Færslur: Varsjá

Þúsundir heilbrigðisstarfsfólks mótmæla í Varsjá
Mörg þúsund heilbrigðisstarfsmenn flykktust út á götur Varsjár í Póllandi í dag og mótmæltu lágum launum og slæmum starfskjörum.
11.09.2021 - 15:40
Fimm ára afganskur drengur lést í Varsjá
Fimm ára afganskur drengur sem yfirgaf Kabúl í ágúst eftir valdatöku Talibana lést á sjúkrahúsi í Varsjá í Póllandi í morgun eftir að hafa borðað eitraðan svepp, og sex ára gamall bróðir hans er í bráðri lífshættu. AFP fréttastofan greinir frá.
02.09.2021 - 10:47
Erlent · Afganistan · Pólland · Kabúl · Varsjá
Umdeild lög samþykkt í Póllandi
Neðri deild Pólska þingsins samþykkti lög seint á fimmtudag sem sérfræðingar segja að gætu hindrað kröfur um endurheimt, þar með talið eignir gyðinga sem töpuðust við hernám Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Fulltrúar Ísrael kalla lögin siðlaus.
25.06.2021 - 13:42
Sjónvarpsfrétt
Óttast að enn verði saumað að réttindum hinsegin fólks
Fjölmennustu mótmæli hinsegin fólks í sögu Póllands fóru fram í Varsjá um helgina. Mótmælendur óttast að enn verði saumað að réttindum hinsegin fólks í landinu.
20.06.2021 - 19:20
Pistill
Marr í hvítri mjöll
Gunnar Þorri Pétursson hefur að síðustu flutt pistlaröð í Víðsjá sem hann kallar Varsjá. Ferðinni er heitið aftur í tímann og austur á bóginn. Hér fjallar hann um Ingibjörgu Haraldsdóttur og þýðingar hennar á rússneskum skáldkonum
03.02.2020 - 13:12
Gjörningarapp til höfuðs vestrænni læknisfræði
Nú um helgina kemur út bók- og vínylplötuverkið What Am I Doing With My Life? eftir Styrmi og Læknadeildina en platan er unnin upp úr gjörningum, eða svokölluðu nálastungurappi, sem Styrmir Örn Guðmundsson flutti víðsvegar um Evrópu 2017 og 2018.