Færslur: Trjárækt

Sjónvarpsfrétt
Leigð jólatré njóta vaxandi vinsælda
Leigð jólatré njóta vaxandi vinsælda í Bretlandi. Lifandi jólatré eru leigð út í pottum yfir hátíðarnar og þeim svo skilað aftur eftir jól.
23.12.2021 - 22:34
Myndskeið
Tré skár farin eftir bruna í Heiðmörk en talið var
Svartar og berar trjágreinar eru víða á svæði í Heiðmörk sem varð eldi að bráð fyrir fjórum mánuðum. Hins vegar hafa teinungar skotist upp af rótum birkitrjáa sem talið var að hefðu drepist. „Það gleður okkur að sjá skóginn taka við sér og það eru sprotar að koma upp af trjám sem við vorum héldum kannski að væru búin að drepast,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
02.09.2021 - 22:45
Myndskeið
Söfnuðu að minnsta kosti 50 milljónum fræja
Að minnsta kosti 50 milljón birkifræ söfnuðust í söfnunarátaki sem hófst í haust. Framkvæmdastjóri Skógræktar Kópavogs segir að söfnunin hafi farið fram úr björtustu vonum. Hann segir stefnt að því að halda átakinu áfram á næstu árum.
05.11.2020 - 19:31
Nýtt skógarmeindýr annað hvert ár
Mikið landnám skógarmeindýra á undanförnum þremur áratugum er áhyggjuefni, segir í grein í tímariti Landgræðslunnar. Þá segir að þriðjungur þeirra skógarmeindýra sem numið hafi land á á síðustu rúmu öld séu tegundir sem geti valdið miklu tjóni. Gera megi ráð fyrir að vegna hlýnunar haldi meindýrunum áfram að fjölga og líklega um nýtt meindýr annað hvert ár.
18.09.2019 - 16:34