Færslur: Ungt fólk

Myndband
Gettu betur keppendur kvöldsins tilbúin í slaginn
Lið Menntaskólans í Kópavogi og Kvennaskólans í Reykjavík mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslita Gettu betur á RÚV í kvöld klukkan 19:40. Liðin búa sannarlega yfir fjölbreyttri þekkingu en annað liðið veit þó lítið sem ekkert um fugla.
05.02.2021 - 12:30
Nú hefst áratugur aðgerða
„Ef allir hjálpast að getum við gert heiminn betri,” segir hin 11 ára Steinunn Kristín, alltaf kölluð Dídí, sposk á svip og bætir við að allir þurfi að kynna sér Heimsmarkmiðin betur. Aron Gauti 16 ára tekur undir þetta og segir að það sé flókið en samt í raun frekar einfalt mál að gera heiminn að betri stað.
05.02.2021 - 08:12
Miðaldafréttir
Nálægt því að afhjúpa leyndardóma Snorralaugar
Snorralaug í Reykholti hefur lengi verið uppspretta vangaveltna um líferni eins fremsta rithöfundar í sögu Íslands, Snorra Sturlusonar. Snorri Másson og Jakob Birgisson, starfsmenn Árnastofnunar, hafa eflaust komist næst því að afhjúpa nýjar vísbendingar um þau veisluhöld sem skipulögð voru í laug skáldsins en eru nú komnir aftur á byrjunarreit.
02.02.2021 - 14:30
Viðtal
Krakkar horfa oft á mjög gróft klám á skólalóðinni
Í nýju hlaðvarpi ræða Indíana Rós og Mikael Emil um allt sem við kemur kynlífi, samböndum og samskiptum kynjanna. Þau fá til sín ýmsa gesti og sérfræðinga og ekkert er þeim óviðkomandi. Í fyrsta þætti beina þau sjónum sínum að einnar nætur gamani.
29.01.2021 - 10:04
Skrekkur eignast lítinn bróður á Suðurlandi í maí
Hæfileikakeppnin Skjálfti fæðist í Þorlákshöfn í vor. Skjálfti er sunnlensk útgáfa af Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, sem hefur farið fram með góðum árangri í 30 ár.
25.01.2021 - 11:52
Búið að draga fyrir þrjú undankvöld Skrekks
í dag fór fram dráttur fyrir undankvöldin í Skrekk, hæfileikakeppni unglinga, sem fara fram dagana 1. - 3. mars. Ekki var unnt að halda Skrekk á síðasta ári og er Hlíðarskóli því ennþá handhafi Skrekksstyttunar.
15.01.2021 - 15:30
Myndum ekki láta beinbrotinn bíða lengi eftir greiningu
Við myndum aldrei láta einstakling bíða í eitt til eitt og hálft ár til að athuga hvot hann væri beinbrotinn. Við eigum heldur ekki að bjóða ungu fólki upp á slíkan biðtíma eftir greiningu á sálrænum vanda. Þetta sagði Bóas Valdórsson sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð á þingi heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum í morgun. Hann sagði að hér á landi væri notast við úrelt tæki til að mæla þroska og geðheilsu fólks.
Óttast að hertar reglur hafi þveröfug áhrif á ungmenni
Claus Hjortdal formaður skólastjórafélags Danmerkur varar við því að hertar sóttvarnaraðgerðir í landinu geti haft þveröfug áhrif en ætlað er á ungt fólk. Fleira skólafólk tekur í sama streng.
Spegillinn
Kórónukreppa bitnar á ungu fólki
Atvinnuleysi fer vaxandi, í síðasta mánuði var það rétt tæp tíu prósent og ef einnig er tekið tillit til þeirra sem eru í minna starfshlutfalli en áður telur Vinnumálastofnun að í október sé atvinnuleysi rúmlega ellefu prósent. Horfurnar fyrir yfirstandandi mánuð eru ekki góðar. Um 40% þeirra sem eru án atvinnu eru undir 35 ára aldri eða um tíu þúsund manns. Viðvarandi atvinnuleysi ungs fólks getur haft langvinn neikvæð áhrif á líf þess, starfsmöguleika og tekjur.
Myndskeið
Huga þarf að líðan og atvinnutækifærum ungs fólks
Huga þarf sérstaklega að líðan og hagsmunum ungs fólk í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga á fundinum. Tryggja þarf atvinnutækifæri fyrir ungt fólk, þannig mætti sporna við kosnaðarsömum félagslegum afleiðingum til framtíðar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði á fundinum að meirihluti eigenda fyrirtækja telji að þau verði enn starfandi að ári. 
Hvert einasta „like“ mengar
Þrír sextán ára nemendur Tækniskólans sem gerðu heimildarmynd um mengun samfélagsmiðla og streymiveita segja að í fyrstu hafi þeir ekki trúað hversu mikil og mengandi áhrif á umhverfið notkun þeirra hefur. Öll klikk, áhorf og birtingar krefjist rafmagns sem sé oftar en ekki fengin frá gríðarstórum og mengandi gagnaverum. Heimildarmynd drengjanna um málið sigraði keppni Ungs umhverfisfréttafólks hjá Landvernd árið 2020 og er nú komin í úrslit í alþjóðlegri keppni.
02.09.2020 - 16:24
Myndband
Japönsk ungmenni vinna mikið og sofa lítið
Það eru ströng inntökuskilyrði í japanska háskóla en stærsti hluti japanskra ungmenna sem útskrifast fá þó vinnu við hæfi að námi loknu. Vinnudagurinn í Japan er langur og lítill tími gefst til hvíldar.
19.05.2019 - 12:00
Tíu ráð til að fá tíu í prófunum
Nocco, nammipoki og námsbækur verða líklegast með því eina sem að kemst fyrir á skrifborðum þjakaðra námsmanna nú þegar lokaprófatörn hefst í skólum landsins. Markmið flestra er að líklegast að standa sig vel og þá er ekki verra að renna yfir nokkur góð prófaráð.
24.11.2018 - 12:49
Er verið að svindla á þér?
Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar maður fer út á vinnumarkaðinn. Reglulega er brotið á ungu fólki og því mikilvægt að þekkja réttindi sín.
21.09.2018 - 12:41
Viðtal
„Er ég kannski vandamálið?“
„Ef þetta eru svona ótrúlega ólíkar upplifanir, þá hefur ekki átt sér stað neitt samtal,“ segir Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona um þær viðkvæmu aðstæður í samskiptum kynjanna sem fjallað er um í sjónvarpsmyndinni Mannasiðir.
05.04.2018 - 14:36
Smálán að sliga ungt fólk
Ungt fólk leitar í auknum mæli til umboðsmanns skuldara, og meginvandi þess er nú orðinn smálánaskuldir. Örugglega ein versta ákvörðun sem ég hef tekið, segir ungur karlmaður sem tók smálán. Ung kona sem oft hefur tekið smálán segir flest alla sem hún þekki gera slíkt. Umboðsmaður skuldara segir fólk oft borga smálán með smáláni og lenda í skuldavef.
13.02.2018 - 18:53
Þátttaka ungs fólks ekki minni heldur öðruvísi
Ungu fólki finnst kosningarétturinn mikilvægur en það lítur ekki endilega svo á að það sé borgaraleg skylda þess að kjósa. Þetta segir Ragný Þóra Guðjohnsen, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ. Hún varði nýlega doktorsrannsókn sem fjallar um sýn ungra Íslendinga, fjórtán og átján ára, á borgaralega þátttöku og það hvað einkenni góðan borgara. Ragný telur ekki að dregið hafi úr borgaralegri þátttöku ungs fólks hér á landi, heldur birtist hún með öðrum hætti en áður.
25.10.2016 - 18:02
Segir skattkerfið andsnúið ungu fólki
Það hefur verið samdráttarskeið, framleiðni hefur minnkað og starfamyndun er hæg. Kynslóðin sem er að koma inn á vinnumarkaðinn er fjölmenn og menntunin sem hún hefur aflað sér hentar atvinnulífinu ekki nægilega vel. Þá er skattkerfið almennt andsnúið ungu fólki. Þetta er meðal þess sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, telur skýra versnandi efnahagsstöðu ungs fólks á Vesturlöndum. Hann telur að ungt fólk í dag þurfi í auknum mæli að reiða sig á foreldra sína.
31.03.2016 - 16:13
  •