Færslur: Útflutningur

Rangfærslur um íslensk fyrirtæki á lista Yale háskóla
Samkvæmt lista Yale háskóla eru sex íslensk fyrirtæki enn með starfsemi í Rússlandi, þar af þrjú sem hafa ekki dregið úr henni. Það mun ekki vera alls kostar rétt. Sæplast hefur til dæmis ekki selt neitt þangað eftir innrásina í Úkraínu. 
Verri nýting á sjávarauðlindinni vegna fjárskorts
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er of varfærin vegna þess að rannsóknir skortir. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir það vonbrigði að þorskkvótinn verði minnkaður um sex prósent. Samtals hefur kvótinn minnkað um 23 prósent á síðustu þremur árum. 
Verðmæti íslenskrar útflutningsvöru eykst mikið
Útflutningur á íslenskum iðnvarningi, sjávar- og landbúnaðarafurðum hefur aukist verulega á undanförnum þremur árum, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur verið fluttur út varningur héðan fyrir nær 319 milljarða króna, en á sama tímabili árið 2020 var andvirði íslensks vöruútflutnings tæplega 197 milljarðar.
Úkraínumenn finna leiðir til vöruútflutnings
Úkraínumenn hyggjast reyna að flytja ýmsar landbúnaðarvörur um rúmensku hafnarborgina Constanta. Með því er vonast til að efnahagur Úkraínu styrkist auk þess sem mætt er þörf fjölmargra ríkja í brýnni þörf fyrir vörur þaðan.
Kínastjórn breytir stjórnmálasamskiptum við Litháen
Kínastjórn hefur ákveðið að í stað sendiherra verði sendifulltrúi eða „charge d'affaires“ í Litháen. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins í morgun sem viðbrögð við auknum tengslum Litháens við Taívan.
Viðtal
Flutningsverð ógnar loðnutekjum
Ekki er víst að mikil loðnuveiði framundan skili þeim tekjum sem vænst hefur verið. Óttast er að kostnaður við gámaflutninga sé orðinn svo mikill að neytendur í Asíu vilji ekki greiða loðnuhrognin svo dýru verði. Framkvæmdastjóri flutningsfyrirtækis segir að vonandi fáist svo gott verð fyrir loðnuna á Asíumarkaði að það vegi upp hækkunina. 
Tapað milljónum á Brexit
Þótt viðskipti við Bretland gangi ágætlega eftir Brexit eru enn hnökrar í viðskiptum milli Íslands og Bretlands. Fyrirtæki í Skagafirði sem framleiðir fæðubótarefni úr íslenskum landbúnaðarvörum hefur tapað milljónum króna vegna hindrana.
Þjónustuútflutningur dróst saman um 50%
Verðmæti þjónustuútflutnings dróst saman um 50 prósent á tímabilinu maí 2020 til apríl 2021 miðað við sama tímabil árið áður. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.
28.06.2021 - 09:53
21 milljarðs króna halli á vöruskiptum við útlönd
Íslendingar fluttu út vörur að verðmæti 61,5 milljarða króna. Hins vegar var flutt inn fyrir 82,5 milljarða króna. Halli á vöruskiptum var því 21 milljarður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Hallinn er meiri nú en í sama mánuði í fyrra og er munurinn 1,5 milljarðar. Engu að síður jókst verðmæti útflutnings um 2,8% á tólf mánaða tímabili.
30.04.2021 - 09:33
Myndskeið
Risastór landeldisstöð rís við Þorlákshöfn
Framkvæmdir við stærstu fiskeldisstöð á landi hér á landi eru hafnar, steinsnar frá Þorlákshöfn. Áætlað er að framleiða þar rúmlega 20.000 tonn af laxi á ári. Útflutningsverðmætin gætu orðið um 20 milljarðar króna og um 150 störf gætu skapast.
Myndskeið
Byggja stórt vöruhús í Þorlákshöfn
Fyrirtækið Smyril line ætlar að auka mjög umsvif sín í Þorlákshöfn á næstunni, og byggja þar stórt vöruhús fyrir vöruflutninga til og frá Evrópu. Fjölga þarf starfsfólki í bænum vegna þessa.
18.04.2021 - 19:19
Spá ögn minni hagvexti vegna lægri loðnukvóta
Hagfræðideild Landsbankans gerir nú ráð fyrir örlítið minni hagvexti á árinu 2021 en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Því veldur að minni loðnukvóta verður úthlutað en ætlað var í þjóðhagsspá bankans í október síðastliðnum.
Morgunútvarpið
Velta í skyrútflutningi nálægt þremur milljörðum króna
Velta Íseyjar útflutnings ehf., dótturfélags Mjólkursamsölunnar, í útflutningi á skyri var nálægt þremur milljörðum króna á liðnu ári og hagnaðurinn var um það bil 200 milljónir, segir Ari Edwald, framkvæmdarstjóri Íseyjar. Ari gerir ráð fyrir að útflutningur aukist á komandi árum. Fyrirtækið hóf útflutning á japanskan markað á árinu og opnaði einnig sölustaði fyrir Ísey í Finnlandi.
04.01.2021 - 09:56
Myndskeið
Á annað þúsund hestar seldir til útlanda
Vel á annað þúsund íslenskir hestar hafa verið seldir til útlanda á þessu ári og hefur salan aukist verulega á milli ára. Hestaútflytjendur segja að veiking krónunnar hafi ýtt undir eftirspurn.
26.10.2020 - 22:57
Íslenskt fiskeldi jókst um 77 prósent milli ára
Framleiðsla á eldisfiski hér á landi tók stökk milli áranna 2018 og 2019, laxeldi tvöfaldaðist og bleikjueldi jókst um þriðjung. Þá jókst útflutningsverðmæti eldisfisks um nærri 85 prósent milli ára.
Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
Svart útlit í minkarækt eftir hrun á skinnamörkuðum
Hrun varð í sölu minkaskinna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og talsmaður íslenskra minkabænda segir útlitið afar svart. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að styrkja greinina um 80 milljónir króna á þessu ári.
13.07.2020 - 13:22
Enn mikil óvissa á mörkuðum fyrir íslenskan fisk
Mikil óvissa ríkir enn á erlendum mörkuðum fyrir íslenskan fisk. Eftirspurnin fylgir mjög árangrinum í baráttunni við kórónuveiruna og afléttingu takmarkana. Á meðan sala til Evrópu batnar, er útlitið verra í Bandaríkjunum og Asíu.
08.07.2020 - 13:17
25 prósenta samdráttur í heildarafla íslenskra skipa
Heildarafli íslenskra skipa var 25% minni á fyrsta ársfjórðungi 2020 miðað við sama tímabil í fyrra. Aflasamdráttur varð í nær öllum fisktegundum.
03.06.2020 - 15:22
Heildaraflinn dregst saman vegna áhrifa kórónuveiru
Heildarafli íslenskra fiskiskipa í apríl var ríflega tuttugu prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Helst skýringin er hrun í sölu á fiski til veitingahúsa og hótela í Evrópu.
15.05.2020 - 15:00
Kalla eftir verðlækkun og greiðslufresti
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að kaupendur sjávarafurða á erlendum fiskmörkuðum séu byrjaðir að kalla eftir verðlækkunum og greiðslufresti vegna minnkandi eftirspurnar af völdum Covid-19. Útflutningsverðmæti sjávarafurða dróst saman um rúma níu milljarða á fyrstu fimmtán vikum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra.
18.04.2020 - 14:00
Algjört hrun í útflutningi á ferskum fiski
„Ferskfiskmarkaðurinn er farinn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um stöðuna sem upp er komin hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, vegna COVID-19 faraldursins. Hún segir að nánast enginn ferskur fiskur sé fluttur út þessa dagana, eftir að fjölmörgum veitingastöðum, hótelum og fiskborðum í verslunum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum var lokað. 
18.03.2020 - 17:52
Framferði þeirra sem leika innfædda grátt óverjandi
„Heiður þeim sem heiður ber. Að sama skapi er þó engum til góðs að skapa falsmynd eða þegja þunnu hljóði þegar óréttlæti og grályndi blasir við. Ýmsar sögur eru til af erlendum stórrisum, sem hösluðu sér völl á nýjum stað og fóru offari, léku innfædda grátt, með blekkingum, svikum og mútum. Þannig framferði er auðvitað óverjandi.“