Færslur: úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Kæru vegna ljósleiðara í Ísólfsskála vísað frá
Kæru eins jarðeigenda Ísólfsskála til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, vegna ákvörðunar skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar um að veita leyfi fyrir lagningu jarðstrengja rafmagns og ljósleiðara í landi jarðarinnar eftir að eldgosið við Fagradalsfjall hófst, hefur verið vísað frá nefndinni.
Úrskurðarnefnd snuprar Dalabyggð
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi gjaldtöku Dalabyggðar fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa. Ástæðan er sú að Dalabyggð birti ekki gjaldskrána í Stjórnartíðindum fyrr en eftir að búið var að leggja gjaldið á. 
Leyfi fyrir laxeldi fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita Löxum fiskeldi ehf. rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á laxi með 10 þúsund tonna hámarkslífmassa í Reyðarfirði.
Telja Suðurnesjalínu 2 margbrjóta lög og kæra
Fimm umhverfisverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir því að leggja Suðurnesjalínu tvö sem loftlínu. Samtökin telja framkvæmdina lögbrot og ótækt að Landsnet fari ekki eftir mati Skipulagsstofnunar en fyrirtækið valdi þann kost sem stofnunin taldi sístan, að leggja loftlínu samsíða þeirri sem fyrir er. Forsvarsmaður Landsnets segir kæruna vonbrigði sem hugsanlega tefji verkið. Framkvæmdastjóri Landverndar segir tafirnar skrifast á þrjósku Landsnets.