Færslur: twitter

Gengi hlutabréfa Facebook féll þegar kerfið hrundi
Skekkja við breytingar á innri stillingum netbeina sem stjórna umferð um netkerfi samskiptarisans Facebook varð til þess að samfélagsmiðlar og samskiptaforrit hættu að virka og urðu óaðgengileg síðdegis í gær. Samband komst ekki á fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Rasísku ummælin komu að stærstum hluta frá Bretlandi
Twitter hefur gefið út að lang flest af þeim rasísku ummælum sem voru látin falla eftir úrslitaleik EM í fótbolta fyrr í sumar hafi komið frá notendum í Bretlandi. England tapaði úrslitaleiknum gegn Ítalíu og þrír leikmenn liðsins brenndu af vítaspyrnum.
Nígería lokar á Twitter eftir að færslu Buhari var eytt
Nígerísk stjórnvöld tilkynntu í gær ótímabundna lokun á samfélagsmiðlinum Twitter þar í landi. Tilkynningin var birt á Twitter. Tveir dagar eru síðan færslu forsetans Muhammadu Buhari var eytt af miðlinum. Færslan var sögð stríða gegn reglum Twitter. 
05.06.2021 - 03:50
Örskýring
Hvað er Twitter og af hverju fær umræðan þar athygli?
Fjölmiðlar birta reglulega sérstakar samantektir um hvað notendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa að segja um málefni líðandi stundar, allt frá Eurovision til #metoo. Þá gera sjónvarpsþættir á borð við Vikuna með Gísla Marteini og Heima með Helga færslum á Twitter hátt undir höfði með því að birta þær í beinni útsendingu og dæmi eru um að fólk stofni aðgang á Twitter í þeim eina tilgangi að koma skilaboðum í sjónvarpið.
04.06.2021 - 09:43
Viðtal
„Ég get staðfest að þessi samskipti eru ekki til“
Twitter logaði um helgina í kjölfarið á óvæntu orðaskaki á milli Bassa Maraj, rappara og áhrifavalds úr sjónvarpsþáttunum Æði, og Hannesar Hólmsteins sem blandaði sér inn í samræður á milli þess fyrrnefnda og Bjarna Ben fjármálaráðherra. Bassi hótaði að birta meint samskipti sín við Hannes á stefnumótamiðlinum Grindr. Leikstjóri þáttanna segir að það hafi verið augljóst grín og að engin slík samskipti hafi raunverulega átt sér stað.
30.03.2021 - 13:56
Hægja á virkni Twitter í Rússlandi
Stjórnvöld í Rússlandi hafa ákveðið að hægja á virkni samfélagsmiðilsins Twitter þar í landi. Þau segjast grípa til þessa vegna ólöglegs efnis sem ekki hefur verið fjarlægt þaðan.
10.03.2021 - 10:01
Twitter lokar á fólk að beiðni indverskra stjórnvalda
Stjórnendur Twitter lokuðu aðgangi hundraða indverskra notenda að beiðni þarlendra stjórnvalda. Meðal þeirra sem hafa ekki lengur aðgang eru fréttamiðlar, aðgerðarsinnar og leikarar. Guardian greinir frá því að lokunin hafi varað í hálfan sólarhring vegna hvatninga til ofbeldis. 
02.02.2021 - 06:41
Erlent · Asía · twitter · Indland
Twitter lokar 70 þúsund aðgöngum tengdum QAnon
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter tilkynntu í gær að yfir 70 þúsund aðgöngum tengdum samsæriskenningahópnum QAnon hefði verið lokað.
Ákæra til að halda Trump fjarri opinberum embættum
Demókratar á Bandaríkjaþingi, undir forystu Nancy Pelosi, eru staðráðnir í að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisglöp enda beri hann ábyrgð á árás áhangenda sinna á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag.
Trump og Twitter takast á
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, brást við lokun á Twitter-aðgangi sínum með því að gagnrýna fyrirtækið harðlega á opinberum Twitter-aðgangi forsetaembættisins. Twitter brást við skjótt og eyddi færslunum og hefur nú líka lokað Twitter-aðgangi kosningateymis forsetans. Trump boðar nú mögulega stofnun eigin samfélagsmiðils.
Twitter lokar á tístin frá Trump
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter, helsta vettvangs Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta fyrir skoðanir sínar og skilaboð til þjóðarinnar, tilkynntu í kvöld að aðgangi forsetans að miðlinum hafi verið lokað og að hann verði lokaður til frambúðar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert vegna hættu á frekari ofbeldisverkum í kjölfar árásar stuðingsfólks Trumps á þinghúsið í Washington á miðvikudag, þegar báðar þingdeildir ræddu staðfestingu á kjöri Bidens í embætti forseta.
Twitter setti fyrirvara við öll tíst Trumps í morgun
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á Twitter í byrjun dagsins og gagnrýndi þar harðlega framkvæmd kosninganna, sérstaklega í Pennsylvaníu. Hann hafði varla sleppt síðasta orðinu en að Twitter var búið að vara við öllu því sem forsetinn hafði skrifað. Fátt getur komið í veg fyrir að Joe Biden verði lýstur sigurvegari kosninganna en óvíst er hvenær nákvæmlega það gerist.
Íslendingar svartsýnir og bugaðir á samfélagsmiðlum
Það er mun mjórra á munum í bandarísku forsetakosningunum en spár gerðu ráð fyrir og svo gæti farið að Donald Trump haldi forsetaembættinu í fjögur ár til viðbótar. Íslendingar á samfélagsmiðlinum Twitter virðast upp til hópa afar ósáttir með stöðuna og örlar á bæði örvæntingu og depurð hjá þeim sem tjá sig.
Forstjórum Facebook og Twitter stefnt til yfirheyrslu
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag að kveðja Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, og Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til yfirheyrslu. Þeir verða krafðir svara um þá ákvörðun að fjarlægja færslur þar sem fjallað var um óstaðfesta frétt New York Post um Hunter, son Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata.
22.10.2020 - 16:21
18 tíst á klukkutíma
Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur veikindi sín ekki hamla sér í að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Undanfarinn klukkutíma hefur forsetinn skrifað þar 18 færslur þar sem hann hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa.
05.10.2020 - 12:39
Twitter: Klappað fyrir Emil í Barnsley
Eins og oft áður var knattspyrnuáhugafólk virkt á samfélagsmiðlum yfir leiknum.
05.09.2020 - 18:47
Ráðist á Twitter reikning forsætisráðherra Indlands
Tölvuþrjótur gerði atlögu að Twitter aðgangi Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Twitter staðfesti þetta í dag.
03.09.2020 - 04:23
Engin merki um stefnubreytingu hjá Facebook og Twitter
Ákvörðun Facebook og Twitter um að fjarlægja færslur Donalds Trump, um að börn séu ónæm fyrir COVID-19, er ekki vísbending um stefnubreytingu samfélagsmiðlanna þegar kemur að falsfréttum. Þetta segir Þórlaug Borg Ágústsdóttir, sérfræðingur í netstjórnmálum, í samtali við fréttastofu.
06.08.2020 - 19:01
Fjarlægðu færslur Trumps og kosningateymis hans
Facebook og Twitter, tveir af stærstu samfélagsmiðlum heims, fjarlægðu í kvöld færslu Donalds Trumps og kosningateymis hans, þar sem forsetinn heldur því fram að börn séu „svo gott sem ónæm" gagnvart kórónaveirunni sem veldur COVID-19.
Auðkýfingar þolendur netsvindls
Twitter-síður ýmissa bandarískra auðmanna og stórfyrirtækja urðu fyrir árás netsvindlara í gær.
16.07.2020 - 00:30
Twitter vísar á staðreyndir við færslu Trump
Donald Trump sakar Twitter um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir að færsla hans var merkt með vísun í síður til þess að afla sér upplýsinga um staðreyndir málsins. Trump segir Twitter koma í veg fyrir málfrelsi og hann sem forseti ætli ekki að láta það gerast. 
Twitter merkir misvísandi færslur um COVID-19
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter ætla í nánustu framtíð að merkja og vara við færslum sem innihalda misvísandi eða rangar upplýsingar um COVID-19. Þetta kom fram í tilkynningu frá Twitter í gær.
12.05.2020 - 01:20
Gervinotendum eytt af Facebook og Twitter
Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter höfðu í nógu að snúast síðustu daga við að eyða gervinotendum af síðum sínum. Twitter eyddi nærri sex þúsund notendum sem sendu frá sér skilaboð til stuðnings stjórnvalda í Sádi Arabíu. Sú aðgerð var hluti af enn stærri aðgerð þar sem um 88 þúsund notendum var eytt fyrir ýmsar sakir.
21.12.2019 - 07:41
Fyndnustu viðbrögðin við Samherjamálinu
Það má segja að umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi hafi sett þjóðfélagið á hliðina. Gögn sem benda til þess að háar upphæðir hafi runnið til stjórnmálamanna og í skattaskjól eru eðli máls samkvæmt ekkert grín, en netverjar hafa þó sannarlega séð grátbroslegu hliðarnar á hlutunum.
13.11.2019 - 10:19
Brotist inn á Twittersíðu stofnanda Twitter
Tölvuþrjótar brutu sér leið inn á Twittersíðu stofnanda og stjórnanda Twitter, Jack Dorsey, í gær. Þrjótarnir notuðu þær fimmtán mínútur sem þeir náðu stjórn á síðunni til þess að birta verulega dónalegar og fordómafullar færslur í nafni Dorsey. 
31.08.2019 - 07:27