Færslur: Uppistand

Uppistandshópurinn VHS biðst forláts á ýmsu
Uppistandshópurinn VHS frumsýnir nýja sýningu, VHS biðst forláts, laugardaginn 4. júlí í Tjarnarbíó. Þeir munu sömuleiðis fara með sýninguna á Flateyri, Siglufjörð og Rif í sumar.
03.07.2020 - 14:34
 · RÚV núll · rúv núll efni · VHS · Uppistand
Pétur Jóhann biðst afsökunar
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur beðist afsökunar á leikrænum athöfnum sínum í myndbandi sem fór víða um samfélagsmiðla fyrr í mánuðinum.
13.06.2020 - 22:46
Innlent · Rasismi · Grín · Uppistand
Lestin
Ekkert sætt eða fyndið við útgöngubann í Edinborg
„Við erum ekki með neitt krúttlegt samkomubann þar sem Alma kemur í sjónvarpinu og útskýrir af hverju það er bannað að fara í sund í smá stund,“ segir Bylgja Babýlons uppistandari sem er búin að missa húmorinn fyrir því að vera innilokuð og verkefnalaus í Edinborg.
27.05.2020 - 15:53
Síðdegisútvarpið
„Ekki okkar að vera fyndin“
Fyrsta Íslandsmótið í uppistandi fer fram í Háskólabíó í kvöld 27. febrúar en þar mætast tíu keppendur og þurfa að sannfæra áhorfendur og dómnefnd hvert þeirra sé best í uppistandi.
27.02.2020 - 15:10
Uppistand
Endurmenntun: uppistandssýning í jólagjöf frá RÚV núll
Uppistandssýningin Endurmenntun með grínhópnum VHS er jólagjöfin frá RÚV núll í ár. Sýningin er orðin aðgengileg í spilara RÚV og þar með í frelsinu í streymisveitum símafélaganna.
26.12.2019 - 10:41
Grenja í gestum að borga hraðasektina sína
Uppistandshópurinn VHS stendur þessa dagana í ströngu en hópurinn er á hálfhringsferð um landið með sýningu sína. Ferðin hefur þó gengið brösulega því Stefán Ingvar Vigfússon, einn grínistanna og bílstjóri hópsins, fékk háa hraðasekt á leið sinni frá Akureyri til Rifs á Snæfellsnesi.
22.11.2019 - 14:13
Síðdegisútvarpið
Óttast að þykja ekki fyndnir utan Reykjavíkur
Spéfuglarnir og uppistandararnir Villi Neto og Stefán Ingvar Vigfússon gera upp æsku sína, menntun og uppeldi í nýrri einlægri uppistandssýningu sem þeir ferðast með um landið næstu daga.
20.11.2019 - 16:52
Barin til óbóta fyrir að vera hinsegin
Í einu umtalaðasta uppistandi síðustu ára, Nanette með Hönnuh Gadsby, hættir hún að grínast um miðbik uppistandsins og opinberar harm sinn og bræði fyrir gáttuðum áhorfendum. Gleðitár hennar víkja fyrir sorgar- og loks sigurtárum hinsegin konu sem neitar að gera lengur lítið úr sjálfri sér. Hún kemur fram í Hörpu annað kvöld með nýtt uppistand sem nefnist Douglas.
17.10.2019 - 13:56
Myndskeið
Fíkn í að fá fólk til að hlæja
„Það var enginn byrjaður að skrifa ævisöguna mína svo ég ákvað að segja hana bara sjálfur,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon, sem ætlar að rekja ævi sína í uppistandssýningunni Pétur Jóhann í 20 ár í Eldborg í næsta mánuði.
03.10.2019 - 11:26
Uppistand um árin sem hann var alltaf freðinn
Vilhelm Neto og Stefán Ingvar ætla að gera upp æsku sína, menntun og uppeldi í nýrri uppistandssýningu sem ber nafnið Endurmenntun. Sýningin verður sýnd í Tjarnarbíó næst komandi laugardag.
25.09.2019 - 14:07
Viðtal
Geðveiki er gróðrarstía fyrir brandara
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir vendir í kvöld kvæði sínu í kross og flytur frumsamið uppistand fyrir fullum sal af fólki í Þjóðleikhúsinu. „Dóri DNA frændi minn er að gefa út skáldsögu svo mér finnst viðeigandi að ég fari í uppistandið,“ segir hún. „Ég get kallað mig Auði DNA.“
20.09.2019 - 15:04
Hvernig Björn Bragi snýr aftur
Björn Bragi Arnarsson skemmti fyrir fullu húsi í Gamla bíói um helgina á uppistandssýningu undir nafninu Björn Bragi Djöfulsson, tæpu ári eftir að myndband af honum káfa á 17 ára stúlku fór á kreik. Hvernig snýr svo umdeildur maður aftur, eftir að hafa verið nappaður við kynferðislega áreitni? Björn Bragi er auðvitað ekki sá fyrsti til að gera það.
Viðtal
„Haha, ég er með krabbamein“
Brjóstakrabbamein er ekkert gamanmál, það veit ekki síst fólk sem hefur upplifað það eða átt ástvini sem glímt hafa við sjúkdóminn. Þegar Ingibjörg Rósa Björnsdóttir greindist bjó hún fjarri fjölskyldu og ástvinum í Edinborg. Í veikindum og einangrun kom hún sér í gegnum erfiða tíma með húmorinn að vopni.
11.09.2019 - 14:25
Viðtal
„Ólafur Ragnar er í rauninni ég“
„Allt þetta með að koma of seint, að vera alltaf að fá lánað og alltaf á leiðinni. Öll BYKO-árin mín voru svona,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Tuttugu ár eru frá því hann var valinn fyndnasti maður Íslands og verður áfanganum fagnað með nýju uppistandi í nóvember.
23.08.2019 - 13:27
Eina lesbían í uppistandi á Íslandi
Á mánudaginn næstkomandi mun Gaukurinn standa fyrir sérstöku uppistandskvöldi sem kallast Sálarflæði. Sviðið verður hertekið af konum og hinsegin fólki en kvöldinu er ætlað að skapa pláss fyrir þá þjóðfélagshópa sem hallar á í grínbransanum á Íslandi.
12.07.2019 - 14:10
Viðtal
„Það er svo auðvelt að vera dónalegur”
Þær Karen Björg Þorsteinsdóttir 25 ára og María Guðmundsdóttir 83 ára eru yngsti og elsti meðlimur uppistandshópsins Bara góðar. Þær litu við í Lestinni og ræddu kynslóðabilið, búðarferðir í Finnlandi og tussuduft.
08.01.2019 - 17:20
Vaknar með kvíða í höndunum
Jakob Birgisson mun þreyta frumraun sína í uppistandi 26.október næstkomandi. Þrátt fyrir að þetta sé fyrsta uppistand Jakobs hefur hann nú þegar selt upp heila sýningu.
18.10.2018 - 13:41
Uppistand með heilkennum og öðrum röskunum
Í sumar vakti athygli uppistandssýning sem kallaðist My Voices Have Tourettes. Þar voru á ferðinni tveir uppistandarar með tourette-heilkennið auk eins með geðklofa. Nú bætist við dagskrána kvíðasjúklingur.
10.10.2018 - 10:15
Viðtal
Elti drauminn eftir góðkynja greiningu
Bylgja Babýlons hóf uppistandsferil sinn á Íslandi fyrir fjórum árum síðan en hefur síðustu vikur staðið fyrir sýningum í Edinborg og sýnt fyrir troðfullu húsi ásamt uppistandaranum Snjólaugu Lúðvíksdóttur. Bylgja er búsett í Edinborg en eftir erfiðan tíma í lok seinasta árs ákvað hún að skipta um umhverfi og láta drauminn rætast.
09.08.2018 - 14:51
Hlusta
„Ísland er svo mikil paradís“
Uppistandarinn Ari Eldjárn er nýkominn úr mikilli grínreisu frá Ástralíu þar sem hann tók þátt í gríðarstórri uppistandshátíð í Melbourne. Ari var föstudagsgestur Síðdegisútvarpsins þar sem hann sagði frá landvinningum sínum á erlendri grundu undanfarið.
28.04.2018 - 12:30
Myndskeið
„Annað hvort hlær fólk eða hlær ekki“
Dóri DNA skyggnist inn í líf helstu grínista landsins og spjallar við þá um grín frá öllum hliðum í nýjum heimildaþáttum, Djók í Reykjavík, sem hefja göngu sína á morgun, fimmtudaginn 5. apríl.
04.04.2018 - 11:30
„Ég er grínista-flóttamaður“
Kathy Griffin, uppistandari til þriggja áratuga, leikkona, Emmy verðlaunahafi og stjarna í Bandaríkjunum kemur til Íslands í lok mánaðarins og verður með uppistand í Hörpu. Sjálf kallar hún sig „grín-flóttamann“ eftir að hún komst í ónáð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta.
06.11.2017 - 08:00
Ari Eldjárn kominn á kortið í Bretlandi
Ari Eldjárn sló í gegn á The Fringe Festival í Edinborg, einni umfangsmestu listahátíð í heimi, í síðasta mánuði. Hann sýndi uppistand sitt hátt í þrjátíu sinnum og nær alltaf fyrir uppseldum sal.
05.09.2017 - 10:30
Uppistand er ekki fínpússað listform
Uppistand er margslungið listform og ekki á allra færi að stunda. Það er miðlunarleið, aðferð til þess að koma einhverju á framfæri, segja sögur, vera fyndinn og greina samfélagið. Hlutverk uppistandarans er alþýðlegt, skapar mikla nánd við áheyrendur en getur skiptað mikilvægt samfélagslegt hlutverk.
13.06.2017 - 11:24
Aldrei verið betra að vera grínisti á Íslandi
„Það hefur aldrei verið meira uppistand á Íslandi og það hefur aldrei áður verið „sena“ á Íslandi,“ segir Ari Eldjárn, grínisti. Uppistandshópurinn Mið-Ísland sýnir nú nýjustu sýningu sína í Þjóðleikhúskjallaranum en fyrir utan hann eru tugir annarra grínista farnir að gera sig gildandi í uppistandi.
29.01.2016 - 10:00