Færslur: Ungt fólk

Landinn
Framtíðin er ekki óskrifað blað
„Það er enginn lengur sem fer um á morgnana og slekkur á lýsislömpum hér í Reykjavík og það eru heldur engir sótarar hérna lengur. Og það er fullt af öðrum störfum sem einu sinni voru mikilvæg sem eru ekki lengur til,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
20.09.2021 - 11:40
Ræðir kosningamálin á róló og yfir ís
„Mér finnst mjög gaman að spjalla við stjórnmálafólk vegna þess að það svarar á mjög áhugaverðan hátt, þau eru fræðandi á skringilegan hátt,“ segir Magnús Sigurður Jónasson, ungur fréttamaður sem hefur kynnt sér alla frambjóðendur í komandi kosningum í þáttunum Krakkakosningar. Til stendur að halda skuggakosningar fyrir grunnskólabörn um allt land.
Fimm djössuð stuðlög á föstudegi
September er hálfnaður sem þýðir að nú eru tæplega hundrað dagar til jóla og því ber að fagna með djössuðum og dansvænum slögurum frá gleðisveitinni Glass Animals, töffaradúettinum Tokimonsta og Channel Tres, saxófónsgeggjaranum Kamasi Washington, rapparanum knáa Little Simz ásamt Obongjayar og söngkonunni geðþekku Yebbu.
Nýtt frá Dr Gunna, Pale Moon og Bjartmar og Bergrisunum
Undiraldan er einungis á netinu þessa dagana vegna komandi kosninga en það stoppar ekki tónlistarfólkið í útgáfunni. Þessa viku heyrum við ný lög frá jazzistanum Önnu Grétu, þungarokkurunum í Dimmu, ópólítískum Bjartmari ásamt Bergrisunum, rússnesk-íslensku Pale Moon, tilraunakenndri Tunglleysu, hljómsveit Dr. Gunna, hlaðvarpsstjörnunni Flosa og áhrifavaldabandinu Superserious.
16.09.2021 - 17:30
Fimm súr í súld
Blessuð súldin elskar allt, allt með kossi vekur eins og við vitum og þess vegna þarf blessunin tónlist við hæfi og hana skortir ekki í fimmunni að þessu sinni. Í boði eru lög frá Lönu Del Rey, Big Thief, Radiohead, BadBadNotGood og Joy Orbison ásamt Léu Sen en þau eru öll gíruð í himneska hauststemmningu.
Kontiniuum og Karlotta í Undiröldunni
Vegna kosninga er Undiraldan einungis á RÚV-vefnum þessa dagana en það kemur ekki í veg fyrir að tónlistarfólk sendi frá sér músik. Að þessu sinni eru það Kontiniuum, Gunni og Felix, Devine Defilement. Karlotta, Heiða, Bony Man, Thin Jim & the Castaways og Hlynur Ben sem láta ljós sitt skína.
09.09.2021 - 15:30
Úr hlutverki Sigga sæta í fréttalestur
Gunnar Hrafn Kristjánsson er nýr liðsmaður Krakkafrétta. Gunnar Hrafn er mörgum kunnur því að hann lék hinn uppátækjasama ormasafnara Óla í þáttaröðinni Fólkið í blokkinni.
06.09.2021 - 15:52
Fimm hel hressandi við helgarþrifin
Kanye West átti flestar fyrirsagnir í vikunni og við fáum tóndæmi frá séranum í fimmunni. Auk þess koma við sögu hulduhitt frá Caroline Polachek, sumarbústaðarstemning frá Sufjan Stevens ásamt Angelo De Augustine og hressandi post pönk sem passar við kraftskúringar frá Parquet Courts og Amyl & the Sniffers.
Herra Hnetusmjör ásamt Flóna og Birnir ásamt Aroni Can
Hamraborgarprinsinn Herra Hnetusmjör sendi frá sér nýja plötu síðastliðinn þriðjudag sem verður að teljast til tíðinda. Auk þess er boðið upp á nýtt og nýlegt efni frá Birni ásamt Aroni Can, Kælunni miklu, Heró, Hipsumhaps, Omotrack, Krömpum og Daníel Hjálmtýssyni í Undiröldunni að þessu sinni.
02.09.2021 - 15:00
Nýtt frá Nýdanskri, Kælunni miklu og Bigga Maus
Sum af síðustu lögum sumarsins detta inn í Undiröldu kvöldsins þar sem Nýdönsk eru í kosningaham, Biggi í Maus biður fyrirgefningar en Kælan mikla syngur inn ný lægðarkerfi og hauststorma. Auk þeirra koma við sögu, Brek, Kef Lavík, Tendra, Magnús Jóhann Ragnarsson og Skúli Sverrisson.
31.08.2021 - 17:50
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
Fimm hugguleg fyrir helgina
Það er rólegheitastemmning í Fimmunni að þessu sinni með nýjum lögum frá pabbarokksveitinni The War On Drugs, tónlistarkonunni Courtney Barnett sem syngur um peninga og vinunum Natalie Bergman og Beck sem endurgera saman gamla sálarperlu en James Blake leitar að innri friði og að lokum er það furðufuglinn Chilly Gonzales sem lýsir yfir endurkomu tónlistarinnar.
Reykjavíkurdætur, GDRN + Flóni og Sinfó með nýtt sprell
Það vantar ekki nýja íslenska tónlist þennan þriðjudaginn og er boðið upp á nýja útgáfu af Lætur mig í flutningi GDRN, Flóna og Sinfó auk þess sem Reykjavíkurdætur láta sig varða málefni mæðra. Önnur með nýtt efni að þessu sinni í Undiröldunni eru Aron Can, Boncyan, Kahninn, Grasasnar, ferrARI, Draumfarir og Kristín Sesselja.
20.07.2021 - 16:50
Fimm hressandi poppneglur á föstudegi
Það er skandipopp og danstónlist í fimmunni að þessu sinni og boðið upp á nýtt efni frá norsku poppprinsessunum Aurora og Sigrid, auk þess er að finna nýja og sólríka slagara frá Chemical Brothers, Arlo Parks, Tycho og Ben Gibbard.
Snorri Helga, Dr Gunni og Eiki Hauks gera engin mistök
Snorri Helgason er með hugann í fortíðinni í nýju lagi sínu Haustið '97 og Dr. Gunni fær Eirík Hauksson með sér í permanents- og spandexslagarann Engin mistök í Undiröldu kvöldsins. Önnur með ný lög eru Sigurður Guðmundsson, hljómsveitin Pálmar, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Vala og Guðni Þór.
15.07.2021 - 17:00
Segir ástæðu til bjartsýni eins og staðan er núna
Drífa Snædal forseti ASÍ telur útlitið á vinnumarkaði nú almennt ágætt. Ferðaþjónustan sé að fara af stað með miklum krafti og fólk að snúa til fyrri starfa þar. Hún segir alla finna það á eigin skinni hve mjög er að lifna yfir samfélaginu.
Ásgeir Trausti, Ellen og Þorsteinn eru hluthafar
Það er gósentíð í íslenskri tónlist þessa dagana og tónlistarfólkið okkar keppist við að senda frá sér ný lög í hjólhýsi landsmanna. Ásgeir Trausti er með lag um minnstæðan atburð úr æsku sinni og Ellen Kristjáns sendir frá sér annan dúettinn á skömmu tíma, að þessi sinni með Steina Hjálmi. Önnur með nýtt efni eru Sigga Eyrún, Fríða Dís og Rolf Hausbentner Band, Clubdub ásamt Mambakid, Marius DC og Vill ásamt kef LAVÍK.
13.07.2021 - 16:30
Fimm á föstudegi fer á djúpið
Hljómsveitin Big Red Machine fær Taylor Swift í heimsókn í laginu Renegade og síðan er lagt á djúpið með suðrænum kokteil hristum af Quantic og vinkonu hans Nidia Góngora, þá er það súr slagari frá Helvetia og að lokum tækni og dansvæn vísindi frá LoneLady og Overmono.
Damon, Freyjólfur og Klara Elías fara heim
Það heyrast tilraunir af ýmsu tagi í Undiröldu kvöldsins, Klara Elías spreytir sig á þjóðhátíðarlagi og Damon sendir frá sér söngul af væntanlegri plötu. Önnur sem vilja upp á dekk eru Freyjólfur, Milkhouse, ferðalangurinn Ragnar Ólafsson, Íris Hólm og hestakonan Fríða Hansen.
08.07.2021 - 16:50
Vök, Unnsteinn, Love Guru og Villi Neto fara í sleik
Það er komin svo mikil sumarstemning í mannskapinn að meira að segja Skítamórall er búinn að senda frá sér sumarlag sem heyrist í Undiröldu kvöldsins. Önnur tíðindi koma frá herbúðum Unnsteins, Vök, Dodda og Villa Neto, Ouse, Kára the Attemps, The Vaccines auk reggíslagara þeirra Óskars Guðnasonar og Eyþórs Úlfars Þórissonar.
06.07.2021 - 17:00
Fimm sumarneglur á föstudegi
Það er sumar, sól og klúbbastemmning i Fimmunni þennan föstudag og boðið upp á ferska endurhljóðblöndun af Faithless, Texas x Wu-Tang Clan og Khruangbin. Annað að frétta eru ný stuðlög frá leynisveitinni Sault og krúttinu Beabadoobee.
Herra Hnetusmjör og Cell 7 flækja málin
Herra Hnetusmjör tekur fram gítarinn í nýju lagi í Undiröldu kvöldsins og Cell 7 er með lag af væntanlegri plötu. Önnur sem koma við sögu eru þau Aron Can, sem var að gefa út nýja plötu, ZÖE, Kvika, Júpíters og Mikael Máni.
01.07.2021 - 16:10
Lexzi og Svavar Knútur ásamt Irish Mythen spegla sig
Undiraldan er á poppuðum folk-nótum að þessu sinni með nýjum lögum og sönglum frá Svavari Knúti ásamt Irish Mythen, Eygló, Sváfni Sig, Lexzi, Íkorna, Jóhönnu Guðrúnu og síðast en ekki síst Á móti sól.
29.06.2021 - 17:45
Fimm fjörug afsprengi djöfulsins sem gleðja
Rassinn á Lorde hefur verið milli tannana á fólki undanfarna daga enda langt síðan að hún hefur sent frá sér lag. En rassgatið hún Lorde er ekki það eina i fimmunni því þar eru líka ný lög frá söngvaskáldunum José González og Aldous Harding og fönkí stemmur frá Joy Crookes og rapparanum ArrDee.
Lón, Sigrún Stella og Lights On the Highway í ólgusjó
Súpergrúbban Lón heyrist í fyrsta skipti í Undiröldunni í kvöld en hún er skipuð þekktum tónlistarmönnum úr bransanum. Önnur sem koma við sögu eru Sigrún Stella, Lights On the Highway, Nýju fötin keisarans, Vill ásamt Agnesi, Joseph Cosmo Muscat ásamt Sólkötlu og síðast en alls ekki síst Kaktus Einarsson.
24.06.2021 - 15:00