Færslur: Uppsagnir

„Áfall fyrir okkar samfélag“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir uppsagnir 133 starfsmanna ISAVIA áfall fyrir bæinn. Starfsfólkinu var sagt upp á föstudag en í lok mars sagði fyrirtækið upp 101 starfsmanni. Flestir þeirra sem misstu vinnuna fyrir helgi búa á Suðurnesjum. 
30.08.2020 - 12:28
„Það má ekki beita svona brögðum í vinnudeilum“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir miðstjórn ASÍ telja að Icelandair hafi brotið lög um stéttarfélög og vinnudeilur þegar öllum flugfreyjum var sagt upp á meðan viðræður um kjarasamning stóðu yfir. Icelandair sagðist í kjölfarið myndu snúa sér til annarra viðsemjenda á íslenskum vinnumarkaði.
25.08.2020 - 09:20
Mikill samdráttur í starfsemi Qantas
Ástralska flugfélagið Qantas segir upp 2500 starfsmönnum til viðbótar við þau 6000 sem það áður hafði sagt upp.
25.08.2020 - 06:30
Póstdreifing sagði upp 304 blaðberum
Póstdreifing sem er í eigu Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið, hefur sagt upp öllum 304 blaðberum sínum. Kristín Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Póstdreifingar segir virkilega erfitt að hafa þurft að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða, en ekki hafi verið um neitt annað að ræða. Um endurskipulagningu hafi verið að ræða og flestir verði ráðnir aftur í breyttu vinnufyrirkomulagi.
31.07.2020 - 10:04
„Málið er miklu stærra en Icelandair“ 
„Málið er miklu stærra en Icelandair. Það snýst um samningsrétt fólks í landinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um framgöngu Icelandair gagnvart Flugfreyjufélagi Íslands.
Síminn segir upp átta starfsmönnum
Síminn hefur lagt niður hugbúnaðarþróunardeild fyrirtækisins og sagt upp átta starfsmönnum hjá deildinni.
30.06.2020 - 18:41
PCC á Bakka lokað tímabundið
Allt að hundrað manns misstu vinnuna í dag í kísilveri PCC á Bakka skammt frá Húsavík. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hyggist stöðva starfsemi sína tímabundið nú í lok júní. Fundur með starfsfólki hófst klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu missa tveir þriðju hlutar starfsfólks vinnuna eða 80 til 100 manns.
25.06.2020 - 15:38
Myndskeið
Ranglega farið að uppsögnum segja flugumferðarstjórar
Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að kjarasamningar hafi verið virtir að vettugi þegar ákveðið var að segja upp 100 flugumferðarstjórum hjá Isavia ANS og ráða þá í 75 prósent starf. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS telur að reksturinn verði kominn í sæmilegt jafnvægi fyrri hluta næsta árs.
27.05.2020 - 18:21
Myndskeið
Svartir tímar á Suðurnesjum: „Enga vinnu að hafa“
36 fyrirtæki tilkynntu um hópuppsagnir í dag, rúmlega tvöfalt fleiri en í gær. Alls hefur 4200 verið sagt upp í hópuppsögnum síðustu daga. Verkalýðsforingi á Suðurnesjum spáir 30 prósenta atvinnuleysi þar. Uppsagnirnar eru aðallega úr ferðaþjónustu.
30.04.2020 - 22:03
Myndskeið
Uppsagnir: Líta á sem leikhlé og varamannabekk
Flugstjóri til 25 ára sem sagt var upp hjá Icelandair segir starfsfólkið sem missti vinnuna ennþá vera Icelandairfólk þótt það hafi tímabundið verið sett á varamannabekkinn. Flugfreyja í sömu sporum segist líta á uppsögnina sem leikhlé. 
Icelandair boðar til starfsmannafundar
Icelandair hefur boðað til starfsmannafundar klukkan hálf þrjú í dag. Forstjóri félagsins hefur sagt að grípa verði til sársaukafullra aðgerða. Þeir flugmenn með fréttastofa hefur rætt við í dag óttast stórfelldar uppsagnir. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að margir félagsmenn séu áhyggjufullir og bíði þess að það dragi til tíðinda.
24.04.2020 - 12:28
Hefur bjargfasta trú á Skaganum 3x og Þorgeiri & Ellert
Fjörutíu og þremur var sagt upp hjá fyrirtækjunum Skaganum 3x og Þorgeiri og Ellert á Akranesi í gær. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri segir höggið þungt og að meira sé í aðsigi. Aðgerðir ríkisstjórnar séu þó skaðaminnkandi og sveitarfélagið undirbýr mótvægisaðgerðir.
26.03.2020 - 12:30
Stöðugildum fækkað um 14 hjá Eimskip og TVG-Zimsen
Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess, TVG-Zimsen, verður fækkað um 14 í kjölfar skipulagsbreytinga sem taka gildi í dag. Að sögn Eddu Rutar Björnsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra, verður stöðugildunum fækkað með þeim hætti að ekki verður ráðið í störf fólks sem er að fara á eftirlaun, tímabundnar ráðningar verða ekki framlengdar, auk þess sem nokkrum er sagt upp störfum.
18.02.2020 - 13:18
Viðtal
Hugsanlega stærsta hópuppsagnaár frá hruni
Hundrað starfsmenn Arion banka misstu vinnuna í dag. Fleiri hafa ekki misst vinnuna í einu hjá fjármálafyrirtæki síðan haustið 2008. Hugsanlega verður árið í ár stærsta hópuppsagnaárið frá hruni. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að botninum sé ekki alveg náð. Hún skrifar hópuppsagnirnar nú á efnahagsástandið og aukna sjálfvirknivæðingu. 
Frekari uppsagnir hjá Fríhöfninni
Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segir í samtali við fréttastofu að frekari uppsagnir séu fyrirhugaðar hjá fyrirtækinu vegna erfiðleika íslensku flugfélaganna.
24.04.2019 - 15:30
Atvinnuleysi á Suðurnesjum 5,4%
Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 5,4 prósent. Atvinnuleysi mælist ekki meira í neinum öðrum landshluta. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist mun hraðar en annars staðar á landinu, einkum vegna samdráttar í flugrekstri og tengdum greinum í flutningum og ferðaþjónustu. Til samanburðar var atvinnuleysi á Suðurnesjum í febrúar 5,1 prósent.
16.04.2019 - 22:55
Enn eitt áfallið fyrir íbúa Bakkafjarðar
Gjaldþrot fiskvinnslufyrirtækisins Toppfisks er áfall fyrir Bakkafjörð, að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Fyrirtækið var með starfsemi þar og í Reykjavík. Sex starfsmenn á Bakkafirði misstu vinnuna við gjaldþrotið.
04.04.2019 - 15:25
Aukið fé til heilbrigðismála á Suðurnesjum
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu heilbrigðisráðherra um aukna fjármuni til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þetta er gert til að efla ýmsa þætti í þjónustunni og laga hana að breyttum þörfum og aðstæðum íbúa vegna stóraukins atvinnuleysis á svæðinu, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.
Securitas segir upp 11 manns
Securitas sagði upp 11 starfsmönnum fyrir helgi. Fólkið vann störf tengd flugöryggisþjónustu.
01.04.2019 - 14:18
Sveitarstjórnarmenn ræddu við ráðherra
Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum mættu til fundar við forystumenn ríkisstjórnarflokkanna í Stjórnarráðinu undir hádegi. Þar ræddu þeir stöðuna eftir gjaldþrot WOW air og atvinnuástandið á Suðurnesjum í skugga gjaldþrots. „Allt stjórnkerfið er á viðbúnaðarstigi að greina stöðuna og gera það sem við getum gert,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra, að fundi loknum.
01.04.2019 - 12:35
VSFK greiðir starfsmönnum WOW air um mánaðamót
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, VSFK, ætlar að greiða félagsmönnum sínum, sem störfuðu hjá WOW air, jafnvirði þeirra launa sem þeir hefðu fengið greidd um mánaðamót, hefði fyrirtækið ekki farið í þrot.
31.03.2019 - 08:18
Myndband
Mjög sorglegt að sjá á eftir vinnustaðnum
120 íbúar á Suðurnesjum hafa skráð sig á atvinnuleysisskrá síðan WOW air hætti starfsemi á fimmtudag. Þeirra á meðal er Fanney Magnúsdóttir sem var skrifstofustjóri flugvirkjadeildar hjá flugfélaginu. Hún segir afar erfitt að sjá á eftir flugfélaginu.
30.03.2019 - 17:22
Vongóður um atvinnuhorfur flugvirkja WOW air
Fimmtíu flugvirkjar misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air varð gjaldþrota í vikunni. Formaður Flugvirkjafélags Íslands, Guðmundur Úlfar Jónsson, kveðst ekki muna eftir því að svo margir flugvirkjar hér á landi hafi misst vinnuna á sama tíma. Hann er þó vongóður um að flugvirkjar finni störf fljótlega.
30.03.2019 - 16:00
Viðtal
Erfið staða starfsfólks eftir gjaldþrot
Fólk sem missir vinnuna eftir gjaldþrot er í mjög erfiðri stöðu og mun verri stöðu en starfsfólk fyrirtækja í rekstri sem er sagt upp, þar sem það fær ekki greiddan uppsagnarfrest, að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ.
30.03.2019 - 14:48
Innlent · Wow air · Uppsagnir · ASÍ
Neyðarfundur á Suðurnesjum vegna uppsagna
Neyðarfundur bæjarstjóra á Suðurnesjum, þingmanna og Sambands sveitar-félaga á Suðurnesjum verður haldinn klukkan tvö í dag. Áður hafði verið áætlað að halda fundinn á mánudag en honum var flýtt.
30.03.2019 - 10:41