag
Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind, en norðaustan kalda yst við suðausturströndina og á Norðvesturlandi framan af deginum. Á sunnan- og vestanverðu landinu má búast við súld, einkum seinnipartinn. Norðaustanlands verður einnig skýjað, en þó þurrt að kalla. Í öðrum landshlutum sést víða vel til sólar.
30.06.2020 - 06:27
Allt að 22 stiga hiti í dag
Í dag er spáð norðaustanátt og nokkru hvassviðri um landið norðvestanvert og suðaustanlands. Víða verður bjartviðri og mjög hlýtt, 14-22 stig, en dálítil rigning eða skúrir og mun svalara á Norðaustur- og Austurlandi, 7-13 stig.
29.06.2020 - 06:48
Þrumuveður kann að fylgja skúrunum
Norðaustlæg átt verður á landinu í dag með skúrum, einkum sunnan. Fram kemur í spá Veðurstofu Ísland að skúrunum kunni jafnvel að fylgja þrumuveður, en  allnokkrar eldingar hafa mælst við austurströndina í nótt. 
28.06.2020 - 08:06
Austlæg átt og skúrir
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt verður á landinu  í dag. Víða skúrir, en samfelldari úrkoma norðvestan til eftir hádegi og úrkomulítið austanlands fram á kvöld. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast austan til. 
26.06.2020 - 07:15
Víða vætusamt á landinu
Fremur hæg suðvestanátt verður á landinu í dag, þrír til átta metrar á sekúndu, og víða dálitlar skúrir, en eftir hádegi má búast við heldur öflugri skúrum norðaustantil á landinu. Hiti verður átta til nítján stig.
25.06.2020 - 06:38
Möguleiki á skruggum og skúradembum
Útlit er fyrir að loftið yfir landinu verði óstöðugt í dag og segir Veðurstofan að háreist skúraský geti myndast með tilheyrandi skúradembum. Spár gera ráð fyrir að öflugustu skúrirnar verði á vestanverðu landinu eftir hádegi og þar verða mögulega eldingar eða haglél á stöku stað.
24.06.2020 - 07:16
Hellidembur og haglél og eldingar á stöku stað
Fremur hæg suðlæg átt verður í dag  með stöku skúrum og  dálítilli rigningu norðaustan til á landinu fram eftir morgni. 
23.06.2020 - 06:37
Skúraveður og hlýjast á Norðausturlandi
Suðlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða skúrir verður á landinu í dag. Ekki er útlit fyrir að það verði alveg jafn hlýtt og í gær. Hiti verður þó á bilinu 10 til 18 stig og hlýjast norðaustan til. 
22.06.2020 - 06:29
Spá allt að 23 stigum fyrir norðan
Veðurstofan spáir austan- og norðaustanátt 3-10 m/s í dag, en 8-15 m/s við suðurströnd landsins. Skýjað en hlýtt um landið sunnanvert og úrkoma sunnan- og vestanlands fyrir hádegi. Bjart og hlýtt norðantil, hiti allt að 23 stig.
20.06.2020 - 07:56
Skýjað fyrir sunnan en bjart að mestu norðan til
Austan og norðaustanátt verður næsta sólarhringinn 3-10 metrar á sekúndu, en 8-15 metrar á sekúndu við suðurströndina. Skýjað verður um landið sunnanvert og bjart að mestu norðantil samkvæmt Veðurstofu Íslands.
19.06.2020 - 22:53
Allt að 21 stigs hiti í dag
Í dag er spáð 8-21 stiga hita, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. Bjart verður með köflum, austan 3-8 m/s, en norðan 5-10 um landið norðanvert seinnipartinn.
19.06.2020 - 07:12
Bjart og fallegt 17. júní veður
Í dag. þjóðhátíðardaginn, er spáð suðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Víða verður bjart og fallegt veður en framan af degi verður skýjað með köflum vestan til á landinu, og það eru líkur á þokulofti við norður- og austurströndina.
17.06.2020 - 08:14
Lægir og styttir upp í kvöld
Veðurstofan spáir suðvestlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s í dag. Víða um landið verða smávægilegar skúrir. Bjart með köflum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8-16 stig og hlýjast suðaustantil. Í kvöld lægir svo og styttir upp.
16.06.2020 - 06:30