Færslur: Veðurspá

Hvasst á landinu öllu í dag
Veðurstofan spáir hvassri norðvestanátt á landinu öllu í dag, nema norðvestanlands. Gular viðvaranir verða í gildi víða um land og ekkert ferðaveður fyrir ökutæki með tengivagna.
18.06.2022 - 08:02
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Bjart, kalt og þokkalegt
Spáð er „þokkalegasta“ veðri í dag, víða verður bjart en fremur kalt. Líkur eru á úrkomu allra syðst og þar verður einnig strekkings vindur. Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands.
11.11.2021 - 06:53
Spáð er frosti víða í kvöld
Í dag er spáð norðan 8-13 m/s á norðanverðu landinu með snjókomu eða éljum. Hægari vindur og dálítil él eða skúrir verða sunnanlands, en vaxandi norðanátt þar eftir hádegi og léttir til. Hiti um og yfir frostmarki, en frystir víða í kvöld. Spáð er suðaustan og austan 5-10 m/s á morgun á Suður- og Vesturlandi. skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark. Hægari vindur norðan- og austalands, léttskýjað og frost að 10 stigum í innsveitum
10.11.2021 - 06:46
Norðaustlægar áttir og hvassir vindstrengir
„Lægðir halda austur af landinu næsta daga og valda yfirleitt norðaustlægum áttum. Hvassir vindstrengir gætu verið varasamir fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, einkum á Suðausturlandi og við fjöll á vestanverðu landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag.
02.10.2021 - 08:27
Lægðin dýpkaði og spárnar versnuðu
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir lægðina hafa dýpkað í nótt og veðurspárnar versnar. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út víða á landinu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og fólk hvatt til að huga að lausum munum. „Þetta er veður sem getur til dæmis valdið talsverðum vindhviðum við há hús eins og í Skuggahverfinu, þar sem við vitum að veður hefur verið til vandræða,“ segir Elín.
21.09.2021 - 08:22
Appelsínugular viðvaranir víða um landið í dag
Appelsínugul veðurviðvörun vegna vinds tekur gildi á Vestfjörðum klukkan níu í dag þar sem búast má við norðaustanátt 20-28 m/s og dimmri hríð til fjalla. Viðvörunin verður í gildi til klukkan fimm í dag og Veðurstofan varar við varasömu ferðaveðri og bendir fólki á að tryggja lausa muni.
21.09.2021 - 07:20
Djúp og öflug lægð í fyrramálið
Veðurstofan spáir vestan og norðvestan 8-15 m/s, en 15-23 í vindstrengjum nærri suðurströndinni um hádegi. Víða rignir með köflum, en þurrt austast á landinu. Dregur úr vindi í kvöld og úrkomuminna. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig.
20.09.2021 - 07:07
Lægð úr suðvestri á laugardag
Veðurstofan spáir vestan- og norðvestangolu í dag og sums staðar vætu, einkum fyrir austan. Þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig yfir daginn, hlýjast austantil.
17.09.2021 - 07:14
Hægviðri áfram og fremur hlýtt í veðri
Spáð er áframhaldandi hægviðri með dálítilli rigningu eða skúrum sunnan- og vestanlands, en annars yfirleitt bjart og fremur hlýtt veður. Reikna má með þokulofti eða súld við sjávarsíðuna, ekki síst að næturlagi.
01.08.2021 - 07:18
Hrollkalt fram í júlí og norðlægar áttir ríkjandi
Búast má við ríkjandi norðlægum áttum og kulda fram í júlí, þótt hugsanlega sé von á einstaka góðum dögum inni á milli. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
14.06.2021 - 18:19
Skiptast á skin og skúrir næstu daga
„Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
09.06.2021 - 06:58
Léttir til fyrir hádegi í dag
Veðurspáin spáir suðlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s og lítilsháttar vætu. Svo léttir til fyrir hádegi. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig að deginum og hlýjast inn til landsins.
05.06.2021 - 07:56
Hægur vindur og allt að 12 stig
Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind á landinu, áttin austlæg eða breytileg. Það verður skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 3 til 12 stig, mildast suðvestanlands.
24.05.2021 - 08:17
Áfram svalt í veðri
Veðurstofan spáir norðlægri átt, golu eða kalda í dag. Víða verður bjart en skýjað um landið austanvert og dálitlar skúrir eða slydduél. Áfram svalt í veðri en hitinn nær þó væntanlega að skríða yfir 10 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum.
21.05.2021 - 06:53
Bjart í dag en skúrir sunnanlands
Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s í dag. Lítilsháttar éljum á Norðaustur- og Austurlandi og skúrum sunnanlands, en annars að mestu bjartviðri. Hiti verður á bilinu 1-11 stig.
19.05.2021 - 06:47
Dálítil él norðan- og austanlands en þurrt suðvestantil
Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, 1. maí og víða 8 til 15 metrum á sekúndu. Norðan- og austanlands má búast við dálitlum éljum en samfelldari úrkomu syðst á landinu fram yfir hádegi.
01.05.2021 - 07:50
Léttir til á austanverðu landinu í dag og hlýjast þar
Veðurstofan spáir suðvestanátt 8-15 m/s í dag, en víða 13-18 m/s norðvestan- og vestanlands síðdegis. Með deginum léttir til á austanverðu landinu, en annars staðar gengur á með éljum. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig, hlýjast austast.
18.04.2021 - 07:59
Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands í dag
Veðurstofan spáir sunnanátt með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands í dag. Síðdegis og í kvöld má svo búast við rigningu víða um land. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.
17.04.2021 - 07:45
Vaxandi suðaustanátt og rigning í kortunum
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu eftir hádegi. Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi.
15.04.2021 - 06:37
Þurrt og bjart á sunnan- og vestanverðu landinu
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en norðvestanstrekkingi austast á landinu fram eftir degi. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu, og eftir hádegi rofar einnig til norðaustanlands. Síðdegis eru þó líkur á stöku éljum á Suðausturlandi og við vesturströndina.
06.04.2021 - 08:25
Dregur úr frosti í dag en hvasst fram yfir hádegi
Veðurstofan spáir breytilegri átt, víða 3-10 m/s, en allhvassri norðvestanátt austanlands fram yfir hádegi. Lítil eða engin úrkoma verður um miðbik dagsins en seinnipartinn og í kvöld má búast við snjókomu af og til víða um landið. Það dregur úr frostinu í dag og síðdegis má gera ráð fyrir frosti á bilinu 2 til 8 stig.
05.04.2021 - 07:56
Súld eða rigning fram eftir degi
Suðvestan strekkingur norðantil á landinu í dag með vestan- og suðvestanátt 8-15 m/s og súld eða dálítilli rigningu fram eftir degi. Þurrt um landið austanvert. Veðurstofan spáir hægari vindi síðdegis og hita á bilinu 2-10 stig, en hlýjast verður á Austfjörðum og suðausturlandi.
01.04.2021 - 08:06
Bjartviðri í dag og frostlaust
Veðurstofan spáir bjartviðri í dag, vestan- og suðvestanátt 5-13 m/s en hvassara veðri norðan- og norðvestanlands eftir hádegi og austanlands seint í kvöld. Þá verður víða hvassara í vindstrengjum við fjöll. Svo þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum síðdegis. Hiti á bilinu 2 til 9 stig.
31.03.2021 - 06:57
Léttskýjað og sólin yljar
Þrýstingur á landinu hefur hækkað nokkuð ört í nótt og myndarleg hæð er að byggjast upp yfir landinu, þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
30.03.2021 - 07:02