Færslur: útihátíð

Fóru í innilegu í stað útilegu
Sex fjölskyldur fóru í innilegu á Ólafsfirði um helgina vegna slæmrar veðurspár. Einn þátttakandi innilegunnar segir stemninguna hafa verið alveg jafn góða og í hefðbundinni útilegu og vel hafi farið um fólkið í 500 fermetra þyrluskýlinu.
Ein með öllu og möffins um verslunarmannahelgina
Fyrsta takmarkalausa Ein með öllu hátíðin eftir heimsfaraldur verður haldin um verslunarmannahelgina á Akureyri. Stefnt er á að hafa hana stærri og betri en síðustu ár. Framtakið mömmur og möffins verður á sínum stað í Lystigarðinum á laugardeginum til að safna pening fyrir gott málefni.
Fylgjumst með ef rifið verður í handbremsuna
Forsvarsmenn Mærudaga á Húsavík og Bræðslunnar á Borgarfirði eystra ætla að óbreyttu að halda sínu striki en fylgjast grannt með hugsanlegum samkomutakmörkunum sóttvarnayfirvalda.
23.07.2021 - 13:14
Átti að passa en endaði á sviði
Þegar rithöfundurinn Auður Jónsdóttir var táningur fékk hún það verkefni að passa dóttur Röggu Gísla yfir verslunarmannahelgi. Einhvern veginn endaði hún í staðinn á sviði með Stuðmönnum.