Færslur: trúmál

Ekkert í boði annað en að lifa sorgina af
„Hvern gat ég verið reið við yfir að missa barnið mitt? Guð?“ segir Gullveig Teresa Sæmundsdóttir fyrrum ritstjóri sem missti dóttur sína aðeins tveggja ára gamla úr krabbameini og síðar bróður sinn fyrir aldur fram úr sama sjúkdómi. Þrátt fyrir miklar sorgir nýtur hún lífsins jákvæð og brosmild og segir að það sé skemmtilegt og gott. Gullveig er kaþólsk og skriftaði sem barn en trúir ekki á himnaríki lengur.
28.10.2020 - 12:41
Frans páfi kveðst hliðhollur samböndum samkynhneigðra
Frans páfi segist styðja sambönd fólks af sama kyni og að þau séu börn guðs. Hann kveðst hlynntur því að samkynhneigðir fái að skrá sig í staðfesta samvist, sem er alger viðsnúningur frá viðhorfi fyrri páfa.
22.10.2020 - 02:25
Þjóðkirkjan enn fjölmennust - en þar fækkar líka mest
Hátt í 28 þúsund Íslendingar voru skráðir utan trú- og lífskoðunarfélaga 1. október síðastliðinn. Það eru um sjö af hverjum hundrað landsmönnum.
09.10.2020 - 16:46
Forseti muni ekki skipa biskup
Forseti Íslands mun hvorki skipa biskup Íslands né vígslubiskupa og ákvæði um úrskurðar- og áfrýjunarnefndir, sem meðal annars fjalla um agabrot, verða felld úr gildi verði frumvarp dómsmálaráðherra um ný þjóðkirkjulög að lögum.
02.10.2020 - 21:35
Jesúkynningin kostaði kirkjuna tvær milljónir
Kostnaður við umdeilt kynningarefni Þjóðkirkjunnar, þar sem Jesú er sýndur með brjóst og varalit, er um tvær milljónir. Svokallaður Jesústrætó mun aka áfram um götur borgarinnar að minnsta kosti næstu þrjá vikurnar. Pétur Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir ekki liggja fyrir hvort fjölgað hafi eða fækkað í kirkjunni vegna þessa.
13.09.2020 - 12:24
Myndskeið
Þúsaldarprestur byrjaði óvart að boða trúna á TikTok
Sóknarpresturinn í Glerárkirkju á Akureyri álpaðist inn á samfélagsmiðilinn TikTok í samkomubanninu og hefur nú varið nokkrum vinnustundum í að svara spurningum notenda um trúmál. Forveri hans í starfi, sem nú er komin á eftirlaun, fagnar framtakinu.
19.07.2020 - 12:17
Mesta fjölgun í Siðmennt og mest fækkar í Þjóðkirkjunni
Siðmennt er það félag í hópi lífsskoðunar- og trúfélaga sem mest hefur fjölgað í undanfarna sex mánuði og mesta fækkunin varð í Þjóðkirkjunni. Hér á landi eru yfir 50 skráð trúfélög. Þeim fjölgar ár frá ári sem kjósa að standa utan trúfélaga og um fimmtungur landsmanna er ýmist utan trúfélaga eða með óskilgreinda stöðu að þessu leyti. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög.
08.06.2020 - 16:37
Krafa um góð samskipti innan kirkjunnar
Framkvæmdastjóra Kirkjuráðs var sagt upp störfum í byrjun mánaðarins og honum gert að hætta þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir stofnunina ekki líða slæm samskipti á vinnustaðnum.
28.10.2019 - 12:27
Myndskeið
Samþykkja mosku við Suðurlandsbraut
Félag múslima á Íslandi hefur fengið leyf til að byggja mosku við Suðurlandsbraut. Enn á eftir að uppfylla ýmis skilyrði áður en framkvæmdir mega hefjast.
24.10.2019 - 16:14
Heilagleiki og helgispjöll í samtímanum
Hugtökin heilagleiki og helgispjöll hafa nokkuð verið í umræðunni eftir umdeildan gjörning Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju um verslunarmannahelgina. Í Tengivagninum var rætt við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, guðfræðing, um heilagleika og helgispjöll og merkingu þess í samtímanum.