Færslur: Úganda

Börn frá Úganda ættleidd á fölskum forsendum
Bandaríkjastjórn hefur lagt fram kæru á hendur ættleiðingarsamtökum í Úganda. Samtökin seldu bandarískum fjölskyldum börn sem voru ekki munaðarlaus. Kæran er í mörgum liðum er varða svik og peningaþvætti. Tvær bandarískar konur og lögmaður í Úganda eru sögð hafa útvegað börnin sviksamlega og þegið hundruð þúsunda bandaríkjadala frá bandarískum fjölskyldum fyrir ættleiðinguna.
18.08.2020 - 05:54
Forseti Úganda gerir heimaæfingamyndband
Eftir að hafa bannað landsmönnum að æfa úti vegna kórónuveirufaraldursins sendi Yoweri Museveni, forseti Úganda, frá sér myndband á Twitter með inniæfingum. Museveni, sem er hálfáttræður, sést þar klæddur gráum íþróttafötum á forsetaskrifstofunni. Hann segist í myndbandinu nota skrifstofu sína til æfinga, eða herbergið sitt heima.
10.04.2020 - 08:10
Kínverjar vilja gera vatnsaflsvirkjun í Úganda
Kínverskt fyrirtæki hefur lagt fram beiðni til stjórnvalda í Kampala um að fá að reisa raforkuver við þann hluta Nílarfljóts, þar sem það rennur milli Kyogavatns og Albertsvatns í Úganda.
13.02.2020 - 09:17
Manntjón í aurskriðum og flóðum í Úganda
16 hafa fundist látin eftir að ausandi rigning olli aurskriðum í vestanverðu Úganda um helgina. Rauði krossinn í Úganda greinir frá því á Twitter að aðstæður séu hrikalegar. 
09.12.2019 - 06:17
Erlent · Afríka · Hamfarir · Úganda
Tvö látin úr ebólu í Úganda
Kona sem greinst hafði með ebólu í Úganda er látin. Tveir eru því látnir úr sjúkdómnum, sem talinn er hafa borist til landsins frá Austur-Kongó, en fimm ára drengur lést úr ebólu í Úganda í gær. Konan sem lést var amma hans. 
13.06.2019 - 08:03
Neyðarfundur vegna útbreiðslu ebólu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til neyðarfundar vegna útbreiðslu ebólu. Staðfest er að sjúkdómurinn hefur borist yfir landamæri Austur-Kongó til Úganda.
12.06.2019 - 16:10
Ebóla komin til Úganda
Fimm ára drengur lést úr ebólu í Úganda í gærkvöld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tveir til viðbótar hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi.
12.06.2019 - 10:55
Gengur í einn og hálfan klukkutíma í skólann
Elíza Gígja Ómarsdóttir er fimmtán ára íslensk stelpa sem hélt í haust til Úganda til að varpa ljósi á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hún kynntist hversdegi jafnöldru sinnar á svæðinu og til að mynda tekur það hana einn og hálfan klukkutíma að ganga í skólann á hverjum morgni - aðra leið. Heimildarmynd um ferðina er sýnd á RÚV í desember.
Tugir drukknuðu í Viktoríuvatni
Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að bát á skemmtisiglingu hvolfdi í Viktoríuvatni í Úganda á laugardagskvöld. Yfir 90 voru um borð í bátnum og hefur 27 verið bjargað að sögn lögreglumannsins Zurah Ganyana. Óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir ofan í vatninu, hefur Guardian eftir honum.
26.11.2018 - 04:26
Tugir látnir í aurskriðum í Úganda
Yfir þrjátíu hafa fundist látnir eftir að aurskriður og flóð hrifu með sér hús í austurhluta Úganda. Rauði krossinn í Úganda segist óttast að tuga sé saknað. Úrhelli hefur verið á þessum slóðum undanfarna daga, og rann eðja úr fjöllum yfir að minnsta kosti sex þorp í Bududa héraði, sem er við landamærin að Kenía. Þá flæddi á yfir bakka sína í bænum Bukalasi í héraðinu og eyðilagði fjölda húsa.
13.10.2018 - 07:41
Erlent · Afríka · Hamfarir · Úganda
Brosmildi popparinn sem ætlar að bylta Úganda
Popptónlistarmaðurinn Bobi Wine er orðinn ein helsta ógn við þaulsetinn forseta Afríkuríkisins Úganda. Wine ólst upp í sárri fátækt, sló í gegn með glaðlegu afrópoppi sínu, en hefur nú náð inn á þing og er á skömmum tíma orðin að helstu táknmynd stjórnarandstöðunnar í landinu. Hann hefur verið handtekinn og pyntaður, sakaður um landráð og hefur nú flúið land.
09.09.2018 - 10:00
Viðtal
„Hér get ég verið sá sem ég vil vera“
„Faðir minn sagði mér að ég ætti að láta mig hverfa, að ég væri fjölskyldunni til skammar og hótaði að drepa mig, léti ég sjá mig aftur.“ Þetta segir Keneth, 23 ára flóttamaður frá Úganda. Á mánudaginn komu tíu flóttamenn frá Úganda til landsins, þeir eiga það sameiginlegt að vera hinsegin og hafa undanfarið dvalið í flóttamannabúðum í Naíróbí í Kenía. 
21.03.2018 - 18:27