Færslur: UngRÚV

Réttarholtsskóli sigrar í Skrekk
Réttarholtsskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, í kvöld.
14.11.2022 - 19:30
Skrekkur
Réttarholtsskóli og Langholtsskóli áfram í Skrekk
Tilkynnt var um að Réttarholtsskóli, með atriðið „Þetta unga fólk,“ og Langholtsskóli, með atriðið „Hin fullkomna þjóð,“ hafi komist áfram með svokölluðu dómarakorti í dag.
10.11.2022 - 13:01
Skrekkur
Ólétta, fíkn, fjör og dramatík í Skrekk
Þriðja og síðasta undankeppni í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ljósi er varpað á fordóma fullorðinna gagnvart unglingum, minnt er á mikilvægi náungakærleiks og þess að halda áfram með lífið þótt erfiðleikar banki upp á.
09.11.2022 - 15:21
Skrekkur
Jákvæðnin er smitandi í Skrekk
Önnur undankeppni Skrekks er í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þar er fengist við andlega heilsu unglinga, réttindabaráttu fatlaðra, ágang tækninnar í bland við að lífinu sé fagnað.
08.11.2022 - 13:46
Skrekkur
Hjólatúr í Breiðholti og símar sem hlusta í Skrekk
Fyrsta undankeppni Skrekks verður Borgarleikhúsinu í kvöld. Þar er fengist við hrylling, dauðann og heimilisofbeldi en líka fegurðina í minningum um látna ástvini og hvernig Íslendingar geta orðið betri þjóð.
07.11.2022 - 13:40
Mynd með færslu
Í BEINNI
Beint: Danskeppni Samfés
Danskeppni Samfés er keppni ungs fólks á aldrinum 10-18 ára. Markmiðið er að hvetja ungt fólk á landsvísu til þess að koma fram á þessum viðburði með sinn eigin dansstíl. Keppt er í einstaklings- og hópakeppni í aldursskiptum hópum. Keppendur sýna frumsaminn dans og sjá alfarið um alla þá þætti sem snúa að því að sýna opinberlega fullbúið dansatriði og alla umgjörð dansatriðisins.
19.03.2021 - 19:07
Danskeppni Samfés í kvöld
„Danskeppnin er mikilvægur vettvangur þar sem ungt fólk af öllu landinu hefur tækifæri til að hittast, koma fram og sýna frumsaminn dans,“ segir Victor Berg Guðmundsson framkvæmdastjóri Samfés.
19.03.2021 - 09:40
Skrekkur
Sæmundarskóli í annað sinn í úrslitum
Sæmundarskóli komst áfram úrslit Skrekks með atriðið „Leitin að liðnum tímum“. Þrátt fyrir vel unnið atriði áttu þau erfitt með að trúa því að þau væru komin í úrslitin. „Við erum enn að bíða að Skrekkur hringi og segi: Það var smá misskilningur þið eruð ekki að komast áfram,“ segir Karen, þátttakandi Sæmundarskóla í Skrekk.
13.03.2021 - 13:42
Jörðin kveikjan að atriðið Seljaskóla
Seljaskóli komst áfram í úrslit Skrekks með atriðið „Sköpun jarðar“. „Okkur fannst rosalega merkilegt hvernig allt gerðist, hvernig jörðin varð til og mannkynið. Við erum bara að sýna frá grunni hvernig þetta allt saman byrjaði og hvernig þetta er núna,“ segir Karen Emma, ein þátttakenda Seljaskóla í Skrekk.
12.03.2021 - 13:08
Ólýsanleg tilfinning að komast í úrslit
Ingunnarskóli er kominn áfram í úrslit Skrekks með atriðið „Af hverju má ég ekki bara vera ég?". Með atriðinu vilja þátttakendur vekja athygli á þeirri miklu pressu sem fylgir því að vera unglingur. Hugmyndin kom snemma upp í æfingaferlinu og lá beinast við að fara þessa leið þar sem þau tengja svo vel við efnið.
12.03.2021 - 11:44
Skrekkur
Óskrifuðu reglurnar sem unglingar fylgja
„Það geta ekki allir litið eins út. Það hafa ekki allir efni á sama dótinu, þessu nýja, fína og flotta,“ segir Saga María Sæþórsdóttir nemandi í Langholtsskóla. Skrekkshópur skólans segist vilja vekja athygli á þessu með glaðlegum hætti, ekki með því að rífast og skammast á dramatískan hátt.
11.03.2021 - 14:25
Skrekkur
Grafalvarlegt stjórnmálagrín
Austurbæjarskóli er annar af tveimur skólum sem komust áfram í úrslit Skrekks á svokölluðu „wildcard“. Skrekkshópnum finnst hugmyndin að atriðinu spennandi vegna þess hve margir skólafélagar þeirra eru af erlendum uppruna.
11.03.2021 - 13:05
Skrekkur
Vekja athygli á einhverfu
Laugalækjarskóli komst áfram í úrslit í Skrekk með atriðið „Í öðru ljósi“. Með atriðinu vilja þau vekja athygli á einhverfu. Þau segjast ekki hafa vitað mikið um einhverfu áður en þau byrjuðu að vinna atriðið.
10.03.2021 - 12:50
Skrekkur
Geggjuð tilfinning
Hagaskóli komst áfram í Skrekk á svokölluðu „wildcard“ í keppninni með atriði skólans sem nefnist Fimm stig missis. Keppendur segja að tilfinning hafi verið geggjuð.
10.03.2021 - 09:38
Ungmenni óhræddari við að ögra kynjatvíhyggjunni
„Að vera hinsegin er í raun að falla ekki inn í þetta hefðbundna gagnkynhneigða norm, vera ekki sískynja heldur geta verið allt sem fellur þar fyrir utan. En hinseginleikinn er samt svo afstætt hugtak. Maður geti verið svona og hinsegin og hver og einn á sína eigin skilgreiningu á því hvað er að vera hinsegin,“ segir Ingileif Friðriksdóttir, rekstrarstjóri Ketchup Creative, fyrirlesari, rithöfundur og annar stofnandi Hinseginleikans.
08.03.2021 - 10:28
Sæmundarskóli og Laugalækjarskóli komust áfram í Skrekk
Sæmundarskóli og Laugalækjarskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á þriðja og síðasta undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.  
03.03.2021 - 22:18
Hverjir komast áfram á síðasta undankvöldinu?
Annað undankvöld Skrekks fór fram í gær þar sem Langholtsskóli með atriðið Boðorðin 10 og Hlíðaskóli með atriðið Beirútin mín komust áfram. Í kvöld kemur í ljós hvaða tveir skólar bætast við úrslitakvöldið 15. mars sem verður í beinni útsendingu á RÚV.  
03.03.2021 - 12:15
Hlíðaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekks
Hlíðaskóli og Langholtsskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á öðru undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.
02.03.2021 - 22:24
Hverjir komast áfram í Skrekk í kvöld?
Fyrsta undankvöld Skrekks fór fram í gær þar sem Seljasskóli með atriðið Sköpun jarðar og Ingunnarskóliskóli með atriðið Afhverju má ég ekki bara vera ég komust áfram. Það ræðst í kvöld hvaða tveir skólar bætast við úrslitakvöldið 15. mars sem verður í beinni útsendingu á RÚV.
02.03.2021 - 12:06
Seljaskóli og Ingunnarskóli áfram í Skrekk
Seljaskóli og Ingunnarskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á fyrsta undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.  
01.03.2021 - 23:00
Fyrsta undankvöld Skrekks í kvöld
Skrekkur byrjar með látum í kvöld þegar fyrsta undakvöldið fer fram. Í kvöld keppa Austurbæjarskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli, Breiðholtsskóli og Ingunnarskóli. Tveir skólar verða valdir af dómnefnd til þess að keppa á úrslitakvöldinu 15. mars í beinni útsendingu á RÚV.
01.03.2021 - 11:26
Nýir kynnar á Skrekk
Hólmfríður Hafliðadóttir og Mímir Bjarki Pálmason eru nýir kynnar Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. Þau taka við af Mikael Emil Kaaber og Berglindi Öldu Ástþórsdóttur sem hafa verið kynnar síðustu þrjú ár og skemmt áhorfendum í sal og heima í stofu.
24.02.2021 - 16:35
Klukkan sex
Ekki til nein töfralausn til að verða góð í rúminu
„Það er fullt hægt að gera, og svo er þetta náttúrlega bara æfing. Fæstir eru eitthvað geggjaðir í byrjun en svo verðum við betri,“ segir Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi. Hún er með ýmis góð ráð um hvað er gott að hafa í huga en segir að því miður sé engin ein töfralausn til sem virki fyrir allt fólk. 
13.02.2021 - 14:20
Æfing er lykill að velgengni í rafíþróttum
„Mér finnst mikilvægt að hafa rafíþróttamót fyrir unglinga sérstaklega núna á tímum COVID,” segir Donna Cruz, tölvuleikjaspilari sem hefur spilað tölvuleiki frá þrettán ára aldri. Rafíþróttamót Samféls hefst í dag og þá munu tölvuleikjaspilarar fá tækifæri til að leika listir sínar.
05.02.2021 - 16:03
Viðtal
Krakkar horfa oft á mjög gróft klám á skólalóðinni
Í nýju hlaðvarpi ræða Indíana Rós og Mikael Emil um allt sem við kemur kynlífi, samböndum og samskiptum kynjanna. Þau fá til sín ýmsa gesti og sérfræðinga og ekkert er þeim óviðkomandi. Í fyrsta þætti beina þau sjónum sínum að einnar nætur gamani.
29.01.2021 - 10:04

Mest lesið