Færslur: Vatnajökull

Hvorki Hofsjökull né Langjökull eftir 150 - 200 ár
Verði þróun veðurfars eins og spáð hefur verið verða Hofsjökull og Langjökull horfnir eftir 150 til 200 ár. Þetta kemur fram í nýrri samantekt um jöklabreytingar á Íslandi undanfarin 130 ár. Í samantektinni kemur fram að íslenskir jöklar hafa rýrnað að meðaltali um 16% síðan í byrjun 20. aldar. Meðal höfunda hennar er Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem hefur unnið að jöklarannsóknum í áratugi.
Myndskeið
Kvóti á ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði
Ferðamannakvóti verður hér eftir settur á fyrirtæki sem vilja fara með ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta er gert til að auka öryggi og minnka álag. Framkvæmdastjóri garðsins segir að langflest fyrirtækin séu sátt við þetta fyrirkomulag.
Hætta á vatnavöxtum og skriðuföllum
Mikilli úrkomu er spáð áfram á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Í Hvalá í Ófeigsfirði stefnir í metflóð í fyrramálið haldi úrkoman áfram af sama krafti. Yfirborð árinnar hefur hækkað um heilan metra undanfarinn sólarhring.
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan eitt í nótt og annar, 2,5 að stærð, fylgdi fast á hæla honum. Skjálfti sem mældist 3,0 varð á sama stað tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Nokkrir minni skjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa orðið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.
Gríðarlega gaman á Vatnajökli, segir Vilborg Arna
„Þetta er gríðarlega gaman,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og annar leiðangursstjóra Snjódrífanna, sem er hópur 11 kvenna sem nú þverar Vatnajökul á skíðum. Þær eru á sjöunda degi leiðangursins og hefur gangan gengið vonum framar.
13.06.2020 - 16:31
Síðdegisútvarpið
Náðu símasambandi við kúkaholuna eftir erfiða nótt
Gönguhópurinn Snjódrífurnar hélt nýlega af stað í leiðangur yfir Vatnajökul en hópurinn stefnir á að ganga þvert yfir jökulinn og safna áheitum til styrktar Krafti og Líf. Ferðinni seinkaði talsvert vegna COVID-19 faraldursins sem gerir það að verkum að nú eru meiri líkur á rigningu og blautum snjó sem gerir allar aðstæður mun erfiðari.
10.06.2020 - 13:23
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti, 4,5 að stærð, varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Upptök skjálftans voru á tæplega 9 kílómetra dýpi, um 7 kílómetra aust-norðaustur af Bárðarbungu. Nokkrir litlir eftirskjálftar fylgdu, sá stærsti þeirra 1,4. Enginn gosórói er sjáanlegur í grennd, segir á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að síðast hafi orðið skjálfti af svipaðri stærðargráðu í Bárðarbungu þann 5. janúar síðastliðinn.
20.04.2020 - 05:30
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá
Heimsminjaráðstefna UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, samþykkti rétt í þessu umsókn Íslands um að bæta Vatnajökulsþjóðgarði á heimsminjaskrá stofnunarinnar.
05.07.2019 - 11:42
Viðtal
„Breytingar sem verður að taka alvarlega“
„Þarna eru breytingar sem verður að taka alvarlega,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sem í dag flaug ásamt öðrum vísindamönnum yfir Öræfajökul til að skoða aðstæður eftir að gervihnattamyndir sýndu að sigketill í jöklinum hafði dýpkað. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna þessa í gærkvöld.
Brennisteinslykt við Öræfajökul
Brennisteinslykt finnst nú við Kvíá sem rennur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að óvenjulegt sé að slík lykt finnist á svæðinu.
16.11.2017 - 19:09
Gengissig veldur rafleiðninni
Reynt verður á morgun að komast að því hvaðan jarðhitavatnið kemur sem valdið hefur aukinni rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum. Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum segir allar líkur á því að það komi frá lóninu Gengissigi á jarðhitasvæðinu í Kverkfjöllum sem myndast þannig að jökullinn skríði yfir jarðhitasvæðið sem bræði ísinn.
09.11.2017 - 12:22
Lyktin finnst oft í Kverkfjöllum
Umsjónarmaður Sigurðarskála í Kverkfjöllum segir jarðhitalyktina sem fannst þar á sunnudag vera svipaða og kemur þarna öðru hvoru. Stefnt er að því að vísindamenn fljúgi yfir svæðið í dag og kanni upptök rafleiðninnnar sem mælst hefur í Jökulsá á Fjöllum.
09.11.2017 - 08:21
Skjálftahrina í Bárðarbungu í morgun
Fimm jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa orðið nálægt Bárðarbungu í Vatnajökli í morgun. Fyrsti skjálftinn, 4,1 að stærð varð 7 kílómetra norður af Bárðarbungu rétt fyrir klukkan níu í morgun, og í kjölfarið hafa fylgt nokkrir minni skjálftar.