Færslur: Umferðarlög

Ölvun á rafhlaupahjólum bönnuð
Refsivert verður að fara um ölvaður á rafhlaupahjóli verði frumvarpsdrög innviðaráðherra að lögum. Þá leggur ráðherra til að börnum yngri en 13 ára verði óheimilt að aka smáfaratækjum. Einnig verður lagt bann við því að breyta hjólunum og hækka þannig hámarkshraða þeirra.
23.09.2022 - 15:11
Ný umferðarskilti tekin upp snemma í haust
Á næstunni verða tekin upp á fimmta tug nýrra umferðarmerkja, á annan tug nýrra yfirborðsmerkinga og tvenn ný umferðarljós. Þá verða gerðar breytingar á útliti á fimmta tug merkja.
Ekkert aldurstakmark gildir um akstur á rafskutlum
Tvö rafskutluslys urðu í gær þar sem ekið var á börn. Aðstoðarlögreglustjóri segir slysunum hafa fjölgað verulega undanfarið en ekkert aldurstakmark gildir um akstur á rafskutlum.
Vörður verður að greiða bifhjólamanni fullar bætur
Hæstiréttur dæmdi tryggingafélagið Vörð í gær til að greiða ökumanni bifhjóls fullar bætur með vöxtum vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi fyrir tæpum níu árum. Meginrök dómsins eru að félagið hafi látið hjá líða að tilkynna manninum formlega að það hygðist skerða bætur hans og því glatað rétti sínum til þess fyrir tómlæti.
Óttast að Hrísey og Grímsey fyllist af gömlum druslum
Frá og með áramótum geta eig­end­ur öku­tækja sem notuð eru í Grímsey, Flatey eða Hrísey fengið und­anþágu frá skoðun­ar­skyldu. Formaður hverfisráðs Hríseyjar óttast að með þessu verði umferðaöryggi fórnað. Eigandi vélaverkstæðis í Grímsey segir þetta arfavitlausar breytingar.
14.12.2021 - 15:12
Hámarkshraði á götum Parísar 30 km/klst héðan í frá
Í dag tóku gildi nýjar hraðatakmarkanir á götum Parísar. Aðgerðunum er ætlað að fækka bílum í borginni og draga úr slysum, hljóð-, og loftmengun.
30.08.2021 - 14:27
Lækkun hámarkshraða í 30 í takt við vilja borgarinnar
Reykjavíkurborg tekur undir meginrök breytingatillögu þingmannanna Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur við umferðalög þess efnis að hraðamörk í þéttbýli verði 30 kílómetrar á klukkustund.
Stöðvaður á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Rafrænu ökuskírteinin væntanleg innan skamms
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað reglugerð sem heimilar útgáfu stafrænna ökuskírteina. Gangi áætlanir eftir verður hægt að sækja þau í símann síðar í mánuðinum í gegnum vefinn ísland.is. Ökuskírteini eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES-ríkja, en nýju skírteinin munu aðeins gilda hér á landi þar sem þau uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar.
12.06.2020 - 17:46
Ökumenn verða ekki sektaðir alveg strax
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn sem búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu til þess að fara að huga að dekkjaskiptum. Samkvæmt reglum má ekki aka um á nagladekkjum frá 15. apríl, sem var í gær, og fram til 31. október. „Í sömu reglum segir þó jafnframt um þetta tímabil að þá geti engu að síður verið þörf fyrir nagladekk vegna akstursaðstæðna,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
10.000 kr. sekt fyrir að leggja fyrir brunahana
Stöðuverðir og lögregla mega sekta ökumenn bíla um 10.000 krónur ef þeir leggja ólöglega, til dæmis fyrir brunahana, fyrir innkeyrslu eða öfugt miðað við akstursstefnu götu. Þessi breyting varð um áramót þegar ný umferðarlög tóku gildi.
13.02.2020 - 13:19
Ítrekað ekið á fólk við Hörgárbraut á Akureyri
Íbúar við Hörgárbraut á Akureyri hafa fengið sig fullsadda af tíðum slysum við götuna. Kona sem slasaðist alvarlega og missti hundinn sinn vill að bæjaryfirvöld grípi inn í áður en fleiri slys verða.
11.02.2020 - 23:05
Eitt af hverjum hundrað börnum laust í bíl
Eitt af hverjum hundrað börnum á leikskólaaldri, eða um eitt prósent, er laust í bílum, og því í mikilli hættu. Árið 1985 voru 80 prósent barna laus í bílum. Mikill árangur hefur náðst í að tryggja öryggi barna í bílum.
Spegillinn
Svifryksmengun farið minnkandi þrátt fyrir aukna umferð
Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta skrifast helst á breytt veðurfar, betri mengunarvarnarbúnað í bílum og ný nagladekk sem síður tæta upp malbikið. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þrátt fyrir endurbætur séu nagladekkin einn helsti skaðvaldurinn. Hann fagnar því að sveitarfélög og Vegagerðin hafi fengið heimild til þess að takmarka umferð vegna mengunar.
27.11.2019 - 17:34