Færslur: Undankeppni HM 2022

Ítalía eða Portúgal ekki á HM í Katar
Tólf lið keppast um þrjú evrópsk sæti í umspili fyrir HM í fótbolta sem haldið verður í Katar á næsta ári. Dregið var í umspilið í dag og undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 24. og 25. mars og úrslitaleikirnir 28. og 29. mars.
26.11.2021 - 16:44
„Við erum allavega ekkert að fara að gefast upp núna“
Albert Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir liðið alls ekki búið að gefast upp á því að komast áfram í undankeppni HM 2022 þó svo möguleikarnir séu litlir. Leikurinn við Rúmeníu á fimmtudag var ræddur á blaðamannafundi í dag.
09.11.2021 - 15:07
Ósigrandi Danir tryggðu sér sæti á HM
Danmörk tryggði sér í kvöld sæti á HM karla í fótbolta með 1-0 sigri á Austurríki í undankeppninni. Danir hafa unnið alla átta leikina sem þeir hafa spilað í sínum riðli.
12.10.2021 - 21:07
Myndskeið
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Liechtenstein
Ísland vann Liechtenstein 4-0 í undankeppni HM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá mörkin úr leiknum.
11.10.2021 - 22:33
Byrjunarliðið gegn Liechtenstein - fjórar breytingar
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Þrjár þeirra eru í varnarlínunni en Brynjar Ingi Bjarnason er sá eini úr varnarlínunni gegn Armeníu sem byrjar í dag. Leikur Íslands og Liechtenstein hefst kl. 18:45 og er sýndur beint á RÚV.
11.10.2021 - 16:59
Leikdagur
Þrír byrjunarliðsmenn og markaskorari ekki með í kvöld
Ísland mætir Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þrír leikmenn úr byrjunarliðinu gegn Armeníu á föstudag verða ekki með og þá verður markaskorarinn frá því í síðasta leik, Ísak Bergmann Jóhannesson, í banni.
11.10.2021 - 12:55
Viðtal
Birkir: „Þó að þetta sé ungur hópur þá erum við klárir“
Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að þrátt fyrir að mikið af leikmönnum séu að detta út úr hópnum þá sé liðið búið að vera í töluverðan tíma saman og verði alltaf betra og betra.
11.10.2021 - 09:36
Ísland og Armenía skildu jöfn á Laugardalsvelli
Ísland og Armenía skildu jöfn 1-1 í undankeppni HM karla í fótbolta í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson gerði mark Íslands sem gerir hann að yngsta markaskorara í sögu karlalandsliðsins.
08.10.2021 - 18:10
Leikdagur: Armenar mæta á Laugardalsvöll
Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Armeníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV.
08.10.2021 - 13:11
Viðtal
„Förum inn í alla leiki til þess að vinna þá“
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Armeníu í kvöld í leik í undankeppni HM 2022. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, segir það fara inn í alla leiki til þess að vinna þá.
08.10.2021 - 08:43
Ekkert vesen á vellinum en þeim mun meira í loftinu
Hluti þýska landsliðsins í fótbolta var 14 klukkustundir að komast á áfangastað eftir að flugvél þeirra bilaði.
09.09.2021 - 14:57
Þýskaland of stór biti fyrir íslenska liðið
Þjóðverjar unnu stórsigur á Íslandi 0-4 í undankeppni HM karla í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrsta markið kom eftir fimm mínútna leik.
08.09.2021 - 18:00
Leikdagur: Þjóðverjar mæta á Laugardalsvöll
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Þjóðverjum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en upphitun á RÚV klukkan 18:10. Síðast þegar liðin mættust vann Þýskaland öruggan sigur, 3-0.
08.09.2021 - 13:45
Holland og Noregur á toppinn í G-riðli
Hollendingar hirtu toppsæti G-riðils af Tyrkjum með stórsigri í leik liðanna í undankeppni HM í kvöld, 6-1. Norðmenn fóru einnig upp fyrir Tyrki í 2. sæti riðilsins með jafnmörg stig og Hollendingar eftir 5-1 sigur á Gíbraltar.
07.09.2021 - 20:46
„Vissum ekki hversu hratt Aroni myndi batna“
Ísland og Þýskaland mætast annað kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni HM karla í fótbolta. Þjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem hófst rétt fyrir 13.
07.09.2021 - 13:45
Ronaldo orðinn markahæsti landsliðsmaður sögunnar
13 leikir fóru fram í fimm riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM karla í fótbolta í kvöld. Cristiano Ronaldo varð markahæsti landsliðsmaður sögunnar þegar hann bjargaði Portúgal naumlega frá óvæntu tapi gegn Írum á heimavelli og skoraði tvö mörk á lokamínútunum.
01.09.2021 - 21:04
Viðtal
Vonast eftir áframhaldandi stuðningi þjóðarinnar
Kári Árnason er einn leikreyndasti leikmaður íslenska landsliðsins. Hann segir leikmenn þurfa að einbeita sér að fótbolta eins mikið og hægt er og vonast til þess að þjóðin styðji á bak við liðið eins og hún hefur gert undanfarin ár.
01.09.2021 - 15:01
Viðtal
Pottþéttur á að Ísland sé með nógu gott lið
Fjórði leikur Íslands í undankeppni HM2022 í Katar fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, viðurkennir að síðustu dagar hafa verið erfiðir en hann treystir á að eldri og reyndari leikmenn hópsins haldi utan um hina og sjái til þess að allir verða tilbúnir þegar leikurinn byrjar.
01.09.2021 - 14:28
Kolbeini vísað úr landsliðshópnum
Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson verða ekki með karlalandsliðinu í fótbolta sem leikur þrjá leiki í undankeppni HM á næstunni. Þetta kemur fram á vef KSÍ. Í stað þeirra koma þeir Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson í leikmannahópinn.
30.08.2021 - 00:38
Engir áhorfendur með gestaliðum í landsliðsglugganum
Engir áhorfendur verða leyfðir með gestaliðum í landsliðsglugganum í september. Leikið verður í undankeppni HM í upphafi mánaðar en Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tóku ákvörðunina vegna aukningar á covid-tilfellum víða í álfunni.
12.08.2021 - 08:45
epa09097534 Iceland's Jon Boedvarsson reacts after Iceland conceided the second goal during the FIFA World Cup 2022 qualifying soccer match between Germany and Iceland in Duisburg, Germany, 25 March 2021.  EPA-EFE/Friedemann Vogel
Í BEINNI
Beint: 2-0 fyrir Armeníu
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í dag mikilvægan leik í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið árið 2022. Leikurinn í dag er gegn Armeníu og er leikið ytra.
Stórþjóðajafntefli í undankeppni HM
Evrópumeistarar Portúgal gerðu jafntefli við Serba og Belgía gerði jafntefli við Tékkland í undankeppni HM 2022 í fótbolta karla. Fyrr í dag fengu Norðmenn skell gegn Tyrklandi. Lúxemborg vann aftur á móti frækinn sigur.
27.03.2021 - 21:39
Viðtal
„Þeir verða dýrvitlausir“
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta, segir að búast megi við hörkleik gegn Armeníu í undankeppni HM á morgun. Þeir séu með gott sjálfstraust og gefi ekkert eftir.
27.03.2021 - 16:30
Zlatan lagði upp í sigri Svía - England vann 5-0
Spilað var í fimm riðlum í Evrópu í undankeppni HM 2022 í gær. Svínn Zlatan Ibrahimovic, sem sneri aftur í lið Svíþjóðar eftir fimm ára hlé, lagði upp sigurmark leiksins.
26.03.2021 - 11:02
Viðtal
Arnar Þór: „Getum byggt á seinni hálfleiknum“
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, stýrði karlalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld. Hann segir liðið hafa verið óöruggt í byrjun en hægt sé að byggja á mörgu í síðari hálfleik.
25.03.2021 - 22:30