Færslur: Utanríkisráðuneytið

Myndskeið
Fimm látin eftir árás bogamanns í Kongsberg í Noregi
Fimm liggja í valnum og tvö eru særð eftir árás bogamanns í norsku bænum Kongsberg nú síðdegis. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en mikill viðbúnaður er um allan Noreg vegna málsins.
13.10.2021 - 19:10
Norðurslóðanet fær endurnýjaðan starfssamning
Norðurslóðanet Íslands og utanríkisráðuneytið hafa undirritað endurnýjaðan samstarfssamning til næstu fimm ára.
Tvær afganskar fjölskyldur komu til landsins í gær
Tvær afganskar fjölskyldur eru komnar til landsins eftir að hafa flúið land eftir upprisu Talibana í Afganistan. Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að Afganir sem vilji koma nöfnum ástvina áleiðis ætti að hafa samband við Útlendingastofnun.
Hafa náð sambandi við 40 afganska flóttamenn
Gríðarlegt öngþveiti ríkir við hliðið inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan. Sumir þeirra Afgana sem hafa fengið hæli í öðrum löndum hafa hætt við að yfirgefa landið af ótta við aðgerðir Talibana á leiðinni út á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins hér á landi segir að náðst hafi samband við um fjörutíu manns. Einhverjum hafi tekist að komast inn á flugvöllinn.
25.08.2021 - 12:39
Utanríkisráðuneytið veitir 60 milljónum til Afganistan
Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að 60 milljónum króna verði veitt til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Framlagi Íslands verður skipt á milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða krossins. Upprisa Talibana á undanförnum vikum sem hefur orðið til þess að hreyfingin hefur náð stjórn í ríkinu hefur orðið til þess að bæst hefur í flóttamannastrauminn frá Afganistan.
80 milljóna króna fundur Norðurskautsráðs
Kostnaður utanríkisráðuneytisins við fund Norðurskautsráðsins hér á landi í síðasta mánuði verður líklega á bilinu 70-80 milljónir króna.
Bretland lokaðra en grundvallarhagsmunir tryggðir
Þótt fríverslunarsamningur milli Íslands og Bretlands hafi verið undirritaður þá er aðgangur að breskum markaði mun takmarkaðri en hann var fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir þó grundvallarhagsmuni Íslands á sviði vöru- og þjónustuviðskipta.
Ráðherra vissi ekki af fyrirspurnum um ferðir Helga
Utanríkisráðherra segist ekki hafa vitað af því að starfsmenn á vegum Samherja hefðu leitað eftir upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu um ferðir Helga Seljan, fréttamanns RÚV, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja.
„Þátttaka er eitt og það að hafa áhrif er annað“
Leiðtogar frumbyggjasamtaka á norðurslóðum minntu í dag á mikilvægi þess að þeir fengju að taka þátt í ákvörðunum sem snertu þeirra samfélög, þeir væru upplýstir um þær rannsóknir sem færu fram á þeirra samfélögum og fengju upplýsingar um mengun og eiturefni í umhverfinu. Leiðtogarnir ávörpuðu ráðherrafund Norðurskautsráðsins í morgun. Þeir sögðust myndu halda áfram að leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á norðurslóðum. 
Innleiða nýja stefnu Norðurskautsráðsins
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins samþykkir í dag nýja stefnu ráðsins til ársins 2030. Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins hófst klukkan níu í morgun og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, flutti í upphafi fundarins ávarp þar sem hann ræddi formennsku Íslands síðustu tvö ár. Hann þakkaði hinum norðurskautsríkjunum fyrir stuðninginn við formennskuna og vinnuhópum ráðsins fyrir málefnavinnu og stefnumótun.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins í beinni útsendingu
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins verður haldinn í Hörpu í dag og hefst klukkan níu. Fundurinn markar lok tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Rússar taka við keflinu. Norðurskautsráðið heldur ráðherrafundi á tveggja ára fresti, í lok hvers formennskutímabils.
Páll segir Ísland vel aflögufært um öndunarvélar
Íslensk stjórnvöld ætla að gefa 17 öndunarvélar til Indlands í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Indversk stjórnvöld hafa þegið boðið. Almannavarnir Evrópusambandsins taka að sér að flytja vélarnar út, fyrir milligöngu heilbrigðisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins. Ísland tekur þátt í almannavarnastarfi sambandsins á grundvelli EES-samningsins.
Íslensk stjórnvöld hyggjast leggja Indlandi lið
Utanríkisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið vinna saman að því að skoða með hvaða hætti sé best að styðja við indversk stjórnvöld í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Yfir tuttugu milljónir tilfella hafa nú greinst í landinu.
04.05.2021 - 08:18
Formennsku Íslands í Norðurskautsráði að ljúka
Síðasti fundur embættismannanefndar Norðurskautsráðsins undir íslenskri formennsku var haldinn í Reykjavík 16. til 18. mars, en Rússland tekur formlega við keflinu á ráðherrafundi í Reykjavík í maí.
19.03.2021 - 15:24
Árlegur samráðsfundur um öryggis- og varnarmál í gær
Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn í gær gegnum fjarfundabúnað. Til umræðu var samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins auk öryggispólítískra mála.
Aðgengi almennings að opinberum skjölum staðfest
Ísland hefur nú staðfest samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum, kenndan við Tromsö í Noregi. Þeim ríkjum sem staðfesta hann ber að virða samræmdar lágmarksreglur um upplýsingarétt almennings.
Myndskeið
Mikið að gera í borgaraþjónustu þrátt fyrir fá ferðalög
Það sem af er ári hefur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðað um 400 manns við landamæri annarra ríkja. Flest málin lúta að sóttvarnakröfum í þeim löndum ferðast er til.
Óbreytt miðlun persónuupplýsinga til Bretlands um sinn
Ísland, Evrópusambandið og Bretland hafa komist að samkomulagi um tímabundið óbreytta tilhögun miðlunar persónuupplýsinga til Bretlands. Samkomulagið mun taka gildi um áramót að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.
Viðbótarframlag til neyðaraðstoðar í Jemen
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna fær 40 milljón króna viðbótarframlag frá íslenska utanríkisráðuneytinu til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen.
Vill svör frá ráðherrum vegna mögulegra njósna
Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, hefur lagt fyrirspurnir til forsætis-, utanríkis- og samgönguráðherra varðandi athugun á og viðbrögð við mögulegum njósnum Bandaríkjamanna í gegnum ljósleiðara.
Myndskeið
Ísland sækist eftir setu í mannréttindaráði SÞ á ný
Ísland ætlar að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir kjörtímabilið 2025-2027. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti þetta þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gegnum fjarfundarbúnað í dag.
Ráðuneytisstjóraskipti í utanríkisráðuneytinu
Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tekur um mánaðarmótinu við af Stefáni Hauki Jóhannessyni sem sendiherra Íslands í Lundúnum. Stefán tekur svo við embætti sendiherra Íslands í Tókýó í Japan um áramótin.
25.08.2020 - 18:08
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsóknina
Ekkert hefur spurst til 27 ára karlmanns sem fór af heimili sínu í Brussel á fimmtudagsmorgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur með belgískum lögregluyfirvöldum að rannsókn málsins.
04.08.2020 - 22:00
Leitað að ungum Íslendingi í Brussel
Leit stendur nú yfir í Brussel að Konráð Hrafnkelssyni. Hann fór að heiman frá sér í Brussel á fimmtudagsmorgun þann 30.júlí og hefur ekki spurst til hans síðan.
01.08.2020 - 14:23
Framtíðarsamningar við Bretland í farvatninu
Á fundi á föstudag komu aðalsamningamenn EES/EFTA ríkjanna og Bretlands sér saman um sameiginlegt umboð um málefnalista sem vilji er til þess að ná samkomulagi um. Fundurinn var annar fundur aðalsamningamanna EES/EFTA ríkjanna og Bretlands og var fjarfundur.
22.07.2020 - 19:36