Færslur: Ungt fólk

Lexzi og Svavar Knútur ásamt Irish Mythen spegla sig
Undiraldan er á poppuðum folk-nótum að þessu sinni með nýjum lögum og sönglum frá Svavari Knúti ásamt Irish Mythen, Eygló, Sváfni Sig, Lexzi, Íkorna, Jóhönnu Guðrúnu og síðast en ekki síst Á móti sól.
29.06.2021 - 17:45
Fimm fjörug afsprengi djöfulsins sem gleðja
Rassinn á Lorde hefur verið milli tannana á fólki undanfarna daga enda langt síðan að hún hefur sent frá sér lag. En rassgatið hún Lorde er ekki það eina i fimmunni því þar eru líka ný lög frá söngvaskáldunum José González og Aldous Harding og fönkí stemmur frá Joy Crookes og rapparanum ArrDee.
Lón, Sigrún Stella og Lights On the Highway í ólgusjó
Súpergrúbban Lón heyrist í fyrsta skipti í Undiröldunni í kvöld en hún er skipuð þekktum tónlistarmönnum úr bransanum. Önnur sem koma við sögu eru Sigrún Stella, Lights On the Highway, Nýju fötin keisarans, Vill ásamt Agnesi, Joseph Cosmo Muscat ásamt Sólkötlu og síðast en alls ekki síst Kaktus Einarsson.
24.06.2021 - 15:00
Sumar, sól og ást hjá Góss, Ólafi Kram og Albatross
Það er svo sannarlega ekki súld hjá tónlistarfólkinu þessa dagana en GÓSS og Albatross fagna sumar og sól í sínum nýjustu lögum. Önnur sem eru með nýtt efni í Undiröldu kvöldsins eru Ólafur Kram, Króli og Rakel Björk, Ásta, Oscar Leone, Eygló og Húmbúkk.
22.06.2021 - 16:40
Fimm frískandi og fjörug á föstudegi
Þrátt fyrir að veðrið sé með tóm leiðindi þá er augljóslega sumar í siðuðum löndum eins og tónar Fimmunnar endurspegla. Tónlistarfólkið sem kemur með sumarið til okkar eru ljóðskáldið Mustafa, rappararnir Pa Salieu og Slowthai, dansdívan Peggy Gou, ólíku dúettarnir Sofi Tucker og Amadou og Mariam auk tónlistarkonunnar H.E.R.
Valgeir Guðjóns, Tómas R. og Ragga Gísla á hringveginum
Það er skemmtileg blanda af þekktum og minna reyndum tónlistarmönnum í Undiröldu kvöldsins. Við byrjum á poppuðum jazzi frá Tómasi R. og Röggu Gísla og förum síðan yfir í slagara frá Hákoni sem er í Barcelona, Supersport, Láru Rúnars, Valgeiri Guðjónssyni, Tær, Red Riot ásamt David44 og loks Kef Lavík.
15.06.2021 - 16:20
Fimm frelsandi á föstudegi
Það er jákvæðni og hellings sumar í Fimmunni að þessu sinni þó að Robert Smith komi við sögu í samstarfi sínu við Chvrches. Önnur með spriklandi ferskt eru hjólaskautaáhugamaðurinn Chet Faker og hressu stelpurnar í Girl Ray ásamt endurgerð Önnu Prior á Metronomy og smellur frá partýdýrunum í Jungle.
Stuttmynd
Stuttmynd um þurrt morgunkorn sigraði Töku 2021
Stuttmynd um augnablikið þegar þú uppgötvar að það er ekki til nein mjólk út á morgunkornið fékk fyrstu verðlaun á Töku, stuttmyndasamkeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar, árið 2021.
10.06.2021 - 15:17
Kig & Husk, Árstíðir og Skrattar í vandræðum
Undiraldan er á rokk- og kúrekabuxum að þessu sinni og kynnir Kig & Husk sem er skipuð tveimur sjóuðum hetjum úr tónlistarbransanum, þeim Frank Ske Hall og Hössa Quarashi. Aðrir sem koma við sögu eru vandræðagemsarnir í Skröttum, Led By Lion, Axel O, Árstíðir, Bony Man og Greyskies.
10.06.2021 - 15:15
Nógur tími og lífsgleði hjá Moses Hightower og Bubba
Það er að venju víða komið við í Undiröldunni og við heyrum nýmeti frá nýliðum sem og reynsluboltum úr bransanum. Moses Hightower senda frá sér ábreiðu af Hljómum og Bubbi er með nýjan sumarslagara en önnur sem koma við sögu eru Richard Scobie, Daníel Óliver, Offbít, Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds ásamt SinfoniaNord og Þórdísi Petru.
08.06.2021 - 19:15
Myndskeið
GDRN flytur lagið Norðurljósin á Sögum
Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, flutti lagið Norðurljósin á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, sem fram fór í Hörpu í kvöld. Lagið er eftir hinar 11 ára gömlu Anítu Lind Arnþórsdóttur og Urði Eir Baldursdóttur.
05.06.2021 - 22:40
Slímugri Söguhátíð lokið – fjölbreyttir sigurvegarar
Sögur, verðlaunahátíð barnanna, var haldin með pompi og prakt í Hörpu í kvöld. Á hátíðinni er það efni verðlaunað sem þótt hefur skara fram úr í íslenskri barnamenningu á síðasta ári. Sigurvegararnir voru valdir af börnum í gegnum netkosningu.
05.06.2021 - 21:15
Myndskeið
Laddi heiðraður á Sögum, verðlaunahátíð barnanna
Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, hlaut heiðursverðlaun á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, sem fram fór í Hörpu í kvöld.
05.06.2021 - 20:50
Viðtal
Miklu betra lag en hann hefði getað ímyndað sér
Birnir Eiðar Eiríksson var einn af þeim sem sendi inn lag og texta í Sögu verkefni KrakkaRÚV. Lagið hans, Vonin er sterk, var valið áfram og Birnir fékk að fullvinna það ásamt Ingvari Alfreðssyni, upptökustjóra og Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara.
05.06.2021 - 09:00
Fimm djammvænar diskókúlur á föstudegi
Þórólfur verður væntanlega ekki ánægður með fimmuna að þessu sinni því hún bókstaflega hvetur fólk til að fara óvarlega um helgina og sleppa fram af sér djammbeislinu. Við byrjum í dansvænu póstpönki Bristol-sveitarinnar Idles og förum síðan í fjögur lög sem smellpassa á klúbbinn frá A Certain Ratio ásamt Emperor Machine, Cola Boyy ásamt The Avalanches, Róisín Murphy og samstarfi Duke Dumont og Channel Tres.
Sögur, verðlaunahátíð barnanna haldin í fjórða sinn
Sögur, verðlaunahátíð barnanna er haldin í fjórða skipti laugardagskvöldið 5. júní í Hörpu. Á hátíðinni er það menningarefni verðlaunað sem talið er hafa skarað fram úr í íslenskri barnamenningu.
04.06.2021 - 10:02
Friðrik Dór og Elín Hall upplifa daga og nætur
Tónlistarfólkið okkar er svo sannarlega ekki komið í sumarfrí og útgáfa í miklum blóma í byrjun júní. Friðrik Dór sendir frá sér annað lag ársins og Elín Hall er spennt fyrir björtum nóttum sumarsins. Annað tónlistarfólk með nýtt efni er H. Mar, Iðunn Iuvenilis, Daníel Óliver, Atli Steinn og Ask the Slave.
03.06.2021 - 15:30
Stjórnin og Gugusar hleypa gleðinni inn
Fyrsta Undiralda júnímánaðar startar sumrinu með látum og í boði eru ný lög frá hressustu og jákvæðustu sveit Íslandssögunnar, Stjórninni, og hinni aðeins alvarlegri Gugusar. Önnur með nýtt eru Hildur; Doddi ásamt Íris Ey; Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason; Benni Hemm Hemm; Hreimur, Embla og Magni og Basaltic Suns.
01.06.2021 - 17:25
Viðtal
Þrír dúxar komust óvænt að því að þau eru öll tvíburar
Brautskráning frá framhaldsskólum stendur sem hæst þessa dagana. Í flestum skólum fær einn útskriftarnemi sérstök verðlaun fyrir námsárangur. Dúxarnir hafa hæsta meðaleinkunn. Þrír dúxar úr þremur skólum komu saman og spjölluðu um lífið og tilveruna í Samfélaginu á Rás 1 og komust að því að þau ættu ýmislegt fleira sameiginlegt en að hafa dúxað. Til dæmis að þau eru öll tvíburar.
01.06.2021 - 16:28
Heiðarskóli sigraði - Nýtt Íslandsmet í hraðaþraut
Heiðarskóli bar í kvöld sigur úr bítum í Skólahreysti. Skólinn endaði með 64 stig og sigraði með minnsta mögulega mun en Laugalækjarskóli lenti í öðru sæti með 63,5 stig. Flóaskóli varð svo í þriðja sæti með 55,5 stig.
29.05.2021 - 21:19
Var bæði skemmtilegt og erfitt að vera í tökunum
Þriðja og síðasta stuttmyndin sem framleidd var í tengslum við Sögu verkefni KrakkaRÚV var frumsýnd í gær. Höfundar myndarinnar léku líka aðalhlutverkin og sögðu það hafa verið bæði skemmtilegt og erfitt að vera í tökum.
29.05.2021 - 14:00
Þrír Íslandsmethafar í úrslitum Skólahreysti í kvöld
Hraustasti skóli landsins verður krýndur í kvöld þegar úrslitin í Skólahreysti fara fram í Mýrinni í Garðabæ. Tólf skólar unnu sér inn þátttökurétt í úrslitunum eftir æsispennandi undankeppnir þar sem þrjú Íslandsmet voru sett. Þrír Íslandsmethafar verða meðal keppenda í kvöld.
29.05.2021 - 13:28
Tónlist
Hljómsveitirnar sem keppa til úrslita í Músíktilraunum
Úrslit Músíktilrauna fara fram í dag. Tólf hljómsveitir etja þar kappi. Sýnt verður beint frá úrslitunum á RÚV2 og RÚV.is.
29.05.2021 - 10:59
Fimm silkimjúk og seiðandi fyrir helgina
Það er silkimjúk og seiðandi tónlist í fimmunni fyrir helgina en við sleppum þó allri væmni og það er stutt í stuðið. Jorja Smith ríður á vaðið með karabískum takti og trega, PawPaw Rod er á svipuðum en aðeins súrari slóðum og svo er það dreymandi raftónlist frá Daniel Avery, Paraleven ásamt Nathan Ball og Burial sem startar helginni.
Babies, Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason í sumarstuði
Það er nóg að frétta í innlendri útgáfu þessa dagana eins og endranær og við fáum brakandi fersk lög frá þeim Sin Fang, Sóleyju og Örvari Smárasyni sem halda áfram að gefa út eitt lag í mánuði. Önnur með nýtt eru þau Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, Ezekiel Carl, Babies, Heró, Ari Árelíus, Kvika, Teiti og Mr Silla.
27.05.2021 - 18:05