Færslur: Uppstilling

Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
Viðreisn stillir upp framboðslistum í fjórum kjördæmum
Þrjú landshlutaráð Viðreisnar af fimm, í Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi, hafa tekið ákvörðun um að stilla upp framboðslistum fyrir Alþingiskosningar í haust. Jenný Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir í samtali við fréttastofu að uppstillingarnefndir hafi verið skipaðar í kjördæmunum fjórum og að nú sé vinna þeirra hafin. Sumar þeirra eigi fyrsta fund á allra næstu dögum en ekki sé búið að ákveða hvenær framboðslistar þurfa að liggja fyrir.
08.02.2021 - 17:49