Færslur: Uppskriftir

Uppskrift
„Gleymdar kökur“ Nigellu
Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson hefur fyrir margt löngu hreiðrað um sig í hjörtum íslenskra matgæðinga og verið fastagestur í íslensku sjónvarpi um árabil. Þessi sjarmerandi sælkeri reiðir hér fram hátíðlegar og nokkuð óvenjulegar jólasmákökur í sérstökum jólaþætti.
20.12.2018 - 16:56
Helgaruppskriftin: Berglind með ramen-festival
Dansarinn og dagskrárgerðarkonan Berglind Pétursdóttir eða Berglind Festival eins og margir þekkja hana, á helgaruppskriftina að þessu sinni. Hún býður upp á ilmandi japanska ramensúpu sem mótvægi gegn haustlægðunum.
21.10.2018 - 14:44
Helgaruppskriftin: Djúpsteikt frá Dóra DNA
Matgæðingurinn, uppistandarinn og boxarinn Dóri DNA mætti í Síðdegisútvarp Rásar 2 á föstudag og deildi einni eftirlætisuppskrift, að djúpsteiktum bragðsterkum kjúklingi að hætti Nashville búa.
08.10.2018 - 16:00
Helgaruppskriftin: Kókos- og karrísúpa GDRN
Tónlistarkonan Guðrún Ýr eða GDRN hefur heillað landsmenn með sinni silkimjúku og sefandi r'n'b-tónlist undanfarið en hún gaf út sína fyrstu plötu fyrr í haust sem fengið hefur lofsamlegar viðtökur. Nú gleður hún okkur með ilmandi haustsúpu.
30.09.2018 - 13:44
Hvítlauksbrauð glæpamannsins Tiburzi
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom í þáttinn, enda er hún matgæðingur Mannlega þáttarins og besti vinur bragðlaukanna. Í dag sagði hún okkur frá fyrstu ítölsku matreiðslubókinni sem hún fékk, með uppskriftum frá Toscana sem er sérstök að því leyti að gefin eru upp hráefnin sem skal nota en ekki magn þeirra.
03.11.2017 - 12:31
Katarina Medici og appelsínuöndin
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er matgæðingur Mannlega þáttarins og kemur til okkar á föstudögum. Í dag sagði hún okkur frá Katarínu Medici sem kenndi Frökkum að borða með hníf og gafli og kenndi þeim að elda appelsínuönd auk margs annars.
13.10.2017 - 13:28
Himneskar kjötbollur frá Feneyjum
Matgæðingur þáttarins Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom í dag og fór með hlustendur í stuttan og bragðgóðan göngutúr um Cannaregio hverfið í Feneyjum og sagði frá ómótstæðilegum kjötbollum og freyðivíni sem drukkið er úr plastglasi og afgreitt yfir borðið.
06.10.2017 - 12:29
Grænkeramatur - uppskriftir úr fimmta þætti
Í nýjum grænmetismatreiðsluþáttum frá sænska sjónvarpinu elda vinkonurnar Karoline og Elenore spennandi og gómsæta rétti úr náttúrulegu hráefni úti í guðsgrænni náttúrunni. Hér eru uppskriftirnar úr fimmta þætti:
28.08.2016 - 19:00
Grænkeramatur - Uppskriftir úr öðrum þætti
Í nýjum grænmetismatreiðsluþáttum frá sænska sjónvarpinu elda vinkonurnar Karoline og Elenore spennandi og gómsæta rétti úr náttúrulegu hráefni úti í guðsgrænni náttúrunni. Hér eru uppskriftirnar úr öðrum þætti:
17.07.2016 - 19:00
Grænkeramatur - Uppskriftir úr fyrsta þætti
Í nýjum grænmetismatreiðsluþáttum frá sænska sjónvarpinu elda vinkonurnar Karoline og Elenore spennandi og gómsæta rétti úr náttúrulegu hráefni úti í guðsgrænni náttúrunni. Hér eru uppskriftirnar úr fyrsta þættinum:
07.07.2016 - 13:44
 · Uppskriftir · Matur
Ástaraldinfrauð
6 stk.
16.03.2016 - 10:12
Ljósar rúgbollur með makrílmús
12 stk. (Ath. Deigið á að bíða í ísskáp til næsta dags)
16.03.2016 - 10:05
 · Matur · Uppskriftir · Sætt og gott · Det söde liv · salat · Makríll
Marsípanpáskaegg
16 stk Marsípan-núggategg
16.03.2016 - 09:59
Litlar pönnukökur með hrásultuðum hindberjum
Í þættinum Sætt og gott bakaði Mette Blomsterberg þessar litlu pönnukökur með smjöri í lummupönnu og hún skreytti þær með hrásultuðum hindberjum. Þessi einfalda uppskrift á litlum amerískum pönnukökum er tilvalin fyrir notalegan hádegisverð.
15.03.2016 - 21:15
Pastasalat með smjörristuðum rúgbrauðsteningum
Ekki láta afganga frá því í gær fara til spillis, búið til ljúffengt pastasalat með stökkum rúgbrauðsteningum
15.03.2016 - 21:15
Súkkulaðiís með stökkum hneturúllum
Fullkominn heimatilbúinn ís án ísvélar. Skreytt með stökkum núggatrúllum.
15.03.2016 - 21:15
 · Matur · Uppskriftir · Sætt og gott · Det söde liv · Ís
Núggatmöndlur
Stökkar, núggathjúpaðar möndlur, ljúffengt nasl með góðum bolla af kaffi eða tei.
08.03.2016 - 21:15
Glútenlausar rúgbrauðsbollur - AUÐVELT
Rúgbrauðsbollur án hveitis, sem eru þess vegna glútenlausar bollur, eru spennandi tilbrigði við hefðbundna rúgbrauðið. Í sjónvarpsþættinum Sætt og gott bakaði Mette Blomsterberg þessar litlu rúgbrauðsbollur, sem eru fullkomnar í samlokur og nestisboxið. Það er ekkert lyftiduft í þeim svo að þær eiga að vera flatar bollur. Bollurnar eiga ekki að lyfta sér og þess vegna er þetta fljótleg og auðveld uppskrift.
08.03.2016 - 21:15
Panna cotta með anís
Panna cotta er sígildur ítalskur eftirréttur. Í þessari uppskrift notar Mette Blomsterberg stjörnuanís til að fá fram fágað bragð. Í þættinum Sætt og gott bar hún fram þetta panna cotta með stökkum lakkrís-touilles.
08.03.2016 - 21:15
 · Matur · Uppskriftir · Det söde liv · Sætt og gott · Ís · Anís
„Fragilité“
Blanda af heslihnetum, núggati og espresso gefur þessari mokka-fragilité mikið bragð. Ristaðar, hakkaðar heslihnetur búa til stökka áferð sem mótspil við mjúkt núggat- og smjörkrem.
02.03.2016 - 16:09
Grófar matpönnukökur
Matpönnukökur með kjúklingi og karrýsósu, tilvaldar í nestisboxið og auðvelt að búa þær til.
02.03.2016 - 16:01
 · Matur · Uppskriftir · Pönnukökur
Múslístangir
Heimatilbúnar múslístangir eru góð leið til að búa til aðeins hollara sælgæti. Leyndarmálið á bak við góða niðurstöðu liggur í heitri blöndu af hunangi og smjöri.
02.03.2016 - 15:50
 · Matur · Uppskriftir · múslí · Múslístangir

Mest lesið