Færslur: Valdarán

NATÓ heitir pólítiskum stuðningi við her og ríkisstjórn
Neyðarfundur Atlantshafsbandalagsins NATÓ ákvað í dag að halda áfram stuðningi við stjórnvöld í Afganistan við að finna pólítiska lausn á ástandinu þar. Fundarmaður segir ástandið í landinu vera skelfilegt.
Herstjórnin í Mjanmar lofar kosningum árið 2023
Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að neyðarástandi yrði aflétt í landinu og gengið til kosninga fyrir ágúst árið 2023.
01.08.2021 - 05:57
Saied Túnisforseti tilnefnir nýjan innanríkisráðherra
Kais Saied, forseti Túnis, tilnefndi í gær innanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Ridha Gharsallaoui sem áður var öryggisráðgjafi ríkisins tekur nú við sem innanríkisráðherra en enn liggur ekki fyrir hver verði nýr forsætisráðherra.
30.07.2021 - 05:17
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Pólítísk óvissa ríkir enn í Túnis
Pólítísk óvissa eykst enn í Túnis en Kais Saied forseti landsins rak fleiri embættismenn í gær, nokkrum dögum eftir að hann rak Hichem Mechichi forsætisráðherra landsins og skipaði þingmönnum í þrjátíu daga leyfi.
Versnandi ástand í Mjanmar
Aðstæður almennings í Mjanmar fara stöðugt versnandi að sögn Sameinuðu þjóðanna rúmlega fimm mánuðum eftir að herinn rændi völdum. Hætta sé á að helmingur þjóðarinnar falli undir fátæktarmörk. Herforingjastjórnin hefur barið niður mótmæli og andstöðu af mikilli hörku. Vitað er um nærri eitt þúsund sem her og lögregla hafa orðið að bana. Víðtæk verkföll hafa lamað atvinnulífið og til að bæta gráu ofan á svart er COVID-19 farsóttin í miklu vexti.
17.07.2021 - 16:07
Fimm ár frá misheppnuðu valdaráni Tyrklandshers
Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir múslímska útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.
15.07.2021 - 13:50
Tvö þúsund föngum sleppt í Mjanmar
Herforingjastjórnin í Mjanmar ætlar á næstunni að láta tvö þúsund fanga lausa. Þeirra á meðal eru sjö hundruð sem sitja í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon, stærstu borg landsins.
30.06.2021 - 14:59
Erlent · Asía · Mjanmar · Valdarán
Sameinuðu þjóðirnar vilja banna vopnasölu til Mjanmar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því í gær að sala vopna til Mjanmar verði stöðvuð. Jafnframt brýnir það fyrir herstjórninni sem ríkir í landinu að virða niðurstöður kosninga í nóvember síðastliðnum.
Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja ræða um Mjanmar
Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja hafa margir fordæmt stöðu mála í Mjanmar eftir valdarán hersins þar í febrúar og hvöttu leiðtoga herforingjastjórnarinnar, Min Aung Hlaing, sem nú er á fundi þeirra í Djakarta, höfuðborg Indónesíu til að binda enda á valdbeitingu og ofbeldi sem almennir borgarar hafa mátt sæta. 
24.04.2021 - 15:26
Herstjórnin úthýsir sendiherra Mjanmar í London
Sendiherra Mjanmar í London neyddist til að verja nóttinni í bíl sínum þar sem honum var ekki hleypt inn í sendiráðið í borginni. Hernaðarfulltrúi sendiráðsins og starfsfólk hliðhollt herstjórninni í Mjanmar skipaði öðru starfsfólki að yfirgefa sendiráðið í gær og tilkynnti sendiherranum að starfskrafta hans væri ekki óskað lengur og að hann væri ekki lengur fulltrúi Mjanmar á Bretlandi.
08.04.2021 - 11:10
Myndskeið
Blóðugasti dagurinn í Mjanmar frá valdaráninu
Þrátt fyrir aðvarnir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fjölmenntu andstæðingar hennar á mótmælasamkomur víða um landið í dag. Herinn lét sverfa til stáls og talið er að fleiri en níutíu hafi verið myrtir í dag, þeirra á meðal fimm ára drengur.
27.03.2021 - 19:40
Bretum ráðlagt að flýja frá Mjanmar
Utanríkisráðuneyti Bretlands hvetur alla breska ríkisborgara að forða sér frá Mjanmar sem fyrst. Í tilkynningu sem gefin var út í dag segir að pólitísk spenna í landinu fari vaxandi eftir valdarán hersins og ofbeldi færist í aukana. 
12.03.2021 - 07:39
Vísbendingar um glæpi gegn mannkyni í Mjanmar
Sérfræðingur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar segir sannanir hlaðast upp um að herstjórnin í Mjanmar fremji glæpi gegn mannkyni með gegndarlausu ofbeldi gegn lýðræðissinnum í landinu. Hún hafi myrt að minnsta kosti sjötíu manns frá því að hún rændi völdum fyrsta febrúar.
11.03.2021 - 17:51
Reyndu að flytja milljarð dollara frá Bandaríkjunum
Bandarískir embættismenn komu í veg fyrir að herforingjastjórnin í Mjanmar tæmdi varasjóð seðlabanka Mjanmars, sem vistaður er í Seðlabanka New York-ríkis, samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði nær 130 milljarða íslenskra króna.
05.03.2021 - 01:52
Sundruðu hópi mótmælenda í Yangon
Öryggissveitir hersins í Mjanmar réðust í dag gegn mótmælendum í Yangon, stærstu borg landsins, sem söfnuðust saman og kröfðust þess að lýðræðislega kjörin stjórn landsins fengi völdin á ný. Mótmæli gegn valdaráni hersins héldu áfram í dag víða um land.
26.02.2021 - 15:57
Erlent · Asía · Mjanmar · mótmæli · Valdarán
Þúsundir bjóða herforingjastjórninni byrginn í Mjanmar
Þrátt fyrir útgöngu- og mótmælabann og hótanir um hörð viðurlög við brotum gegn því streymdu tugir þúsunda mótmælenda út á götur helstu borga Mjanmar í morgun til að mótmæla valdaráni hersins, krefjast frelsunar pólitískra leiðtoga og embættismanna sem handteknir voru í valdaráninu og endurreisnar lýðræðis í landinu. Samkvæmt frétt AFP eru mótmælin í dag þau fjölmennustu síðan herforingjastjórninn sigaði í fyrsta skipti herliði á mótmælendur í kjölfar valdaránsins 1. febrúar.
17.02.2021 - 06:41
Kínverjum var ókunnugt um valdarán hersins
Valdaránið og ólgan í Mjanmar er alls ekki sú staða sem Kínverjar hefðu viljað sjá, skrifar sendiherra Kína í landinu á vef sendiráðsins í dag. Sendiherrann, Chen Hai, segir þar að vitað hefði verið um skeið um deilur innanlands um þingkosningarnar í nóvember, en Kínverjum hefði ekki verið tilkynnt um að valdaskipti væru yfirvofandi. 
16.02.2021 - 15:21
Erlent · Asía · Mjanmar · Valdarán
Suu Kyi kemur fyrir rétt á morgun
Aung San Suu Kyi, sem herforingjastjórnin í Mjanmar svipti völdum fyrr í mánuðinum, kemur fyrir rétt í vikunni. Hún hefur setið í varðhaldi í rúmar tvær vikur.
15.02.2021 - 16:27
Myndskeið
Útgöngu- og mótmælabann í Mjanmar
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sett útgöngubann á nokkrum svæðum í landinu og þar er fólki bannað að mótmæla. Sífellt hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla valdaráni hersins fyrir viku síðan.
08.02.2021 - 21:00
Herlög og útgöngubann í Mandalay
Herstjórnin í Mjanmar lýsti í dag yfir herlögum í sjö þéttbýliskjörnum í Mandalay, næst stærstu borg landsins. Samkvæmt þeim er fólki bannað að taka þátt í mótmælum gegn herstjórninni. Fleiri en fimm mega ekki koma saman og útgöngubann verður í gildi frá átta á kvöldin til fjögur að nóttu. 
08.02.2021 - 13:39
Erlent · Asía · Mjanmar · Valdarán
Segjast hafa fyrirbyggt valdarán á Haítí
Yfirvöld í Karíbahafsríkinu Haítí segjast hafa fyrirbyggt banatilræði við Jovenel Moise, forseta landsins, í dag. Dómsmálaráðherrann, Rockefeller Vincent, segir að tekist hafi með því að koma í veg fyrir valdarán í landinu. Hið minnsta 23 segir ráðherrann að hafi verið handtekin.
07.02.2021 - 22:08
Byrjað að sleppa föngum í Mjanmar
Herstjórnin í Mjanmar er byrjuð að sleppa stjórnmálamönnum sem voru handteknir þegar herinn rændi völdum í landinu í gær. Ekki er vitað hvort Aung San Su Kyi, leiðtogi landsins, er enn í haldi.
02.02.2021 - 16:37
Myndskeið
Herinn tekur aftur völdin eftir tíu ára hlé
Herinn í Mjanmar hefur tekið völdin í landinu, áratug eftir að hafa gefið eftir herforingjastjórn landsins. Helstu ráðamenn landsins hafa verið handteknir, þeirra á meðal leiðtoginn Aung San Suu Kyi sem sat í stofufangelsi í landinu í 15 ár fram til ársis 2010.
01.02.2021 - 19:20