Færslur: Vanúatú

Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta af stærðinni 8.1
Tugir þúsunda flúðu heimili sín á Nýju Kaledóníu, Vanúatú og strandhéruðum Nýja Sjálands vegna hættu á flóðbylgjum í kjölfar öflugs jarðskjálfta árla föstudagsmorguns þar eystra, eða klukkan hálfátta í kvöld að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans, sem var 8,1 að stærð og átti upptök sín við Kermanec-eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi. Þetta var þriðji stóri skjálftinn á þessum slóðum í dag, hinir tveir sem á undan fóru mældust 7,3 og 7,4 að stærð.
05.03.2021 - 00:44
Snarpur jarðskjálfti í Vanúatú
Snarpur jarðskjálfti af stærðinni 6,2 skók Port Vila, höfuðborg Kyrrahafseyríkisins Vanúatú, í morgun. Yfirvöld segja upptök skjálftans hafa orðið um 90 kílómetrum vestur af borginni á aðeins tíu kílómetra dýpi.
16.02.2021 - 06:12
COVID-fríum ríkjum fækkaði um eitt í gær
Þeim ríkjum sem laus eru við COVID-19 hefur fækkað um eitt, því heilbrigðisyfirvöld á Kyrrahafseyríkinu Vanúatú greindu frá því nú í morgunsárið að þar hefði fyrsta tilfellið verið staðfest í gær. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Vanúatú segir að 23 ára karlmaður, nýkominn frá Bandaríkjunum, hefði greinst með veiruna.
11.11.2020 - 04:03
Öflugur fellibylur við Vanúatú
Öflugur fellibylur kallaður Harold hefur færst í aukana á Kyrrahafi og er nú við eyríkið Vanúatú. Yfirvöld óttast bæði manntjón og skemmdir, en 27 fórust þegar óveðrið fór yfir Salómonseyjar í síðustu viku. 
06.04.2020 - 08:18
Eyja á Vanúatú rýmd öðru sinni vegna eldgoss
Verið er að rýma eyjuna Ambae, sem tilheyrir eyríkinu Vanúatú, öðru sinni á skömmum tíma vegna eldgoss. Öskugos hófst í eldfjallinu Manaro Voui, stærstu eldstöð Vanúatú, fyrir nokkrum dögum. Í fyrstu var talið að um minniháttar eldsumbrot væri að ræða, en eldvirknin hefur færst stöðugt í aukana alla síðustu viku og í gær, föstudag, var ákveðið að ekki yrði lengur við unað og öllum skipað að búa sig til brottfarar hið fyrsta.
28.07.2018 - 06:26