Færslur: Valdarán

Herforingjastjórnin í Súdan afléttir neyðarlögum
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Súdan aflétti í dag lögum um neyðarástand sem gilt hafa frá því að herinn tók öll völd í október á síðasta ári. Þeir fá frelsi, sem haldið hefur verið föngnum á grundvelli þeirra.
Óvægin skýrsla um brotthvarf Breta frá Afganistan
Brotthvarf Breta frá Afganistan í ágúst einkenndist af skipulagsmistökum, lélegum undirbúningi og miklu stjórnleysi. Þetta kemur fram í óvæginni skýrslu utanríkismálanefndar breska þingsins.
24.05.2022 - 02:40
Herforingjastjórninni mótmælt víða um Súdan í dag
Ungur maður féll í dag meðan á mótmælum gegn valdaráni hersins stóð í Khartoum, höfuðborg Súdan. Níutíu og fjórir mótmælendur hafa látið lífið frá því að herinn rændi völdum 25. október.
07.04.2022 - 01:45
Líkurnar á valdaráni í Kreml sagðar aukast sífellt
Líkurnar á að einhver eða einhverjir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB snúist gegn Vladimír Pútín forseta og reyni að ræna hann völdum aukast með hverri vikunni sem innrásin í Úkraínu dregst á langinn. The Guardian greinir frá þessu og vitnar í orð ónefnds háttsetts leyniþjónustumanns máli sínu til stuðnings.
Mjanmar
Herforingjastjórnin lætur ríflega 800 fanga lausa
Herforingjastjórnin í Mjanmar lýsti því yfir í morgun að yfir átta hundruð fangar yrðu látnir lausir og veitt sakaruppgjöf. Það er gert til að minnast sameiningardagsins sem haldinn er hátíðlegur 12. febrúar ár hvert.
Ró komin á eftir valdaránstilraun í Gíneu-Bissaú
Ró er aftur komin á í Gíneu-Bissaú þar sem valdaránstilraun var gerð í gær. Hópur manna, grár fyrir járnum, ruddist inn í stjórnarráðið og stóðu skotbardagar í fimm klukkutíma. 
02.02.2022 - 12:56
Búrkína Fasó vísað úr ECOWAS
Búrkína Fasó var í dag rekið úr ECOWAS, samtökum ríkja í Vestur-Afríku. Þetta var ákveðið á fjarfundi leiðtoga aðildarríkjanna. Þeir ákváðu jafnframt að beita landið ekki frekari refsiaðgerðum að sinni, en kröfðust þess að Roch Marc Christian Kabore forseti og fleiri hátt settir embættismenn yrðu látnir lausir. Herinn steypti forsetanum og stjórn hans af stóli í byltingu á mánudag. Næsti leiðtogafundur ECOWAS ríkjanna verður á fimmtudaginn kemur, þriðja febrúar.
28.01.2022 - 14:18
Erlend stórfyrirtæki yfirgefa ástandið í Mjanmar
Ástralska olíufyrirtækið Woodside tilkynnti i morgun að það hygðist láta af allri starfsemi í Mjanmar. Það bætist þá við nokkurn fjölda erlendra fyrirtækja sem það gera. Tæpt ár er nú liðið frá valdaráni hersins í landinu.
Konur sviptar ferðafrelsi í Afganistan
Yfirvöld Talíbana í Afganistan hafa gefið út að konur megi ekki fara í langferðir án þess að vera samferða karlmanni. Ef þær ætli sér að ferðast lengra en 72 kílómetra verði þær að vera í fylgd með nákomnum karlkyns ættingja.
26.12.2021 - 19:46
Herinn í Mjanmar sakaður um fjöldamorð í hefndarskyni
Herinn í Mjanmar myrti óbreytta borgara með skipulögðum hætti í júlí síðastliðnum. Talið er að hið minnsta fjörutíu karlmenn hafi verið pyntaðir og myrtir í fernum atlögum hersins á svæði þar sem andstaða er mikil við herstjórnina í landinu.
20.12.2021 - 03:41
Á annað hundrað særðist í mótmælum í Súdan
Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í Khartoum höfuðborg Súdans í dag. Öryggissveitir skutu táragasi að mannfjöldanum sem safnaðist saman í miðborginni og talið er að 123 hafi særst meðan á mótmælunum stóð.
Stjórnarandstæðingar boða til útifunda í Súdan í dag
Andófsmenn úr hópi stjórnarandstæðinga í Súdan boða til útifunda í dag til að minnast þess að nákvæmlega þrjú ár eru liðin frá því að einvaldurinn Omar al-Bashir var hrakinn frá völdum. Eins hafa þeir áhyggjur af framvindu lýðræðislegra stjórnarskipta í landinu.
Suu Kyi dæmd í fjögurra ára fangelsi í morgun
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi Aung San Suu Kyi fyrrverandi leiðtoga landsins til fjögurra ára fangavistar í morgun. Hún hlaut dóminn fyrir undirróður og hvatningu til óhlýðni við herforingjastjórnina auk brota á sóttvarnarreglum.
Hvetur súdönsk stjórnvöld til að virða tjáningarfrelsi
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stjórnvöld í Súdan til að virða tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla. Hann segir ríkið afar fjandsamlegt í garð blaðamanna.
Hamdok tekur við stjórnartaumum í Súdan á nýjan leik
Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan forsprakki valdaránsins í Súdan og Abdalla Hamdok hafa náð samkomulagi um að sá síðarnefndi taki aftur við stjórnartaumunum í landinu.
Fimmtán féllu í mótmælum í Súdan
Að minnsta kosti fimmtán féllu og tugir særðust þegar þúsundir íbúa Khartoum, höfuðborgar Súdans, komu saman í gær og mótmæltu valdaráni hersins í síðasta mánuði. Mótmælin standa enn. Engan bilbug er að finna á herstjórninni, þrátt fyrir að valdaránið hafi verið fordæmt víða um heim.
18.11.2021 - 12:06
Blóðug mótmæli gegn valdaráninu í Súdan
Fimm eru fallnir og tugir særðir eftir að mörg þúsund íbúar Khartoum, höfuðborgar Súdans, mótmæltu valdaráni hersins frá því í síðasta mánuði. Til stóð að almennir borgarar tækju í dag við stjórnartaumunum í bráðabirgðastjórn landsins af foringjum í hernum.
17.11.2021 - 16:01
Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvindl
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákært Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli í ársbyrjun. Ákæruefnin snúa að meintu kosningasvindli í á síðasta ári þar sem NLD flokkur Suu Kyi tryggði sér meirihluta á þingi.
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnar Súdan leystir úr haldi
Abdel Fattah Burhan hershöfðingi, leiðtogi valdaráns hersins í Súdan fyrirskipaði í dag að fjórir borgaralegir ráðherrar skyldu látnir lausir. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við hann í dag og krafðist þess að borgaralegri stjórn landsins verði færð völdin að nýju.
Netsambandslaust í Súdan í viku
Netsamband er enn ekki komið á í Súdan nema að litlu leyti, viku eftir að herinn tók völdin í sínar hendur. Sambandið var þá rofið og sömuleiðis farsímasamband. Nokkur farsímafyrirtæki hafa tekið til starfa á ný en símtöl rofna iðulega að sögn heimamanna, sem kvarta mjög yfir netleysinu.
01.11.2021 - 16:20
Mótmælendur aftur á kreik í Súdan eftir blóðugan gærdag
Súdanir streymdu aftur út á götur og torg helstu borga Súdans í dag til að mótmæla valdaráni hersins, sem leysti upp bráðabirgðastjórn landsins síðastliðinn mánudag og fangelsaði forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherra og háttsetta embættismenn. Fjöldi fólks hefur mótmælt valdaráninu á degi hverjum frá því á mánudag og aldrei fleiri en í gær, þegar tugir þúsunda mótmæltu í höfuðborginni Kartúm og víðar.
31.10.2021 - 22:41
Skutu á brúðkaupsgesti fyrir að spila tónlist
Minnst tveir eru látnir og tíu særðir, eftir að þrír menn skutu á brúðkaupsgesti í Afganistan. Árásarmennirnir sögðust vera úr röðum Talíbana og þeir hefðu gripið til aðgerða vegna tónlistar sem var spiluð í veislunni. En tónlist var bönnuð í Afganistan þegar Talíbanar réðu síðast ríkjum þar, frá 1996 til 2001. Sjónarvottar segja mennirnir hafi byrjað á því að brjóta hátalara áður en þeir hleyptu af skotum.
31.10.2021 - 15:43
Herinn hvattur til stillingar meðan á mótmælum stendur
Boðað hefur verið til fjöldafunda í Súdan í dag til að andæfa valdatöku hersins. Valdaráninu hefur verið mótmælt um allan heim en herinn hrifsaði til sín öll völd í landinu 25. október síðastliðinn og handtók fjölda ráðamanna. Öryggissveitir hersins eru hvattar til að sýna stillingu meðan á mótmælum stendur.
30.10.2021 - 03:23
Talíbanar vilja leysa út fryst fjármagn
Ríkisstjórn Talíbana í Afganistan hefur krafist þess að fá að losa út milljarða dollara í eigu afganska ríkisins úr erlendum bönkum. Afganska ríkið á eignir og fé í bönkum í Evrópu og Bandaríkjunum, en það fjármagn var fryst þegar Talíbanar tóku völdin í landinu. Reuters hefur eftir talsmanni Talíbana að landið sé á leið í djúpa efnahagskreppu sem muni leiða til hungursneiðar í landinu, og aukins straums flóttamanna til Evrópu.
29.10.2021 - 19:21
Fréttaskýring
Vandræði SAS, valdarán og vondar ríkisstjórnir
Kórónuveirufaraldurinn lék flugfélög heimsins grátt vegna mikils samdráttar í farþegaflugi. Skandínavíska flugfélagið SAS er eitt þeirra og segja sumir sérfræðingar að félagið fari í þrot takist ekki að endurskipuleggja reksturinn. Það sem eru mestu vandræði SAS er að þeim sem fljúga í viðskiptaerindum hefur fækkað mjög. Það fólk greiðir jafnan miklu hærra verð fyrir farmiðann en þeir sem eru að fara í frí og ferðast á eigin vegum