Færslur: Vatnajökull

Sóttu hrakið göngufólk í Gæsavötn við Vatnajökul
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld franskt göngufólk sem lent hafði í hrakningum nærri Gæsavötnum við norðvesturjaðar Vatnajökuls. Fólkið var hrakið og blautt en óslasað. Þyrlan sótti fólkið að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem barst tilkynning síðdegis frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem þar var vaktaður hefði farið í gang á hálendinu norðan Vatnajökuls.
Sjónvarpsfrétt
„Menn áttu í fullu fangi við að finna leiðina heim“
Afar blint og þungfært var þegar björgunarsveitarfólk kom fjórtán manna hópi til bjargar á Öræfajökli í nótt. „Nánast alla leiðina þá vorum með kannski tíu fimmtán metra skyggni. Þannig að ef næsti bíll fór of langt þá eiginlega týndist hann. Það var rosalega blautur snjór og svo á leiðinni til baka var búið að snjóa rosalega mikið í för og menn áttu í fullu fangi við að finna leiðina heim,“ segir Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar.
Myndskeið
Með umfangsmestu aðgerðum á Vatnajökli
Fjórtán manns sem voru á leið niður af Hvannadalshnjúk síðdegis í gær, eru rétt ókomin til Hafnar, eftir átta tíma bið í slæmu veðri á Vatnajökli. Björgunarsveitarmaður segir björgunaraðgerðirnar með þeim umfangsmestu sem farið hafi fram á Vatnajökli.
17.06.2022 - 11:32
Göngufólkið komið í bíla eftir átta tíma bið á jöklinum
Fjórtán manns, sem voru á leið niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær, eru komin í bíla björgunarsveita, eftir átta tíma bið í slæmu veðri á Vatnajökli. Framundan er um fimm klukkustunda akstur niður af jöklinum.
Útkall við Hvannadalshnjúk
Björgunarsveitir á Suðausturlandi voru kallaðar út síðdegis til þess að aðstoða 14 manna gönguhóp sem var á leið um Sandfellsheiði niður Hvannadalshnjúk í sunnanverðum Vatnajökli.
16.06.2022 - 22:08
Telja sig vita hvar ferðamennirnir á Vatnajökli eru
Björgunarsveitir leita nú tveggja erlendra ferðamanna sem sendu frá sér neyðarkall af Vatnajökli í dag. Aðstæður á vettvangi eru ekki með besta móti, mikið hefur rignt þar undanfarið og því töluverður krapi, snjókoma og lélegt skyggni.
Tékkneskir ferðalangar komnir í leitirnar
Tveir tékkneskir karlmenn, sem leitað hefur verið á Vatnajökli frá því í gærkvöldi, eru fundnir. Mennirnir eru kaldir og hraktir en ekki slasaðir. Þetta segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar í samtali við fréttastofu.
15.02.2022 - 14:32
Líður nær jökullhlaupi - Íshellan sigin um 3,3 metra
Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um 3,3 metra. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvár sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að muni hlaupa undan jöklinum, en aðdragandinn er orðinn nokkuð lengri en sérfræðingar bjuggust við í fyrstu. Hvorki hefur mælst aukin rafleiðni í Gígjukvísl né jarðskjálftavirkni á svæðinu.
Íshellan sígur hraðar og rennsli eykst úr Grímsvötnum
Íshellan í Grímsvötnum sígur nú hraðar en síðustu daga, eða um rúma 80 sentímetra á sólarhring, samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar. Hellan hefur sigið um tvo metra frá því hún var hæst í vetur.
Þrír skjálftar í kringum þrjá að stærð á Vatnajökli
Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð urðu nærri Bárðarbungu á fjórða tímanum. Fyrri skjálftinn mældist 3,3 að stærð um klukkan 15:16, og sá seinni 3,6 þegar klukkan var 15:35. Á milli þeirra varð skjálfti af stærðinni 2,8.
12.11.2021 - 16:56
Bárðarbunga að jafna sig eða að undirbúa næsta gos
Bárðarbunga hefur verið að þenjast út. Það gæti verið vegna kvikusöfnunar og bungan því að undirbúa næsta gos eða að hún er að jafna sig eftir Holuhraunsgosið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegast að stórir jarðskjálftar í fyrrakvöld hafi orðið vegna landriss.
Allt með kyrrum kjörum í Geldingadölum og Bárðarbungu
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Geldingadölum í gær og nótt. Nú rýkur aðeins upp af gígnum og sérfræðingar veðurstofunnar bíða eftir hvað gosið geri næst. Bárðarbunga hefur einnig haft hægt um sig í nótt eftir jarðskjálfta í gærkvöldi.
Myndskeið
Fundu örplast í Vatnajökli í fyrsta sinn
Örplast er að finna í Vatnajökli, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfesting hefur fengist á því að örplast sé í íslenskum jökli. Líklegt er talið að örplast sé einnig að finna í öllum öðrum jöklum hér á landi.
25.04.2021 - 19:22
Fréttaskýring
Minnsti ræfill aldarinnar en vinsælasta eldgos sögunnar
Eldgosið í Geldingadölum er, enn sem komið er, það minnsta sem hefur orðið hér síðustu áratugi. Almenningur hefur aldrei fengið jafn greiðan aðgang að gosstöðvum hér. Þetta er langvinsælasta gos Íslandssögunnar, en það sjötta í röðinni á þessari öld. Sex ár eru liðin frá síðasta gosi, sem varði í hálft ár.
Hvorki Hofsjökull né Langjökull eftir 150 - 200 ár
Verði þróun veðurfars eins og spáð hefur verið verða Hofsjökull og Langjökull horfnir eftir 150 til 200 ár. Þetta kemur fram í nýrri samantekt um jöklabreytingar á Íslandi undanfarin 130 ár. Í samantektinni kemur fram að íslenskir jöklar hafa rýrnað að meðaltali um 16% síðan í byrjun 20. aldar. Meðal höfunda hennar er Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem hefur unnið að jöklarannsóknum í áratugi.
Myndskeið
Kvóti á ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði
Ferðamannakvóti verður hér eftir settur á fyrirtæki sem vilja fara með ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta er gert til að auka öryggi og minnka álag. Framkvæmdastjóri garðsins segir að langflest fyrirtækin séu sátt við þetta fyrirkomulag.
Hætta á vatnavöxtum og skriðuföllum
Mikilli úrkomu er spáð áfram á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Í Hvalá í Ófeigsfirði stefnir í metflóð í fyrramálið haldi úrkoman áfram af sama krafti. Yfirborð árinnar hefur hækkað um heilan metra undanfarinn sólarhring.
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan eitt í nótt og annar, 2,5 að stærð, fylgdi fast á hæla honum. Skjálfti sem mældist 3,0 varð á sama stað tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Nokkrir minni skjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa orðið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.
Gríðarlega gaman á Vatnajökli, segir Vilborg Arna
„Þetta er gríðarlega gaman,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og annar leiðangursstjóra Snjódrífanna, sem er hópur 11 kvenna sem nú þverar Vatnajökul á skíðum. Þær eru á sjöunda degi leiðangursins og hefur gangan gengið vonum framar.
13.06.2020 - 16:31
Síðdegisútvarpið
Náðu símasambandi við kúkaholuna eftir erfiða nótt
Gönguhópurinn Snjódrífurnar hélt nýlega af stað í leiðangur yfir Vatnajökul en hópurinn stefnir á að ganga þvert yfir jökulinn og safna áheitum til styrktar Krafti og Líf. Ferðinni seinkaði talsvert vegna COVID-19 faraldursins sem gerir það að verkum að nú eru meiri líkur á rigningu og blautum snjó sem gerir allar aðstæður mun erfiðari.
10.06.2020 - 13:23
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti, 4,5 að stærð, varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Upptök skjálftans voru á tæplega 9 kílómetra dýpi, um 7 kílómetra aust-norðaustur af Bárðarbungu. Nokkrir litlir eftirskjálftar fylgdu, sá stærsti þeirra 1,4. Enginn gosórói er sjáanlegur í grennd, segir á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að síðast hafi orðið skjálfti af svipaðri stærðargráðu í Bárðarbungu þann 5. janúar síðastliðinn.
20.04.2020 - 05:30
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá
Heimsminjaráðstefna UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, samþykkti rétt í þessu umsókn Íslands um að bæta Vatnajökulsþjóðgarði á heimsminjaskrá stofnunarinnar.
05.07.2019 - 11:42
Viðtal
„Breytingar sem verður að taka alvarlega“
„Þarna eru breytingar sem verður að taka alvarlega,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sem í dag flaug ásamt öðrum vísindamönnum yfir Öræfajökul til að skoða aðstæður eftir að gervihnattamyndir sýndu að sigketill í jöklinum hafði dýpkað. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna þessa í gærkvöld.
Brennisteinslykt við Öræfajökul
Brennisteinslykt finnst nú við Kvíá sem rennur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að óvenjulegt sé að slík lykt finnist á svæðinu.
16.11.2017 - 19:09