Færslur: twitter

Trump getur tekið til við að tísta á ný ef hann vill
Twitter aðgangur fyrrverandi Bandaríkjaforseta var opnaður að nýju í gær vegna stuðnings við það meðal naums meirihluta svarenda í skoðanakönnun nýs eiganda miðilsins. Það virðist þó ekki heilla forsetann fyrrverandi.
Musk kannar hug Twitter notenda til endurkomu Trumps
Nýr eigandi samskiptamiðilsins Twitter býður notendum að greiða atkvæði um hvort hleypa eigi fyrrverandi Bandaríkjaforseta aftur inn á vettvanginn. Nokkrar klukkustundir eru síðan hann kvaðst ekki hafa ákveðið hvað gera skyldi í málinu.
Skrifstofur Twitter verða lokaðar fram yfir helgi
Skrifstofum samfélagsmiðilsins Twitter var lokað fyrirvaralaust í dag. Starfsfólk fékk skilaboð um að opnað yrði að nýju á mánudaginn kemur.
18.11.2022 - 05:30
Vargöld á Twitter
Segja má að upplausnarástand ríki á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að nýtilkominn eigandi, auðkýfingurinn Elon Musk, hrinti í framkvæmd nýjustu hugdettu sinni: að hver sem er geti öðlast staðfestan aðgang á miðlinum með án þess að nokkur hafi staðfest hver býr að baki aðganginum.
12.11.2022 - 15:00
11.000 manns sagt upp hjá Meta
Stjórnendur samfélagsmiðlasamsteypunnar Meta, sem á Facebook, Instagram og WhatsApp, tilkynntu í gær að til standi að segja 13 prósentum alls starfsfólks upp störfum á næstunni. Þetta þýðir að um 11.000 af 87.000 manna starfsliði samsteypunnar, víða um heim, missir vinnuna.
Sjónvarpsfrétt
Spá auknu falsi og fári með kaupum Musk
Twitter-notendur á Íslandi telja að kaflaskil séu fram undan á samfélagsmiðlinum, nú þegar auðkýfingurinn Elon Musk hefur keypt hann og sagt upp helmingi starfsfólks. Þá búast þeir allt eins við að rasísk ummæli og falsfréttir fái nú að flæða óheft á miðlinum. 
07.11.2022 - 19:01
Musk brýndur til að gæta að mannréttindum á Twitter
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hvetur nýjan eiganda samskiptamiðilsins Twitter að tryggja virðingu fyrir mannréttindum. Hann bendir á ríkar skyldur miðilsins á því sviði.
Musk tekur til hjá Twitter
Auðkýfingurinn Elon Musk ætlar að taka til í rekstri samfélagsmiðilsins Twitter. Rúmlega helmingur starfsfólksins missti vinnuna í gær. Tap hefur verið á fyrirtækinu undanfarin 8 ár.
05.11.2022 - 12:55
Starfsfólki Twitter fækkaði um helming í dag
Helmingi starfsfólks við samfélagsmiðilinn Twitter var sagt upp störfum í dag viku eftir að auðkýfingurinn Elon Musk eignaðist fyrirtækið. Hann hyggst leggjast í verulegar endurbætur á rekstri þess.
05.11.2022 - 00:57
Töluverðar sviptingar í tilvist Twitter
Nokkur fyrirtæki hafa ákveðið að gera hlé á auglýsingasamningum sínum við Twitter eftir að auðkýfingurinn Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Hann rak helstu stjórnendur fyrirtækisins um leið og kaupin voru staðfest. Talsverður fjöldi starfsfólks á uppsögn yfir höfði sér.
Sjónvarpsfrétt
Brottrækir búa sig undir endurkomu á Twitter
Kaup auðkýfingsins Elon Musk á bandaríska samfélagsmiðlinum Twitter eru gengin í gegn. Elon greiðir ríflega sex þúsund og þrjú hundruð milljarða króna fyrir fyrirtækið en hans fyrsta verk eftir kaup var að reka helstu stjórnendur.
28.10.2022 - 22:21
Musk orðinn eigandi Twitter og búinn að reka yfirmenn
„Fuglinn er frjáls!“ skrifaði auðkýfingurinn Elon Musk í færslu á Twitter eftir að kaup hans á samfélagsmiðlarisanum gengu formlega í gegn á fimmtudagskvöld, degi áður en lokafrestur til þess rann út. Nokkrir helstu stjórnendur fyrirtækisins voru reknir úr stöðum sínum um leið og kaupin voru staðfest, þar á meðal forstjórinn Parag Agrawal, og var þeim gert að yfirgefa höfuðstöðvar þess tafarlaust í fylgd öryggisvarða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.
Flugvélar kyrrsettar vegna sprengjuhótunar
Flugvélar á Keflavíkurflugvelli voru kyrrsettar um tíma síðdegis vegna sprengjuhótunar. Farþegafullar vélarnar sátu fastar í stæðum sínum á meðan málið var rannsakað.
Pyntaður og fangelsaður vegna gagnrýni á stjórnvöld
Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Sádí-Arabíu, pyntaður og dæmdur til 16 ára fangelsis. Ástæðan er gagnrýnið innihald nokkurra tísta á Twitter, sem hann skrifaði meðan hann var enn í Bandaríkjunum.
Máli Twitter gegn Musk frestað
Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að slá máli Twitter gegn Elon Musk á frest til 28. október. Takist þeim að loka kaupsamningi á þeim tíma verður málið fellt niður. Til stóð að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Náist ekki samkomulag um kaup Musk á samfélagsmiðlinum gæti málið verið tekið fyrir í nóvember.
06.10.2022 - 23:30
Rússar og Úkraínumenn hafna friðartillögum Musks
Rússnesk yfirvöld hafna alfarið tillögum auðkýfingsins Elons Musk um leiðir til að binda enda á stríðsátökin í Úkraínu. Úkraínumenn gera slíkt hið sama en Musk lagði auk annars til að kosið yrði á ný undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna um innlimun héraðanna fjögurra Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia.
Twitter staðfestir að Musk hyggst standa við tilboð
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter staðfestu í kvöld að tilboð hafi borist frá auðkýfingnum Elon Musk um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins á sama verði og áður hafði verið samþykkt. Musk setur þó ákveðin skilyrði fyrir viðskiptunum.
Loka fyrir viðskipti á hlutabréfum Twitter
Viðskiptum með hlutabréf í samfélagsmiðlinum Twitter var lokað nú síðdegis. Bloomberg fréttastofan kveðst hafa heimildir fyrir því að Elon Musk hafi aftur gert tilboð í öll hlutabréf miðilsins, á verðinu sem samið var um í apríl. Viðskipti voru stöðvuð í fimm mínútur, og þegar opnað var fyrir þau aftur hækkuðu þau um 18 prósent á skömmum tíma. Þá voru viðskipti stöðvuð aftur.
04.10.2022 - 17:35
Stjórn og hluthafar Twitter ætla í hart við Musk
Stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter samþykkti í gær að halda til streitu samningi við auðkýfinginn Elon Musk um kaup hans á fyrirtækinu fyrir 44 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 6.000 milljarða íslenskra króna. Elon Musk samþykkir viðskiptin hins vegar ekki, heldur dró hann bindandi tilboð sitt til baka í vor.
Lögregla rannsakar hótanir í garð JK Rowling
Lögregla á Bretlandi rannsakar nú hótun gegn rithöfundinum JK Rowling, höfundar bókanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hótunin barst í kjölfar batakveðju sem hún sendi rithöfundinum Salman Rushdie.
Verð á hlutabréfum í Twitter snarlækkaði
Verð á hlutabréfum í bandaríska samfélagsmiðlarisanum Twitter snarlækkaði á fyrsta viðskiptadegi í bandarísku kauphöllinni eftir að milljarðamæringurinn Elon Musk tilkynnti það á föstudagskvöld, að hann væri hættur við umsamin kaup sín á fyrirtækinu fyrir 44 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði um 6.000 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfanna lækkaði um 11,3 prósent frá opnun til lokunar kauphallarinnar og var lokaverð hvers hlutar 32,65 dalir.
Telja Twitter í góðri stöðu gegn Musk
Stjórn Twitter ákvað í gærkvöldi að höfða mál gegn auðjöfrinum Elon Musk til þess að þvinga hann til þess að standa við samning sem hann gerði um kaup á fyrirtækinu. Musk sagðist ætla að falla frá kaupsamningnum í gær vegna meintra vanefnda stjórnar Twitter.
09.07.2022 - 12:45
Stjórn Twitter boðar málsókn á hendur Elon Musk
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Twitter hafa boðað málsókn á hendur milljarðamæringnum Elon Musk, sem lýsti því yfir á fimmtudagskvöld að hann væri hættur við umsamin kaup sín á fyrirtækinu. Hyggst stjórn Twitter knýja Musk til að standa við samninginn.
Musk hættur við að kaupa Twitter
Auðkýfingurinn Elon Musk segist hættur við kaup sín á samskiptamiðlinum Twitter. Hann greindi Twitter frá þessu fyrr í kvöld og sagði eigendur fyrirtækisins hafa brotið ítrekað gegn kaupsamningnum.
08.07.2022 - 22:16
Musk hótar að hætta við kaupin á Twitter
Elon Musk, ríkasti maður heims, hótaði í dag að draga til baka kauptilboð sitt í Twitter. Hann sakaði Twitter um að láta ekki af hendi uppplýsingar um hvernig fyrirtækið reiknar út hversu margir reikningar á forritinu séu falskir.
06.06.2022 - 21:52

Mest lesið