Færslur: Ungt fólk

Reiðir menn fá ekki stæði
Það er alls konar jazz og huggulegheit í Undiröldu kvöldsins þar sem Sváfnir Sigurðarson syngur fyrstur óð til reiðra manna sem fá ekki stæði. Annað glænýtt og ferskt er frá jazz-dúettunum GDRN og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni, Silvu Thordardottur og Steingrími Karl Teague en síðan taka Páll Rósinkrans, Snorri Helga og stuðboltinn Love Guru við.
03.05.2022 - 17:00
Kindur
Fimmtán ára með dálæti á sauðfjárrækt
„Ég allt í einu fór að fara í fjárhús og þá elskaði ég þær [kindur] allt í einu, ég veit ekki hvaðan þetta kemur,“ segir Marinó Helgi Sigurðsson, fimmtán ára, frá Hólmavík sem hefur frá 2020 varið flestum helgum og sumrum við bústörf í Svansvík í Ísafjarðardjúpi.
30.04.2022 - 08:30
Fimm á radarinn fyrir helgina
Það er venjulegur dans og línudans í Fimmunni að þessu sinni þar sem Hot Chip-bræður skríða aftur inn á radarinn, beinir í baki, og fast í kjölfarið koma Jamie xx og Leeds-ararnir í Easy Life. Síðan er það lágstemmd kerta- og kúrekastemmning frá Angel Olsen og L.A.-skvísunum í Muna.
Seðlar, sól, sjálfstraust og sveitaböll á Suðurlandi
Ballþyrst poppáhugafólk ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð í Undiröldu kvöldsins sem keyrir helgina í gang með sumarslögurum sem fjalla um allt frá seðlum og sjálfstrausti til sólar og sveitaballa á Suðurlandi. Með nýtt eru Emmsjé Gauti og herra Hnetusmjör, Vök, Stjórnin, Ari Árelíus, Karitas Harpa, Eyjaa-systur og Slagarasveitin.
29.04.2022 - 12:30
Einar Vilberg - Upside Down & Everywhere In Between
Einar Vilberg hefur sent frá sér sína fyrstu sólóplötu í fullri lengd, plötuna Upside Down & Everywhere In Between.
Nýliðar höfðu sigur í slóvensku þingkosningunum
Frelsishreyfingin, flokkur nýliðans Roberts Golob, hafði afgerandi betur gegn Lýðræðisflokki forsætisráðherrans, Janez Janša, í þingkosningum í Slóveníu í dag. Eftir að næstum öll atkvæði hafa verið talin er Frelsishreyfingin með 34,5 prósent atkvæða gegn 23,6 prósentum Slóvenska lýðræðisflokksins.
Fimm hálf-drungaleg á föstudegi
Það er smá drungi í loftinu á fyrsta föstudegi eftir komu sumars, en breskt og bandarískt indírokk er í aðalhlutverki hjá fimmunni í dag.
Sýrudjass og draugabær
Undiraldan fer um víðan völl á þessum sólríka þriðjudegi, en akureyskt rokk, sýru-geim-djass og hamingjan sjálf eru meðal þess sem er á dagskrá.
Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR - While We Wait
Salóme Katrín Magnúsdóttir, Rakel Sigurðardóttir og Sara Flindt sendu nýverið frá sér splitt-skífuna While We Wait. Þetta er fyrsta formlega samstarfsverkefni þessa kraftmikla þríeykis.
18.04.2022 - 16:38
Beinagrindin í skápnum
Undiraldan er í lengri kantinum í kvöld, enda föstudagurinn langi - en það er líka mikið af tónlist sem við þurfum að fara yfir og gera skil. Við heyrum hljóðið í listasamlaginu NEF, hljómsveitunum Pellegrina og Charliedwarf og tónlistarmanninum Flaaryr, svo einhver séu nefnd.
15.04.2022 - 18:59
Fimm löng á föstudegi
Hin eina sanna ást, tímaskekkjur og snakkát með Danny DeVito eru meðal hugðarefna fimmunnar á föstudeginum langa.
15.04.2022 - 16:08
Skagarokk, uglur og eyðimerkurdjamm
Undiralda kvöldsins flakkar frá Akranesvita til pýramídanna í Egyptalandi, með stuttu stoppi í Liverpool. Magnús Jóhann, Ultraflex og Gaddavír eru meðal þeirra sem skjóta upp kollinum.
12.04.2022 - 13:41
Kenndu mér að dansa
Það er mikið um andstæður í Undiröldu kvöldsins; Atli Arnarsson og Inga Björk bjóða upp á lágstemmda lýru- og gítartóna áður en The Boob Sweat Gang, Celebs og Inspector Spacetime kenna okkur að dansa.
08.04.2022 - 18:50
Fimm mamma þín-brandarar og brúðkaupsferð á föstudegi
Leikgleðin ræður ríkjum í Fimmunni þennan föstudaginn, en við heyrum meðal annars langdreginn mamma þín-brandara frá Wet Leg, kíkjum í sýrubleytta brúðkaupsferð með Yung Lean og FKA Twigs, og spilum lúmskt erfiðan tölvuleik úr smiðju ericdoa.
Flugvélar, pollar, áfram með smjörið!
Það er fjölbreytt úrval neðanjarðarpopps á dagskrá í Undiröldu kvöldsins. Við heyrum meðal annars í KUSK, sigurvegara músíktilrauna; Ztonelove, sem er rappari frá Neskaupstað; og Pellegrina, nýjum dúett úr ranni reykvíska neðanjarðarútgáfufélagsins Spectral Assault Records. Áfram með smjörið!
05.04.2022 - 22:16
Opið sár og vestfirsk blóm
Það er hressandi og fjölbreytt rokk í Undiröldu kvöldsins frá hljómsveitunum BSÍ, Ormum og Winterleaves - en örvæntið ekki, það er líka bullandi píanó og rómantík frá tónlistarfólkinu Kjass, Róbertu Andersen, ЯÚN og Axel Thor.
01.04.2022 - 16:00
Fimm skrítnar hljómsveitir á föstudegi
Það er engin venjuleg trommur, gítar og bassi hljómsveit í fimmunni þennan föstudag en engar áhyggjur þetta verður allt í lagi. Við fáum suðræna takta frá þeim Omar Apollo og Daniel Ceasar, Carwyn Ellis og Rio 18, hinsegin skilnaðarlag frá Cat Burns síðan er það lúðrasveitateknó frá Meute og að endingu Asíublandaðan diskó trylling frá Yīn Yīn.
Dagar, nætur og rúsínur á Selfossi
Margir hafa velt því fyrir sér í gegnum tíðina af hverju það sé sniðugt að endurvinna. Svarið við því fæst mögulega hjá Friðrik Dór, Björgvini Halldórssyni og Love Guru í Undiröldu kvöldsins. Annað tónlistarfólk með ný lög að þessu sinni eru Lexzi, Tunglfari, Tara Mobee, ArnarArna og Milkhouse.
29.03.2022 - 12:30
Talið líklegt að stjórn Abela á Möltu haldi velli
Robert Abela forsætisráðherra Möltu vonast til að endurnýja umboð sitt í þingkosningum sem háðar voru í gær. Yfirferð atkvæðaseðla hófst í nótt og rafræn talning með morgninum. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á næstu klukkustundum.
Fimm yfir meðallagi fersk á föstudegi
Það er betri blandan sem boðið er upp á þennan nágráa föstudag í Fimmunni og smellt á fóninn dansvænum djassi og rugluðu rokki. Lúðraveitarstelpan Emma-Jean Thackray er fyrst á svið en svo koma þýsku Jazzanova og síðan eru það fulltrúar yngri kynslóðarinnar í rokki Soccer Mommy, Beabadoobee og Fontaines D.C. sem sturla mannskapinn.
Hver er bjartasta vonin í ár?
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu 30. mars. Samkvæmt hefðinni fær ungt og upprennandi tónlistarfólk möguleika á því að hreppa verðlaunin Bjartasta vonin sem eru veitt í samvinnu við Rás 2. Meðal þeirra sem hafa hreppt þennan titil síðustu ár eru Gugusar, Bríet og Hipsumhaps. Kosningin fer fram á vef RÚV þessa dagana og um að gera að taka þátt í henni. Valið stendur á milli á milli Flott, Árnýjar Margrétar, Sucks to be you Nigel, Rakelar og Supersport!
25.03.2022 - 10:15
Útgöngu- og áfengissölubann í Miami
Borgaryfirvöld bandarísku borgarinnar Miami Beach á Florída hafa ákveðið að setja á útgöngubann næturlangt yfir helgina. Eins verður sala áfengis bönnuð á ákveðnum tímum.
Hækkun fasteignaverðs mest hér meðal Norðurlandanna
Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi meðal Norðurlanda í heimsfaraldrinum þótt það risi talsvert um þau öll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
Flugdrekatímabilið er að fara í gang
Það er af nógu og fjölbreyttu að taka í Undiröldunni þennan þriðjudag þar sem Bríet syngur um flugdreka og Gosi um ský. Önnur með nýtt efni eru Daníel Oliver, Mimra, Atli, Natan Dagur og rappararnir Háski og Séra Bjössi.
22.03.2022 - 19:45
Fimm listræn og tilgerðaleg á föstudegi
Oft er fín lína milli óþolandi tilgerðar og listrænnar snilldar og lögin í Fimmunni þessa vikuna leika sér á þessari línu. Hljómsveitin Arcade Fire er líklegast feitasti bitinn en hinir fjórir, Widowspeak, Bodega, Nilüfer Yanya og Aldous Harding eru líka verulega gómsætir.