Færslur: Vaðlaheiðargöng

Metfjöldi í gegnum Vaðlaheiðargöng
Umferð um landið hefur verið með mesta móti síðastliðnar vikur. Umferð um Vaðlaheiðargöng hefur aukist mikið og er það góða veðrinu á norðanverðu landinu að þakka.
Sjónvarpsfrétt
Vilja breyta lánasamningum til að létta á skuldabyrði
Til greina kemur að ríkið breyti hluta af lánum til Vaðlaheiðarganga í hlutafé. Viðræður Vaðlaheiðarganga og ríkisins vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar ganganna standa nú yfir.
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann segir bættar samgöngur einnig mikilvægar fyrir ungt fólk svo það geti sætt sig við að setjast niður á stöðum úti á landi.
100 þúsund færri bílar um Vaðlaheiðargöng
Um eitthundrað þúsund færri bílar keyrðu um Vaðlaheiðargöng á nýliðnu ári en árið tvöþúsund og nítján. Áætlað er að tekjur dragist saman um tuttugu prósent milli ára.
18.01.2021 - 21:34
Myndskeið
Ætla að opna baðstað í Vaðlaheiði vorið 2022
Hjón á Akureyri hafa samið við Norðurorku um nýtingu á rúmlega 40 gráðu heitu vatni sem fannst við gerð Vaðlaheiðarganga. Skammt frá göngunum ætla hjónin byggja upp böð sem munu rúma 180 gesti í senn.
07.12.2020 - 20:46
Ætla að nota heitt vatn úr Vaðlaheiðargöngum í baðstað
Eignarhaldsfélagið Skógarböð áformar að nýta heitt vatn sem rennur úr Vaðlaheiðargöngum og byggja upp baðstað með tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár, skammt frá göngunum. Gert er ráð fyrir því að böðin geti tekið á móti 180 manns í einu.
01.12.2020 - 15:51
Tekjur Vaðlaheiðarganga dragast saman
Tæpar 60 milljónir króna vantar upp á að tekjur af umferð um Vaðlaheiðargöng fyrstu átta mánuði ársins verði þær sömu og á sama tímabili í fyrra. Framkvæmdastjóri ganganna býst við meiri samdrætti á næstu vikum. Þetta hefur áhrif á greiðslugetu félagsins af láni til ríkissjóðs, en greiðslur eiga að hefjast um mitt næsta ár.
14.10.2020 - 13:39
Segja Vaðlaheiðargöng örugg í jarðskjálftum
Jarðgöng eru almennt talin örugg í jarðskjálftum, enda nýjustu jarðgöng sérstaklega hönnuð til að standast jarðskjálfta. Þetta er ítrekað í færslu á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga.
23.06.2020 - 16:30
Sérútbúnir slökkvibílar fyrir Vaðlaheiðargöng
Tveir sérútbúnir slökkvibílar til að fást við eld í jarðgöngum hafa verið teknir í notkun beggja vegna Vaðlaheiðarganga. Bílarnir eru þeir einu sinnar tegundar og kosta samtals um 80 milljónir króna.
Myndskeið
Töluvert borið á gistingu í Vaðlaheiðargöngum
Töluvert hefur borið á því í vetur að erlendir ferðamenn á litlum húsbílum leiti skjóls yfir nótt í Vaðlaheiðargöngum. Framkvæmdastjóri ganganna segist hafa fullan skilning á háttalaginu.
24.03.2020 - 07:10
Tekjur Vaðlaheiðarganga voru 290 milljónir undir áætlun
Tekjur Vaðlaheiðarganga voru um 290 milljónir undir áætlun á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum. Rekstur fyrsta árs stendur undir um 500 milljón króna greiðslu til lánveitenda. Stjórnarformaður segir ýmislegt í skoðun hvað varðar framhaldið, bæði varðandi þjónustu og tekjur.
29.01.2020 - 18:24
Ár síðan gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst
Um 75% af þeim sem aka um Vaðlaheiði fara í gegnum Vaðlaheiðargöng. Framkvæmdastjóri ganganna segir tekjur eftir fyrsta árið að minnsta kosti 25% undir væntingum. Stórnotendur hafa kallað eftir breyttri verðskrá.
03.01.2020 - 10:15
Myndskeið
Hafa borgað milljón fyrir ferðir í Vaðlaheiðargöng
Fjölskyldur í Þingeyjarsveit hafa sumar borgað um og yfir milljón fyrir ferðir í gegnum Vaðlaheiðargöng. Tæpt ár er frá því gjaldtaka í göngin hófst. Stórnotendur kalla eftir breyttri verðskrá. Ekki sé sanngjarnt að þeir sem noti göngin daglega þurfi að borga sama gjald og aðrir.
01.01.2020 - 20:45
Viðtal
Geta þurft að greiða 5.500 í Vaðlaheiðargöng
Dæmi eru um að ökumenn bílaleigubíla þurfi að greiða allt að 5.500 krónur fyrir staka ferð í gegnum Vaðlaheiðargöng. Veggjaldið er almennt 1.500 krónur og er innheimt rafrænt. Bílaleigur sjá um að greiða og innheimta veggjaldið fyrir sína leigjendur og innheimta svo þjónustugjald fyrir það. Það gjald er mishátt eftir bílaleigum og það er á færi þeirra að ákveða upphæðina.
Búið að opna Vaðlaheiðargöng
Opnað hefur verið fyrir umferð um Vaðlaheiðargöng á ný eftir að bíll varð alelda í göngunum um fimmleytið í dag. Slökkviliðið á Akureyri slökkti eldinn og fjarlægði bílinn. Þá tók við um einnar og hálfrar klukkustundar hreinsunarstarf í göngunum og voru þau lokuð á meðan.
31.08.2019 - 18:47
Alelda bíll í Vaðlaheiðargöngum
Eldur kviknaði í fólksbíl um 50 metra inni í Vaðlaheiðargöngum, austanmegin. Þetta staðfestir slökkviliðið á Akureyri. Búið er að slökkva eldinn og fjarlægja bílinn. Engin slys urðu á fólki. Talsvert hreinsunarstarf er eftir samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu og eru göngin lokuð á meðan.
31.08.2019 - 16:58
Nýta sér Vaðlaheiðargöng í aðeins 20% ferða
SBA-Norðurleið fer um Vaðlaheiðargöng í aðeins 20 prósentum ferða fyrirtækisins milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verð í göngin of hátt.
12.08.2019 - 14:28
Slökkvitækjum stolið úr Vaðlaheiðargöngum
Slökkvitæki var tæmt slökkvitæki og tveimur öðrum tækjum stolið aðfaranótt sunnudags í Vaðlaheiðargöngum. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist í þessum göngum en þetta er þekkt vandamál í jarðgöngum á Íslandi,“ segir Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.
30.07.2019 - 13:51
Tekjur Vaðlaheiðarganga undir væntingum
Tekjur Vaðlaheiðarganga hf. voru um 40 prósentum minni á fyrstu mánuðum ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fleiri velja að aka um Víkurskarð en áætlað var og mikil sala í göngin á afsláttarkjörum lækkar meðalverð. Stjórnarformaður félagsins telur of snemmt að draga ályktanir af þessum fyrstu mánuðum í rekstri ganganna.
16.07.2019 - 12:40
Breytt innheimta veggjalda í Vaðlaheiðargöngum
Einum gjaldflokki verður bætt við í innheimtu veggjalda í Vaðlaheiðargöngum, fyrir millistærð bíla. Þá verður innheimta gjalds fyrir stóra atvinnubíla einfölduð frá því sem nú er. Framkvæmdastjóri ganganna segir þarna verið að bregðast við gagnrýni á innheimtu í göngunum.
19.04.2019 - 14:06
Vaðlaheiðargöng opnuð formlega
Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð klukkan fjögur í dag þegar tveir eldri borgarar sem búsettir eru í sveitarfélögunum beggja vegna Vaðlaheiðar, Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson klipptu á borða.
12.01.2019 - 17:05
Fóru í ræktina í Vaðlaheiðargöngum
Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð með borðaklippingu klukkan 16 í dag, að lokinni dagskrá. Hátíðardagskrá vegna vígslu ganganna hófst í morgun með líkamsræktarmótum og -æfingum. Metanstrætó er á ferðinni um göngin og flytur fólk að vatnsbólinu og á það svæði í göngunum þar sem hlýjast er, rúmlega 20 gráður.
12.01.2019 - 13:56
Ólöglegt að veita meiri afslátt í göngunum
Lögum samkvæmt mega Vaðlaheiðargöng hf. ekki veita meiri afslátt af veggjaldi fyrir stærri bíla en þrettán prósent. Stjórnarformaður félagsins segir bíleigendur muni fljótt finna fyrir sparnaðinum við að fara göngin í stað Víkurskarðs.
08.01.2019 - 14:16
Ætla ekki að nota göngin að óbreyttu
Framkvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar segir að fyrirtækið treysti sér ekki til að aka um Vaðlaheiðargöng miðað við þá gjaldskrá sem sem boðuð hafi verið. Veggjöld fyrir stóra bíla séu allt of há og hann vill viðræður um betri kjör. Þá vill hann fleiri gjaldflokka fyrir rútur.
03.01.2019 - 11:02
Rúmlega 1900 bílar á dag
Innheimta veggjalda hófst í dag í Vaðlaheiðargöngunum. Þegar hafa verið keyptir miðar fyrir um 30 milljónir og um eitt þúsund bílnúmer hafa verið skráð. Miðað er við að um 1.930 bílar fari um göngin á sólarhring.
02.01.2019 - 17:00