Færslur: Útlendingamál

Synjun Útlendingastofnunar um dvalarleyfi snúið við
Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Rómakonu frá Moldóvu um dvalarleyfi og alþjóðlega vernd. Þungar aðfinnslur voru gerðar við vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu.
Helmingur umsækjanda þegar með vernd í öðru landi
Um helmingur þeirra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi í ár höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru landi, flestir í Grikklandi. Tveir umsækjendur hafa verið sendir til Grikklands í ár og fjórir fóru þangað sjálfviljugir.Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um endursendingu flóttafólks til Grikklands.
Myndskeið
Afhentu dómsmálaráðherra yfir 20 þúsund undirskriftir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk í dag afhentan undirskriftalista með rúmlega 20 þúsund nöfnum þar sem skorað er á hana að beita sér í máli fjölskyldu frá Senegal, sem hefur búið á Íslandi í næstum sjö ár, og vísa á úr landi.
13.11.2020 - 14:28
Umsóknum hælisleitenda fækkar um fjórtán prósent
Umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað um fjórtán prósent það sem af er þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra. Málsmeðferðartími hefur styst og málum í vinnslu fækkað.
10.11.2020 - 12:43
„Við erum að senda Íslending úr landi”
Útlendingalögin sem samþykkt voru á Alþingi 2016 hafa ekki náð tilgangi sínum því framkvæmdavaldið vill ekki fylgja þeim eftir, sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi hvernig staðið er að málum senegalskrar fjölskyldu sem vísað verður úr landi, þar á meðal stúlkum sem eru fæddar hérlendis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að lagasetningin 2016 hefði verið mikið framfaraskref og að ráðuneyti framfylgdu vilja Alþingis.
04.11.2020 - 15:34
Hafði ekki orð á að brottvísunarbúðir stæðu til hér
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa haft orð á því á þingi í gær að til stæði að koma hér á fót því sem kallaðar hafa verið brottvísunarbúðir fyrir fólk sem dvelur ólöglega í landinu. Hún hafi aðeins vísað til þeirrar framkvæmdar sem nær öll Evrópuríki, þeirra á meðal Norðurlöndin, grípi til þegar búið sé að taka ákvörðun um brottvísun.
06.10.2020 - 14:55
Myndskeið
Segir að VG samþykki aldrei flóttamannabúðir á Íslandi
Það kemur ekki til greina að koma upp flóttamannabúðum á Íslandi og þingflokkur Vinstri grænna mundi aldrei samþykkja slíkt. Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, á Alþingi í morgun, og kallaði hugmyndina fráleita, þótt ekkert benti til þess að til stæði að hrinda henni í framkvæmd.
06.10.2020 - 11:44
Myndskeið
Áslaug viðrar möguleika á afmörkuðum brottvísunarsvæðum
Dómsmálaráðherra nefndi þann möguleika á þingi í morgun að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því af landi brott, til að koma í veg fyrir að það týnist hér á landi. Til þess þyrfti lagabreytingu, að sögn ráðherra, en verklagið við framkvæmd brottvísana sé nú til skoðunar.
05.10.2020 - 12:28
Viðtal
„Við viljum lifa eðlilegu lífi eins og annað fólk“
Kehdr-fjölskyldan, frá Egyptalandi, var hrædd vikuna sem hún var í felum en himinlifandi að fá loks dvalarleyfi á Íslandi eftir rúma tveggja ára bið. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína.
25.09.2020 - 19:33
Ábendingar „tengdust stöðum fyrir utan höfuðborgina“
Egypska fjölskyldan sem til stóð að vísa úr landi en hefur farið huldu höfði síðan í síðustu viku er enn ófundin. Þetta segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn stoðdeildar Ríkislögreglustjóra. Aðspurður segir Guðbrandur að meðal annars hafi borist upplýsingar, sem gefi til kynna að fjölskyldan sé ekki á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill þó ekki gefa upp hvar verið sé að leita að fjölskyldunni.
Auðskilið mál
Talið að einhver hafi hjálpað fjölskyldunni að felast
Lögreglan hefur fengið nokkrar ábendingar um hvar fjölskyldan frá Egyptalandi dvelur. Talið er að einhver hafi hjálpað þeim að felast. Lögreglan leggur nú mikla vinnu í að leita að fólkinu.
„Við gerum ráð fyrir því að þau hafi fengið aðstoð“
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur fengið nokkrar ábendingar um hvar egypska fjölskyldan sem til stendur að senda úr landi er niðurkomin. Talið er öruggt að einhver hafi skotið skjólshúsi yfir fjölskylduna. Töluverð vinna fer nú fram hjá stoðdeildinni, við að leita að fjölskyldunni.
Myndskeið
Fleiri farið í felur fyrir brottvísun
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mál egypsku fjölskyldunnar, sem fór í felur til að forðast brottvísun í morgun, ekki einsdæmi. Skipulögð leit að fjölskyldunni er enn ekki hafin, en stoðdeild ríkislögreglustjóra ber að klára verkbeiðni Útlendingastofnunar, sem er að fylgja fólkinu úr landi.
Auðskilið mál
Fjölskyldan fannst ekki þegar hún átti að fara á brott
Þegar flytja átti egypska fjölskyldu af landi brott frá Íslandi í morgun fannst fólkið ekki. Fjölskyldan fær ekki pólitískt hæli hér á landi. Þess vegna verða þau send aftur til Egyptalands.
Kerfið vann ekki með skilvirkum og mannúðlegum hætti
„Færa má rök fyrir því að í máli því sem nú er til umfjöllunar hafi kerfið ekki unnið með skilvirkum og mannúðlegum hætti.“ Þetta kemur fram í svari Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins, við fyrirspurn fréttastofu vegna ummæla Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að það sé ekki við kerfið að sakast að egypsk barnafjölskylda verði send úr landi eftir að hafa dvalið á Íslandi í rúmlega tvö ár.
Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta
„Velferðarríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta og veita þeim tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Félagsráðgjafafélag Íslands sendi frá sér í morgun vegna fjögurra barna fjölskyldu frá Egyptalandi sem vísa á úr landi á morgun. Fjölskyldan hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár.