Færslur: Útlendingastofnun

Egypska fjölskyldan fór ekki úr landi í morgun
Ekki var unnt að vísa egypsku fjölskyldunni úr landi í morgun eins og til stóð. Fólkið var ekki á fyrirfram ákveðnum stað þegar stoðdeild ríkislögreglustjóra hugðist fylgja þeim úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fólksins.
16.09.2020 - 10:09
Lætur reyna á brottvísunina fyrir dómi
Magnús Norðdahl, lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísað var úr landi nú fyrir klukkan átta segir að látið verði reyna á brottvísun þeirra fyrir dómi. Hann gagnrýnir ummæli sviðsstjóra Útlendingastofnunar í Kastljósi í gær, stofnunin hefði vel getað vísað fjölskyldunni fyrr úr landi.
Kastljós
Segir brottvísun hafa tafist vegna útrunnina vegabréfa
Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að hægt hefði verið að flytja egypska fjölskyldu úr landi í ársbyrjun, fyrir kórónuveirufaraldur. Til þess hefðu foreldrarnir þó þurft að sækja um framlengingu vegabréfa tveggja barnanna en ekki verið viljugir til þess. Þess vegna hefðu yfirvöld þurft að óska eftir nýjum vegabréfum frá egypskum yfirvöldum og það ferli hefði tekið marga mánuði.
15.09.2020 - 20:31
Kærunefnd hafnar frestun á brottvísun Egyptanna
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag frestun á brottvísun sex manna egypskrar fjölskyldu. Enn er því stefnt að því að vísa henni úr landi í fyrramálið. „Staða málsins er sú að kærunefnd útlendingamála hefur hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa. Nefndin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekki afgreiða tvær beiðnir sem eru á hennar borði um endurupptöku áður en til brottvísunar kemur,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar.
Myndskeið
„Ítreka að við erum ekki að taka á móti öllum“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á morgun hafi ekki verið sérstaklega tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi en málefni hælisleitenda verið rædd heildstætt. Hún ítrekaði að ekki væri öllum útlendingum veitt dvalarleyfi á Íslandi sem sækja um það.
15.09.2020 - 13:24
„Ég held að við komum ekki á morgun í skólann“
„Ég fylgdi Rewidu og Abdalla út strætó í dag. Þau voru á leið í Covid-test. Ég kvaddi þau með þeim orðum að við myndum sjást aftur á morgun hér í skólanum.“ Svona hefst facebook-færsla Friðþjófs Helga Karlssonar skólastjóra í Háaleitisskóla Ásbrú. Tvö börn úr sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi, sem búsett hefur verið hér á landi í tvö ár, eru á meðal nemenda hans.
Segir ráðherrum skylt að hlutast til um málið
Sex manna egypsk fjölskylda sem vísa á úr landi á miðvikudag verður skimuð fyrir kórónuveirunni síðdegis í dag. Þetta er liður í undirbúningi vegna brottvísunar fjölskyldunnar til Egyptalands. Upphaflega stóð til að yfirvöld myndu sækja tvö barnanna í skólann á skólatíma og fara með þau í skimun en að sögn skólastjóra varð ekki af því. Börnin fara aftur í skólann á morgun.
Brot á grundvallarmannréttindum að vísa börnum úr landi
„Það er klárt mál að verið er að brjóta grundvallarmannréttindi á börnum með því að vísa þeim úr landi,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri Háaleitisskóla.
„Þau eiga sér framtíðardrauma“
Þau eiga sér framtíðardrauma. Þetta segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, um aðstæður fjögurra egypskra barna sem hafa búið hér á landi í rúm tvö ár. Samtökin gagnrýna ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í sjónvarpsfréttum í gær, um að ekki yrðu gerðar reglugerðarbreytingar til að bjarga einstökum fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.
Mesti fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd í tæp þrjú ár
106 sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí. Umsóknirnar hafa ekki verið fleiri í tæplega þrjú ár, eða síðan í ágúst 2017. Alls hafa Útlendingastofnun borist 368 umsóknir um alþjóðlega vernd það sem af er ári. Umsóknum fækkaði talsvert í vor eftir að ferðatakmarkanir voru settar á.
Útlendingastofnun afturkallar brottvísanir í 61 máli
Útlendingastofnun hefur ákveðið að afturkalla ákvarðanir um brottvísun í 61 máli í ljósi kórónuveirufaraldursins sem hefur haft mikil áhrif á málefni umsækjenda. Alls 124 umsóknir um alþjóðlega vernd skulu fá efnislega meðferð.
18.08.2020 - 07:11
Lætur reyna á heimildir til að tryggja öryggi ríkisins
Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til áfrýja dómi Landsréttar í máli Redouane Naoui sem var fyrir níu árum dæmdur fyrir morð á veitingastaðnum Monte Carlo. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi úr gildi þá ákvörðun um að vísa bæri Nauoi úr landi.
Fjórir handteknir við vinnustaðaeftirlit
Fjórir karlmenn voru handteknir á byggingasvæði í Garðabæ í gær þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var þar við vinnustaðaeftirlit.  Grunur leikur á að mennirnir, sem allir eru erlendir ríkisborgarar, hafa fengið skráningu á grundvelli falsaðra vegabréfa og hafi því ekki tilskilin leyfi til að starfa hér á landi. 
27.05.2020 - 16:23
Breytingar sem þrengja að réttindum hælisleitenda
Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Frumvarpið, sem var fyrst lagt fram á 149. löggjafarþingi, var lagt fram á ný á þessu þingi eftir að hafa tekið nokkrum breytingum.
27.05.2020 - 13:47
Myndskeið
Hafa verulegar áhyggjur af breytingum á útlendingalögum
Rauði krossinn hefur verulegar áhyggjur af breytingum á lögum um útlendinga, sem dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir á Alþingi. Þær séu mikil afturför og í raun lögfesting á endursendingum barna til Grikklands. Ráðherrann segir að með frumvarpinu verði málsmeðferðartími styttur sem komi sér vel fyrir þá sem þurfi virkilega á vernd að halda.
11.05.2020 - 19:45
63 fá efnislega meðferð vegna COVID-19
Útlendingastofnun hefur afturkallað ákvarðanir um að synja 63 einstaklingum um efnislega meðferð hér á landi vegna COVID-19. Helmingur þessara umsækjenda eru börn.
30.04.2020 - 15:28
Ferðatakmarkanir ráða því hvenær fólk verður sent heim
Útlendingum sem eru með útrunnin dvalarleyfi á Íslandi verður ekki gert að yfirgefa landið fyrr en ferðatakmarkanir verða rýmkaðar og samgöngur til og frá landinu komast í eðlilegt horf að sögn upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.
29.04.2020 - 20:12
Samþykkt að fresta brottvísun Manís
Útlendingastofnun hefur samþykkt að fresta brottvísun íranska trans piltsins Manís Shahidi og fjölskyldu hans úr landi. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður Manis, staðfestir þetta við fréttastofu og segir að ákvörðunin feli í sér að flutningi verði frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra.
28.02.2020 - 17:47
Úrskurður kærunefndar í máli Tamíla felldur úr gildi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála í máli Tamíla frá Sri Lanka sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir nærri þremur árum. Dómurinn taldi að mat kærunefndarinnar á trúverðugleika framburðar mannsins um illa meðferð stjórnvalda á Sri Lanka á Tamílum hafi verið ekki verið málefnalegt og forsvaranlegt.
Viðtal
Telja tanngreiningar á flóttafólki ósiðlegar
Háskóli Íslands á ekki að standa í landamæravörslu fyrir Útlendingastofnun og taka þátt í ferli sem geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir ungt fólk. Þetta segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Nemendur mótmæla því að háskólinn sjái um aldursgreiningu á ungum flóttamönnum.
03.02.2020 - 22:42
„Fólkið í landinu er ítrekað að bjarga flóttafólki“
Mál hins sjö ára gamla Muhammeds Khan og fjölskyldu hans vakti mikla athygli um helgina. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottvísun þeirra í gær og stytti hámarkstíma málsmeðferðar úr 18 mánuðum í 16.
03.02.2020 - 10:56
Myndskeið
Segja stuðninginn ómetanlegan
Dómsmálaráðherra hefur frestað brottvísun Kahn-fjölskyldunnar, sem átti að vísa úr landi á morgun. Sautján þúsund undirskriftir söfnuðust þar sem brottvísuninni var mótmælt. Fjölskyldan fékk endanlega niðurstöðu í máli sínu innan 18 mánaða, en stytta á hámarkstíma málsmeðferðar úr 18 í 16.
02.02.2020 - 19:56
Muhammed litli fær að vera áfram á Íslandi
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa ekki pakistanska drengnum Muhammed og fjölskyldu hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Í samtali fréttastofu RÚV við fjölskylduna í gær kom fram að 26 mánuðir eru síðan hún kom til landsins. Þau sóttu um hæli hér í lok árs 2017.
Spár um stórfellda fjölgun fjarri því að rætast
Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi tók að fækka nánast sama dag og ný reglugerð dómsmálaráðherra um meðferð umsókna fólks frá öruggum ríkjum tók gildi. Lögregluyfirvöld eiga ekki von á því að tilhæfulausum umsóknum fari fjölgandi.
Um 100 manns verið vísað frá landi í ár
Um 100 manns hefur verið vísað af landi brott það sem af er árinu, að sögn Þorsteins Gunnarssonar forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segir að það séu mun færri en oft áður, um 600 hafi verið vísað úr landi árið 2017.
28.11.2019 - 08:28