Færslur: Útlit

Síðdegisútvarpið
Vantar allt malt í þig?
Það er ekki ofsagt að maltölið sem Ölgerðin framleiðir sé samofið þjóðarsál Íslendinga enda hefur það verið á boðstólum frá því snemma á 20. öldinni. Í gegnum tíðina hafa margir staldrað við fögur fyrirheit sem staðið hafa á umbúðum drykkjarins frá öndverðu - en hve mikið er að marka þau? Síðdegisútvarpinu rann maltið til skyldunnar og ákvað að kanna málið.
09.06.2021 - 22:13