Færslur: Uber

Gögn frá Uber sýna náið samband við stjórnmálamenn
Hátt settir stjórnmálamenn í Evrópu, á borð við Emmanuel Macron Frakklandsforseta, veittu leigubílaþjónustunni Uber aðstoð við að brjótast inn á leigubílamarkað og fyrirtækið kom í veg fyrir að lögregla gæti komist í viðkvæm tölvugögn. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið var til The Guardian.
10.07.2022 - 17:55
Erlent · Uber
4.000 tilkynningar um kynferðisbrot til Lyft
Skutlþjónustufyrirtækið Lyft fékk yfir fjögur þúsund tilkynningar um kynferðisbrot á árunum 2017, 2018 og 2019. 360 tilkynninganna voru vegna nauðgana. Auk þess bárust tíu tilkynningar um andlát af völdum líkamsárása sem gerðust í farartækjum á vegum fyrirtækisins þessi þrjú ár. 
24.10.2021 - 07:33
Uber tapar í Frakklandi
Dómstóll í Frakklandi dæmdi í dag Uber-leigubílafyrirtækið til að greiða 910 leigubílstjórum í Frakklandi og fyrirtækjum sem þeir starfa hjá 180 þúsund evrur í miskabætur.
10.09.2021 - 14:04
Uber og Lyft stofna málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra
Leigubílstjórar gætu átt yfir höfði sér málshöfðun fyrir að að aka þunguðum konum í Texas til stofnana sem annast þungunarrof. Því hafa leigubílafyrirtæki stofnað málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra sína.
Uber fær að starfa áfram í Lundúnum
Leigubílaþjónustan Uber fær að starfa áfram í Lundúnum, en hún var svipt starfsleyfi þar á síðasta ári vegna galla í hugbúnaði sem talinn var ógna öryggi farþega.
28.09.2020 - 21:52
Gert að greiða bílstjórum atvinnuleysisbætur
New-York borg þarf að borga bílstjórum Uber og Lyft atvinnuleysisbætur frá og með deginum í dag. Alríkisdómari í New-York ríki komst að þessari niðurstöðu í dag.
28.07.2020 - 20:07
Erlent · New York · Uber
Sex þúsund kynferðisofbeldismál á tveimur árum
Farveitunni Uber í Bandaríkjunum bárust nærri sex þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi á árunum 2017 og 2018. Þetta kemur fram í skýrslu fyrirtækisins sem var birt í gær. Yfir 450 tilkynninganna voru vegna nauðgana, og nærri 590 vegna nauðgunartilrauna.
06.12.2019 - 02:15