Færslur: Undirmönnun

Bráðamóttaka vísar sjúklingum á heilsugæslustöðvar
Mjög þung staða er á bráðamóttöku Landspítala og hefur sjúklingum verið vísað á heilsugæslustöðvar og Læknavakt. Fólk sem leitar á bráðamóttökuna má gera ráð fyrir langri bið og þjónustu er forgangsraðað eftir því hve liggur á henni.
Fagráð hefur áhyggjur af mönnun á Landspítala
Allt að 102 rúm verða ekki í notkun á Landspítalanum á meðan starfsfólk tekur lögbundið sumarleyfi.
Brýnt að bregðast við undirmönnun í heilbrigðiskerfinu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði á dögunum í landsráð í heilbrigðisþjónustu. Ráðinu er ætlað að eiga reglulega fundi um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu og skila ráðherra tillögum að endurbótum.