Færslur: Vakandi

Þriggja sólahringa útsendingu lokið
Þriggja daga maraþonútsendingu RÚV núll og Ung RÚV er lokið. Ætlunin með útsendingunni var að vekja athygli á fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi og á átakinu Eitt líf, sem samtökin Á allra vörum leggja lið í ár. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll segir að þakklæti sé henni efst í huga eftir útsendinguna.
Þurfum að henda minna og flokka meira
Margir stunda gámaköfun, eða það sem hefur verið kallað að „rusla“, hér á landi. Iðulega geta ruslarar nælt sér í matvæli sem eru í góðu ástandi og jafnvel ekki útrunnin. Sóun ætra matvæla er gífurlegt vandamál að sögn stofnanda samtaka sem vilja auka vitundarvakningu um matarsóun.
13.07.2019 - 21:01
Viðtal
Segja matarsóunina vera mistök
Fullur ruslagámur af ætum mat og óflokkuðu rusli við Krónuna í Vík blasti við á mynd sem samtökin Vakandi birtu á Facebook-síðu sinni í gær. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að starfsfólk hafi gert mistök og að umhverfismálin séu í forgangi hjá fyrirtækinu.
15.02.2019 - 18:49