Færslur: Umboðsmaður skuldara

Í fjárhagsvanda út af skattaskuldum og námslánum
Ríflega helmingur þeirra sem hafa sótt um aðstoð á þessu ári hjá umboðsmanni skuldara býr í leiguhúsnæði. Umboðsmaður segir að þessi hópur hafi farið stækkandi á undanförnum árum.
18.11.2021 - 18:30
Ekki þarf greiðslumat til að lækka afborganir
Íbúðaeigendur sem hyggjast endurfjármagna eldri húsnæðislán til að lækka greiðslubyrði sína þurfa ekki að fara í greiðslumat.
Margir gætu lent í tekjuvanda í haust
Vísbendingar eru um að þeim sem lenda í greiðsluvandræðum fjölgi mjög þegar líða tekur á sumarið. Umboðsmaður skuldara segir yfirvofandi kreppu ólíka bankahruninu að því leyti að nú glími fólk fyrst og fremst við tekjuvanda í stað skuldavanda áður.
Umboðsmaður skuldara býst við umsóknum í vor
Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara býst við að umsóknum um aðstoð muni fjölga í vor og sumar. Hún segir mjög eðlilegt að fólk í skertu starfshlutfalli eða það sem misst hafi vinnuna, sé kvíðið út af fjárhagnum, en til séu ýmsar aðferðir til lausnar. 
29.03.2020 - 12:15
Smálánafyrirtæki braut íslensk lög
Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 telur íslensk lög ekki gilda um starfsemi sína, heldur dönsk, og hyggst áfrýja ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa segir að félagið hafi brotið íslensk lög um neytendalán.
Viðtal
„Þeir virðast finna allar smugur í kerfinu“
Smálán og skyndilán eru ein helsta ástæða þess að fólk leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara, segir Sara Jasonardóttir, verkefnastjóri fræðslu- og kynningarmála hjá embættinu. Hún segir þetta mikið áhyggjuefni, sem fari vaxandi. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri Neytendasamtakanna, segir þau hafa fengið á borð til sín ófá slík mál. „Þetta er einhvern veginn ekki eitt, þetta er allt“, segir hún.
20.06.2019 - 22:58
Viðtal
Dæmi um 5 milljóna króna skuldir ungs fólks
Dæmi eru um að ungt fólk í fjárhagsvanda vegna neyslulána skuldi þrjár til fimm milljónir króna, að sögn Ástu Sigrúnar Helgadóttur, umboðsmanns skuldara. Umsækjendum sem óskuðu aðstoða vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5 prósent á árinu 2018 miðað við árið á undan.
25.03.2019 - 09:38
Smálán að sliga ungt fólk
Ungt fólk leitar í auknum mæli til umboðsmanns skuldara, og meginvandi þess er nú orðinn smálánaskuldir. Örugglega ein versta ákvörðun sem ég hef tekið, segir ungur karlmaður sem tók smálán. Ung kona sem oft hefur tekið smálán segir flest alla sem hún þekki gera slíkt. Umboðsmaður skuldara segir fólk oft borga smálán með smáláni og lenda í skuldavef.
13.02.2018 - 18:53