Færslur: umferðarlagabrot

Stal af byggingarsvæðum fyrir 43 milljónir króna
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann í 18 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til fimm ára, fyrir 28 þjófnaðarbrot frá september árið 2021 til marsmánaðar á þessu ári. Auk þeirra brota var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld á bifreið og brot gegn umferðarlögum, lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf.
Öll rafhlaupahjól fjarlægð af götum Þórshafnar
Það telst vera ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðarlög ná yfir. Börn og unglingar hafa notað hjólin en það er stranglega bannað. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðarins Þórshafnar.
Sjónvarpsfrétt
Umferð stöðvuð á Hringbraut í átaki gegn ölvunarakstri
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp vegartálma á Hringbraut í Reykjavík í kvöld, þar sem hver einasti ökumaður var prófaður með áfengismæli. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að því miður hefðu aðeins liðið nokkrar mínútur þar fyrsti ökumaðurinn mældist ölvaður undir stýri.
Nítján teknir fyrir ölvunarakstur í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nítján ökumenn í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Átta voru gripnir við skipulagt eftirlit á Bústaðavegi, en aðrir á víð og dreif um borgina.
Gera bílinn upptækan á staðnum vegna glæfraaksturs
Lögreglan í Danmörku hefur lagt hald á 53 bíla síðasta mánuðinn vegna glæfraaksturs bílstjórans; gildir það bæði um hraðakstur og akstur undir áhrifum. Þetta gerist næstum því tvisvar á dag en ný lög tóku gildi í Danmörku 31. mars. Þau gera lögreglu kleift að leggja hald á bíl sem ekið er ofsaakstri og skiptir þá engu þó að sá sem er undir stýri  eigi ekki bílinn.
28.04.2021 - 15:17
Stöðvaður á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Ökumaður stöðvaður á Selfossi eftir vítaverðan akstur
Akstur fólkbifreiðar var stöðvaður í hringtorgi vestan Selfoss með því að lögreglubifreið var ekið utan í hana.
Ökumaður bílsins sem brann með réttarstöðu sakbornings
Ökumaður fólksbíls sem hafnaði utan vegar og varð alelda við bæinn Ytri-Bægisá í Öxnadal hefur réttarstöðu sakbornings. Þá bendir margt til þess að bílnum hafi verið ekið yfir löglegum hámarkshraða. Þetta staðfestir Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
23.11.2020 - 12:57
Kona með barn slapp naumlega undan bíl á göngugötu
Hársbreidd munaði að ekið yrði á konu með ungt barn á göngugötu á Laugavegi í morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þetta sýna hvað geti gerst á göngugötum þar sem engar hindranir séu fyrir bílaumferð.
Próflaus ökumaður á nagladekkjum stöðvaður um hásumar
Lögreglan stöðvaði ökumann í gær vegna þess að bifreið hans var búin nagladekkjum. Við afskipti af ökumanninum kom í ljós að hann var próflaus í þokkabót. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá þessu í færslu á Facebook í dag.
15% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Í júní skráði embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 706 hegningarlagabrot. Það voru færri brot en í maí og flest brotin voru þjófnaðir. Það sem af er ári hafa tilkynningar um hegningarlagabrot verið um 5% færri en að meðaltali undanfarinna þriggja ára. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15% á milli ára og fjöldi þeirra ungmenna sem lögregla leitaði var talsvert yfir meðaltali.
Grenja í gestum að borga hraðasektina sína
Uppistandshópurinn VHS stendur þessa dagana í ströngu en hópurinn er á hálfhringsferð um landið með sýningu sína. Ferðin hefur þó gengið brösulega því Stefán Ingvar Vigfússon, einn grínistanna og bílstjóri hópsins, fékk háa hraðasekt á leið sinni frá Akureyri til Rifs á Snæfellsnesi.
22.11.2019 - 14:13