Færslur: Undankeppni EM 2021

Þjálfari Svía: Sara er einn besti leikmaður heims
Peter Gerhardsson þjálfari Svíþjóðar býst við erfiðum leik gegn Íslandi á morgun í undankeppni EM kvenna í fótbolta. Liðin tvö eru bæði með fullt hús stiga í F-riðli eftir fjóra leiki.
21.09.2020 - 14:30
Undankeppni EM: „Þetta er ákveðinn úrslitaleikur“
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Vålerenga í Noregi, segir íslenska liðið ekki hræðast það sænska. Nýliðarnir í hópnum komi sterkar inn og íslenska liðið hafi mikla möguleika. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á Laugardalsvelli annað kvöld.
21.09.2020 - 11:08
Stórsigur á Lettlandi í fyrsta leik Íslands í tæpt ár
Ísland vann stórsigur á Lettlandi 9-0 í undankeppni EM kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sveindís Jane Jónsdóttir stimplaði sig þá rækilega inn í liðið þegar hún skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsliðsleik.
17.09.2020 - 20:35
Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi: Sveindís byrjar
Íslenska kvennalandsliðið mætir Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Leikurinn byrjar klukkan 18:45.
17.09.2020 - 18:15
Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45.
Sara Björk: „Við þurfum á þeim að halda“
Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í íslenska landsliðshópnum sem mætir Lettlandi á morgun í undankeppni EM. Landsliðsfyrirliðinn er hæstánægð með nýliðana og segir liðið þurfa á þeim að halda.
„Þurfum að nýta þessa leiki hérna heima vel“
Allir leikmenn íslenska landsliðshópsins eru heilir fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM á morgun. Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði og Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins sátu fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í hádeginu.
Viðtal
Glódís Perla: „Ótrúlega spennt fyrir þessu verkefni“
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, segist spennt fyrir því að halda áfram undankeppni EM eftir tæplega árs bið. Hún segir gott að fá leik gegn Lettlandi áður en kemur að stórleiknum við Svíþjóð eftir helgi.
15.09.2020 - 15:04
Viðtal
Mikilvægt að ungir leikmenn leiti út
Það styttist í að kvennalandslið Íslands í fótbolta geti haldið undankeppni EM áfram en næsti leikur Íslands verður gegn Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september. Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, segir það hjálpa ungum og efnilegum leikmönnum deildarinnar að margar landsliðskonur spili hér á landi en vonar þó að fleiri leikmenn leiti út í atvinnumennsku.
25.07.2020 - 19:30
Stórtap í Grikklandi
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta þurfti að þola útreið gegn því grískra ytra í undankeppni EM 2021 í dag. Grikkland vann leikinn með 89 stigum gegn 54.
17.11.2019 - 16:35
Tveir landsleikir á dagskrá í dag
Tvö íslensk A-landslið verða í eldlínunni í dag og sýnt frá leikjum beggja á RÚV. Körfuboltalandslið kvenna ríður á vaðið klukkan 15:00.
Viðtal
„Er skapi næst að fara að tala bara um veðrið“
Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, var að vonum ósáttur eftir 15 stiga tap kvennalandsliðsins fyrir Búlgaríu í Laugardalshöll í kvöld.
14.11.2019 - 22:05
Viðtal
„Verðum að setja þessi skot fyrir utan“
Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsin í körfubolta, segir liðið fyrst og fremst hafa skotið mjög illa í tapinu gegn Búlgaríu í kvöld. Búlgaría fór með sigur af hólmi með 84 stigum gegn 69.
14.11.2019 - 22:02
Myndskeið
15 stiga tap fyrir Búlgaríu
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hóf leik í undankeppni EM 2021 er liðið mætir Búlgaríu í Laugardalshöll í kvöld. Ísland þurfti þar að þola 84-69 tap.
14.11.2019 - 21:45
Ísland hefur leik í undankeppni EM á morgun
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni EM 2021 er liðið mætir Búlgaríu í Laugardalshöll annað kvöld. Frítt er á leikinn sem hefst klukkan 20:00.
13.11.2019 - 22:00
Ungverjaland fór létt með Lettland
Ungverjaland vann í kvöld 4-0 heimasigur á Lettum í F-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2021 í fótbolta kvenna. Liðið er þá jafnt Slóvakíu í 3.-4. sæti riðilsins.
12.11.2019 - 21:35
Þær dönsku skoruðu fjórtán í Viborg
Danska kvennalandsliðið í fótbolta komst nærri því að jafna met um stærsta sigur liðsins í sögunni er liðið mætti Georgíu í undankeppni EM 2021 í kvöld. Þær dönsku unnu 14-0 sigur.
12.11.2019 - 19:10
Mynd með færslu
Í beinni
Ísland skoraði fimmta markið gegn engu
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Lettlandi í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2021 í Liepaja í Lettlandi. Leikurinn hófst klukkan 17:00. RÚV sýnir beint frá leiknum.
08.10.2019 - 16:25
Viðtal
Byrjunarlið Íslands: Hlín og Alexandra byrja
Byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Lettlandi ytra í undankeppni EM 2021 liggur fyrir. Hinar ungu Hlín Eiríksdóttir úr Val og Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki eru báðar í byrjunarliðinu.
08.10.2019 - 15:45
Upphitun
Mikilvægur leikur gegn Lettum í dag
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Lettlandi ytra í undankeppni EM 2021 í fótbolta í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 í Liepaja í Lettlandi og gætu aðstæður á keppnisvellinum haft eitthvað að segja um útkomu leiksins.
08.10.2019 - 08:30
Viðtöl
„Við ætlum að fara á EM“
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta býr sig nú af fullum krafti undir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 sem fram fer í Liepaja klukkan 17:00 á morgun.
07.10.2019 - 18:10
Viðtal
Jón Þór: „Þurfum að vera á tánum“
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir ekki mega vanmeta Lettland þó þær séu ekki hátt skrifaðar. Ísland mætir Frakklandi í vináttuleik í Frakklandi áður en leikið verður gegn Lettlandi í undankeppni EM í október.
19.09.2019 - 14:26
Jón Þór valdi 23 fyrir Frakkland og Lettland
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið 23 leikmenn til að mæta Frakklandi og Lettlandi í október. Frakkaleikurinn er vináttuleikur en leikurinn við Letta er í undankeppni EM.
19.09.2019 - 12:51
Þær sænsku höfðu betur gegn Lettlandi
Svíþjóð vann 4-1 sigur gegn Lettlandi á útivelli í fyrsta leik liðanna í F-riðli Íslands í undankeppni EM kvenna í fótbolta í dag.
03.09.2019 - 18:25
Elín Metta sá um Slóvaka
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í undankeppni EM 2021. Slóvakar voru lagðir á Laugardalsvelli í kvöld.
02.09.2019 - 20:39