Færslur: Trú

Tónlist
Messugestir kvaddir með Metallicu
„Mörg lög með hljómsveitum eins Metallica og Queen eru ótrúlega vel samin,“ segir Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti í Digraneskirkju. „Lagið Nothing else matters fjallar um kærleikann sem er grunnundirstaða kristinnar trúar og á alltaf við.“
Jesúkynningin kostaði kirkjuna tvær milljónir
Kostnaður við umdeilt kynningarefni Þjóðkirkjunnar, þar sem Jesú er sýndur með brjóst og varalit, er um tvær milljónir. Svokallaður Jesústrætó mun aka áfram um götur borgarinnar að minnsta kosti næstu þrjá vikurnar. Pétur Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir ekki liggja fyrir hvort fjölgað hafi eða fækkað í kirkjunni vegna þessa.
13.09.2020 - 12:24
Víðsjá
Morsað til hvala, guða og manna
Myndlistarkonan Anna Júlía Friðbjörnsdóttir sýnir nú verk sitt utan á gömlu Loftskeytastöðinni á Melunum í Reykjavík, þar sem Náttúruminjasafn Reykjavíkur er nú með skrifstofuaðstöðu. Þar sendir Anna Júlía skilaboð með ljósaseríu og morskóða til umheimsins, en sýning hennar er einnig í safnaðarheimili Neskirkju þar skammt frá. Sýningin vekur hugsanir um trú, náttúru, búsvæði sjávarspendýra og samspil manns og náttúru.
30.11.2019 - 14:15
Fylgja Jesú á samfélagsmiðlum
Kristniboðavikan 2018 hefst sunnudaginn 25. febrúar. „Fylgdu Jesú“ er yfirskrift hennar þetta árið. „Þetta er vísun í það að vera fylgjandi einhvers á samfélagsmiðlunum,“ segir Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, tónlistarkennari og kristniboði.
21.02.2018 - 14:47
Svartir krossar frá Kees
Um síðustu helgi var opnuð í safnaðarheimili Neskirkju sýningin Crux sem, eins og nafnið bendir til, leggur út af krossfestingarþemanu í vestrænni myndlist. Myndlistarmaðurinn Kees Visser á verkin á sýningunni en þau vísa á forvitnilegan hátt í langa hefð í myndlistarsögunni.
20.02.2018 - 18:00
„Við bjóðum okkur fram í þessa vinnu“
Hvernig er dagur í lífi trúboðans? Hvernig er að vera trúboði á Íslandi? Trevor Jakobsson og Johan Johansen, trúboðar Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, ræddu um starfsemi sína
29.08.2017 - 16:20