Færslur: Varsjá

Napalm-stúlkan liðsinnir úkraínsku flóttafólki
Phan Thị Kim Phúc, sem margir kannast við sem Napalm-stúlkuna, aðstoðaði við að koma 236 flóttamönnum frá Úkraínu til Kanada í gær. Á búk flugvélarinnar var myndin heimsfræga af Phúc, þar sem hún hljóp nakin og skaðbrennd í átt að ljósmyndaranum Nick Ut eftir eldsprengjuárás í Víetnam árið 1972.
Sjónvarpsfrétt
Saka Rússa um þjóðarmorð - Rússar segja sakir upplognar
Stjórnvöld í Rússlandi segja upptökur og frásagnir frá úkraínsku borginni Bucha falsaðar. Stríðsglæpir og þjóðarmorð eru meðal lýsinga þjóðarleiðtoga á framgöngu rússneskra hermanna í borginni. Varsjá er yfirfull af flóttamönnum og aðrar þjóðir verða að koma til hjálpar segir sjálfboðaliði á járnbrautarstöð í borginni.
04.04.2022 - 20:36
Kasparov segir viðbrögð embættismanna aumkunarverð
Garry Kasparov stórmeistari í skák sem er harður andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta þykir ekki mikið til þess koma að bandarískir embættismenn drógu umsvifalaust úr orðum Joe Bidens, forseta, þegar hann virtist kalla eftir að Pútín hrökklaðist frá völdum í ræðu sem hann flutti í Varsjá.
Hét áframhaldandi stuðningi við mannréttindi Hvítrússa
Talsmaður Hvíta hússins í Washington hefur þegar dregið úr vægi orða Bandaríkjaforseta þess efnis að Vladimír Pútín gæti ekki setið við völd í Rússlandi. Joe Biden ræddi í kvöld við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi.
Pólverjar mótmæla nýjum fjölmiðlalögum í landinu
Þúsundir söfnuðust saman við forsetahöllina í Varsjá höfuðborg Póllands í dag til að mótmæla nýjum fjölmiðlalögum. Gagnrýnendur staðhæfa að lögunum sé beint gegn helsta frjálsa fjölmiðli landsins.
Fjöldafundir í Póllandi vegna áframhaldi aðildar að ESB
Þúsundir Pólverja flykktust út á götur bæja og borga í dag til þess að láta í ljós vilja sinn til áframhaldandi veru landsins innan Evrópusambandsins. Forsætisráðherra landsins segir það eiga heima meðal ríkja sambandsins.
Þúsundir heilbrigðisstarfsfólks mótmæla í Varsjá
Mörg þúsund heilbrigðisstarfsmenn flykktust út á götur Varsjár í Póllandi í dag og mótmæltu lágum launum og slæmum starfskjörum.
11.09.2021 - 15:40
Fimm ára afganskur drengur lést í Varsjá
Fimm ára afganskur drengur sem yfirgaf Kabúl í ágúst eftir valdatöku Talibana lést á sjúkrahúsi í Varsjá í Póllandi í morgun eftir að hafa borðað eitraðan svepp, og sex ára gamall bróðir hans er í bráðri lífshættu. AFP fréttastofan greinir frá.
02.09.2021 - 10:47
Erlent · Afganistan · Pólland · Kabúl · Varsjá
Umdeild lög samþykkt í Póllandi
Neðri deild Pólska þingsins samþykkti lög seint á fimmtudag sem sérfræðingar segja að gætu hindrað kröfur um endurheimt, þar með talið eignir gyðinga sem töpuðust við hernám Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Fulltrúar Ísrael kalla lögin siðlaus.
25.06.2021 - 13:42
Sjónvarpsfrétt
Óttast að enn verði saumað að réttindum hinsegin fólks
Fjölmennustu mótmæli hinsegin fólks í sögu Póllands fóru fram í Varsjá um helgina. Mótmælendur óttast að enn verði saumað að réttindum hinsegin fólks í landinu.
20.06.2021 - 19:20
Pistill
Marr í hvítri mjöll
Gunnar Þorri Pétursson hefur að síðustu flutt pistlaröð í Víðsjá sem hann kallar Varsjá. Ferðinni er heitið aftur í tímann og austur á bóginn. Hér fjallar hann um Ingibjörgu Haraldsdóttur og þýðingar hennar á rússneskum skáldkonum
03.02.2020 - 13:12
Gjörningarapp til höfuðs vestrænni læknisfræði
Nú um helgina kemur út bók- og vínylplötuverkið What Am I Doing With My Life? eftir Styrmi og Læknadeildina en platan er unnin upp úr gjörningum, eða svokölluðu nálastungurappi, sem Styrmir Örn Guðmundsson flutti víðsvegar um Evrópu 2017 og 2018.