Færslur: Útlendingastofnun

63 fá efnislega meðferð vegna COVID-19
Útlendingastofnun hefur afturkallað ákvarðanir um að synja 63 einstaklingum um efnislega meðferð hér á landi vegna COVID-19. Helmingur þessara umsækjenda eru börn.
30.04.2020 - 15:28
Ferðatakmarkanir ráða því hvenær fólk verður sent heim
Útlendingum sem eru með útrunnin dvalarleyfi á Íslandi verður ekki gert að yfirgefa landið fyrr en ferðatakmarkanir verða rýmkaðar og samgöngur til og frá landinu komast í eðlilegt horf að sögn upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.
29.04.2020 - 20:12
Samþykkt að fresta brottvísun Manís
Útlendingastofnun hefur samþykkt að fresta brottvísun íranska trans piltsins Manís Shahidi og fjölskyldu hans úr landi. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður Manis, staðfestir þetta við fréttastofu og segir að ákvörðunin feli í sér að flutningi verði frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra.
28.02.2020 - 17:47
Úrskurður kærunefndar í máli Tamíla felldur úr gildi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála í máli Tamíla frá Sri Lanka sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir nærri þremur árum. Dómurinn taldi að mat kærunefndarinnar á trúverðugleika framburðar mannsins um illa meðferð stjórnvalda á Sri Lanka á Tamílum hafi verið ekki verið málefnalegt og forsvaranlegt.
Viðtal
Telja tanngreiningar á flóttafólki ósiðlegar
Háskóli Íslands á ekki að standa í landamæravörslu fyrir Útlendingastofnun og taka þátt í ferli sem geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir ungt fólk. Þetta segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Nemendur mótmæla því að háskólinn sjái um aldursgreiningu á ungum flóttamönnum.
03.02.2020 - 22:42
„Fólkið í landinu er ítrekað að bjarga flóttafólki“
Mál hins sjö ára gamla Muhammeds Khan og fjölskyldu hans vakti mikla athygli um helgina. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottvísun þeirra í gær og stytti hámarkstíma málsmeðferðar úr 18 mánuðum í 16.
03.02.2020 - 10:56
Myndskeið
Segja stuðninginn ómetanlegan
Dómsmálaráðherra hefur frestað brottvísun Kahn-fjölskyldunnar, sem átti að vísa úr landi á morgun. Sautján þúsund undirskriftir söfnuðust þar sem brottvísuninni var mótmælt. Fjölskyldan fékk endanlega niðurstöðu í máli sínu innan 18 mánaða, en stytta á hámarkstíma málsmeðferðar úr 18 í 16.
02.02.2020 - 19:56
Muhammed litli fær að vera áfram á Íslandi
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa ekki pakistanska drengnum Muhammed og fjölskyldu hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Í samtali fréttastofu RÚV við fjölskylduna í gær kom fram að 26 mánuðir eru síðan hún kom til landsins. Þau sóttu um hæli hér í lok árs 2017.
Spár um stórfellda fjölgun fjarri því að rætast
Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi tók að fækka nánast sama dag og ný reglugerð dómsmálaráðherra um meðferð umsókna fólks frá öruggum ríkjum tók gildi. Lögregluyfirvöld eiga ekki von á því að tilhæfulausum umsóknum fari fjölgandi.
Um 100 manns verið vísað frá landi í ár
Um 100 manns hefur verið vísað af landi brott það sem af er árinu, að sögn Þorsteins Gunnarssonar forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segir að það séu mun færri en oft áður, um 600 hafi verið vísað úr landi árið 2017.
28.11.2019 - 08:28
Funda um mál barnshafandi albanskrar konu í vikunni
Landlæknir fundar um miðja vikuna með fulltrúum Útlendingastofnunar og stoðdeildar Ríkislögreglustjóra um mál albanskrar konu sem vísað var frá landi í liðinni viku. Konan var gengin 36 vikur á leið.  
10.11.2019 - 17:52
Viðtal
Heilsugæslulæknir gaf tvisvar út vottorð
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að heilsugæslulæknir hafi gefið út vottorð sama dag og hann hitti albanska barnshafandi konu sem flutt var út landi í fyrrinótt. Svo hafi hann aftur gefið út vottorð nokkrum dögum seinna. Hann geti ekki fullyrt hvort ástand konunnar hafi breyst í millitíðinni. Vottorð sem gefið var út á Landspítalanum sé ekki hægt að skilja öðru vísi en að kona hafi mátt fara í flug.
Ólétta konan komin til Albaníu
Tuttugu og sex ára kona frá Albaníu, sem komin er 35 vikur á leið, maki hennar og tveggja ára barn, eru komin til Albaníu. Þeim var vísað úr landi í gær, þrátt fyrir læknisvottorð um að það væri óráðlegt.
06.11.2019 - 09:50
Viðtal
Ekkert við pólitísku uppnámi að gera
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir ekki hægt að fría sig ábyrgð með því að segja að reglurnar séu „bara svona.“ Reglur séu mannanna verk. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á brottvísun albanskrar konu sem komin er rúmar 35 vikur á leið. Konunni var vísað úr landi þrátt fyrir að fram kæmi í vottorði frá mæðravernd Landspítalans að það væri óráðlegt. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði því á bug að ríkisstjórnin beri ábyrgð á málinu.
06.11.2019 - 09:38
Viðtal
Telur Útlendingastofnun hafa fylgt reglum
Starfandi forstjóri Útlendingastofnunar segir öllum settum reglum hafa verið fylgt þegar þungaðri konu frá Albaníu var vísað frá landinu í morgun. Konan var gengin tæpar 36 vikur á leið.
05.11.2019 - 20:30
Fellir ákvörðun um tíu Bangladessa úr gildi
Kærunefnd Útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja tíu háskólanemum frá Bangladess beiðni um dvalarleyfi hér á landi. Þeir hugðust hefja nám við Háskólann á Bifröst nú í haust. Leifur Runólfsson, lögmaður háskólans, segir að tafirnar hafi skaðað markaðsstarf skólans í Bangladess. Útlendingastofnun ber að taka mál þeirra aftur til afgreiðslu.
15.10.2019 - 16:26
101 fengið vernd og 118 synjað á árinu
Af þeim 229 umsóknum sem teknar voru til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun það sem af er ári fengu 101 vernd eða viðbótarvernd. Þá fengu tíu mannúðarleyfi. 118 var synjað um vernd. Frá janúar til júní hafa Útlendingastofnun borist 369 umsóknir um alþjóðlega vernd frá fólki af 58 þjóðernum. Umsóknum fjölgaði um fimmtán prósent frá sama tímabili í fyrra.
23.07.2019 - 16:40
Myndskeið
Tíu til tólf mánuðir er langur tími fyrir börn
Dómsmálaráðherra gaf í dag Útlendingastofnun heimild til að stytta málsmeðferðartíma flóttafólks með því að auka fé til málaflokksins. Börn eigi að vera í forgangi. „Vegna þess að tíu til tólf mánuðir er langur tími. Það er lengri tími í raun fyrir börn en fullorðna, þau eru fljótari að skjóta rótum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.
05.07.2019 - 19:41
Vill setja aukna fjármuni í útlendingamál
Dómsmálaráðherra ætlar að kynna tillögur fyrir ríkisstjórninni í næstu viku um hvernig sé hægt að forgangsraða málum sem snúa að börnum á flótta. Forsætisráðherra segir að vilji standi til þess að auka fjármuni til málaflokksins svo það sé hægt.
05.07.2019 - 12:57
Engar brottvísanir í vikunni
Engar brottvísanir verða í vikunni samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV. Til stendur að vísa tveimur afgönskum fjölskyldum til Grikklands þar sem þær hafa fengið alþjóðlega vernd þar. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir fullt tilefni til fundar um mál barnanna sem á að senda til Grikklands þar sem fjölskyldum þeirra hefur verið veitt alþjóðleg vernd. 
04.07.2019 - 14:42
Umboðsmaður barna vill fund vegna brottvísana
Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, óskar eftir fundi hið fyrsta með dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og forstjóra Útlendingastofnunar, Kristínu Völundardóttur, til að fara yfir mál barnanna sem á að endursenda til Grikklands, þar sem fjölskyldunni hefur verið veitt alþjóðleg vernd.
04.07.2019 - 10:07
Myndskeið
Forsvaranlegt að vísa fólki til Grikklands
Útlendingastofnun telur forsvaranlegt að senda fólk aftur til Grikklands. Það sem af er ári hafa 105 manns verið synjað um dvalarleyfi hér á landi. Sviðstjóri stofnunarinnar segir þetta erfiðar ákvarðanir.
03.07.2019 - 20:46
70 hlotið vernd á árinu hérlendis
Einn af hverjum átta jarðarbúum eru á flótta, segir Ingunn Sigríður Árnadóttir, lögfræðingur hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu. „Ef fólk þarf á alþjóðlegri vernd að halda vegna ofsókna þá fær það að vera hér“, segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.
19.06.2019 - 15:06
Óvíst hvers vegna hælisleitandi safnaði sýru
Hælisleitandi var staðinn að því að safna að sér sýru úr bílgeymarafhlöðu þar sem hann dvaldi á Ásbrú. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu.
05.06.2019 - 12:23
70% Bangladessa komu ekki þrátt fyrir leyfi
Sjötíu prósent þeirra Bangladessa sem sóttu um dvalarleyfi vegna náms hér á landi á árunum 2017 og 2018 komu ekki til landsins og fengu leyfin gefin út, þrátt fyrir að hafa fengið útgefnar áritanir inn á Schengen-svæðið í þeim tilgangi að stunda nám. Þetta var meðal þess sem Útlendingastofnun leit til við ákvörðun um synjun á dvalarleyfisumsóknum fimmtíu háskólanema frá Bangladess vegna náms við Háskólann á Bifröst.
22.05.2019 - 12:35