Færslur: vændi

Sjónvarpsfrétt
Leit að úkraínsku vændi og klámi jókst við innrás Rússa
Leit að úkraínskum konum í kynferðislegum tilgangi jókst um 200-600% strax eftir innrás Rússa í Úkraínu. Sérfræðingur hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir mikinn fjölda karlmanna reyna að nýta sér neyð úkraínskra kvenna á flótta og til þess noti þeir helst netið.
Spegillinn
Umdeildar sykurpabbasíður
Félagsþjónusta, lögregla og starfsmenn skóla í Svíþjóð vara við svokölluðum sykurpabba-vefsíðum, sem fjöldi ungmenna hefur skráð sig á undanfarin ár. Forsvarsmenn vefsíðnanna segjast tengja saman gjafmilt og veraldarvant fólk á miðjum aldri, og yngra fólk, fullt af æskufjöri. Gagnrýnendur segja hins vegar að fyrirkomulagið sé einfaldlega vændi í nýjum umbúðum. Og geti verið leið barna, allt niður í þrettán ára, inn í ljótan heim.
10.03.2022 - 09:12
Spegillinn
Erfitt að standa við heit um upprætingu vændis á Spáni
Sósíalistaflokkur Spánar, sem leiðir ríkisstjórnina, hefur heitið því að uppræta vændi á Spáni. Hvergi í Evrópu er vændi eins umfangsmikið og á Spáni og talið er að allt að 350.000 konur afli sér viðurværis með vændi. Langflestar þeirra eru kynlífsþrælar sem stunda þessa iðju gegn vilja sínum.
04.11.2021 - 09:46
Sósíalistar lofa - aftur - að útrýma vændi á Spáni
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hét því í gær að binda enda á vændissölu í landinu. Í lokaræðu sinni á þriggja daga flokksþingi Sósíalista, sem haldið var í Valencia, sagði Sanchez að með vændi væru konur í raun hnepptar í þrældóm. Bann við vændi var á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar 2019.
18.10.2021 - 03:27
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Spánn · vændi
Segja bann við kaupum á kynlífi mannréttindabrot
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar á næstunni hvort frönsk lög, sem banna kynlífsvinnu, standist mannréttindasáttmála Evrópu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif á Íslandi og víðar.
Sjónvarpsfrétt
Á fimmta tug teknir fyrir vændiskaup
Á fimmta tug manna hafa nú réttarstöðu sakbornings vegna vændiskaupa á höfuborgarsvæðinu eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í desember. Fylgst var með auglýsingum 11 vændiskvenna í nokkrar vikur. Engin kvennanna sagðist vera fórnarlamb mansals í skýrslutöku hjá lögreglu. Sakborningar eiga yfir höfði sér sektir og eða dóm eftir alvarleika brotanna. 
Myndskeið
Fleiri og ýtnari karlmenn vilja kaupa vændi í COVID
Eftirspurn eftir vændi hefur aukist í faraldrinum og margar konur sjá engin önnur ráð til framfærslu, eftir að hafa misst vinnuna. Kvíði vegna smita og mögulegra samtala við rakningateymið, bætist ofan á vanlíðan þeirra sem selja líkama sinn. Vændisgerendur eru farnir að beita meiri þrýstingi en áður.
05.10.2020 - 20:10
Íslendingar tæp 95% þeirra sem leita til Stígamóta
Alls leituðu 885 til Stígamóta í fyrra og eru Íslendingar í miklum meirihluta þeirra sem þá leituðu til samtakanna, eða 94,6%. Fram kemur í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt var í morgun, að búast megi við að komum vegna nauðgana og kynferðisofbeldis gegn börnum fjölgi í ár, vegna kórónuveirunnar og efnahagsþrenginganna sem fylgt hafa í kjölfarið.
Ákærð fyrir að gera út vændiskonur
Par á fertugsaldri hefur verið ákært fyrir hagnýtingu vændis þriggja kvenna frá Suður-Ameríku. Þau neita sök í málinu.
14.09.2019 - 11:46
Viðtal
Grunur um vændi á nuddstofum
Lögregla hefur nuddstofur til rannsóknar vegna gruns um að þar sé vændi. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum, segir dómskerfið hafa dregið tennurnar úr vændislöggjöfinni með því birta ekki nöfn kaupenda.
24.08.2019 - 19:11
Vopn gegn kynlífsmansali
Vopn gegn kynlífsmansali er yfirskrift verkefnis sex nemenda í MPM-meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík. Ingunn Þorvarðar, ein í hópnum, segir að markmiðið sé að auka vitund hótelstarfsmanna um einkenni vændis eða kynlífsmansals. Ef það þekkir einkennin geti það brugðist rétt við.
09.05.2019 - 17:00
 · Innlent · mansal · vændi
Vændi og mansal verður ekki skilið að
Vændi hefur aukist á Íslandi eins og fram kom í fréttaþættinum Kveik. Fyrir tíu árum var ákveðið að fara hina svokölluð sænsku leið hér í baráttu gegn vændi. Það er, salan er lögleg en kaupin ekki og vændi er skilgreint sem kynferðislegt ofbeldi. Þessi löggjöf hefur ekki borið sama árangur hér og í Svíþjóð og Noregi og fyrir því eru ýmsar ástæður, meðal annars að skort hefur á forvarnir og hjálparnet fyrir fólk sem er í vændi og lögregla hefur ekki alltaf gengið hart fram gegn vændiskaupendum.
05.03.2019 - 16:58
238 mál tengd vændi á síðustu 12 árum
238 mál tengd vændi komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 2007 til 2018. Aðeins níu mál áttu sér stað í fyrra. 146 málanna á tímabilinu hafa farið í ákærumeðferð, 12 eru enn í vinnslu og rannsókn var hætt í 80 málum. Rannsókn er hætt þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar til að líklegt þyki að málið leiði til sakfellingar.
Vændismarkaðurinn í Kaupmannahöfn mettaður
Fjölgað hefur verulega í hópi nígerískra kvenna sem seldar eru mansali til Evrópu. Áhrifa þessarar þróunar gætir víða, til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem eru um 300 vændiskonur. Markaðurinn fyrir vændi í borginni er að mettast og færst hefur í aukana að þangað séu sendar barnungar, nígerískar stúlkur. Anna Kristín Magnúsdóttir mannfræðingur starfar hjá Reden International, athvarfi fyrir erlendar vændiskonur í Kaupmannahöfn. Þangað geta konurnar leitað í dagsins önn, fengið fræðslu og hjálp.
02.01.2017 - 16:26
„Hvað er það sem þú vilt gera?“
„Ég mun láta allar þínar fantasíur rætast, sama hverjar þær eru. Ég get látið eins og kærastan þín, látið þér líða vel." Eitthvað á þessa leið hljóma auglýsingarnar sem finna má á hinum ýmsu vefsíðum sem auglýsa fylgdarþjónustu í Reykjavík. Vændiskonurnar, sem flestar eru erlendar og á aldrinum 20 til 25 ára, segjast allar vera á eigin vegum. Þær segja að þær hafi sjálfar valið sér þetta hlutskipti. Lögreglan er ekki sannfærð. 
21.10.2016 - 19:43
Vinsæl piparsveinateiti talin tengjast vændi
Íslenska lögreglan hafði afskipti af fjórum einstaklingum sem höfðu einhvers konar tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi í viðamikilli aðgerð Europol. Í aðgerðinni, sem var kölluð Ciconia Alba, og lögregluyfirvöld 52 landa tóku þátt í, voru 314 handteknir.
19.10.2016 - 15:55