Færslur: Uppboð

Fékk rúma 13 milljarða fyrir Nóbelsverðlaunapeninginn
Rússneski blaðamaðurinn Dmytri Muratov, handhafi friðarverðlauna Nóbels á síðasta ári, hefur selt verðlaunagripinn á uppboði. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Muratov hafa fengið rúmar hundrað og þrjár milljónir bandaríkjadala fyrir. Peningurinn fari óskertur í styrktarsjóð barna sem hafa orðið að flýja heimili sín vegna stríðsins í Úkraínu. Það jafngildir rúmum 13 milljörðum íslenskra króna.
Kalush seldi verðlaunagripinn til styrktar landvörnum
Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra hefur selt verðlaunagripinn sem henni áskotnaðist fyrir sigur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. Gripurinn var seldur á uppboði og andvirðið rennur til úkraínska hersins.
Safnari greiddi 19 milljarða fyrir sportbíl
Sportbíll af gerðinni Mercedes-Benz 300 SLR Uhlenhaut Coupé árgerð 1955 var seldur fyrir metfjárhæð á uppboði fyrr í mánuðinum. Almennt þættu kaup á bíl ekki til tíðinda en RM Sothebys uppboðshúsið annaðist söluna.
20.05.2022 - 05:10
Málverk Warhols af Marilyn Monroe selt fyrir metfé
Heimsfrægt málverk af leikkonunni Marilyn Monroe eftir popplistamanninn Andy Warhol seldist fyrir metfé á uppboði í dag. Aldrei hefur verið greitt hærra verð fyrir tuttugustu aldar listaverk á uppboði.
10.05.2022 - 03:40
Örsmá handskrifuð ljóðabók föl fyrir rúma milljón dala
Örsmá handskrifuð bók, sem geymir ljóð eftir enska nítjándu aldar rithöfundinn Charlotte Brontë, er til sýnis í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem bókin kemur fyrir sjónir almennings í meira en öld.
22.04.2022 - 04:00
Vopn úr eigu Napóleons seld á uppboði komandi helgi
Sverð sem Napóleon Bonaparte bar þegar hann tók völdin í Frakklandi árið 1799 verður selt á uppboði í Bandaríkjunum um komandi helgi. Fimm önnur vopn úr eigu keisarans verða einnig boðin upp.
01.12.2021 - 04:29
Efnahagsmál · Erlent · Napóleon · Uppboð · Frakkland · Bandaríkin · London · Sagnfræði · sverð · Vopn
Stjórnarskrá Bandaríkjanna seld á uppboði
Upprunalegt prentað eintak af stjórnarskrá Bandaríkjanna var selt á uppboði hjá Sotheby's uppboðshúsinu í gær fyrir 43 milljónir Bandaríkjadala eða jafngildi ríflega 5,6 milljarða íslenskra króna.
19.11.2021 - 03:32
Verk Picasso seldust fyrir milljarða
Ellefu verk spænska listamannsins Pablo Picasso seldust á uppboði í Bandaríkjunum um helgina fyrir samanlagt 110 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 14 milljarða króna.
25.10.2021 - 04:32
Notaðir skór Michaels Jordan seldust fyrir metupphæð
Mikið notaðir íþróttaskór sem NBA körfuboltastjarnan Michael Jordan notaði snemma á ferlinum seldust fyrir metupphæð á uppboði hjá Sotheby's í dag.
24.10.2021 - 21:48
Bændur áfjáðir í listaverk í eigu Bændasamtakanna
Forsölu til meðlima Bændasamtakanna á verkum í eigu þeirra lauk um helgina. Sérfræðingur hjá samtökunum segir viðbrögð hafa verið góð og fjöldi verka seldist.
Rúm milljón dala fyrir fyrstu prentun af Frankenstein
Eintak af fyrstu prentun bókarinnar um Frankenstein var selt fyrir rúma milljón bandaríkjadala á uppboði í New York nýverið. Mary Shelley, höfundur bókarinnar, prentaði bókina sjálf í 500 eintökum. Hún er í þremur bindum og innbundin.
19.09.2021 - 18:03
Byssan sem felldi Billy the Kid seld á metupphæð
Byssan sem notuð var til að fella hinn illræmda Billy the Kid var seld hæstbjóðanda á uppboði í gær fyrir rúmar sex milljónir dollara, jafnvirði um 770 milljóna króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir skotvopn á uppboði segir AFP fréttastofan. 
28.08.2021 - 23:26
Yfir 300 þúsund fyrir brúðarkökusneið Díönu og Karls
Konungssinninn Gerry Layton frá Leeds á Englandi reiddi fram jafnvirði nærri 325 þúsund króna á uppboði í gær til að eignast efsta lag sneiðar af brúðarköku þeirra Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Layton bauð hæst allra í sætindin, sem innihalda kremið sem sett var efst á kökuna, auk hins konunglega skjaldarmerkis sem er haganlega gert úr gylltu, rauðu, bláu og silfurlitu marsípani. 
12.08.2021 - 06:28
Búist við háum boðum í hatt Napóleons
Búist er við að hið minnsta  600 þúsund evrur eða 88 milljónir króna verði boðnar í einn af höttum Napóleons Bonaparte þegar hann verður seldur á uppboði hjá Sotheby's í september. Hattinn hafði hann á höfðinu í herleiðangri gegn Prússum og Rússum árið 1807.
15.07.2021 - 17:08
Viltu elda eins og Marilyn Monroe?
Almúganum leiðist seint að fá að skyggnast inn í líf fræga fólksins, ekki síst inn í þeirra helgustu vé. Því má halda fram að matreiðslubækur, með tilheyrandi athugasemdum og inníkroti, séu með því allra persónulegasta og því fengur að kokkabókum stórstjarna, þá sjaldan sem slíkt innlit býðst á annað borð.
19.06.2021 - 12:31
Þota einræðisherra Rúmeníu boðin upp
Einkaþota Nicolaes Ceausescus, fyrrverandi einræðisherra í Rúmeníu, var í dag seld á uppboði fyrir 120 þúsund evrur, um það bil 17,6 milljónir króna. Á annað hundrað safnarar og áhugamenn um flug og allt sem því við kemur tóku þátt í uppboðinu, ýmist á vefnum eða í síma. Lágmarksboð í þotuna var 25 þúsund evrur eða 3,7 milljónir króna.
28.05.2021 - 16:56
Mynd eftir van Gogh seldist á milljarð
Mynd eftir hollenska málarann Vincent van Gogh seldist í gær hjá Sotheby's uppboðshúsinu í París fyrir þrettán milljónir og níutíu þúsund evrur, jafnvirði eins milljarðs og níu hundruð og sextíu þúsund króna.
26.03.2021 - 08:18
Munir tengdir Dylan seldust fyrir hálfa milljón dala
Munir tengdir tónlistarmanninum og ljóðskáldinu Bob Dylan seldust fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala á uppboði fyrir skemmstu. Hlutirnir voru úr dánarbúi tónlistarmannsins og vinar Dylans Tony Glover sem lést á síðasta ári.
23.11.2020 - 01:47
Stjörnustríðsleikföng seld fyrir metfé
Safnarar eru áfjáðir í leikföng og annan varning sem tengist kvikmyndunum um Stjörnustríð. Par á mið Englandi datt óvænt í lukkupottinn á dögunum þegar þau uppgötvuðu að þau höfðu erft mikinn Stjörnustríðs-fjársjóð.
06.11.2020 - 08:26
Segir Fold eina húsið sem standi skil á gjöldunum
Ekki er rétt sem varaformaður SÍM heldur fram að Gallerí Fold sé meðal þeirra sem ekki standi skil á fylgiréttargjöldum. Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerís Foldar segir uppboðshúsið þvert á móti vera eina húsið sem standi skil á gjöldunum í dag.
28.07.2020 - 16:13
Dæmi um milljóna skuldir vegna fylgiréttargjalda
Dæmi eru um að fyrirtæki skuldi milljónir í fylgiréttargjöld. Mörg mál eru í gangi hjá Myndstef og nokkuð um kennitöluflakk vegna skuldanna. Þetta staðfestir Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs. Gallerí Fold er eitt þeirra fyrirtækja sem eru treg til að greiða gjaldið segir varaformaður SÍM.
28.07.2020 - 13:48
Auðvelt að svíkjast undan fylgiréttargjöldum
Fara þarf í allsherjar endurskoðun á fylgiréttargjöldum af listaverkum. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, segir fylgiréttargjaldið vera sterk og góð réttindi sem þó sé auðvelt að svíkjast undan að greiða.
Kápumynd Veldisprota Ottókars gæti selst dýrt
Búist er við að kápumynd bókarinnar Veldissproti Ottókars konungs geti selst fyrir allt að 350 þúsund evrur eða jafnvirði 55 milljóna króna á uppboði í París á laugardag.
24.06.2020 - 07:16
Krefst þess að listmunum á uppboði verði skilað
Nígeríski listamaðurinn Chika Okeke-Agulu kallar eftir því að helgum munum sem auglýstir eru á uppboði í París verði skilað til réttra eigenda í Nígeríu. Tvær helgar styttur Igbo-þjóðarinnar í Nígeríu eru falar á uppboðinu, en þær voru fluttar frá landinu í borgarastríðinu síðla á sjöunda áratug síðustu aldar.
22.06.2020 - 06:34
Gítar Kurt Cobain seldur fyrir metfé
Kassagítarinn sem Kurt Cobain lék á við upptökur á órafmögnuðum tónleikum MTV sjónvarpsstöðvarinnar árið 1993 seldist fyrir sex milljónir bandaríkjadala á uppboði um helgina, jafnvirði um 830 milljóna króna. Upphæðin er sú hæsta sem fengist hefur fyrir gítar á uppboði. Fyrra met var sett í fyrra þegar gítar David Gilmour úr Pink Floyd var seldur fyrir um fjórar milljónir dala.
21.06.2020 - 06:54