Færslur: Trjárækt

Myndskeið
Söfnuðu að minnsta kosti 50 milljónum fræja
Að minnsta kosti 50 milljón birkifræ söfnuðust í söfnunarátaki sem hófst í haust. Framkvæmdastjóri Skógræktar Kópavogs segir að söfnunin hafi farið fram úr björtustu vonum. Hann segir stefnt að því að halda átakinu áfram á næstu árum.
05.11.2020 - 19:31
Nýtt skógarmeindýr annað hvert ár
Mikið landnám skógarmeindýra á undanförnum þremur áratugum er áhyggjuefni, segir í grein í tímariti Landgræðslunnar. Þá segir að þriðjungur þeirra skógarmeindýra sem numið hafi land á á síðustu rúmu öld séu tegundir sem geti valdið miklu tjóni. Gera megi ráð fyrir að vegna hlýnunar haldi meindýrunum áfram að fjölga og líklega um nýtt meindýr annað hvert ár.
18.09.2019 - 16:34