Færslur: Vatnsleki

Myndskeið
Framkvæmdastjóri Veitna: „Það áttu sér stað mistök“
Framkvæmdastjóri Veitna harmar mannleg mistök sem leiddu til mörg hundruð milljóna króna tjóns í Háskóla Íslands í síðustu viku. Hann segir að fyrirtækið sé tryggt fyrir óhöppum af þessu tagi. Hugsanlegt er að utanaðkomandi verktaki beri ábyrgð á tjóninu.
26.01.2021 - 19:07
Tryggingafélag Veitna metur bótaskylduna
Fulltrúar Veitna eiga fund í dag með forsvarsmönnum Háskóla Íslands, um tjónið sem varð þegar mörg þúsund lítrar af vatni flæddu inn í byggingar skólans í síðustu viku. Veitur segja að tryggingafélag fyrirtækisins verði að meta bótaskylduna.
26.01.2021 - 12:36
Jarðhæðir Gimlis og Háskólatorgs ónothæfar næstu mánuði
Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og eins fyrirlestrasalir á jarðhæð á Háskólatorgi. Öll kennsla sem ella hefði verið þar færist nú á netið. Verulegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans í fyrrinótt að því er fram kemur í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar rektors.
Myndskeið
Handritin og listaverk Háskólans óhult í vatnsflóðinu
Kristinn Jóhannesson sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands segir handritin sem geymd eru í Árnagarði óhult eftir vatnsflóðið og hið sama eigi við um listaverkasafn skólans í Odda.
21.01.2021 - 11:04
Myndskeið
Starfsemi Háskólans raskast til hádegis hið minnsta
Öll starfsemi Háskóla Íslands, kennsla, rannsóknir og þjónusta á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu liggur niðri að minnsta kosti til hádegis. Á þriðja þúsund tonna af vatni flæddi um háskólasvæðið í nótt þegar kaldavatnslögn við Suðurgötu gaf sig.