Færslur: Tromsö

Dómur yfir Gunnari Jóhanni mildaður úr 13 í fimm ár
Lögmannsréttur Hálogalands, áfrýjunarréttur í Tromsö í Noregi, mildaði þrettán ára fangelsisdóm Gunnars Jóhanns Gunnarssonar úr þrettán árum í fimm í gær.
05.03.2021 - 07:18
Verjandi Gunnars segir manndráp af gáleysi auðsýnt
Brynjar Meling, annar verjanda Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, segir héraðsdóm hafa horft framhjá staðreyndum máls og farið á svig við lög með því að dæma hann til þrettán ára fangavistar fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana í apríl 2019.
22.02.2021 - 17:11
Málflutningur áfrýjunarmáls Gunnars Jóhanns hefst í dag
Málflutningur í áfrýjunarmáli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar fyrir Lög­manns­rétti Hålogalands í Tromsø hófst klukkan 9 í morgun að norskum tíma.
22.02.2021 - 10:11
Aðgengi almennings að opinberum skjölum staðfest
Ísland hefur nú staðfest samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum, kenndan við Tromsö í Noregi. Þeim ríkjum sem staðfesta hann ber að virða samræmdar lágmarksreglur um upplýsingarétt almennings.
Ísland og Tromsø: Hvalir og norðurljós
Fyrir nokkrum árum síðan var lítið upp úr vetraferðamennsku að hafa í Troms-fylki í Norður Noregi. Þegar miðnætursólin kvaddi og myrkrið gerði sig heimakomið þarna uppi á 69. breiddargráðu tæmdust hótelin. Nú hefur þetta snúist við, helsta áskorunin er að laða að ferðalanga yfir sumarið. Það er margt líkt með vetraráfangastöðunum Íslandi og Norður-Noregi. Norðurljósaferðir og hvalaskoðun skipa stóran sess.
30.01.2017 - 17:24