Færslur: twitter

Forstjórum Facebook og Twitter stefnt til yfirheyrslu
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag að kveðja Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, og Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til yfirheyrslu. Þeir verða krafðir svara um þá ákvörðun að fjarlægja færslur þar sem fjallað var um óstaðfesta frétt New York Post um Hunter, son Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata.
22.10.2020 - 16:21
18 tíst á klukkutíma
Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur veikindi sín ekki hamla sér í að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Undanfarinn klukkutíma hefur forsetinn skrifað þar 18 færslur þar sem hann hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa.
05.10.2020 - 12:39
Twitter: Klappað fyrir Emil í Barnsley
Eins og oft áður var knattspyrnuáhugafólk virkt á samfélagsmiðlum yfir leiknum.
05.09.2020 - 18:47
Ráðist á Twitter reikning forsætisráðherra Indlands
Tölvuþrjótur gerði atlögu að Twitter aðgangi Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Twitter staðfesti þetta í dag.
03.09.2020 - 04:23
Engin merki um stefnubreytingu hjá Facebook og Twitter
Ákvörðun Facebook og Twitter um að fjarlægja færslur Donalds Trump, um að börn séu ónæm fyrir COVID-19, er ekki vísbending um stefnubreytingu samfélagsmiðlanna þegar kemur að falsfréttum. Þetta segir Þórlaug Borg Ágústsdóttir, sérfræðingur í netstjórnmálum, í samtali við fréttastofu.
06.08.2020 - 19:01
Fjarlægðu færslur Trumps og kosningateymis hans
Facebook og Twitter, tveir af stærstu samfélagsmiðlum heims, fjarlægðu í kvöld færslu Donalds Trumps og kosningateymis hans, þar sem forsetinn heldur því fram að börn séu „svo gott sem ónæm" gagnvart kórónaveirunni sem veldur COVID-19.
Auðkýfingar þolendur netsvindls
Twitter-síður ýmissa bandarískra auðmanna og stórfyrirtækja urðu fyrir árás netsvindlara í gær.
16.07.2020 - 00:30
Twitter vísar á staðreyndir við færslu Trump
Donald Trump sakar Twitter um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir að færsla hans var merkt með vísun í síður til þess að afla sér upplýsinga um staðreyndir málsins. Trump segir Twitter koma í veg fyrir málfrelsi og hann sem forseti ætli ekki að láta það gerast. 
Twitter merkir misvísandi færslur um COVID-19
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter ætla í nánustu framtíð að merkja og vara við færslum sem innihalda misvísandi eða rangar upplýsingar um COVID-19. Þetta kom fram í tilkynningu frá Twitter í gær.
12.05.2020 - 01:20
Gervinotendum eytt af Facebook og Twitter
Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter höfðu í nógu að snúast síðustu daga við að eyða gervinotendum af síðum sínum. Twitter eyddi nærri sex þúsund notendum sem sendu frá sér skilaboð til stuðnings stjórnvalda í Sádi Arabíu. Sú aðgerð var hluti af enn stærri aðgerð þar sem um 88 þúsund notendum var eytt fyrir ýmsar sakir.
21.12.2019 - 07:41
Fyndnustu viðbrögðin við Samherjamálinu
Það má segja að umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi hafi sett þjóðfélagið á hliðina. Gögn sem benda til þess að háar upphæðir hafi runnið til stjórnmálamanna og í skattaskjól eru eðli máls samkvæmt ekkert grín, en netverjar hafa þó sannarlega séð grátbroslegu hliðarnar á hlutunum.
13.11.2019 - 10:19
Brotist inn á Twittersíðu stofnanda Twitter
Tölvuþrjótar brutu sér leið inn á Twittersíðu stofnanda og stjórnanda Twitter, Jack Dorsey, í gær. Þrjótarnir notuðu þær fimmtán mínútur sem þeir náðu stjórn á síðunni til þess að birta verulega dónalegar og fordómafullar færslur í nafni Dorsey. 
31.08.2019 - 07:27
Trump heldur aðför sinni að þingkonunum áfram
Donald Trump forseti Bandaríkjanna heldur áfram aðför sinni að fjórum þingkonum Demókrataflokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Í þetta sinn sakar hann þær um skort á ættjarðarást.
21.07.2019 - 12:47
Tíu tíst sem benda til þess að Hatrið sigri
Það fór ekki fram hjá neinum að Hatari steig á svið í Expo höllinni í Tel Aviv í gær og batt enda á fimm ára eyðimerkurgöngu Íslands í Eurovision. Íslendingar voru auðvitað spenntir fyrir framlaginu en það sama má segja um erlenda aðdáendur sem tístu eins og enginn væri morgundagurinn, við tókum saman þau bestu.
15.05.2019 - 11:03
Twitter-notendur yngri og lengra til vinstri
Twitter-notendur eru yngri, betur menntaðir og vinstrisinnaðri en almenningur í Bandaríkjunum. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á notendum samfélagsmiðilsins.
24.04.2019 - 17:30
Trump tók á móti stjórnanda Twitter
Jack Dorsey, einn stofnenda Twitter og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins, átti fund með Bandaríkjaforseta á skrifstofu hans í Hvíta húsinu í gærkvöld. Samkvæmt yfirlýsingu Twitter ræddu þeir um mikilvægi hielbrigðrar umræðu í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári. Sjálfur sagði Trump fundinn hafa verið góðan.
24.04.2019 - 05:55
Óvinsælustu tjáknin á Twitter opinberuð
Flestir sem notast við netmiðla kannast við svokölluð tjákn, lyndistákn eða „emojis“ en sum þessara tjákna eru vinsælli en önnur. Þannig hafa tjákn á borð við hjarta, þumal sem bendir upp og broskall fest sér sess í vitund almennings á meðan færri myndu grípa til kláfferjunnar í sínum daglegu netsamskiptum. Kláfferjan var lengi vel óvinsælasta tjáknið á Twitter en annað tjákn er nú enn óvinsælla. Það tjákn er jafnvel enn furðulegra en það sýnir fjóra bókstafi í hástöfum og ekkert annað.
29.07.2018 - 20:25
Erlent · Netið · twitter
Twitter eyðir yfir milljón notendum á dag
​​​​​​​Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter eyddu yfir einni milljón falsaðra eða grunsamlegra notenda á dag í maí og júní. Alls voru 70 milljón reikningar þurrkaðir út af miðlinum, samkvæmt heimildum Washington Post. 
07.07.2018 - 04:00
Þakklæti og svekkelsi á Twitter
Íslendingar töpuðu fyrir Króatíumönnum á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í kvöld, með einu marki gegn tveimur. Íslendingar eru úr leik á HM en sigur hefði komið þeim upp úr riðlinum og tryggt áframhaldandi þáttöku í sextán liða úrslitum. Leikurinn í kvöld var sá stærsti í íslenskri knattspyrnusögu og notendur Twitter höfðu sitthvað um það að segja.
26.06.2018 - 20:39
Hvetja fólk til að vera í símanum
Twitter óperan Bergmálsklefinn verður frumsýnd í Tjarnarbíó föstudaginn 25.maí. Tíst í beinni útsendingu og spunninn óperusöngur er meðal þess sem að kemur fram í sýningunni.
23.05.2018 - 14:57
 · RÚV núll · rúv núll efni · ópera · Leikhús · twitter
Vinsælast á samfélagsmiðlum 2017
Stærsti samfélagsmiðill heims árið 2017 var Facebook. Youtube kom þar á eftir, þá Instagram og í fjórða sæti Twitter. Við rýnum í vinsælustu notendurna og efnið á þessum miðlum á árinu sem leið.
02.01.2018 - 15:53
Höfundur Rick og Morty gefur ráð við þunglyndi
Daniel Harmon, höfundur og aðalleikari teiknimyndaþáttanna vinsælu um Rick og Morty sló í gegn á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum, þegar hann brást með einstökum hætti við fyrirspurn frá aðdáanda, sem bað Harmon um ráð gegn þunglyndi.
Er Melania Trump í felum?
Margt er enn á huldu um hina nýju forsetafrú Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Lestin rýnir í samfélagsmiðla og veltir fyrir sér hvort þar megi finna vísbendingar um það hver kona Donalds forseta er í raun. Erum við ómeðvitað að senda dulin skilaboð um okkur sjálf í gegnum samfélagsmiðla?
04.05.2017 - 16:44