Færslur: Varðskip

Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 norðan við Grímsey
Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð laust eftir klukkan eitt í nótt um tíu kílómetra norðan við Grímsey. Skjálftavirkni við Grímseyjarbrotabeltið jókst nokkuð upp úr miðnætti eftir að lítillega hafði dregið úr henni í gær.
Sjónvarpsfrétt
„Brýn þörf fyrir öflugt björgunarskip eins og þetta“
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að koma varðskipsins Freyju til landsins sé fyrsta áþreifanlega skref íslenskra stjórnvalda til öryggis- og björgunarmála á norðurslóðum. Brýn þörf sé fyrir svo öflugt björgunarskip. Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir að heimahöfn varðskips fylgi fjöldi nýrra tækifæra.
06.11.2021 - 21:30
Skipherra í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni
Skipherra á varðskipi Landhelgisgæslunnar hefur verið settur í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það skipherra á gamla varðskipinu Tý sem um ræðir. Í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Fréttastofu RÚV segir að nú séu samskipti um borð rannsökuð.
21.09.2021 - 22:06
Heimahöfn nýs varðskips verður á Siglufirði
Samið hefur verið um kaup á varðskipinu Freyju og verður heimahöfn skipsins á Siglufirði. Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands efndu til útboðs fyrr á árinu og bárust fimm tilboð. Tvö þeirra voru gild og var lægra tilboðinu tekið, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
21.09.2021 - 20:13
Fimm tilboð í varðskipið Freyju
Fimm tilboð bárust í útboði Ríkiskaupa og Landhelgisgæslunnar vegna kaupa á varðskipinu Freyju. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru tilboðin opnuð í gær og unnið að því að meta þau. Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið til landsins fyrir næsta vetur.
20.05.2021 - 11:51
Myndskeið
Ráðast í bráðabirgðaviðgerð á varðskipinu Tý
Ákveðið hefur verið að gera við varðskipið Tý til bráðabirgða, svo fleiri en eitt varðskip verði til taks á Íslandsmiðum á næstu mánuðum. Áætlaður kostnaður við viðgerðina nemur 60 milljónum króna.
12.04.2021 - 19:47
Myndskeið
Nýtt varðskip verði fyrst til að bera nafn ásynju
Nýtt varðskip verður keypt í flota Landhelgisgæslunnar. Gert er ráð fyrir að verja milljarði eða meira til kaupa á notuðu skipi frá nágrannalandi. Dómsmálaráðherra stingur upp á að það skip verði fyrsta íslenska varðskipið til að verða nefnt eftir ásynju. 
05.03.2021 - 18:57
Varðskipsmenn sóttu innilyksa fólk og ketti
Skipverjar af varðskipinu Tý sóttu í gærkvöld fólk sem hafði flúið skriðuföllin í Seyðisfirði að Hánefsstöðum, sem eru utar í firðinum, og orðið innilyksa þar. Fólkið hafði með sér tvo ketti í búri og voru menn og dýr sótt á léttabáti varðskipsins að Hánefsstöðum og farið með þau að höfn í Seyðisfirði.
20.12.2020 - 10:26