Færslur: Ungt fólk

Menningin
Björtustu vonum íslenskrar tónlistar komið á óvart
Tónlistarfólkið sem bar sigur úr býtum sem björtustu vonirnar á Íslensku tónlistarverðlaununum fékk forskot á sæluna en verðlaunahátíðin fer fram á laugardag. Gugusar, Steiney Sigurðardóttir og Laufey Lin hljóta verðlaunin.
Bjargaði tugum frá flóðbylgjunni 2004
Annan í jólum 2004 gekk stærðarinnar flóðbylgja yfir nokkur ríki sem liggja að Indlandshafi og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. 10 ára bresk stúlka sem stödd var á eyjunni Phuket náði að vara fólk við og bjarga tugum frá flóðbylgjunni.
16.04.2021 - 09:16
Hipsumhaps og The Vintage Caravan þjást af ást
Í Undiröldu kvöldsins syngja sveitirnar Hipsumhaps og The Vintage Caravan um ást og þjáningar eins og venjulega. Önnur sem vilja upp á dekk með nýtt efni eru þau Sólborg eða Suncity ásamt La Melo, Daníel Hjálmtýssyni, Finn Dal, Volcano Victims og Love Guru.
15.04.2021 - 16:00
Svala og Elíza syngja um ástina og gosið
Það er víða komið við í Undiröldunni að venju og við fáum ný lög frá Jóa Pé og Króla sem eru í sitt hvoru lagi. Einnig syngur Elíza um eldgos, Svala um ástina, Kælan mikla um Sólstöður og Himbrimi um einmanaleikan áður en við endum þetta á klassísku nótunum með Inki og Ingibjörgu.
13.04.2021 - 18:50
Taylor Swift verður loks rétthafi tónlistar sinnar
Taylor Swift hefur undanfarin ár barist ötullega fyrir því að tónlistarfólk eigi réttindin af þeirri tónlist sem það gefur út. Hún hefur lært af biturri reynslu að sú er ekki alltaf raunin. Nú hefur hún gefið út fyrstu enduruppteknu plötuna, Fearless (Taylor's Version), með það að markmiði að eignast réttindin af allri sinni áðurútgefnu tónlist. 
13.04.2021 - 14:01
Þáttur um oxycontin valinn sá besti Í ljósi sögunnar
Undanfarna daga hefur verið háð hörð kosningabarátta á Twitter um besta þátt Í ljósi sögunnar. Í úrslitaviðureigninni mættust þáttur um oxycontin og þáttur um gíslatöku í leikhúsi í Moskvu. Eftir jafna og spennandi baráttu var þátturinn um oxycontin kosinn sá besti.
13.04.2021 - 09:25
Vinirnir sameinast á ný
Tökum á sérstökum endurfundaþætti vinanna í Friends er lokið. Þetta er staðfest á Instagramsíðu þáttaraðanna. Friends er einhver allra vinsælasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma, og gekk í endurnýjun lífdaga með tilkomu hennar á streymisveitum á borð við Netflix. 
13.04.2021 - 06:13
Lovato dansar við djöfulinn og opnar sig um ofskammtinn
Bandaríska söngkonan Demi Lovato er ófeimin við að leyfa aðdáendum sínum að skyggnast inn í líf sitt. Heimildarmyndirnar Stay Strong og Simply Complicated voru frumsýndar 2012 og 2017 og nú hefur Lovato enn einu sinni tekið til við að opna sig. Í heimildarþáttunum Dancing with the Devil segir hún frá kvöldinu sem hún dó næstum úr of stórum skammti af fíkniefnum.
12.04.2021 - 13:18
Hugrakkasta kona Ameríku
Fjórtán ára gömul var Ida Lewis orðin þekkt sem besta sundkona Rhode Island í Bandaríkjunum og frábær ræðari. Frægust er hún þó fyrir björgunarafrek sín en talið er að hún hafi bjargað 18-25 manns úr sjávarháska og fékk hún viðurnefnið: Hugrakkasta kona Ameríku.
09.04.2021 - 15:44
Fimm frískandi og fjörug fyrir helgina
Það er boðið upp á sumarlegan tónlistarkokteil í Fimmunni að þessu sinni þar sem vorið er á næsta leyti hjá þeim allra bjartsýnustu. Við fáum hitabylgju frá Julien Baker, aparassgatið Ian Brown með derring, nýja sálartónlist frá VC Pines og The Jungle, síðan endum við þetta með að senda kovid-kaldar kveðjur frá Fred again... ásamt The Blessed Madonna sem vilja komast á dansgólfið.
Stóru krakkarnir í Kaleo og OMAM með ný lög
Það vantar ekki bomburnar í Undiröldu kvöldsins þar sem tónlistarunnendur fá að heyra ný lög frá stórstjörnunum í Kaleo og Of Monsters and Men. Þau eru ekki ein um hituna því við fáum líka ný lög frá Hipsumhaps, Snny, Ugly Since 91, Basaltic Suns og Smára Guðmundssyni.
08.04.2021 - 16:05
Upplestur
Kristín Ragna færir börnum landsins sögu að gjöf
IBBY á Íslandi heldur upp á dag barnabókarinnar með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Kristín Ragna Gunnarsdóttir skrifað skemmtilega smásögu fyrir þetta tilefni, Svartholið. 
Danshöfundar á TikTok fái verðskuldaða viðurkenningu
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon kom af stað bylgju netmótmæla í lok marsmánaðar þegar hann fékk TikTok-stjörnuna Addison Rae til að dansa vinsæla TikTok dansa í þætti sínum The Tonight Show. Fallon og Rae eru gagnrýnd fyrir að veita danshöfundunum ekki þá viðurkenningu sem þau þóttu eiga skilið.
07.04.2021 - 12:17
Barnalag frá Hafdísi Huld og Eden frá Auði ásamt Flona
Páskarnir búnir og kominn tími til að kíkja á útgáfuna um og yfir hátíðarnar. Auður og Floni gáfu út þröngskífuna Eden og ein mest streymda tónlistarkona landsins sendi frá sér fyrsta lag af væntanlegri plötu fyrir börnin. Auk þess koma við sögu Greyskies, Kristín Sesselja, House of deLay and the Crown Jules, Már og Iva, Járnrós og Blóðmör.
06.04.2021 - 18:00
Klukkan sex
Sex sexí hlutir sem við höfum lært um kynlíf
Í hlaðvarpsþættinum Klukkan sex hafa Indíana Rós Ægisdóttir, kynfræðingur, og Mikael Emil Kaaber rætt kynlíf frá öllum mögulegum hliðum. Þættirnir voru tíu talsins og umræðan fór um víðan völl, rætt var um einnar nætur gaman, getnaðarvarnir, sjálfsfróun, kynlífstæki, hinseginleika, fantasíur og margt fleira.
06.04.2021 - 17:01
Landinn
Lettnesk páskahátíð í Vogum
„Ég myndi segja að páskarnir séu þriðja stærsta hátíðin í Lettlandi á eftir jónsmessu og jólum,“ segir Lauma Gulbe frá Lettneska skólanum í Reykjavík. Hún bauð Landanum að upplifa lettneska páskahátíð á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. 
05.04.2021 - 07:30
Klukkan Sex
Allt sem nauðsynlegt er að vita um kynfærin
Í 10. þætti Klukkan sex fjalla Indíana Rós kynfræðingur og Mikael Emil um kynfæri. Þau stikla á stóru um virkni kynfæra, gera til að mynda tilraun til að útskýra tíðahringinn og sáðlát ásamt því að velta fyrir sér hvernig sæði bragðast.
03.04.2021 - 10:20
Eldhugarnir sem hristu upp í hlutunum
„Það eru mörg nöfn þarna sem ég hafði aldrei heyrt um. Sem sýnir hvað þetta er mikilvægt,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leikkona og sögumaður í nýrri franskri teiknimyndaþáttaröð um konur sem hafa sett mark sitt á heiminn.
03.04.2021 - 09:00
Nýtt frá Margréti Rán, Bony Man og Rok
Það er eitt og annað að frétta í tónlistinni þennan þriðjudag en helst má nefna enn eitt lagið frá Margréti Rán og nú er það úr nýlegri heimildarmynd. Síðan er styrktarlag sem var unnið fyrir Krabbameinsfélagið auk þess sem Bony Man, Kaktus Einarsson, Valdís, Rok, Kul og Guðni Þór láta ljós sitt skýna.
30.03.2021 - 18:10
Kynþroskinn
Hvenær erum við tilbúin að stunda kynlíf?
Á kynþroskaskeiðinu breytist fleira en bara líkaminn. Tilfinningarnar verða stærri en nokkru sinni fyrr, þú gætir farið að laðast að fólki og langað að fara að prófa ýmislegt, að kyssa einhvern, stunda sjálfsfróun eða kynlíf. En það er ýmislegt sem ætti að hafa í huga áður, eins og farið er yfir í Kynþroskanum á RÚV.
30.03.2021 - 13:10
Byltingarbarnið í Pakistan
Iqbal Masih flúði nauðungarvinnu í teppaverksmiðju í heimalandi sínu Pakistan aðeins tíu ára gamall. Á sinni stuttu ævi gerðist hann áhrifamikill aðgerðarsinni gegn barnaþrælkun víða um heim áður en hann var skotinn til bana á páskadag 1995.
30.03.2021 - 12:58
Landinn
Kominn aftur þangað sem ferillinn hófst
Þótt skólahald og félagslíf í framhaldsskólum hafi verið óvenjulegt í vetur þá skapaðist um tíma svigrúm til að setja upp leiksýningar. Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði setti upp Hárið og barst liðsauki úr óvæntri átt vegna COVID-19.
28.03.2021 - 20:00
Landinn
„Það eru bara rugludallar um borð“
„Já, örugglega bara síðan ég fór fyrsta túrinn minn þá hefur mig alltaf langað að verða sjómaður,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, jafnan kallaður Huginn, sem er líklega yngsti sjómaður landsins.
Stefnumótamenning- forritin hjálpa í heimsfaraldri
Á tímum samfélagsmiðla hefur stefnumótamenning breyst talsvert, að mati Indíönu Rósar, kynfræðings, og Mikaels Emils. Fólk kynnist á samfélagsmiðlum, á Facebook, Instagram og Twitter, en fólk notar líka smáforrit eins og Smitten og Tinder sem auðvelda fólki að kynnast öðrum til að sofa hjá, „deita“ eða jafnvel giftast.
27.03.2021 - 10:27
Fimm hressandi frá ungum konum og gömlum köllum
Það er bráðnauðsynlegt að hafa góða tónlist í stofufangelsinu og skammtur vikunnar ætti að geta hjálpað heimavinnandi fólki í neyð. Djasstrommarinn og teknótæfan Ela Minus ríður á vaðið og í kjölfarið koma Kali Uchis og Enny með takt og trega, svölu krakkarnir í Crumb og svo slá eldri borgararnir Sir Paul McCartney og Beck David Hansen botninn í þetta.