Færslur: Vanúatú

Öflugur fellibylur við Vanúatú
Öflugur fellibylur kallaður Harold hefur færst í aukana á Kyrrahafi og er nú við eyríkið Vanúatú. Yfirvöld óttast bæði manntjón og skemmdir, en 27 fórust þegar óveðrið fór yfir Salómonseyjar í síðustu viku. 
06.04.2020 - 08:18
Eyja á Vanúatú rýmd öðru sinni vegna eldgoss
Verið er að rýma eyjuna Ambae, sem tilheyrir eyríkinu Vanúatú, öðru sinni á skömmum tíma vegna eldgoss. Öskugos hófst í eldfjallinu Manaro Voui, stærstu eldstöð Vanúatú, fyrir nokkrum dögum. Í fyrstu var talið að um minniháttar eldsumbrot væri að ræða, en eldvirknin hefur færst stöðugt í aukana alla síðustu viku og í gær, föstudag, var ákveðið að ekki yrði lengur við unað og öllum skipað að búa sig til brottfarar hið fyrsta.
28.07.2018 - 06:26