Færslur: Úganda

Tók á móti kraftaverkabarni í 35 þúsund feta hæð
Kanadískur læknir tók á móti barni í 35 þúsund feta hæð yfir ánni Níl í byrjun desember. Aisha Khatib var um borð í þotu á leiðinni heim til Toronto í Kanada frá Sádi-Arabíu þegar tilkynning barst um kallkerfið að læknisaðstoðar væri óskað.
15.01.2022 - 07:15
Fimm grunaðir hryðjuverkamenn felldir í Úganda
Lögregla í Afríkuríkinu Úganda skaut fimm til bana og handtók 21 í dag í tengslum við rannsókn á sjálfsmorðssprengjuárásum í höfuðborginni Kampala á þriðjudag.
19.11.2021 - 00:20
Þrír fórust í árásum í Kampala - Íslendingar óhultir
Þrír létust í sjálfsmorðsárásum í Kampala, höfuðborg Úganda, í morgun. Yfir þrjátíu særðust í árásunum og eru fimm þeirra í lífshættu. Uppreisnarhreyfing sem tengist hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur staðið fyrir sprengjuárásum í Úganda undanfarið.
16.11.2021 - 12:07
Erlent · Afríka · Innlent · Úganda
Einn fórst í sprengingu í Kampala höfuðborg Úganda
Einn fórst og sjö særðust þegar sprengja sprakk í Kampala höfuðborg Afríkuríkisins Úganda í kvöld. Atvikið átti sér stað við vinsæla veitingahúsagötu í norðurhluta borgarinnar um klukkan 21 að staðartíma.
23.10.2021 - 21:42
Fyrrum barnahermaður dæmdur í 25 ára fangelsi
Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi Dominic Ongwen í gær í 25 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ongwen var leiðtogi Andspyrnuhreyfingar drottins í Úganda, sem herjaði landsmenn og nágrannaríki frá miðjum níunda áratug síðustu aldar þar til fyrir nokkrum árum.
Sakfelldur fyrir stríðsglæpi í Úganda
Alþjóðaglæpadómstóllin í Haag dæmdi í morgun Dominic Ongwen, liðsmann kristinna vígasveita í Úganda, sekan um stríðsglæpi og glæpi gögn mannkyni. 
04.02.2021 - 11:31
32 fórust í fimm bíla árekstri í Úganda
32 létu lífið í umferðarslysi í Úganda í dag. Skrifstofa Rauða krossins í Úganda greinir frá þessu. Í tilkynningu samtakanna segir að fólkið hafi farist í árekstri fimm bíla á veginum milli bæjanna Kasese og Hima í Suðvestur-Úganda, ekki fjarri landamærunum að Kongó.
03.02.2021 - 02:47
Bandaríkin vilja rannsókn í Úganda
Bandaríska utanríkisráðuneytið segist hafa þungar áhyggjur af fjölda frásagna af ofbeldi og óreglu í tengslum við forsetakosningarnar í Úganda í vikunni. Yoweri Museveni var lýstur sigurvegari kosninganna í gær, og stefnir allt í hans sjötta kjörtímabil í embætti.
17.01.2021 - 03:19
Kjörstjórn lýsir Museveni sigurvegara forsetakosninga
Staðfest er að Yoweri Museveni forseti Úganda hafði betur gegn Bobi Wine, keppinaut sínum í kosningnum þar í landi. Hann hefur þar með sjötta kjörtímabil sitt en hann hefur verið forseti frá 1986.
16.01.2021 - 13:43
Frambjóðandi segir hús sitt hertekið
Bobi Wine, forsetaframbjóðandi í Úganda, segir heimili sitt hafa verið hertekið af stjórnarhernum. Hermenn umkringdu húsið hans fyrr í vikunni og tóku það svo yfir í gær, hefur Al Jazeera fréttastofan eftir honum.
16.01.2021 - 02:11
Úgandamenn ganga að kjörborði í dag
Mikil öryggisgæsla er í Úganda í dag þar sem fram fara þing- og forsetakosningar. Yoweri Museveni, forseti Úganda, sækist eftir endurkjöri sjötta kjörtímabilið, en hann hafur verið við völd síðan 1986.
14.01.2021 - 08:18
Loka samskiptamiðlum skömmu fyrir kosningar
Fjarskiptastofnunin í Úganda skipaði í dag öllum netveitum í landinu að loka þegar í stað á samskiptamiðla og skilaboðaforrit. Tveir dagar eru til forsetakosninga þar sem Yoweri Museveni forseti sækist eftir endurkjöri. Fyrrverandi poppstjarna er helsti mótframbjóðandi hans.
12.01.2021 - 17:59
Lokað á Facebook-aðgang embættismanna
Facebook hefur lokað aðgangi fjölda embættismanna í Úganda í aðdraganda forsetakosninga þar í landi á fimmtudag. Þeir eru grunaðir um að hafa dreift óhróðri um mótframbjóðendur sitjandi forseta með kerfisbundnum hætti.
11.01.2021 - 16:08
Stjórnarandstöðuleiðtogi í Úganda ákærður
Dómstóll í Kampala, höfuðborg Úganda, ákærði í dag stjórnarandstöðuleiðtogann og poppstjörnuna Bobi Wine fyrir að halda fjölmennan fund með stuðningsfólki sínu, þrátt fyrir bann við fundarhöldum í faraldrinum. Talið er að hann verði helsti keppinautur sitjandi forseta í kosningum í janúar.
20.11.2020 - 16:49
Börn frá Úganda ættleidd á fölskum forsendum
Bandaríkjastjórn hefur lagt fram kæru á hendur ættleiðingarsamtökum í Úganda. Samtökin seldu bandarískum fjölskyldum börn sem voru ekki munaðarlaus. Kæran er í mörgum liðum er varða svik og peningaþvætti. Tvær bandarískar konur og lögmaður í Úganda eru sögð hafa útvegað börnin sviksamlega og þegið hundruð þúsunda bandaríkjadala frá bandarískum fjölskyldum fyrir ættleiðinguna.
18.08.2020 - 05:54
Forseti Úganda gerir heimaæfingamyndband
Eftir að hafa bannað landsmönnum að æfa úti vegna kórónuveirufaraldursins sendi Yoweri Museveni, forseti Úganda, frá sér myndband á Twitter með inniæfingum. Museveni, sem er hálfáttræður, sést þar klæddur gráum íþróttafötum á forsetaskrifstofunni. Hann segist í myndbandinu nota skrifstofu sína til æfinga, eða herbergið sitt heima.
10.04.2020 - 08:10
Kínverjar vilja gera vatnsaflsvirkjun í Úganda
Kínverskt fyrirtæki hefur lagt fram beiðni til stjórnvalda í Kampala um að fá að reisa raforkuver við þann hluta Nílarfljóts, þar sem það rennur milli Kyogavatns og Albertsvatns í Úganda.
13.02.2020 - 09:17
Manntjón í aurskriðum og flóðum í Úganda
16 hafa fundist látin eftir að ausandi rigning olli aurskriðum í vestanverðu Úganda um helgina. Rauði krossinn í Úganda greinir frá því á Twitter að aðstæður séu hrikalegar. 
09.12.2019 - 06:17
Erlent · Afríka · Hamfarir · Úganda
Tvö látin úr ebólu í Úganda
Kona sem greinst hafði með ebólu í Úganda er látin. Tveir eru því látnir úr sjúkdómnum, sem talinn er hafa borist til landsins frá Austur-Kongó, en fimm ára drengur lést úr ebólu í Úganda í gær. Konan sem lést var amma hans. 
13.06.2019 - 08:03
Neyðarfundur vegna útbreiðslu ebólu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til neyðarfundar vegna útbreiðslu ebólu. Staðfest er að sjúkdómurinn hefur borist yfir landamæri Austur-Kongó til Úganda.
12.06.2019 - 16:10
Ebóla komin til Úganda
Fimm ára drengur lést úr ebólu í Úganda í gærkvöld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tveir til viðbótar hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi.
12.06.2019 - 10:55
Gengur í einn og hálfan klukkutíma í skólann
Elíza Gígja Ómarsdóttir er fimmtán ára íslensk stelpa sem hélt í haust til Úganda til að varpa ljósi á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hún kynntist hversdegi jafnöldru sinnar á svæðinu og til að mynda tekur það hana einn og hálfan klukkutíma að ganga í skólann á hverjum morgni - aðra leið. Heimildarmynd um ferðina er sýnd á RÚV í desember.
Tugir drukknuðu í Viktoríuvatni
Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að bát á skemmtisiglingu hvolfdi í Viktoríuvatni í Úganda á laugardagskvöld. Yfir 90 voru um borð í bátnum og hefur 27 verið bjargað að sögn lögreglumannsins Zurah Ganyana. Óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir ofan í vatninu, hefur Guardian eftir honum.
26.11.2018 - 04:26
Tugir látnir í aurskriðum í Úganda
Yfir þrjátíu hafa fundist látnir eftir að aurskriður og flóð hrifu með sér hús í austurhluta Úganda. Rauði krossinn í Úganda segist óttast að tuga sé saknað. Úrhelli hefur verið á þessum slóðum undanfarna daga, og rann eðja úr fjöllum yfir að minnsta kosti sex þorp í Bududa héraði, sem er við landamærin að Kenía. Þá flæddi á yfir bakka sína í bænum Bukalasi í héraðinu og eyðilagði fjölda húsa.
13.10.2018 - 07:41
Erlent · Afríka · Hamfarir · Úganda
Brosmildi popparinn sem ætlar að bylta Úganda
Popptónlistarmaðurinn Bobi Wine er orðinn ein helsta ógn við þaulsetinn forseta Afríkuríkisins Úganda. Wine ólst upp í sárri fátækt, sló í gegn með glaðlegu afrópoppi sínu, en hefur nú náð inn á þing og er á skömmum tíma orðin að helstu táknmynd stjórnarandstöðunnar í landinu. Hann hefur verið handtekinn og pyntaður, sakaður um landráð og hefur nú flúið land.
09.09.2018 - 10:00