Færslur: Valdarán

Sameinuðu þjóðirnar vilja banna vopnasölu til Mjanmar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því í gær að sala vopna til Mjanmar verði stöðvuð. Jafnframt brýnir það fyrir herstjórninni sem ríkir í landinu að virða niðurstöður kosninga í nóvember síðastliðnum.
Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja ræða um Mjanmar
Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja hafa margir fordæmt stöðu mála í Mjanmar eftir valdarán hersins þar í febrúar og hvöttu leiðtoga herforingjastjórnarinnar, Min Aung Hlaing, sem nú er á fundi þeirra í Djakarta, höfuðborg Indónesíu til að binda enda á valdbeitingu og ofbeldi sem almennir borgarar hafa mátt sæta. 
24.04.2021 - 15:26
Herstjórnin úthýsir sendiherra Mjanmar í London
Sendiherra Mjanmar í London neyddist til að verja nóttinni í bíl sínum þar sem honum var ekki hleypt inn í sendiráðið í borginni. Hernaðarfulltrúi sendiráðsins og starfsfólk hliðhollt herstjórninni í Mjanmar skipaði öðru starfsfólki að yfirgefa sendiráðið í gær og tilkynnti sendiherranum að starfskrafta hans væri ekki óskað lengur og að hann væri ekki lengur fulltrúi Mjanmar á Bretlandi.
08.04.2021 - 11:10
Myndskeið
Blóðugasti dagurinn í Mjanmar frá valdaráninu
Þrátt fyrir aðvarnir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fjölmenntu andstæðingar hennar á mótmælasamkomur víða um landið í dag. Herinn lét sverfa til stáls og talið er að fleiri en níutíu hafi verið myrtir í dag, þeirra á meðal fimm ára drengur.
27.03.2021 - 19:40
Bretum ráðlagt að flýja frá Mjanmar
Utanríkisráðuneyti Bretlands hvetur alla breska ríkisborgara að forða sér frá Mjanmar sem fyrst. Í tilkynningu sem gefin var út í dag segir að pólitísk spenna í landinu fari vaxandi eftir valdarán hersins og ofbeldi færist í aukana. 
12.03.2021 - 07:39
Vísbendingar um glæpi gegn mannkyni í Mjanmar
Sérfræðingur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar segir sannanir hlaðast upp um að herstjórnin í Mjanmar fremji glæpi gegn mannkyni með gegndarlausu ofbeldi gegn lýðræðissinnum í landinu. Hún hafi myrt að minnsta kosti sjötíu manns frá því að hún rændi völdum fyrsta febrúar.
11.03.2021 - 17:51
Reyndu að flytja milljarð dollara frá Bandaríkjunum
Bandarískir embættismenn komu í veg fyrir að herforingjastjórnin í Mjanmar tæmdi varasjóð seðlabanka Mjanmars, sem vistaður er í Seðlabanka New York-ríkis, samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði nær 130 milljarða íslenskra króna.
05.03.2021 - 01:52
Sundruðu hópi mótmælenda í Yangon
Öryggissveitir hersins í Mjanmar réðust í dag gegn mótmælendum í Yangon, stærstu borg landsins, sem söfnuðust saman og kröfðust þess að lýðræðislega kjörin stjórn landsins fengi völdin á ný. Mótmæli gegn valdaráni hersins héldu áfram í dag víða um land.
26.02.2021 - 15:57
Erlent · Asía · Mjanmar · mótmæli · Valdarán
Þúsundir bjóða herforingjastjórninni byrginn í Mjanmar
Þrátt fyrir útgöngu- og mótmælabann og hótanir um hörð viðurlög við brotum gegn því streymdu tugir þúsunda mótmælenda út á götur helstu borga Mjanmar í morgun til að mótmæla valdaráni hersins, krefjast frelsunar pólitískra leiðtoga og embættismanna sem handteknir voru í valdaráninu og endurreisnar lýðræðis í landinu. Samkvæmt frétt AFP eru mótmælin í dag þau fjölmennustu síðan herforingjastjórninn sigaði í fyrsta skipti herliði á mótmælendur í kjölfar valdaránsins 1. febrúar.
17.02.2021 - 06:41
Kínverjum var ókunnugt um valdarán hersins
Valdaránið og ólgan í Mjanmar er alls ekki sú staða sem Kínverjar hefðu viljað sjá, skrifar sendiherra Kína í landinu á vef sendiráðsins í dag. Sendiherrann, Chen Hai, segir þar að vitað hefði verið um skeið um deilur innanlands um þingkosningarnar í nóvember, en Kínverjum hefði ekki verið tilkynnt um að valdaskipti væru yfirvofandi. 
16.02.2021 - 15:21
Erlent · Asía · Mjanmar · Valdarán
Suu Kyi kemur fyrir rétt á morgun
Aung San Suu Kyi, sem herforingjastjórnin í Mjanmar svipti völdum fyrr í mánuðinum, kemur fyrir rétt í vikunni. Hún hefur setið í varðhaldi í rúmar tvær vikur.
15.02.2021 - 16:27
Myndskeið
Útgöngu- og mótmælabann í Mjanmar
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sett útgöngubann á nokkrum svæðum í landinu og þar er fólki bannað að mótmæla. Sífellt hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla valdaráni hersins fyrir viku síðan.
08.02.2021 - 21:00
Herlög og útgöngubann í Mandalay
Herstjórnin í Mjanmar lýsti í dag yfir herlögum í sjö þéttbýliskjörnum í Mandalay, næst stærstu borg landsins. Samkvæmt þeim er fólki bannað að taka þátt í mótmælum gegn herstjórninni. Fleiri en fimm mega ekki koma saman og útgöngubann verður í gildi frá átta á kvöldin til fjögur að nóttu. 
08.02.2021 - 13:39
Erlent · Asía · Mjanmar · Valdarán
Segjast hafa fyrirbyggt valdarán á Haítí
Yfirvöld í Karíbahafsríkinu Haítí segjast hafa fyrirbyggt banatilræði við Jovenel Moise, forseta landsins, í dag. Dómsmálaráðherrann, Rockefeller Vincent, segir að tekist hafi með því að koma í veg fyrir valdarán í landinu. Hið minnsta 23 segir ráðherrann að hafi verið handtekin.
07.02.2021 - 22:08
Byrjað að sleppa föngum í Mjanmar
Herstjórnin í Mjanmar er byrjuð að sleppa stjórnmálamönnum sem voru handteknir þegar herinn rændi völdum í landinu í gær. Ekki er vitað hvort Aung San Su Kyi, leiðtogi landsins, er enn í haldi.
02.02.2021 - 16:37
Myndskeið
Herinn tekur aftur völdin eftir tíu ára hlé
Herinn í Mjanmar hefur tekið völdin í landinu, áratug eftir að hafa gefið eftir herforingjastjórn landsins. Helstu ráðamenn landsins hafa verið handteknir, þeirra á meðal leiðtoginn Aung San Suu Kyi sem sat í stofufangelsi í landinu í 15 ár fram til ársis 2010.
01.02.2021 - 19:20