Færslur: UngRÚV

„Er kallinn bara kominn úr skápnum?“
Árið 2018 deildu 365 strákar persónulegri reynslu sinni á Twitter undir myllumerkinu #karlmennskan og sögðu frá því hvernig staðalímyndir um karlmennsku komu í veg fyrir tækifæri í lífinu og hamingju. Þorsteinn V. Einarsson, forsprakki byltingarinnar, segist hann sjálfur hafa verið hluti af vandamálinu þar til hann setti á sig naglalakk og fékk hugljómun.
05.10.2020 - 15:15
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upptakturinn
Bein útsending frá tónleikum Upptaktsins 2020 þar sem fullorðnir flytja tónverk eftir krakka.
16.06.2020 - 16:45
Tveir nýir daglegir sjónvarpsþættir hefja göngu sína
Í ljósi þess að skóla- og frístundastarf er með skertu móti þessa dagana hefur RÚV ákveðið að bjóða upp á tvo nýja daglega sjónvarpsþætti sem báðir eru ætlaðir ungu fólki. Annars vegar er það þátturinn Heimavist og hins vegar er það þátturinn Núllstilling. Báðir þættir verða sýndir á RÚV alla virka daga.
27.03.2020 - 18:36
Myndskeið
Hlíðaskóli vann Skrekk
Hlíðaskóli stóð uppi sem sigurvegari Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, í kvöld með atriðinu „Þið eruð ekki ein.“ Atriðið fjallar um mikilvægi þess að eiga góða að þegar stigið er fram sem hinsegin einstaklingur. Árbæjarskóli lenti í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja. Átta skólar kepptu til úrslita í kvöld í beinni útsendingu á RÚV.
11.11.2019 - 22:39
Barnamenningarhátíð í beinni
Í dag verður Barnamenningarhátíð 2019 sett með opnunarviðburði í Eldborgarsal Hörpu. Viðburðum verður streymt í beinni á vef KrakkaRÚV, en með útsendingunni er öllum börnum víðs vegar um landið gert kleift að fylgjast með.
09.04.2019 - 09:26
Hæfileikarnir á UngRÚV
Bein útsending var í kvöld frá Hæfileikunum, hæfileikakeppni félagsmiðstöðva í Reykjavík.
08.04.2019 - 19:39
Rappkeppni unga fólksins í beinni í kvöld
Rímnaflæði 2018 fer fram í Fellahelli í Fellaskóla föstudaginn 16. nóvember. Húsið opnar kl. 19.30 og stendur keppnin til kl. 22.00. Sýnt verður í beinni frá keppninni á ungruv.is og ruv.is.
16.11.2018 - 17:17
Dagskrárgerð unglinga og SKAM í UngRÚV
UngRÚV er glæný þjónusta fyrir unglinga þar sem dagskrárgerðarmenn framtíðarinnar fá að láta ljós sitt skína. Auk þess að vera vefsjónvarp verður til dæmis boðið upp á vinsælar vefseríur fyrir ungmenni. Allar seríur SKAM verða aðgengilegar á UngRÚV og þar verður Íslandsfrumsýning á norsku þáttunum Blank sem margir kalla hið nýja SKAM.
31.10.2018 - 15:33